Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 31

Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 31 GABRÍELA Friðriksdóttir mynd- listarmaður heldur einkasýningu á neðri hæð Gerðarsafns sem nefnist Operazione dramatica og verður opnuð í dag kl. 15. Á sýningunni er fjöldi verka en þar má sjá dæmi um þá ólíku miðla sem Gabríela hefur unnið með, þ.e. skúlptúra, ljóðverk, myndbandsverk, innsetningu, ljós- myndaverk og málverk. Gabríela segir verkin tengjast mjög því sem hún hefur verið að fást við að und- anförnu þar sem könnun á endi- mörkum fegurðarinnar er megin verkefnið. „Ég byrjaði í raun dálítið útópískt, með fegurð og glans, en er búin að losa mig við ákveðna hluti, sem hafa verið fallegir við fyrstu sýn, en ekki virkað áfram. Það er ekki hægt að segja að ég fylgi hinni heilsteyptu módernísku fagurfræði, henni má frekar lýsa sem nokkurs konar fagurfræði ljótleikans,“ segir Gabríela þar sem við stöndum og horfum á nokkra af hinum þrjátíu skúlptúrum sem hún sýnir í norður- hluta salarins. Um er að ræða verk unnin úr gifsi, vafningum ýmiskon- ar og lífrænum efnum, og má segja að verkin myndi nokkurs konar vanskapnaði, aumkunarverðar ver- ur sem eru mitt á milli þess að vera mennskar og dýrslegar, lifandi og liðnar. „Í skúlptúrunum er t.d. verið að spyrja ákveðinna spurninga um styttuna,“ heldur Gabríela áfram. „Styttan er í raun mjög erfitt form, og er mjög sterk krafa um það í dag að ryðja henni úr vegi. Ég vil hins vegar ekki sleppa hendinni af stytt- unni sem formi, og eru skúlptúr- arnir t.d. allir á sínum hefðbundna stöpli.“ Gabríela segir það ákveðna tilhneigingu hjá sér að vinna á jaðri hins hlutbundna og hins óhlut- bundna, um leið og hún sjálf sé í mikilli togstreitu milli þess að hríf- ast af hefðbundnum formum s.s. fögrum ljóðum eða málverkum og að hafna þeim og fara út fyrir þau. „Skúlptúrarnir, ljóðverkið og mál- verkin eru t.d. öll þannig að áhorf- andinn gæti farið að greina myndir og fígúrur, en það er þó alveg á mörkunum. Það er í raun spurning hvort maður vill lesa myndir úr verkunum, og skapast þarna ákveð- in togstreita sem ég reyni að ná fram.“ Dramatík þar sem ekkert er Þetta er þriðja sýning Gabríelu á listrænum aðgerðum eða „operazi- one“. Hinar voru Operazione Rom- antica og Operazione Poetica, en ljóðverkið, sem sýnt er í litlu rými inn af aðalsalnum á neðri hæð Gerð- arsafns, er framhald af síðarnefnda aðgerðaverkinu. En hvað á Gabríela við með aðgerðum? „Aðgerð er ein- faldlega rétta orðið til að lýsa minni listsköpun. Þar legg ég ekki upp með fyrirfram skipulagt verkefni, heldur byrja ég bara og verður verkið til í gegnum það ferli. Lista- verkið er síðan sú tilfinning sem að- gerðin býr til. Í verkunum reyni ég í raun að búa til einhvers konar geð- mengi, eitthvert samsafn augna- blika, hugsana og tilfinninga. Verk- in eru því nokkurs konar uppstoppanir á hugmyndum, og er ég því í nokkurs konar krufning- arvinnu. Margir myndu kannski lýsa þessari vinnu sem ferli, en mér finnst hugtakið aðgerð eiga betur við, því ég er alveg ofan í efniviðn- um, subbast í honum og fæ slett- urnar á mig.“ Ljósmyndaverkið Operazione Pane er skemmtilegt dæmi um að- gerðir Gabríelu. Um er að ræða myndröð, sem sýnir listamanninn fara höndum um deigklump, sem verður smám saman að óvæntri fíg- úru sem síðan er rannsökuð enn nánar með nokkurs konar skurð- aðgerð sem lokið er snyrtilega í seríunni. „Með því að nota þessa latnesk/ítölsku titla finnst mér ég gefa verkunum skírskotun til krufn- ingarvísindanna, en um leið hafa titlarnir rómantískan blæ.“ Í eigin lýsingu á skúlptúrunum notar Gabríela hugtakið líkneski og spyr blaðamaður hvort þarna sé ekki komið hugtak sem lýsi hinum grótesku skúlptúrum betur en orðið stytta. „Jú, í raun, ef við lítum á verkin sem uppstoppanir á hug- myndum, eða nokkurs konar fryst- ingar á hugmyndum, eru þau í raun nokkurs konar lík eða múmíur.