Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 30
LISTIR
30 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÓPUR fjórtán myndlistarmanna
opnar sýningu í Listasafni Reykja-
nesbæjar, Duushúsum, Keflavík í
dag kl. 16, en þetta er önnur sýn-
ingin í hinu nýja safni. Hópurinn
sýnir undir hatti Gullpensilsins, en
svo nefnist félagsskapur listamann-
anna. Sýningin er sú sjötta í röðinni,
en hópurinn hefur einnig sýnt á
Kjarvalsstöðum, Berlín, Siglufirði
og Færeyjum. Félagsskapinn skipa
Birgir Snæbjörn Birgisson, Daði
Guðbjörnsson, Eggert Pétursson,
Georg Guðni Hauksson, Hallgrímur
Helgason, Helgi Þorgils Frið-
jónsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir,
Jóhann Ludwig Torfason, Jón B.K.
Ransu, Kristín Gunnlaugsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Sigtryggur
Bjarni Baldvinsson, Sigurður Árni
Sigurðsson og Þorri Hringsson.
„Félagsskapurinn varð til þegar
hópur listmálara ákvað að hittast
reglulega til að ræða saman, fræð-
ast, örva, ögra og spegla hvern ann-
an,“ segir hópurinn. „Hópurinn
ákvað fljótt að sýna saman og var
fyrsta sýningin í Gallerí Gangi 1999.
Nafnið „Gullpensillinn“ kom til
vegna hugmynda meðlimanna um
að í myndlist, og þá í listmálun, væri
verið að breyta gildi efnis líkt og
gullgerðarmenn eða alkemistar
reyndu að gera við ódýra málma á
miðöldum. Nafnið hefur því með há-
leita sköpun að gera, en ber einnig
með sér sjálfshæðni.“
Sýningin er opin alla daga frá 13–
17 og stendur til 8. desember.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Inga Þórey Jóhannsdóttir með eitt
verka sinna á sýningunni.
Gullpensill-
inn í Keflavík
FRUMSÝNING Draumasmiðjunn-
ar í Borgarleikhúsinu á tveimur ein-
þáttungum hefur verið frestað til
föstudagsins 1. nóvember. Einþátt-
ungarnir bera heitið Herpingur, eft-
ir Auði Haralds, og Hinn fullkomni
maður, eftir Mikael Torfason.
Herpingur fjallar um einhleypa
konu, Önnu (Margrét Pétursdóttir),
sem er á fertugsaldri og leitar leiða
til þess að kynnast einhverjum af
gagnstæða kyninu. Leikstjóri er
Gunnar Gunnsteinsson.
Hinn fullkomni maður segir frá
manni (Gunnar Gunnsteinsson), sem
er að hefja áfengismeðferð og leik-
urinn hefst þar sem hann stendur
upp og tjáir sig í fyrsta sinn á fundi.
Andrea Gylfadóttir velur tónlistina í
sýningunni og flytur hana, leikstjóri
er Hilmir Snær Guðnason.
Tveir einþátt-
ungar í Borg-
arleikhúsinu
LEIKBRÚÐULAND frumsýnir
nýtt leikverk í Gerðubergi kl. 14 í
dag, sem nefnist Fjöðrin sem varð
að fimm hænum og Ævintýrið um
Stein Bollason. Örn Árnson leik-
stýrir sýningunni, en hann semur
handrit að verkunum í samvinnu
við Leikbrúðuland. Brúðugerð
önnuðust Helga Steffensen og
Erna Guðmundsdóttir en þær hafa
starfað í Leikbrúðulandi um árabil.
Helga Steffensen segir að um
bráðskemmtilega sýningu sé að
ræða, enda vart við öðru að búast
þar sem Örn Árnason kemur
nærri. „Fyrra verkið er unnið upp
úr sögu H. C. Andersen sem er
nokkurs konar dæmi um það
hvernig kjaftasögur verða til.
Dæmisagan lýsir því hvernig ein
lítil fjöður verður að fimm hænum
sem síðan reynast dauðar í þokka-
bót. Þetta er fyrsta H. C. And-
ersen-verkið af þremur sem við
tökum fyrir á næstunni, en með
því erum við að búa okkur undir
hátíðarhöld í tilefni af 200 ára af-
mæli H. C. Andersen á næsta ári.“
Erna Guðmundsdóttir vinnur brúð-
urnar í sýninguna um Fjöðrina
sem varð að fimm hænum og segir
Helga brúðurnar vera listaverk í
sjálfu sér. Þegar blaðamaður spyr
út í undirbúningstíma sýningarinn-
ar bendir Helga á að margra mán-
aða vinna sé að baki brúðugerð-
inni.
