Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 32

Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ,,HÉR er um að ræða mikilvæga heimild um þýsku þjóðina á tímum mikilla efnahags- og stjórnmálalegra hræringa og svo aftur listsköpun sem hafði gífurleg áhrif á þróun nútíma- ljósmyndunar,“ segir Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir um ljósmyndasýn- ingu Ljósmyndasafns Reykjavíkur, í Grófarsal, Grófarhúsinu, á portrett- myndum August Sanders (1876– 1964) sem hefst í dag og stendur til fyrsta desember. Myndirnar tilheyra brautryðjendaverkinu ,,Maður 20. aldarinnar“ og er þetta í fyrsta sinn sem myndir Sanders eru sýndar hér á landi. ,,Hann ruddi brautina fyrir mjög marga samtímalistamenn. Þeg- ar horft á þessi portrett virðast þau stundum tímalaus og maður sér að margir ljósmyndarar í dag sem og aðrir listamenn eru að gera nákvæm- lega það sama og frumherjinn Sand- er,“ segir hún. Ljósmyndirnar eru teknar á árunum 1911 til 1943 en í heildina samanstendur verkið af yfir sex hundruð myndum. Hanna Guð- laug er í óða önn að setja upp sýn- inguna sem inniheldur sjötíu og sex portrettljósmyndir Sanders þegar blaðamann ber að garði en Kristín Hauksdóttir ljósmyndari aðstoðar hana við uppsetningu. August Sander fæddist í Þýska- landi árið 1876, lauk grunnskólanámi en vann síðan sem námuverkamaður í Herdorf áður en hann sneri sér að ljósmyndun. Fyrstu verk hans, segir Hanna Guðlaug, voru í anda hins svo- kallaða ,,piktoralisma“. Piktoralismi var ríkjandi stefna í ljósmyndun í Evrópu á þessum tíma og fól í sér að ljósmyndarar tileinkuðu sér vinnu- brögð hefðbundinna listmálara 19. aldar. Þeir notuðust við uppstillingar í myndum sínum og gerðu þær síðan þokukenndari og listrænni með alls kyns fínpússningum. Gerðist farandljósmyndari Árið 1910 flutti Sander til Kölnar og setti þar upp vinnustofu en eftir fyrri heimsstyrjöldina gerðist hann hins vegar farandljósmyndari, fór í nálægar sveitir og tók myndir af ,,venjulegu“ fólki á heimaslóðum sín- um, segir Hanna Guðlaug. ,,Þetta eru skýrar myndir og mikil skerpa í þeim. Það eru engar uppstillingar og fáir fylgihlutir, engir skuggar eða fín- pússningar,“ segir hún. ,,Þessi hlut- lausa nálgun felur í sér að hann nálg- ast viðfangsefnið nánast eins og skordýrafræðingur þar sem allt snýst um form og stílhreina innrömmun þess. Í rauninni er um formgerðar- flokkun að ræða en einstaklingurinn heldur ávallt virðingu sinni í portrett- myndum Sanders, óháð því hvar hann er að finna í þjóðfélagsstigan- um.“ Hugtakið ,,maður 20. aldarinnar“ var í þróun hjá Sander nánast alla hans ævi en það kom fyrst fram í bréfi til vinar hans að nafni Stenger árið 1925 að hann hefði í hyggju að gera þetta stóra verk, segir Hanna Guðlaug. Portrettmyndirnar eru hluti af einni stórri mósaíkmynd sem átti að vera portrett af þýsku þjóðinni þar sem fram kæmu allar stéttir og stöður. ,,Bæði sem heimild og sem list eru þetta alveg stórkostlegar myndir, því Sander náði með einstökum hætti að afmá skilin milli heimildar og listar í ljósmyndun,“ segir hún. Íslenski ljósmyndarinn Sigríður Zoëga (1889–1968) lærði hjá Sander á árunum 1911–1914. Hún var aðstoð- arkona hans og hjálpaði honum við gerð margra portrettmynda, segir Hanna Guðlaug. Hún segir að ef til vill séu einhverjar þeirra á sýning- unni. ,,Hins vegar var Sander ekki byrjaður að hugleiða þetta stóra verkefni þegar Sigríður var hjá hon- um í Köln. Engu að síður var hann búinn að móta að hluta til sína ,,sand- erísku sýn“ og þess vegna gat hann notað portrettmyndirnar sem eru teknar á þessum tíma og sett inn í verkefnið. Sigríður var undir miklum áhrifum frá Sander, sérstaklega til að byrja með eins og gerist og gengur,“ segir Hanna Guðlaug. Nasistar bönnuðu bókina Ferill Sanders var viðburðaríkur. Árið 1927 var haldin stór sýning á portrettmyndum hans í Listahöllinni í Köln og árið 1929 gaf hann út bókina Andlit tímans sem