Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 28

Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 28
NEYTENDUR 28 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 7 1 2 6 /s ia .i s Angelica Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys: „Síðustu árin hefur dregið úr vinnuþreki mínu. Mér datt því í hug að reyna Angelicu jurtaveig. Fljótlega kom í ljós að með því að nota hana jókst þrek mitt áþreifanlega. Eftir nokkurn tíma komst ég upp á lag með að nota jurtaveigina einkum þegar mikið liggur við að þrek mitt dugi. Slík notkun hefur reynst mér vel.“ Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Mig langaði til að spyrja um vanda- mál sem ég hef verið að glíma við. Þannig er, að ég hef verið að fá einhver köst þar sem ég finn fyrir svima, hjart- að slær og slær og ég held að ég sé að fá hjartaáfall. Ég hef í kjölfar þessa farið til læknis og á bráðamóttökuna en þar er mér sagt að þetta sé einhverskonar kvíðakast og ekkert sé að mér lík- amlega. Er þetta mjög þekkt í sálfræð- inni og er hægt að leita til sálfræðinga með svona vandamál? SVAR Fyrst til að svaraspurningu þinni, þá er þetta vel þekkt vandamál innan sál- fræðilegrar meðferðar og mjög eðli- legt að leitast eftir sálfræðilegri með- ferð við þessum vanda. Það sem þú ert að lýsa hér svipar mjög til þess sem nefnt hefur verið felmt- ursröskun (Panic disorder). Felmt- ursröskun virðist, samkvæmt ís- lenskri rannsókn, hrjá 1,7% fólks og þar af helmingi fleiri konur en karla. Vandamálið lýsir sér í því að ein- staklingur fær skyndileg kvíðaköst þar sem viðkomandi getur upplifað að hann jafnvel sé að missa vitið eða deyja. Hjá sumum eru þessi köst tengd ákveðnum aðstæðum eða at- burðum en hjá öðrum virðast köstin ekki tengjast neinum sérstökum að- stæðum eða atburðum. Köstin ein- kennast af mjög miklum kvíða og al- gengast er að köstin standi yfir í nokkrar mínútur en geta þó í sumum tilfellum varað í nokkrar klukku- stundir. Líkamlegu einkenni felmt- urs eru meðal annars: andnauð, köfn- unartilfinning, skjálfti, hraður hjartsláttur, sviti, ógleði, verkur fyrir brjósti, og doði. Auk þess er algengt, þegar fólk fær kvíðakast, að fólk ótt- ist að það sé að missa stjórn á sér, óttist að það sé að ganga af göflunum eða óttist jafnvel að það sé að deyja, svo eitthvað sé nefnt. Það er, viðkom- andi túlkar einkennin sem alvarleg líkamleg veikindi eða geðtruflanir. Fólk með felmtursröskun óttast yf- irfleitt mjög, eftir fyrsta kvíðakastið, að það muni upplifa fleiri kvíðaköst og hefur áhyggjur af því hvað gerist í þeim kvíðaköstum (nokkurs konar kvíði fyrir kvíðanum). Einstaklingur sem hefur upplifað kvíðaköst verður oft ofurnæmur á líkamleg viðbrögð sín. Þetta veldur því að þeir taka eftir líkamlegum einkennum kvíðans (hraður hjartsláttur, skjálfti, o.s.frv.) þegar þau birtast í það litlum mæli að aðrir myndu ekki verða varir við þau. Þeir sem þjást af felmtursröskun eru auk þess mun líklegri en aðrir til að túlka líkamleg viðbrögð á nei- kvæðan hátt og meira að segja mun líklegri en þeir sem þjást af annars konar kvíða, eins og t.d. félagsfælni. Einkennin magnast þar af leiðandi oft upp í vítahring þar sem líkamlegu einkennin og kvíðinn magna upp hugsanirnar um að eitthvað hræði- legt sé að gerast og svo koll af kolli upp í vítahring hugsana og tilfinn- inga. Einstaklingurinn gerir sér sjaldnast grein fyrir því að það eru hugsanirnar sem magna upp kvíð- ann. Gott dæmi um þetta er þegar kvíðinn er að magnast og það á sér stað utanaðkomandi truflanir eins og t.d. ef síminn hringir, þá virðist sem truflunin, sem símhringingin hefur í för með sér, stoppi skyndilega nei- kvæðu hugsanirnar og stöðvi því kvíðakastið. Þegar á líður þróar einstaklingur með felmtursröskun með sér ýmsar öryggishegðanir (t.d. til að forðast hjartaáfall) eins og að draga úr lík- amsrækt, og annarri hreyfingu. Við- komandi trúir því, af fullri einlægni, að það séu þessar öryggisráðstafanir sem koma í veg fyrir að hann/hún fái raunverulegt hjartaáfall. Hugræn atferlismeðferð hefur verið þróuð töluvert til þess