Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 39
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 39
Miðaverð er 500 krónur og ókeyp-
is fyrir grunnskólabörn í fylgd með
fullorðnum.
GUÐNI Franzson klarinettuleikari
og tónsmiður bregður sér í líki
Hermesar í klukkustundar langri
dagsrá sem hefst í Salnum í dag kl.
16. Dagskrána hefur hann spunnið
úr kvæðinu Sigling, Hafið bláa, hafið
eftir Örn Arnarson og hefur hún yf-
irskriftina Hafið. „Dagskráin er
byggð á hugleiðingum um ljóðið, í
tónum og tali. Flutt verða stór og
smá tónverk sem tengjast innihaldi
ljóðsins á einn eða annan hátt. Við
látum hugann reika bak við ystu
sjónarrönd og ferðumst til drauma-
landa, en einnig upplifum við náttúru
hafsins í tónum, kraft vindsins og
hugarflug æskunnar.
Dagskráin nær jafnt til barna og
fullorðinna,“ segir Guðni.
Hermes fer með börnin um heims-
ins höf. Guðni Franzson og börnin í
Árbæjarskóla.
Hermes í Salnum
Morgunblaðið/Kristinn
Japis, Laugavegi 13 Hafdís
Bjarnadóttir og félagar leika lög af
nýútkomnum geisladiskinum Nú kl.
15.Tónleikarnir eru liður í tónleika-
röð í verslunini þar sem boðið verð-
ur upp á lifandi tónlist alla föstu-
daga eða laugardaga fram í
desember.
Bókabúð MM, Laugavegi 18 Les-
ið verður úr bókum kl. 11 í barna-
deild bókabúðarinnar. Páll Óskar
les úr Línu langsokk, Helga Vala
Helgadóttir les úr bókunum Á
Saltkráku og Ég vil líka eignast
systkin.
Nýlistasafnið Leiðsögn verður um
sýninguna Flökt – Ambulatory –
Wandelgang kl. 15, en Flökt er
samsýning Magnúsar Pálssonar,
Erics Andersens og Wolfgangs
Müllers.
Aðgangur er ókeypis.
Penninn - Eymundsson, Austur-
stræti Æsa Guðrún Tulinius les úr
nýjum barnabókum kl. 14.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Benedikt búálfur
hefur að geyma
lög úr sam-
nendum barna-
söngleik eftir Ólaf
Gunnar Gunn-
laugsson sem
Draumasmiðjan
sýnir um þessar mundir í Loftkast-
alanum. Tónlist er eftir Þorvald
Bjarna Þorvaldsson. en söngtextar
eftir Andreu Gylfadóttur.
Það eru Björgvin Franz Gíslason,
Selma Björnsdóttir, Jóhann Sigurð-
arson o.fl. sem syngja hlutverk hinna
ýmsu álfa og manna.
Útgefandi er Skífan.
Söngleikur
Baráttan um
sverðið eftir
Lars-Henrik Ol-
sen er sjálfstætt
framhald fyrri
bóka höfundar
um Eirík. Guð-
laug Richter
þýddi.
Þegar allt var á
heljarþröm í Ás-
garði varð þrumu-
guðinn Þór að sækja mannsbarnið
Eirík til aðstoðar, eins og segir frá í
Ferð Eiríks til Ásgarðs og Ferð Ei-
ríks til Jötunheima. Hér skilar hann
drengnum aftur, fjölskyldunni til
mikillar gleði en Eiríki sjálfum til
sárrar gremju. Hann saknar æv-
intýranna sem hann lenti í með ás-
um og jötnum, hann saknar Ás-
garðs og einherja, en mest af öllu
saknar hann Þrúðar Þórsdóttur. Í
vonlausri tilraun til að komast aftur
til Ásgarðs kynnist Eiríkur Maríu. Í
sameiningu uppgötva þau að æv-
intýrin í mannheimum geta líka
fengið hárin til að rísa á höfðinu og
að gömlu goðin eru nær en flesta
grunar.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 287 bls., prentuð í Dan-
mörku. Verð: 2.690 kr.
Börn
Listasafn Akureyrar
Sýningunni Rembrandt og samtíð-
armenn hans lýkur á sunnudag. Verk-
in koma frá Lettneska heimslista-
safninu í Ríga. Á sýningunni er að
finna málverk, ætingar og kopar-
stungur sem sýna flest einkenni á
þeirri myndlist sem stunduð var í
Hollandi á 17. öld. Esaias van de
Velde (d. 1630) er ef til vill þekktastur
þeirra sem hér eru sýnd málverk eft-
ir. Einnig eru á sýningunni málverk
eftir Jan Brueghel I (d. 1625) og úr
skóla Anthonis van Dyck (d. 1641).
Frægasti listamaðurinn er þó án efa
sjálfur Rembrandt Harmensz van
Rijn (1606–
1669), en eftir
hann eru níu
upprunalegar
ætingar.
Hátt í 10 þús-
und gestir hafa
þegar heimsótt
safnið, sem jafn-
gildir um 70
prósentum af
íbúafjölda bæj-
arins.
Safnið er opið
alla daga nema
mánudaga milli kl. 12 og 17. Aðgangs-
eyrir kr. 350. Frítt fyrir börn og eldri
borgara. Frítt á fimmtudögum. Í dag
verður einnig ókeypis á safnið.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu Listasafnsins á Akureyri:
www.artak.strik
Sýningu
lýkur
Eitt verka Rem-
brandts í Lista-
safni Akureyrar.