Hitt leikbrúðuverkið um Stein
Bollson er byggt á rúmensku æv-
intýri sem barst til Íslands árið
1903. „Bókin var nýlega þýdd aftur
og kannast mörg börn áreiðanlega
við hana. Þar segir af barnlausum
hjónum sem þrá að eignast börn.
Guð almáttugur kemur til þeirra
og veitir þeim óskir, sem enda með
því að þau eignast 100 börn. Í kjöl-
farið þarf Steinn að takast á við
risa til að útvega börnunum mat.
Þetta er mjög fallegt ævintýri, því
hjónin trúa svo sterkt á kærleik-
ann. Um leið er þetta nokkurs kon-
ar Davíð og Golíat saga, þar sem
sá litli vinnur þann stóra á kænsk-
unni.“ Við brúðustjórnun í sýning-
unni nýtur Helga aðstoðar Helgu
E. Jónsdóttur og Ernu Guðmars-
dóttur, en með leikraddir fara Örn
Árnason, Margrét Eir Hjartardótt-
ir og Helga E. Jónsdóttir. Þá hafa
Örn Árnason og Máni Svavarsson
frumsamið tónlist fyrir sýninguna.
Sýningar Leikbrúðulands á
Fjöðrinni sem varð að fimm hæn-
um og Ævintýrinu um Stein Bolla-
son verða haldnar í Gerðubergi kl.
14 í dag og á morgun, og á sama
tíma næstu helgi, 2. og 3. nóv-
ember. „Eftir það heldur Leik-
brúðuland utan, þar sem okkur er
boðið að sýna verkið í Lúxemborg
og Belgíu. Leikhúsið mun eiga
hægt um vik að pakka saman, enda
er þetta ferðasýning sem áætlað er
að sýna í leikskólum, skólum og
samkomuhúsum bæði í Reykjavík
og út um landsbyggðina.“
Helga Steffensen minnir á að
þessi sýning Leikbrúðulands sé
ekki síður ætluð fullorðnum en
börnum, og segist vonast að smám
saman sé fólk að verða meðvitað
um að brúðuleikhús er listgrein
fyrir börn og fullorðna sem á sér
langa hefð. „Leikbrúðuland varð til
árið 1968 á námskeiði í Myndlista-
og handíðaskólanum hjá Kurt Zier.
Lengi vel var Leikbrúðuland eina
barnaleikhúsið sem var með reglu-
legar barnasýningar fyrir utan
stóru leikhúsin. Núna er þetta orð-
ið gjörbreytt og er brúðan orðin
mun sýnilegri í listsköpun,“ segir
Helga að lokum.
Fjörugt brúðu-
leikhús
♦ ♦ ♦
ÞAÐ sem þú raunverulega sást/
What you actually saw er yfirskrift
sýningar sem opnuð verður í Galleríi
Hlemmi í dag kl. 17. Þar sýnir verk
sín Erla S. Haraldsdóttir en þetta er
í annað sinn sem hún sýnir í þessu
galleríi. Árið 2001 sýndi hún ásamt
Bo Melin tölvubreyttar ljósmyndir
af götulífinu í Reykjavík. Nú sýnir
hún myndbandsverk í aðalsýningar-
rýminu. Verkið er skylt tölvuklippi-
myndum hennar, en fjallar að þessu
sinni um samfélag manns og náttúru,
einingu sem og óeiningu. Verkið er
að vissu leiti súrrealískt og er það
leið listakonunnar til að höfða til
sjónrænnar skynjunar undirmeðvit-
undarinnar á sama tíma og höfðað er
til hins rökræna veruleika.
Erla útskrifaðist frá Konsthög-
skolan Valand í Gautaborg 1998 og
hefur haldið átta einkasýningar og
tekið þátt í mörgum samsýningum,
þá aðallega í Svíþjóð þar sem hún
hefur lengi verið búsett. Hún hefur
verið í stjórn Gallerís Hlemms frá
síðustu áramótum.
Í sýningarskrá hefur hún fengið
Joshua Trees (listamaður búsettur í
Los Angeles) til að túlka í orðum
eina kyrrmynd úr myndbandinu, án
þess að fá tækifæri til að sjá mynd-
bandið í heild, einnig hefur hún leit-
að til ungs listamanns, Arngríms
Borgþórssonar, til að gera graffiti-
verk á vegg í galleríinu út frá sömu
mynd og á sömu forsendum, og býð-
ur þar með upp á ólíka túlkunar-
möguleika annarra á hluta af verk-
inu, sem hún síðan nýtir sem inngrip
í sýninguna.
Sýningin er opin frá miðvikudegi
til sunnudags kl. 14–18, og stendur
til 10. nóvember Vefsíðan er http://
galleri.hlemmur.is.
Verk Erlu S. Haraldsdóttur.
Hið raunverulega og
óraunverulega takast á