að takast á við felmtursröskun og hefur þessi aðferð sýnt mjög góðan árangur í samanburði við aðrar meðferð- arleiðir. Árangur af hugrænni atferl- ismeðferð við felmtursröskun er samkvæmt rannsóknum 71–94%, á meðan sú leið að kenna aðeins slökun sýnir árangur í 25–58% tilfella, og að lokum sýnir stuðningmeðferð ein- ungis 25% árangur. Þegar skoðaður er samanburður á milli hugrænnar atferlismeðferðar og lyfjameðferðar má sjá að jafngóður árangur virðist nást með báðum þessum meðferð- arleiðum. Hins vegar virðist raunin vera sú að þegar meðferð var lokið þá var þeim einstaklingum, sem þegið höfðu lyfjameðferð, mun hættara við bakslagi, þ.e. 40% þeirra fengu aftur slæm kvíðaköst, en aðeins 5% þeirra sem þegið höfðu hugræna atferl- ismeðferð fengu bakslag, þ.e. fengu aftur slæm kvíðaköst. Þar virðist sem hugræn atferl- ismeðferð sýni bestan árangur og ár- angurinn mun varanlegri en þegar eingöngu er notast við lyfjameðferð, sem er augljóslegra betra fyrir ein- staklinginn og auk þess heilmikill sparnaður fyrir þjóðfélagið. Gangi þér vel. Felmtursröskun Eftir Björn Harðarson Lesendur Morgun- blaðsins geta komið spurningum varðandi sál- fræði-, félagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræð- inga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Íþróttafólk og fólk í megrun notar oft próteinríkfæðubótarefni í von um að auka vöðvamassa eða tilað viðhalda honum. Þessi duft, stykki og drykkirkoma oft í stað venjulegra máltíða, en þau eru dýr og virkni þeirra umfram prótein úr mat má draga í efa. Próteingæði fæðubótarefna eru ekki meiri en úr fæðunni, enda er um að ræða venjuleg mjólkur- og sojaprótein sem hafa verið brotin niður í stakar amínósýrur. Þannig pró- tein hafa ekki neina kosti umfram prótein beint úr mat- vælum og tryggja t.d. hvorki hraðara né betra frásog þar sem líkaminn ræður almennt vel við meltingu próteina. Einangraðar amínósýrur geta hins vegar valdið melting- artruflunum, niðurgangi og magakrampa. Ef vinsæl próteinstykki eru skoðuð má sjá að þau veita engu meiri prótein en ein brauðsneið með osti og glas af undanrennu eða fjörmjólk. Í próteinstykkinu er að auki sykur sem sam- svarar um 8 sykurmolum en brauðmáltíðin inniheldur engan viðbættan sykur. Nóg prótein í hollum mat Það er engin ástæða fyrir íþróttafólk sem stundar kraftþjálfun að óttast pró- teinskort þótt það sleppi fæðubótarefnum. Rannsóknir benda til að próteinþörf við kraftþjálfun sé í mesta lagi um 1,7 g prótein á hvert kíló líkamsþyngdar á dag og það hefur enga kosti að borða umframmagn próteina, þau nýtast ekki í annað en orkuforða. Það er auðvelt að fá þetta prótein með venjulegum, hollum mat. Fólk í megrun þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af próteinum. Þegar fita er minnkuð í fæðunni hækkar hlutfall próteina ósjálfrátt og því reynist auðvelt að viðhalda vöðvamassanum með venjulegum mat. Það eru tvær ástæður fyrir því að fólk ætti að hugsa sig um áður en það ákveður að fá sér próteinfæðubót: Annars vegar þarf líkaminn ekki á öllu þessu próteini að halda og það er dýrt. Hins vegar getur mikil próteinneysla verið skaðleg heilsunni. Kalkútskilnaður með þvagi eykst og það getur haft áhrif á beinþéttnina. Áhrifin á beinin eru enn meiri ef farið er í stífa megrun og saman geta þessir þættir aukið hættuna á beinþynningu. Að lokum er vert að hafa í huga að próteindrykkir og -stykki innihalda um- talsverða orku, oft á bilinu 200–400 kcal og því mega fæstir við þeim sem viðbót við matinn. Ef þau koma í staðinn fyrir mat dregur úr líkunum á fjölbreyttu fæðuvali og ánægjunni af því að setjast niður til að njóta þessa að borða hollan og góðan mat. Dr. Alfons Ramel, rannsóknastofu í næringarfræði, HÍ.  Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Þurfum við allt þetta prótein? Innihalda um- talsverða orku HEILSAN Kjötvinnslufyrirtækið Kjötbankinn átti tví- tugsafmæli í september sl. og hefur tekið geysi- legum breytingum frá því Guðgeir Einarsson stofnaði fyrirtæki sitt í litlu húsnæði í Kópavog- inum árið 1982 ásamt Kristni Jóhannessyni. Í fyrstu voru þeir einu starfsmenn Kjötbank- ans og létu sér 45 fm húsnæði nægja fyrir framleiðslu á 40 tegund- um af kjötvörum. „Við stækkuðum fljót- lega við okkur og fórum í 75 fm hús- næði,“ rifjar Guðgeir upp. „Og fannst það mikil stækkun,“ bætir hann við. „Við unnum nánast allan sólarhringinn og innleiddum ýmsar nýjungar á þessum tíma. Við vorum t.a.m. frumherjar á sviði hamborg- aragerðar fyrir almennan markað. Við keyptum sérstaka hamborgara- mótunarvél, sem er í raun lífæð þessa fyrirtækis,“ segir Guðgeir, sem á 40 ára starfsafmæli í ár sem kjötiðnaðarmaður. Fyrirtækið stækkaði hratt og flutti árið 1987 í 540 fm húsnæði á Flatahrauni 27 í Hafnarfirði. Starfs- menn eru nú 30 og vörunúmerin hvorki fleiri né færri en 400. Helstu viðskiptavinir Kjötbankans eru McDonald’s, Argentína steikhús, Hard Rock Café, Fjarðarkaup og Hótel Saga. „Vöxturinn í þessu fyrirtæki hefur verið með ólíkindum undanfarin ár og framleiðslan hefur aukist um 30% milli ára,“ segir Guðgeir. Hann segir viðskiptin við McDonald’s hafa markað mikil tímamót í starfsemi Kjötbankans ekki síst hvað varðar gæðastjórnun og eftirlit. Með því að Kjötbankinn sér McDonald’s stöðun- um fyrir hamborgurum þarf fyrir- tækið að standast alþjóðlegar gæða- kröfur sem McDonald’s fylgir fast eftir. Tvisvar á ári koma fulltrúar þess í heimsókn í Kjötbankann og taka út starfsemina frá toppi til táar. „Það felur í sér endalausa sjálfs- skoðun að vinna fyrir þessa aðila og viðskiptin við þá settu okkur alveg í nýjan gír. Það mætti líkja samstarf- inu við þá við upprisu hvað snertir áhuga og almenna sýn á veruleikann á sviði matvælaframleiðslu.“ Kjötbankinn framleiðir nú kjöt- vörur úr svína-, nauta- og lamba- kjöti, en var fyrst eingöngu í nauta- kjötinu. Ströngustu gæðakröfum er fylgt við vinnslu á kjötvörunum og sérmenntað starfsfólk er nánast í hverju rúmi. Hjá fyrirtækinu starfa 14 faglærðir kjötiðnaðarmenn auk tveggja matreiðslumanna og sjávar- útvegsfræðings. „Við leggjum gríð- arlega mikla áherslu á að byggja upp þekkingu innan fyrirtækisins,“ segir framkvæmdastjóri Kjötbankans, Haraldur Á. Hjaltason rekstrar- verkfræðingur. Krefjandi verkefni á hverjum degi „Sérstaða okkar felst í vinnslu nautakjöts fyrir veitingahúsin og ekki síst fagmennsku á öllum sviðum starfseminnar. Það mæta okkur krefjandi verkefni á hverjum degi og starfsfólkið okkar er að standa sig mjög vel í harðnandi samkeppnisum- hverfi. Velgengnin byggist því fyrst og fremst á góðri liðsheild og sam- vinnu. Ég held því að enginn þurfi að kvíða framtíðinni á meðan frammi- staðan er eins góð og raun ber vitni. Það eru ótal tækifæri sem hægt er að grípa enda er rífandi gangur á matvælamarkaðnum og versluninni almennt. Ef menn halda vöku sinni má búast við bjartri framtíð. Það er klárt mál að það verður pláss fyrir svona sérhæfðar kjötvinnslur,“ segir Haraldur. Kjötbankinn hefur keypt annað húsnæði í næsta húsi á Flatahrauni, en hefur ekki ákveðið hvað verður gert við það. „Það er hugsanlegt að við förum í eldun eða bætum við fleiri framleiðsluliðum. Nákvæm út- færsla á húsnýtingunni liggur hins vegar ekki fyrir.“ Árið 1993 var Kjötbankinn valinn úr hópi 80 fyrirtækja í matvælaiðn- aði til að hljóta viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins fyrir gott starfsumhverfi. Má þess geta að fyri- tækið var eitt af fyrstu fyrirtækjun- um í kjötiðnaði til að koma á innra eftirlitskerfi (GÁMES) í samræmi við alþjóðlega staðla árið 1995 og stefnt er að ISO 2001 vottun innan tveggja ára. Félagsandinn er líka góður og starfsmannafélag fyrirtækisins hef- ur annast skipulagningu á uppákom- um af ýmsu tagi, s.s. skemmtiferðum innanlands og utan. Morgunblaðið/Þorkell Vinnslusalur Kjötbankans er hjarta fyrirtækisins en það framleiðir nú kjötvörur úr svína-, nauta- og lambakjöti eftir ströngum gæðakröfum. Guðgeir Einarsson, eigandi Kjötbankans, og Haraldur Á. Hjaltason framkvæmdastjóri. Áhersla á fagmennsku á öllum sviðum Kjötbankinn í Hafnarfirði fagnar 20 ára starfsafmæli sínu Morgunblaðið/Þorkell GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.