Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 35

Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 35 komast á 0 ár í rík- aðstæður, þeirra, veða, a. ust til endur vörum í r svöruðu ætluðu að ínu, sem rsögn Við- inum var manna – er meðal shæfi á því, að rs Service ankainn- Er þetta hafði áður ð einkunnir hve mikil öðvi um, til að ri. Hærri atburðar í róun. Ber efnahags- ur en til- yrir rúma verða not- eð því m, sem fyrir alla, fnanir. Það egna fram- kvæmda við Kárahnjúkavirkjun og tryggir betri láns- kjör en ella væri. Matið bendir ekki til þess, að Moody’s telji fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir stefna íslensku efnahagskerfi í voða. Við núverandi aðstæður á alþjóðlegum fjármála- og fjárfestingamörkuðum er staðreyndin sú, að erlendir aðilar, sem vilja fjárfesta í öruggum og arðbærum skuldabréfum, kaupa íslensk verðbréf í vaxandi mæli, einkum hús- og húsnæðisbréf ásamt bankavíxlum og ríkisbréfum. Í ár hafa hrein kaup erlendra fjárfesta í slíkum bréfum numið 9,2 milljörðum króna, sem er tvö- falt meira en á sama tímabili í fyrra. Í þessum kaupum felst ekki síður viðurkenning á íslenskri efnahagsstjórn en einkunn Moody’s. x x x Í upphafi þessa árs tóku lög um Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) gildi og er hún nú sameignarfyrirtæki einka- rekstrarlegs eðlis í eigu sex sveitarfélaga: Reykjavík- urborgar (92,22%), Akraneskaupstaðar (5,45%), Hafnarfjarðarkaupstaðar (0,94%), Garðabæjar (0,47%), Borgarbyggðar (0,75%) og Borgarfjarðarsveitar (0,17%). Lýtur fyrirtækið stjórn sex manna. Fimm eru kjörnir af borgarstjórn Reykjavíkur og einn af bæj- arstjórn Akraness. Vegna ágreinings innan R-listans var fallið frá áform- um um að breyta OR í hlutafélag í eigu sveitarfélaganna sex. Vinstri/grænir hindruðu, að skynsamlegasta skref- ið í stöðunni yrði stigið. Breytingin úr hreinu borgarfyr- irtæki í sameignarfyrirtæki sex sveitarfélaga er of lítil til að stjórnendur OR átti sig í raun á því, hvað í henni felst. Atburðir síðustu daga sýna það. OR er með lík í lestinni, frá því að R-listamenn ráðsk- uðust með það sem borgarfyrirtæki. Dýrasta líkið er Lína.net, en fyrirtækið var andvana fætt. Tilraun þess til að tengja almenning við Netið í gegnum rafmagns- línur misheppnaðist. Í stað þess að viðurkenna mistökin og pakka saman, var tekið til við að fjárfesta í því, sem fyrirtækið ætlaði að gera óþarft með raflínum, ljósleið- aranum. OR hefur eytt milljörðum króna í Línu.net á kostnað áskrifenda að heitu vatni, köldu vatni og raforku. Vinnu- brögðin við stjórn Línu.nets hafa einkennst af afneitun á staðreyndum, leyndarhyggju og hroka. Með öllum ráð- um verður að hindra, að sömu stjórnarhættir verði tekn- ir upp í OR og tíðkast hafa í Línu.neti. Í umræðum síðustu daga er staðreyndum afneitað með útúrsnúningi. Tölur úr reikningum OR um eigið fé fyrirtækisins eru hundsaðar við lögfræðilega álitsgerð til að útiloka umræður um fjárfestingu fyrirtækisins á vettvangi stærsta eigandans, borgarstjórnar Reykjavík- ur. Óskir um gögn til að skýra fjárhagslegar skuldbind- ingar vegna kaupa OR á ljósleiðaraneti Línu.nets eru hafðar að engu. OR er einokunarfyrirtæki og þarf ekki að höfða til viðskiptavina sinna með sama hætti og til dæmis Lands- banki Íslands. Óvandaðir starfshættir í stjórn fyrirtæk- isins munu spilla innra starfi þess og bitna á viðskipta- vinum. Bæði þeir og eigendur OR þurfa að lokum að standa undir kostnaði vegna skorts á traustri forystu og óforsjálni við fjárfestingar. Miklu varðar, að fyrstu mánuðir OR á nýjum starfs- grundvelli nýtist til að móta farsælt samstarf um forystu í málefnum þess. Deilur um augljós grundvallaratriði í stjórnarháttum sýna, að stjórnarformanni og nánustu samstarfsmönnum hans hefur