inniheldur sextíu portrettmyndir. Þær vöktu mikla hrifningu meðal listamanna í Köln sem sóttust eftir þjóðfélagslegu raunsæi og hlutleysi, að því er fram kemur hjá Hönnu Guðlaugu. ,,En nasistar bönnuðu bókina 1936 og eyðilögðu öll eintök sem höfðu verið gefin út. Þótt alltaf sé verið að hamra á því að Sander sé ,,hlutlaus rann- sóknarmaður“ er Maður 20. aldarinn- ar þjóðfélagsleg ádeila og það sáu nasistarnir strax. Þarna var verið að sýna þjóðina eins og hún var en ekki eins og hún gæti verið eða átti að vera,“ segir hún. Eins og fyrr segir er August Sand- er fyrirmynd margra samtímalista- manna. Kerfisbundin, nákvæm og hlutlaus nálgun hans á viðfangsefn- inu eru orðin sjálfsögð aðalsmerki í heimildaljósmyndun. Hann ruddi brautina fyrir raunsærri nálgun á viðfangsefninu og fyrir módernisma innan ýmissa listforma, að mati Hönnu Guðlaugar. ,,Þarna er kominn langafi portrettljósmyndunar sam- tímans,“ segir hún. ,,Sander hefur haft áhrif á alla listasöguna eins og hún leggur sig. Það er alveg sama hvernig þú nálgast þessar portrett- myndir, þær endurspegla snilligáfu eins mesta portrettljósmyndara 20. aldar. Maður 20. aldarinnar Einn þekktasti portrettljósmyndari 20. aldarinnar er Þjóðverjinn August Sander. Nú er að hefjast sýning á myndum hans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Hlédís Sigurðardóttir ræddi við Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur, listfræðing og sýninga- stjóra í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, um sýninguna og Sander. Ein af þekktari myndum seríunnar Maður 20. aldarinnar, Múrari, frá 1928 eftir August Sander, „langafa ljósmyndunarinnar“. Höfundur er nemandi í hagnýtri fjöl- miðlun við Háskóla Íslands. ÞETTA ríflega fimmtuga leikrit Arthurs Millers hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt af albestu verkum nútímaleikritunar. Verkið er svo vel skrifað að það, út af fyrir sig, gerir það að sannri leikhús- nautn, ef vel er haldið á spöðunum, að fylgjast með þéttri leikfléttunni um síðasta sólarhringinn í lífi sölu- mannsins Willys Lomans sem trúði í blindni á ameríska drauminn. Þetta er harmleikur nútímamanns sem hefur fórnað fjölskyldu sinni á altari efnishyggju og draumóra, sem trúir því að ef maður er vin- sæll, harðsnúinn og með hæfileika til að hrinda snjöllum viðskiptahug- myndum í framkvæmd komi sjálf hamingjan siglandi í kjölfarið. Þess- um lífsgildum heldur hann stíft að sonum sínum en skeytir minna um hvað þeir vilja eða hvernig þeir eru gerðir frá náttúrunnar hendi. Og hér er haldið vel á spöðunum. Þór- hildur Þorleifsdóttir er fyrst og fremst afar trú verkinu, dregur fram kjarna þess af öryggi og list, og stýrir sínu fólki til túlkunar sem hlýtur að snerta hvern þann sem ann góðri leiklist. Hlutverk Willys Lomans hlýtur að vera eitt af draumahlutverkum hvers þroskaðs leikara. Hlutverkið er afar krefjandi, leikarinn er á sviðinu svo til allan sýningartímann og þarf að fara allan tilfinningaskal- ann í túlkun sinni. Og Pétur Ein- arsson brást hvergi í frábærri túlk- un sinni á sölumanninum sem dreymdi stóra drauma og gerði miklar kröfur til sín og sinna; kröf- ur sem ómögulegt var að standa undir. Túlkun Péturs verður varla kölluð annað en leiksigur, enda fögnuðu áhorfendur honum ákaft í sýningarlok. Aðalátök verksins felast í sam- bandi Lomans við eldri son sinn, Biff, og Björn Ingi Hilmarsson veitti Pétri verðugan mótleik og mun túlkun hans á þessum ráðvillta unga manni sem sér í gegnum blekkingavef föður síns – betur en hann sjálfur – lengi lifa í minninu. Hlutverk Biffs er ekki síður marg- breytilegt og kröfuhart en titilhlut- verkið og skilaði Björn Ingi því með miklum sóma. Þá var sam- leikur Björns Inga og Björns Hlyns Haraldssonar, í hlutverki yngri bróðurins, Happy, ekki síður listi- lega unninn. Happy þráir ekkert fremur en viðurkenningu foreldra sinna, hann reynir af megni að upp- fylla draum föðurins og neitar að