Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S ALA Landsbankans, lánshæfismat Íslands, og deilur um Orkuveitu Reykjavíkur (OR) – hvað er sameiginlegt með þessu? Jú, í öllum tilvikum er um grundvallaratriði að ræða, sem staðfesta þróun eða umskipti. Margt í fréttum eru dægurflugur. Fer fram hjá okkur eins og fiðrildi, vekur athygli stutta stund og hverfur. Annað skilur eftir varanleg spor. Sala Landsbankans markar stærri tímamót en við skynjum á líðandi stundu. Fyrir fáeinum áratugum þótti goðgá á stjórnmálavettvangi að leiða hugann að slíkri ráðstöfun. Nú er ekki lengur deilt um hvort selja eigi ríkisbanka heldur fyrir hvaða verð, hverjum, hvenær og hvernig. Söluferlið og aðferðafræðin vekur umræður en ekki sjálf ákvörðunin um að selja. Of fast er þó að orði kveðið, ef sagt er, að ekki heyrist lengur í neinum talsmanni ríkisbanka. Í stjórnmálum er þá helst að finna meðal vinstri/grænna. Þar er sú trú enn ríkjandi, að ríkið standi betur að bankarekstri og líklega öllum rekstri en einkaaðilar. Stundaður er hræðsluáróður í þágu ríkisrekstrar og á móti framtaki einstaklinga og fyrirtækja þeirra. Ótti ræður ferðinni gagnvart breytingum en ekki viljinn til að nýta ný tæki- færi. x x x Töluvert hefur verið rætt um, hvernig skynsamlegt sé að haga hlutabréfaeign í bönkum. Í sumum löndum er dreift eignarhald lögbundið. Rökin gegn kjölfestufjár- festum eru stjórnmálalegs eðlis. Hætta sé á því, að einn öflugur eigandi neyti aðstöðu sinnar með óhæfilegum hætti. Reynsla af ríkiseign á bönkum með pólitísku íhlutunarvaldi hræðir. Á bakvið ríkisrekstur stendur stjórnmálavaldið, í lýð- ræðisríkjum þjóðkjörnir fulltrúar. Þróunin hefur þó orðið sú, að þetta vald má helst ekki beita sér. Stundum er engu líkara en starfsmenn ríkisfyrirtækja telji sig í hlutverki eigandans. Einmitt sú þróun skapar rök fyrir að selja opinber fyrirtæki til þeirra, sem axla raunveru- lega ábyrgð á rekstrinum. Ef margir eiga litla hluti, kann sú staða hæglega að skapast, að enginn hafi hag af að taka af skarið við erf- iðar aðstæður. Enginn eigi svo mikið í húfi, að hann vilji taka slaginn fyrir fyrirtækið. Viðbrigðin eru mikil í ríkisfyrirtækjum að k hinn frjálsa markað, jafnvel eftir meira en 100 isviðjum. Ef kjölfestan er ekki þung við þær a kann að verða tekin of mikil áhætta. Síðan er þ sem stýra skútunni á nýjum forsendum að ákv hvernig best er að ferðbúa hana til langframa Kostir þess, að geta skírskotað afdráttarlau ábyrgðar einhvers, blöstu við, þegar þrír eige Samsonar eignarhaldsfélags ehf. sátu fyrir sv Þjóðmenningarhúsinu í byrjun vikunnar. Þeir spurningum og skýrðu frá því, hvernig þeir æ reka Landsbankann með 45,6% eignarhaldi sí þeir keyptu fyrir 12.259 milljónir króna. Fyrir skiptablaðsins af frásögn af blaðamannafundi þessi: Landsbankinn áfram banki allra landsm þótt aðaleigendurnir verði þrír einstaklingar. x x x Mælistikur á ábyrga efnahagsstjórn þjóða annars að finna í mati aðila, sem votta um láns þeirra. Í vikunni skýrði Seðlabanki Íslands fr bandaríska matsfyrirtækið Moody’s Investor hefði hækkað lánshæfismat skuldabréfa og ba istæðna í erlendri mynt vegna Íslands í Aaa. E hæsta