gjörsamlega mistekist að skapa nauðsynlegan sóknar- og samstarfsanda. x x x Þótt kjölfestufjárfestir ráði miklu í krafti eignar sinn- ar, kemst hann ekki langt með fyrirtæki sitt, hundsi hann meðeigendur sína eða hagsmuni annarra óhjá- kvæmilegra þátttakenda í velgengni fyrirtækisins. Að stjórna með skotgrafahernaði gegn þeim, sem þarf að virkja, til að mál þróist friðsamlega til réttrar áttar, leið- ir að lokum til glötunar. Spurningin er aðeins, hvað það tekur langan tíma. Einkavæðing ríkisbankanna er liður í þeirri þróun, sem tryggir Íslandi hæstu einkunn á alþjóðlegum lána- mörkuðum. Viðskipti OR vegna Línu.nets hafa vakið spurningu um, hve mikil áhrif ábyrgð Reykjavík- urborgar vegna kaupanna á ljósleiðarakerfi Línu.nets hafi á lánskjör borgarinnar. Spurningin minnir á nauð- syn þess að sýna varkárni, sigla ákveðið og örugglega að skýru marki til að hljóta ágætiseinkunn hjá þeim, sem meta skynsamlega fjármálastjórn og lánshæfi. ody’s og OR bjorn@centrum.is d fyrir að segja já við öllu í ESB, eyndin er að ef við segjum yfirleitt usta menn ef að því kemur að við nei. Hver hlustar á þá, sem eru eikvæðir?“ spyr Henrik Wilén, mdastjóri Norrænu stofnunarinn- landi. a finnsku ríkisstjórnarinnar til ESB er athyglisverð. Jari Vilén, sviðskiptaráðherra, gefur skýrt til ð Finnar séu andvígir þeirri til- u að draga úr yfirþjóðlegum ein- sambandsins og færa það í átt til dins milliríkjasamstarfs, t.d. með styrkja ráðherraráðið á kostnað mdastjórnarinnar. Með því að dið til ráðherraráðsins verði stóru kin of valdamikil, á kostnað þeirra erk, sjálfstæð framkvæmdastjórn valdajafnvægið innan sambands- lítum ekki á sterka framkvæmda- g sterkt Evrópusamband sem ógn- ur sem styrkleika,“ segir Vilén. Risto Penttilä, framkvæmdastjóri EVA, rannsóknastofnunar á sviði viðskipta og stjórnmála, segir að Finnland, með þá stefnu sína að vera í kjarnanum, sé einna hlynntast yfirþjóðlegu Evrópusambandi af öllum aðildarríkjunum. „Það er hins vegar vandamál að við vitum ekki alveg hvert kjarninn er að fara,“ segir hann. „Prodi er aðhlátursefni og stóru löndin fara ekki eft- ir reglunum.“ Þar vísar Penttilä m.a. til krafna um að vikið verði frá ákvæðum stöðugleikasáttmála evruríkjanna um leyfilegan fjárlagahalla, en Finnar hafa mótmælt öllum slíkum breytingum kröft- uglega. Breytingarnar á undanförnum árum hafa haft áhrif á finnsku þjóðarsálina. Penttilä orðar það svo að það hafi orðið „menningarbylting“, sem hafi ýtt undir sjálfstraust Finna svo um munar: „ESB- aðildin tryggir okkur verðugan sess á al- þjóðavettvangi. Nokia hefur gert hetju úr fámála, finnska verkfræðingnum. Aftur á móti er þögli Finninn allt í einu farinn að mala í farsíma; það er eins og mörg þús- und ára þögn hafi verið rofin. Svo má ekki gleyma því að við unnum loksins heims- meistarakeppnina í íshokkí 1995.“ Finnar hafa löngum borið sig saman við granna sína Svía og þykir sá samanburður hafa orðið hagstæðari með árunum. Það spillir ekki fyrir að áðurnefndur heims- meistaratitill í íshokkí fékkst með sigri á Svíum í Globen í Stokkhólmi, en svo geng- ur Nokia líka betur en Ericsson og Finnar hafa tekið upp evruna en Svíarnir sitja í bili eftir með sína krónu. „Upptaka evr- unnar efldi þjóðarstoltið,“ segir Vilén ráð- herra. „Þegar Finnar fara til stóru land- anna sunnar í álfunni og nota evrurnar sínar þar, finnst þeim þeir vera meðlimir í sama klúbbi.