Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 27 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 18 11 9 10 /2 00 2 TOYOTA - LYKILL AÐ AUÐVELDUM OG ÖRUGGUM BÍLAVIÐSKIPTUM. Við þökkum frábær viðbrögð við „Eigð'ann eða leigð'ann“ tilboði okkar, þar sem einstaklingar geta nú í fyrsta skipti á Íslandi valið um að taka bíl á rekstrarleigu. Toyota býður nú takmarkað magn bílaleigubíla á frábærum kjörum og þú velur hvort þú kaupir þér bíl til eignar eða tekur hann á rekstrarleigu, án útborgunar. Þú einfaldlega kvittar undir samninginn og ekur af stað. Þetta er því einstakt tækifæri til að fá sér betri notaðan bíl frá Toyota með auðveldum og öruggum hætti. Komdu strax í dag, hringdu í síma 570 5000 eða kíktu á www.toyota.is EIGÐ'ANN EÐA LEIGÐ'ANN Nýjung frá Toyota sem slær í gegn. Corolla Skráður: maí, 01 Rekstarleiga á mán. frá: 24.500 kr. m/v 26 mán. Bílalán á mán. frá: 16.644 kr. m/v 60 mán.* Verð frá: 1.090.000 kr. Verð dæm iYaris Skráður: maí, 01 Rekstrarleiga á mán. frá: 19.200 kr. m/v 26 mán. Bílalán á mán. frá: 12.564 kr. m/v 60 mán.* Verð frá: 820.000 kr. Verð dæm i Toyota Avensis Terra Skráður: maí, 01 Rekstarleiga á mán. frá: 29.000 kr. m/v 26 mán. Bílalán á mán. frá: 20.874 kr. m/v 60 mán.* Verð frá: 1.370.000 kr. Verð dæm i *Bílalán miðast við 30% útborgun af kaupverði og 9% verðtryggða vexti með 3,5% stofngjaldi. STJÓRN Norður-Kóreu bauðst í gær til að hefja við- ræður um griðasáttmála við Bandaríkin en hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að hætta að þróa kjarnavopn áður en samningaviðræður hæfust. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu sögðu tilboðið ekki auka líkurnar á því að hægt yrði að afstýra uppgjöri milli Bandaríkjanna og Norð- ur-Kóreu í bráð þar sem banda- ríska stjórnin hefur ekki léð máls á viðræðum nema Norð- ur-Kóreumenn hætti að þróa kjarnavopn. Stjórn Norður-Kóreu stað- festi ekki staðhæfingar banda- rískra embættismanna um að Norður-Kóreumenn hefðu við- urkennt á fundi með banda- rískri sendinefnd 3.–5. október að þeir væru að þróa kjarna- vopn á laun í trássi við samning ríkjanna frá 1994. Stjórn Bandaríkjanna sagð- ist vera að gaumgæfa tilboðið og ætla að svara því síðar. Umbótum Tyrkja fagnað LEIÐTOGAR Evrópusam- bandsins fögnuðu í gær póli- tískum umbótum í Tyrklandi og sögðu að viðleitni þarlendra stjórnvalda til að bæta ástandið í mannréttindamálum hefði flýtt fyrir hugsanlegum við- ræðum um aðild landsins að sambandinu. Tyrkneska stjórnin hafði orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með að í ný- legri skýrslu Evrópusam- bandsins um stækkunaráform þess skyldi ekki nefnt hvenær gera mætti ráð fyrir að mögu- legt yrði að hefja formlegar við- ræður um aðild Tyrklands. Ut- anríkisráðherra Tyrklands sagði í gær að stjórnin myndi endurskoða tengsl sín við sam- bandið ef viðræðurnar hæfust ekki á næsta ári. Innflutnings- banni aflétt STJÓRNVÖLD í Frakklandi afléttu í gær formlega banni við innflutningi á bresku nauta- kjöti sem sett var fyrir sex ár- um til að koma í veg fyrir út- breiðslu kúariðu. Bretar og Frakkar hafa deilt hart um bannið frá því að önnur ríki Evrópusambandsins afléttu því árið 1999. STUTT Bandarík- in lofi griðum „FYRIR einum og hálfum mánuði var forseti Costa Rica á heimleið frá alþjóðaumhverfisráðstefnunni í Jó- hannesarborg en þar heyrði hann um vetnisorkuáformin hér á Íslandi. Þessi áform vöktu mjög áhuga hans,“ segir Gutierrez spurður um tilefni Íslandsheimsóknar sinnar. „Forsetinn áði í nokkra daga hjá mér í Lundúnum á heimleiðinni og fól mér við það tækifæri að fara í leið- angur til Íslands til að kynna mér þetta og gefa sér síðan skýrslu. Þetta er það sem ég hef verið að gera síð- ustu daga. Og ég hef hrifist mjög af því sem ég hef séð og fræðzt um hér,“ segir Gutierrez. Hann segir Costa Rica-búum vera mjög umhugað um umhverfismál. Fjórðungur landsins sé nú innan marka þjóðgarða. Raforkuvinnsla í Costa Rica fari fram í vatnsorkuver- um og tilraunir hafi einnig verið gerðar með nýtingu jarðhita. „Við teljum því, að ef við getum hrint sambærilegri áætlun [og Ís- lendingar eru að gera á sviði vetn- isorkutækninnar] í framkvæmd hjá okkur myndi það bæta ímynd lands- ins; við myndum losna við loftmeng- unina í borgum, losna við hávaða og jafnvel komast hjá öndunarvegar- sjúkdómum,“ segir sendiherrann. Í Costa Rica verði framvegis fylgzt náið með framvindu þessa verkefnis á Ís- landi og mögu- leikar kannaðir til hlítar á að leika það eftir. „Við munum að sjálfsögðu gjarn- an vilja njóta að- stoðar Íslend- inga við að taka þessa nýju tækni í notkun og kannski vill Evrópusambandið líka hjálpa,“ segir Gutierrez og bætir við að Costa Rica hafi nú þegar samninga við Holland um fjármögn- un rannsóknaáætlana á sviði um- hverfisverndar. „Ég tel að við ættum að geta fengið lán úr þessari átt til að fjármagna tilraun með vetnisorku- áætlun í Costa Rica.“ Í fjögurra daga langri heimsókn Gutierrez, sem iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið sá um að skipu- leggja, hitti hann ýmsa aðila á sviði orkumála, þ.á m. Braga Árnason prófessor, sem unnið hefur að ís- lenzka vetnisorkuverkefninu, og skoðaði íslenzk orkufyrirtæki, m.a. Nesjavelli, Landsvirkun, Hitaveitu Suðurnesja og fyrirtækið Nýorku. Þá átti hann fundi með fulltrúum ráðuneyta, Verslunarráðs Íslands og Útflutningsráðs. Sendiherrann hefur einnig áhuga á að efla vöru- og viðskiptatengsl Ís- lands og Costa Rica en ferðaþjón- usta er fjölbreytt þar í landi og reyndar mikilvægasta tekjulindin. Viljum læra af Íslendingum Rodolfo Gutierrez Rodolfo Gutierrez, sendiherra Costa Rica í Lundúnum, var hér á landi í vikunni til að kynna sér nýjungar í orkumálum. Auðunn Arnórsson tók hann tali.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.