“ Blaðamaður minnir Gabríelu á titil sýningarinnar sem þýða mætti sem dramatískar aðgerðir. En er eitthvað dramatískt við þessi lík- neski? „Líf manns getur verið ofsa- lega dramatískt eða rómantísk, á meðan það er í raun ekkert. Maður getur verið að fara í gegnum ótrú- legar sveiflur í rómantík og drama- tík, en lífið heldur bara áfram sinn vanagang, það heldur bara áfram án nokkurra átaka. Kannski er listin þessi dramatík þar sem ekkert er.“ Sýningin stendur til sunnudags- ins 10. nóvember. Gerðarsafn er op- ið alla daga nema mánudaga kl. 11– 17. Upp- stoppað- ar hug- myndir Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður bregður sér hér í hlutverk líkneskja sinna á sýningunni í Gerðarsafni í Kópavogi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ÞAÐ gerist ekki á hverjum degi að ný sálmalög bætist í menningarsjóð þjóðarinnar en nú ger- ist það og ekki bara eitt heldur fjögur í einu. Á Tónlistardögum Dómkirkjunnar sem hefjast með tónleikum í Dómkirkjunni kl. 16 í dag, frumflytur Dómkórinn lögin fjögur eftir jafn- mörg tónskáld við sálma sem lengi hafa verið í sálmabók kirkjunnar og sumir jafnvel dottið þaðan út, en öðlast nú nýtt líf á nýrri öld. Marteinn H. Friðriksson dómorganisti segir að lögin fjögur séu ekki sálmalög í hefðbundn- um skilningi, heldur gætu þau komið í stað sálma við kirkjuathafnir. „Þetta eru lög sem auðvelt er að æfa og flytja, og auðvelt að koma að. Lögin eru jafn mismunandi og tónskáldin, en öll yndisleg. Við finnum það að þetta eru nú- tíma höfundar, en textarnir eru eftir Hallgrím Pétursson og úr sálmabókinni.“ Þetta er í 21. sinn sem Tónlistardagar Dóm- kirkjunnar eru haldnir og segir Marteinn að í upphafi hafi verið tekin ákvörðun um tvo fasta liði, að bjóða gestum, annaðhvort íslenskum eða erlendum, og að panta nýtt tónverk í hvert sinn. „Tónskáld eru yfirleitt mjög dugleg að semja kirkjutónlist. Ég er alltaf jafn undrandi á því hvað það eru mörg tónskáld í þessu litla þjóðfélagi. Það eru svo margir tilbúnir til að koma fram, að spila eða semja tónlist. Þetta er stórkostlegt; – eins og að búa með hópi lista- manna. Það er mikið samið af kirkjutónlist og kirkjan er líka farin að leita til tónskálda og panta verk. Við viljum líka trúa því að okkar framtak hafi smitað útfrá sér. Við þekkjum það úr Skálholti og fleiri stöðum, að kórstjórar og organistar eru að biðja tónskál um eitthvað nýtt. Tónskáldum finnst líka gott að hafa ein- hverja sérstaka hópa að semja fyrir. Það setur ákveðinn ramma utan um það sem þau gera, og tónlistarfólkið hefur meiri ánægju af því. Það þarf að vera endurnýjun – þetta er eins og kryddið í matnum – það er ekki bara hægt að flytja það sem er sígilt og fallegt og auðvelt að hlusta á. Við viljum líka hafa eitthvað sem þarf að hafa meira fyrir.“ Marteinn segir að mörg mjög góð verk hafi verið samin fyrir Tónlist- ardaga Dómkirkjunnar allt frá upphafi, og mörg þeirra eru reglulega á dagskrá kórsins. „Eins og gengur þykir manni misvænt um þessi börn sín, en öll eru þau yndisleg. Kórinn hefur alltaf tekið nýju verkunum mjög vel, og það hefur verið mjög gaman að æfa þau. Ég var nú svolítið hræddur í fyrra, því þá vorum við með verk fyrir kór og rafhljóð. Þetta var mjög nýstárlegt, en kórinn lagði sig fram og fyrir það var ég mjög þakklátur. Verkin sem við erum með núna eru talsvert auðveldari.“ Tónskáldin sem brugðust ljúfmannlega við beiðni um tónverk nú, eru Bára Grímsdóttir, sem valdi sálminn Hver sem að reisir hæga byggð eftir Einar Sigurðsson frá Heydölum; Hildigunnur Rúnarsdóttir, sem semur við gamalt vers eftir ókunnan höfund, Tunga mín, vertu treg ei á; Jón Hlöðver Áskelsson, sem leitaði í smiðju Páls Jónssonar prests á Völlum og fann þar sálminn Eilíf, dýrleg, æðsta vera og Snorri Sigfús Birgisson, sem valdi Lofgjörð eftir Hallgrím Pétursson til að semja lag við. Á tónleikunum í dag verður einnig flutt tónlist eftir Pál Ísólfsson og Jóhannes Brahms. Dag- inn eftir verða tónleikar Dómkórsins þar sem kórinn flytur efnisskrá sem kórinn söng í kóra- keppni í Bangor á Írlandi í vor. Þá vann Dóm- kórinn fyrstu verðlaun í riðli kirkjutónlistar. Marteinn segir kórakeppnina í Bangor mjög merkilega. „Þetta er yndislegt lítið kóramót, en það var lítill kirkjukór þar sem vildi sameina kaþólikka og mótmælendur með því að bjóða til sín kórum bæði kaþólskra og lúterskra söfn- uða. Smátt og smátt hefur kórunum fjölgað, og koma nú lengra að, eins og við.