“ Að einu leyti eru Finnar þó ekki með í klúbbnum – þeir standa enn utan við NATO, þótt þeir eigi mjög náið samstarf við bandalagið á mörgum sviðum. Lengi vel var viðkvæðið að ekki mætti koma Rússum úr jafnvægi. Nú liggur hins vegar fyrir að Rússar setja sig ekki lengur upp á móti stækkun NATO og þá kemur í ljós að rætur andstöðu við NATO-aðild liggja dýpra og umræðan er á köflum mjög til- finningaþrungin. Á tíma kalda stríðsins vöndust margir Finnar því að telja öll hernaðarbandalög vond og enn eimir eftir af þeirri afstöðu, ekki sízt hjá eldra fólki. NATO-umræðan hefur tekið við sér að undanförnu og hvorki Lipponen forsætis- ráðherra né Halonen forseti útiloka að til aðildar geti komið. Hins vegar bendir fæst til þess að NATO-aðild verði kosningamál fyrir þingkosningarnar í marz á næsta ári; allir flokkar vilja geyma ákvörðun í málinu þar til árið 2004, en þá á endurskoðun á varnar- og öryggismálastefnunni að ljúka. Sú tilfinning sækir þó sterkt á að einnig í þessu máli ætli finnskir stjórnmálamenn að þoka landi sínu inn í „kjarnann“, þótt hugsanlega verði erfiðara fyrir þá að sann- færa þjóðina en um t.d. ESB-aðildina og ágæti evrunnar. „Við erum svo virkir þátt- takendur í samstarfi Evrópuríkjanna og Norður-Atlantshafsríkjanna að menn hljóta að spyrja hvort við getum sleppt því að taka fullan þátt á einu sviði,“ segir Pauli Järvenpää, skrifstofustjóri í varn- armálaráðuneytinu. „Sættum við okkur við að Finnland verði einhvers konar minja- safn um þá stefnu að standa utan varn- arbandalaga?“ Finnlands Ljósmynd/Framkvæmdastjórn ESB g nota evrurnar sínar þar, finnst þeim þeir vera meðlimir í sama klúbbi.“ olafur@mbl.is Y FIRVOFANDI árás á Írak og umsókn Íslands um sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna kallar hvort tveggja á umræðu um öryggisstefnu Íslands. Við getum ekki leyft okkur okkur þann munað kaldastríðsáranna að fylgja „góða liðinu“ í blindni. Morgunblaðið vék réttilega að því í leiðara í vikunni að sæti í öryggisráðinu krefðist þess að „þjálfa verður stóran hóp emb- ættismanna sem þekkir vel til starfa öryggisráðsins og þeirra deilumála sem koma til kasta þess“. Ekki er þó síður mikil- vægt að færa öryggisstefnu Íslands í orð. Ná samstöðu um grundvallaratriði og takast á um útfærslu þeirra. Umræður und- anfarinna vikna gefa ærið tilefni til. Forsætisráðherra setti stefnu Íslands gagnvart Írak þannig fram á Alþingi að Íslendingar útiloki ekki „að einstök ríki fari með einhliða hernaði á hendur Írak“ ef ekki náist samstaða um slíkar aðgerðir á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Helstu rökin fyrir þessu eru þau að orðspor og heiður Sameinuðu þjóðanna sé í veði. Eftirfarandi hugsun virðist búa að baki: Saddam Hussein er grimmur harðstjóri sem virðir mannréttindi þegna sinna að vettugi. Hann hefur verið staðinn að því að beita sýklavopnum miskunnarlaust og ástæða er til að ætla að hann hafi í hyggju að framleiða gereyðing- arvopn. Með því að leggja stein í götu vopnaeftirlitsmanna Sam- einuðu þjóðanna hvað eftir ann- að á undanförnum árum hefur hann svikið samninga og vanvirt ályktanir öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. Enginn þarf að efast um að Saddam Hussein er miskunnar- laus harðstjóri af síðustu sort. Þjóðir heims þurfa jafnframt að útiloka að hann sé að koma sér upp gereyðingarvopnum. Van- efndir á ályktunum öryggisráðs- ins eru raunverulegt og alvarlegt vandamál fyrir Sameinuðu þjóð- irnar. Á því þarf að taka. Það sést best á því að virðingarleysi Saddams við ályktanir öryggis- ráðsins um vopnaeftirlit á sér því miður ýmsar hliðstæður. Nær- tækast er að nefna hvernig Ísrael virðir að vettugi ítrekaðar ályktanir öryggisráðsins. Álykt- anirnar um Ísrael og Írak hafa raunar ólíka stöðu samkvæmt alþjóðalögum en í báðum tilvik- um grefur óvirðingin gagnvart ályktunum öryggisráðsins án efa undan virðingu Sameinuðu þjóð- anna. Ísland getur markað sér þá sýn og stefnu að það sé grund- vallaratriði til að standa vörð um trúverðugleika Sameinuðu þjóð- anna, að ályktunum öryggisráðs- ins sé fylgt fast og undantekn- ingalítið eftir. Langur vegur er