horfast í augu við sannleikann, út yfir dauða og gröf. Það er eitt af áhrifameiri atriðum leikritsins þeg- ar hann sver þess dýran eið yfir gröf föðurins að halda uppi merki hans og við sjáum hann stefna inn í sömu blekkingu og varð föðurnum að fjörtjóni. En þrátt fyrir alla sína viðleitni nær Happy aldrei að fanga þá athygli og viðurkenningu föð- urins sem hann þráir; hann er þrátt fyrir allt ætíð í öðru sæti. Hanna María Karlsdóttir lék móðurina, Lindu, af mikilli hófstill- ingu og aga. Hún sýndi okkur eig- inkonuna sem ætíð ber blak af eig- inmanni sínum, þótt hún geri sér manna best grein fyrir veikleikum hans. Hanna María túlkaði afar vel ótta og skelfingu Lindu sem sér eiginmanninn stefna að feigðarósi án þess að fá rönd við reist. Þá var hún sköruleg þegar hún sagði son- um sínum til syndanna og gerði þeim grein fyrir að hjá henni væri eiginmaðurinn í fyrsta sæti, hvað sem tautaði og raulaði. Leikarar í aukahlutverkum stóðu sig einnig að flestu leyti með prýði og má til dæmis nefna Eggert Þorleifsson sem léði persónu Charleys skemmtilega kaldhæðni um leið og hann sýndi vel þá umhyggju sem hann ber fyrir vini sínum Willy þegar hann reynir allt hvað hann getur að aðstoða hann á erfiðum stundum. Þau Valur Freyr Einars- son, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Ellert A. Ingimundarson, Guð- mundur Ólafsson og Jón Hjartar- son náðu öll fram sterkum persónu- einkennum hjá sínum persónum þótt hlutverkin séu ekki stór, og þær Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir áttu ágætan leik í hlutverkum ungu stúlknanna sem bræðurnir taka á löpp á veitinga- húsi. Arthur Miller gefur afar ná- kvæmar leiðbeiningar með leiktexta sínum, útlistar smáatriði í allri um- gjörð leiksins, hvað varðar sviðs- mynd, búninga og annað sem að ytri þáttum leiksýningarinnar snýr. Það er mjög gaman að sjá hvernig Sigurjón Jóhannsson fylgir leið- beiningum hans af trúmennsku um leið og hann setur sinn persónulega svip á leikmyndina. Þannig er hús Lomanshjónanna á þremur hálf- tómum pöllum án veggja, þar sem eldhúsið er í miðjunni, svefnher- bergi hjónanna til hægri, aðeins upphækkað, og herbergi bræðranna til vinstri, alllangt ofan við hina pallana, varla sýnilegt í fyrstu enda er það staðsett á efri hæð hússins yfir stofunni sem aldrei sést, sam- kvæmt lýsingu höfundar. Leikmynd Sigurjóns á sér alltaf stoð í lýs- ingum Millers án þess að hann reyni að endurskapa með einhverju hversdagsraunsæi heimili Lomans- hjónanna og annað umhverfi. Myrkt sviðið, dulúðug lýsing og af- ar smekkleg tónlist, sem er lágvær en gefur sýningunni djúpan und- irtón, áttu stóran þátt í að auka áhrifamátt sýningarinnar. Þórhildur Þorleifsdóttir virðist hafa alla þræði í hendi sér og hefur skapað eftirminnilega og drama- tíska sýningu sem dregur, eins og áður sagði, fram kjarna þessa nú- tímaharmleiks á áhrifaríkan hátt. Unnendur góðrar leiklistar ættu ekki að láta þetta meistaraverk nú- tímaleikritunar framhjá sér fara. Siglt að feigðarósi LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Arthur Miller. Íslensk þýðing: Jónas Kristjánsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikarar: Pétur Einarsson, Hanna María Karlsdóttir, Björn Ingi Hilm- arsson, Björn Hlynur Haraldsson, Valur Freyr Einarsson, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Eggert Þorleifsson, Jón Hjart- arson, Ellert A. Ingimundarson, Guð- mundur Ólafsson, Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Leikmynd og bún- ingar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Jakob Tryggva- son. Umsjón með tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Stóra svið Borgarleikhúss- ins 25. október. SÖLUMAÐUR DEYR Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Golli „Þórhildur Þorleifsdóttir virðist hafa alla þræði í hendi sér og hefur skap- að eftirminnilega og dramatíska sýningu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.