“ Á þessum tón- leikum verður einnig flutt mótettan Der Geist hilft unser Schwachheit auf eftir Bach. Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri heldur orgeltónleika í Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20.30 og tónleikar verða sunnu- daginn 10. nóvember kl. 17 með Barnakór Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnar og Barnakór Dómkirkjunnar, sem Kristín Vals- dóttir stjórnar. Lokatónleikar verða haldnir í Hallgrímskirkju 17. nóvember þar sem flutt verður kantatan St. Nicholas eftir Benjamin Britten. Í því verki syngur Dómkórinn ásamt Skólakór Kársness sem Þórunn Björnsdóttir stjórnar. Einsöngvari er Garðar Thor Cortes og einnig syngja 4 drengir úr Kársnesskórn- um, kammerhljómsveit leikur, konsertmeistari er Auður Hafsteinsdóttir en Marteinn stjórn- ar. Þetta stórbrotna tónverk flutti Dómkórinn fyrir 14 árum í Háteigskirkju en að þessu sinni sækir kórinn heim nágranna sinn, Hallgríms- kirkju, þar sem flutningur verksins kallar á stóra kirkju. Gestir Tónlistardaganna eru Garðar Thor Cortes og tónskáldin fjögur, en tvö þeirra koma lengra að til að verða við frum- flutning á verkum sínum. Fjögur sálmalög frum- flutt á Tónlistardögum Dómkirkjunnar í dag Morgunblaðið/Golli Marteinn H. Friðriksson dómorganisti og stjórnandi á tónleikunum í dag. TENGI (All about ties) er heiti á samsýningu sjö myndlistarmanna sem opnuð verður í Galleríi Skugga á Hverfisgötu 39 í dag kl. 17. Þrír ís- lenskir listamenn og fjórir japanskir eiga verk á sýningunni. Listamennirnir tengjast allir á einn eða annan hátt. Sumir kynntust þegar þeir voru við nám í MHÍ og aðrir þegar þeir voru við nám í Chelsea College of Art and Design og Goldsmith College í London á ár- unum 1997–1999. Þar að auki hafa tveir numið við CCA, Center for Contemporary Art, í Japan. Listamennirnir eru: Kazz Sas- aguchi, sem hefur unnið mikið í rými en fjallar núna um konuna, kyn- þokka og snyrtivörur; Marta Val- geirsdóttir sem vinnur með rými í víðasta skilningi bæði ytra rými og innra og það hvernig tíminn verkar á það, auk þess sem henni eru hug- leiknir snertifletir vísinda og lista; Ólöf Björnsdóttir kannar með mynd- list sinni gjarnan aðstæður sem allir þekkja og skoðar hvað gerist þegar óvissuþætti er hleypt inn í þær. Þetta geta verið svona hálfsjálfsævi- söguleg verk og óvissan er oftar en ekki Ólöf sjálf; Saki Satom hefur verið að rannsaka hegðun manneskj- unnar og á hvaða hátt hún er tekin sem gefin við hinar ýmsu kringum- stæður s.s. á brautarstöð eða í lyftu. Á sýningunni verður Saki með myndbandsverk; Hideatsu Shiba málar með olíu á striga eftir mynd- um sem hann finnur á heimasíðum áhugaljósmyndara á Netinu: Yuko og Kenji Konagaya eru hjón sem vinna með sitt nánasta umhverfi og sína nánustu; Þóroddur Bjarnason hefur áhuga á umhverfi sínu og veltir á sýningunni fyrir sér heimi mynd- listar og fjármála. Sýningin er styrkt af Íslensk-jap- anska félaginu, japanska sendi- ráðinu og menntamálaráðuneytinu. Henni lýkur 10. nóvember. Galleríið er opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Japanskir og ís- lenskir myndlistar- menn í Skugga Morgunblaðið/Árni Sæberg Marta Valgeirsdóttir og Ólöf Björnsdóttir vinna að uppsetningu í Skugga. FYRSTU áskriftartónleikar Tón- listarfélags Ísafjarðar á starfs- árinu verða í dag kl. 17 í Hömrum. Það eru þær Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari sem flytja sónötu fyrir píanó og selló op. 102 nr. 2 í D-dúr eftir Beethoven, Sónöta nr. 1 í d-moll eftir Debussy, Sónöta fyrir píanó og selló op. 38 í e-moll eftir Brahms, Nocturne í cís-moll eftir Chopin og Adios Nonino eftir tangótónskáldið Astor Piazzolla. Bryndís Halla sem er leiðandi sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Steinunn Birna eiga að baki langt og farsælt samstarf og halda upp á það um þessar mund- ir. Bryndís Halla og Stein- unn Birna í Hömrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.