hins vegar frá þeirri afstöðu til stuðnings við að einstök ríki fari með einhliða hernaði á hendur Írak. Á þessu tvennu er grund- vallarmunur. Vanefndir á álykt- unum Sameinuðu þjóðanna vega að trúverðugleika samtakanna. Stuðningur við einhliða hernað vegur hins vegar að einum af hornsteinum þeirra. Bann við beitingu hervalds að fyrra bragði er lykilþáttur stofnskrár Sam- einuðu þjóðanna og löngu orðið hluti af hefðarrétti í alþjóða- lögum. Hefðarréttur bindur öll ríki, án tillits til þeirra samninga sem þau hafa undirritað og full- gilt. Eina löglega leiðin til að grípa til vopna, að sjálfsvörn undanskilinni, er þegar fyrir liggur samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta stendur skýrum stöfum í stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna. Ef yf- irlýsingar íslenskra ráðamanna á að skilja sem stuðning við slíkar aðgerðir ef til þeirra kemur er það grundvallarstefnubreyting sem kallar á ítarlega umræðu. Alþjóðalög eru afdráttarlaus í þessu efni og aðeins er hægt að ímynda sér að í algjörum und- antekningatilvikum geti verið réttlætanlegt að hverfa frá því fyrirkomulagi sem stofnskrá Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Það væru þær aðstæður að brýnt úrlausnarefni á sviði alþjóðamála kallaði á úrlausn og öryggisráðið væri lamað vegna innbyrðis deilna.Yfirvofandi þjóðarmorð gætu verið dæmi um þetta. Loftárásir NATO í Kosovo mætti nefna sem hugs- anlegt fordæmi. Til að vopnavald sé réttlætanlegt án atbeina ör- yggisráðsins þyrftu mörg ströng skilyrði að vera uppfyllt. Tilefni aðgerðanna og takmark þyrfti að njóta almenns stuðnings. Fyrir þyrfti að liggja að ekki væri hægt að ná sömu markmiðum án vopnavalds. Jafnframt þyrfti að vera ljóst að heimurinn yrði frið- samlegri og öruggari eftir en áður. Draga má í efa að hern- aður gegn Írak komist nærri því að uppfylla ofan- greindar kröfur. Ekki vegna þess að forseti landsins sé ekki jafn- slæmur og af er látið. Ógn- in af Írak réttlætir ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé sniðgengið. Við Íslendingar hljótum jafn- framt að verða að svara fjöl- mörgum spurningum um þróun alþjóðamála og framtíðarreglur um samskipti ríkja áður en við lýsum yfir skilyrðislausum stuðningi við árásarstríð á hend- ur Írökum. Teljum við þeirri samstöðu, sem þjóðir heims náðu í baráttunni gegn hryðju- verkum, fórnandi fyrir stríð gegn Írak? Teljum við réttlætan- legt að einstakar þjóðir reki er- indi Sameinuðu þjóðanna með vopnum, án samþykkis öryggis- ráðsins? Væri til dæmis til bóta ef nágrannaþjóðir Ísraels færu með vopn á hendur þeim fyrir vanefndir á ályktunum öryggis- ráðsins? Getur verið að fordæm- ið sem einhliða hernaður gæfi væri hættulegra heimsfriðnum en Saddam Hussein? Ísland á að beita sér fyrir því að virtir séu samningar, álykt- anir og samþykktir Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóða- stofnana um afvopnun, mann- réttindi og aðrar reglur í sam- skiptum ríkja. Ísland á jafnframt að krefjast aðgerða þegar á þetta skortir. Markmiðið hlýtur að vera það að stuðla að friði og öryggi í heiminum þar sem ágreiningur er leystur með samningum og virðing fyrir mannréttindum er í öndvegi. Það er hins vegar vandséð hvernig einhliða árásarstríð á hendur Írökum samræmist slíkum markmiðum. Það er vandséð hvernig hernaður án atbeina ör- yggisráðsins getur aukið veg og virðingu Sameinuðu þjóðanna. Og það er vandséð hvernig ís- lensk stjórnvöld geta komið stuðningi við slíkt stríð heim við skynsamlega stefnu í öryggis- málum. Öryggisstefna á villigötum? Eftir Dag B. Eggertsson ’ Það er vandséðhvernig hernaður á hendur Írökum án at- beina öryggisráðsins getur aukið veg og virð- ingu Sameinuðu þjóð- anna. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.