einkunn, sem fyrirtækið gefur. Ísland h verið með Aa3. Jafnframt hækkaði fyrirtækið Ástralíu og Nýja-Sjálands úr Aa2 í Aaa. Með einkunnagjöf sinni metur fyrirtækið, h hætta er á að ríkisstjórn viðkomandi lands stö greiðslur vegna afborgana af erlendum skuldu koma í veg fyrir að gjaldeyrisvarasjóðir þverr einkunn til Íslands er ekki rakin til einstaks a efnahagsstjórn hér, heldur er þetta áfangi í þr hún vott um vaxandi traust á stjórn íslenskra mála. Þessi ágætiseinkunn Moody’s var gefin, áðu kynnt var um söluna á Landsbanka Íslands fy 12 milljarða króna í dollurum, sem að mestu v aðir til að greiða erlendar skuldir ríkisins. Me treystir Ísland enn stöðu sína á lánamörkuðum leiðir til hagstæðari láns- og vaxtakjara. Skiptir þetta mat á lánshæfi Íslands miklu f sem héðan eiga viðskipti við erlendar lánastof auðveldar til dæmis Landsvirkjun lántökur ve VETTVANGUR Landsbankinn, Moo Eftir Björn Bjarnason F INNLAND er á sínum stað en þó er ekki hægt að verjast þeirri hugsun, eftir nokkrar heimsóknir til Helsinki und- anfarin 15 ár, að hún sé sífellt að þokast nær miðju Evrópu. Borgarbrag- urinn er alþjóðlegri, íbúarnir opnari í við- móti, útlendingum hefur fjölgað um tugi þúsunda á nokkrum árum. Það er engin furða að margir Finnar tali um að landið hafi verið „endurstaðsett“, bæði pólitískt og efnahagslega, í hinu alþjóðlega um- hverfi eftir lok kalda stríðsins. Finnar ganga ævinlega hreint til verks og viðmælendur Morgunblaðsins í Hels- inki eru sammála um að þessi „endur- staðsetning“ hafi verið fullkomlega með- vituð ákvörðun. Stjórnmálamennirnir tóku ákvörðun um að segja upp vináttu- samningnum við Sovétríkin, sækja um að- ild að Evrópuráðinu og Evrópusamband- inu, færa Finnland af jaðri vestræns samstarfs og rótfesta það í kjarnanum. Stokkað var upp í efnahagslífinu og hag- kerfið opnað, dregið verulega úr óarðbær- um, ríkisstyrktum rekstri, t.d. í landbún- aðinum, og veðjað á upplýsingatæknibylt- inguna. Stefnubreyting Nokia, stærsta fyrir- tækis Finnlands, er lýsandi fyrir þá áræðni sem einkennt hefur mörg finnsk fyrirtæki undanfarinn áratug. Einu sinni framleiddi Nokia nánast allt milli himins og jarðar, frá svörtu gúmmístígvélunum sem öll börn á Íslandi gengu í, til sjón- varpstækja og byggingatimburs. Í lok 9. áratugarins söðlaði fyrirtækið um, seldi eða lagði niður alla starfsemi nema þá sem tengdist farsímatækninni, en í þeim geira keypti Nokia upp önnur fyrirtæki, bæði heima og erlendis. „Nokia-geirinn“ er nú önnur sterkasta stoð efnahagslífsins, auk skógariðnaðar- ins, en þar hafa finnsk fyrirtæki líka gert mikla útrás, t.d. keypt timburfyrirtæki í Bandaríkjunum og víðar. Þrátt fyrir erf- iðleika í upplýsingatæknigeiranum á heimsvísu er staða Nokia sterk – miklu sterkari en keppinautarins Ericsson í Sví- þjóð – og fyrirtækið hefur á þessu ári skil- að betri afkomu en búizt var við. Breytingarnar á pólitíska sviðinu og því efnahagslega hafa auðvitað haldizt í hend- ur. „ESB-aðildin breytti öllu,“ segir Lauri Kivinen, einn af framkvæmdastjórum Nokia. „Án hennar hefði alþjóðavæðing at- vinnulífsins ekki gengið svona hratt fyrir sig.“ ESB-aðildin hraðaði sömuleiðis um- bótunum í landbúnaði. Á vettvangi ESB haga Finnar sér allt öðruvísi en hin norrænu aðildarríkin, Sví- þjóð og Danmörk. Fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna um ESB-aðild bar talsvert á umræðum um það hvort Finnar gætu fengið undanþágur frá ýmsum ákvörðun- um ESB. Sem aðildarríki hefur Finnland hins vegar komizt að þeirri niðurstöðu að undanþágu- og efasemdastefna þjóni alls ekki hagsmunum þess. Finnar vilja ekki vera í einum af „ytri hringjum“ Evrópu- samstarfsins eins og nágrannarnir, heldur í innsta hring. Þannig tóku Finnar upp evruna óhræddir og hafa haft af henni góða reynslu til þessa. „Stundum erum við gagnrýnd en staðre já, þá hlu segjum n alltaf ne framkvæ ar í Finnl Afstaða þróunar utanríkis kynna að hneigingu kennum hefðbund því að s framkvæ færa vald aðildarrík litlu. „Ste tryggir v ins. Við l stjórn og un, heldu Breytt staðsetning F Eftir Ólaf Þ. Stephensen Helsinki. „Þegar Finnar fara til stóru landanna sunnar í álfunni o GAGN OG GAMAN Hinn 25. október næstkomandieru 150 ár frá því að barna-skólinn á Eyrarbakka tók til starfa, en þau tímamót eru óneitan- lega merkileg í sögu menntunar á Ís- landi. Þótt barnaskólar hafi tekið til starfa í Reykjavík 1826 og um miðja átjándu öldina í Vestmannaeyjum varð það skólastarf ekki samfleytt. Því er óhætt að segja að þorpin Stokkseyri og Eyrarbakki hafi orðið langfyrst þorpa hér á landi til að eignast barnaskóla sem á sér óslitna starfssögu, en sú staðreynd segir meira en margt annað um framsýni og hugsjónir þeirra manna sem settu skólann á stofn á tímum þar sem skólaganga barna var hreint ekki sjálfsögð. Í grein sem birtist hér í blaðinu í gær í tilefni þessara tímamóta kem- ur fram að á þessum tíma hafi „um- ræður um gildi menntunar fyrir nauðsynlegar framfarir í þjóðfélag- inu [verið] lifandi, og á Eyrarbakka og Stokkseyri voru það réttu menn- irnir sem tóku saman höndum á rétt- um tíma og framkvæmdu verkið. Þetta voru sr. Páll Ingimundarson, Guðmundur Thorgrímsson, verslun- arstjóri á Eyrarbakka, og Þorleifur Kolbeinsson, hreppstjóri og kaup- maður á Háeyri“. Með stofnun barnaskólans, sem tekur við því hlutverki sem fræðsla heima fyrir hafði áður þjónað, breyt- ast áherslur í uppfræðslu barna og „forsendur vísindanna leysa forsend- ur kirkjunnar af hólmi“, eins og segir í blaðinu í gær. Þar er haft eftir Árna Daníel Júlíussyni sagnfræðingi, en bók hans um barnaskólana á Eyrar- bakka og Stokkseyri verður gefin út í tilefni af afmælinu, að „greinilega megi rekja áhersluna á veraldlegt hlutverk menntunar til upplýsingar- innar og frönsku byltingarinnar. Einnig ríkti sú hugsjón að nauðsyn- legt væri að ráða bót á þeim mennt- unarskorti sem ríkti í þéttbýlum sjó- þorpum og við kaupstaði“. Af þessum orðum Árna Daníels má ráða að þótt íslensk samfélagsgerð hafi á þessum tíma ekki verið miklum breytingum undirorpin hefur áhrifa af þjóð- félagsbreytingum erlendis ekki síður gætt meðal framsýnna manna hér en annars staðar. Stofnun skóla hafði þó ótvíræð áhrif á hlutverk heimila landsmanna, að sögn Árna Daníels, þar sem „heimilið hætti að vera bæði fram- leiðslu- og neyslueining, og varð nú eingöngu neyslueining“. En sú menntun er skólarnir buðu var ein- mitt vel til þess fallin að búa fólk undir margvísleg störf utan heimilis- ins. Þannig urðu skólarnir forsenda frekari þróunar atvinnulífsins í land- inu, á söltunarplönum, í verksmiðj- um, frystihúsum og skrifstofum. „Barnaskólinn á Eyrarbakka var því mikilvægt tákn nýrra tíma, þess að þurrabúðahverfin og hjáleiguhverfin væru að breyta um ímynd, úr menn- ingarsnauðu fátæktarbæli í sjávar- þorp með sjálfsvirðingu,“ segir hann ennfremur. Það var því auðvitað tákn gamalla tíma og heimóttarlegs hugsunarhátt- ar þegar bændur rituðu Stokkseyr- arhreppi bréf þar sem þeir lýstu ótta sínum við að „tapa af gagninu“ af börnunum heima ef stofnaður yrði skóli. Skólarnir urðu einmitt það gagn barnanna og gaman, er að lok- um umbylti framtíðarhorfum allrar þjóðarinnar til hins betra. VEIKUM BÖRNUM VÍSAÐ FRÁ Deila Tryggingastofnunar ogBarnalæknaþjónustunnar er illskiljanleg fyrir venjulegt fólk en vegna þessarar deilu hefur nú verið dregið verulega úr þjónustu á barnalæknavaktinni í Domus Med- ica. Barnalæknavaktin er rekin af fyr- irtæki í eigu hóps barnalækna á grundvelli samnings við Trygginga- stofnun ríkisins. Þessi samningur byggist á því að Tryggingastofnun greiðir einungis fyrir hverja komu á vaktina. Í samningum Trygginga- stofnunar og læknanna er Barna- læknaþjónustunni úthlutað ákveðn- um komukvóta, eða einingafjölda, sem byggist á mati komufjölda síð- asta árs. Vandinn er að gengið hefur hraðar á þennan kvóta en áætlanir gerðu ráð fyrir og því hefur verið dregið úr þjónustunni. Læknarnir skýra það með því að óvenjumikið hafi verið um komur á fyrri hluta ársins vegna flensu. Til að viðhalda fullri þjónustu fara þeir fram á að fá aukinn fjölda eininga. Tryggingastofnun hefur hins vegar ekki viljað ganga að því og segir að læknarnir hefðu átt að draga úr þjónustunni fyrr á árinu er þeir sáu hversu hratt gekk á kvótann. Fyrir þá sem nýta þessa þjónustu, það er foreldra er þurfa að koma með börn sín og eru jafnframt skatt- greiðendur er telja sig eiga rétt á heilbrigðisþjónustu, er erfitt að sjá einhverja skynsemi í þessu. Hvað veldur því að kvótinn klárast þetta hratt? Það eru fleiri komur, sem þýðir að fleiri börn hafa verið veik. Átti að vísa þeim frá fyrr á árinu? Varla hefði stoðað mikið að draga úr starfseminni, þ.e. fækka læknum á vakt, nema í þeim tilgangi að vísa sjúklingum frá þar sem greiðslur miðast við komufjölda en ekki læknafjölda. Hvert eiga foreldrar að snúa sér ef börn þeirra veikjast að kvöldi til? Varla eru foreldrar að fara út með veik börn að kvöldi til nema þeir telji ástand þeirra það slæmt að nauðsynlegt sé að leita læknis. Ef sú er raunin neyðast for- eldrar væntanlega til að fara með börnin á aðra staði þar sem þjón- ustu sem þessa er að fá. Er sú þjón- usta ekki einnig greidd af þessum sömu skattgreiðendum? Ef ekki er hægt að semja við íslensk börn um að þau veikist einungis á afgreiðslu- tíma heilsugæslustöðva er vandséð að þrjóska sem þessi leiði til annars en að biðsalir fyllist, álag á lækna aukist og veik börn verði að bíða lengur eftir að fá læknisaðstoð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.