Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ sparaðu fé og fyrirhöfn HINUM vestrænu þjóðum er það flestum sammerkt að vilja stuðla að nýsköpun og framþróun á sem flest- um sviðum atvinnulífsins. Víðast hvar er lögð mest rækt við þær greinar sem vænta má að skili mestri nýbreytni inn í atvinnulíf við- komandi lands. Við Íslendingar höf- um ekki setið auðum höndum í þess- um efnum fremur en aðrir. Innlendir og erlendir aðilar hafa varið gífur- legum fjármunum á undanförnum árum í margvísleg sprotafyrirtæki í þeirri von að þau muni í tímans rás leggja grunninn að nýsköpun ís- lensks atvinnulífs. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þar hefur verið horft sérstaklega til líftækni, í þeirri trú að í þeirri grein séu fólgnir hvað mestir framtíðarmöguleikar. Hafa stjórnvöld lagt meira af mörk- um til framþróunar í þeirri grein hér á landi en fordæmi eru fyrir í öðrum atvinnugreinum, en eitt höfuðmark- mið með þeirri starfsemi sem nú er stunduð hér á landi er að þróa lyf við sjúkdómum sem hafa fram til þessa verið taldir ólæknandi og bæta þau úrræði sem eru til í dag. Líftæknin er því að mati stjórnvalda ein bjart- asta von íslensks atvinnulífs. Gömul lyf – engin framþróun Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið kemur spánskt fyrir sjónir að lesa grein eftir Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, í Mbl. 22. október sl. Í grein- inni gerir ráðherrann grein fyrir s.k. grunnlyfjalista sem Alþjóðaheil- brigðisstofnunin útbjó og setti fyrst fram fyrir 25 árum. Telur ráð- herrann samkvæmt greininni að með því að binda trúss sitt við þenn- an lista megi ná fram umtalsverðum sparnaði í lyfjaútgjöldum hér á landi. Eins og kemur fram í grein- inni var listinn fyrst og fremst gerð- ur til að bæta heilbrigðisþjónustu og aðgengi að lyfjum í þróunarlöndum. Hefur listinn vafalaust skilað tilætl- uðum árangri hvað það varðar, enda getur kostnaður við lyf numið bróð- urparti heilbrigðisútgjalda hjá fá- tækum þjóðum. Til upplýsingar má nefna að hérlendis hafa útgjöld Tryggingastofnunar vegna lyfja numið um 9% af heilbrigðisútgjöld- um sl. 2 ár. Með því að hvetja til þess að grunnlyfjalistanum verði veittur for- gangur í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu er ráðherrann bæði að hvetja til mismununar milli lyfja og þess að sneitt verði hjá notkun bestu og nýj- ustu lyfjanna. Þegar lyf er sett á markað er það vegna þess að það hefur nýja og betri virkni, leiðir til minni aukaverkana eða er skjótvirk- ara en það lyf sem það leysir af hólmi. Niðurstaðan yrði því fyrirkomulag sem hindrar aðgang að mikilvægum meðferðarúrræðum, dregur úr sam- keppni og hvata til rannsókna og þróunar nýrra lyfja. Ný lyf – bætt lýðheilsa Ekki verður annað skilið af orðum ráðherrans en að það sé markmið hans að draga sem mest úr notkun nýrra lyfja hér á landi. Fram til þessa höfum við Íslendingar hins vegar borið gæfu til að nota þau bestu fáanlegu lyf sem til eru. Mark- miðið er að bæta heilsufar þjóðarinn- ar og það gerum við með beitingu sannprófaðra aðferða og er markviss lyfjanotkun meðal öflugustu úrræða heilbrigðisþjónustunnar. Meðferð með nýju lyfi getur virst dýr ef hún er tekin úr þjóðhagslegu samhengi en gleymum ekki að ávinningur með- ferðar sem fyrirbyggir, læknar eða dregur úr einkennum, lendir að mestu utan heilbrigðiskerfisins. Í grein sinni minntist ráðherra á afskráningar lyfja og taldi þær dæmi um hækkandi lyfjakostnað. Til upp- lýsingar skal nefnt að innlend lyfja- fyrirtæki hafa tekið höndum saman við Lyfjastofnun til að leysa þennan vanda. Eins dálks bókhald Eitt stærsta vandamál íslensks heilbrigðiskerfis er skortur á góðum upplýsingum um þann ávinning sem starfsemi þess skilar samfélaginu. Annað dæmi um skort á réttum upp- lýsingum er sú staðreynd að engar réttar tölur eru til um heildarlyfja- kostnað landsmanna. Er ekki rétt að ráðuneytið geri gangskör í að afla þeirra áður en ákvarðanir eru teknar um framhaldið? Umræða um lyfjamál, ekki síst á opinberum vettvangi, ber þess merki að einblínt er á beinan útlagðan kostnað vegna lyfja. Engin könnun er gerð á því hverju framþróun í lyfjaiðnaðinum hefur skilað á móti fyrir samfélagið. Það væri t.d. gam- an að sjá útreikning á því hvaða sparnaður hefur hlotist af því að nú þarf ekki lengur að skera fólk upp við magasári. Sá sjúkdómur er nú læknaður með lyfjum og er fólk sem þennan sjúkdóm fær fljótlega komið á ný til vinnu. Umræða um lyfjamál kemst ekki á vitrænan grunn fyrr en þeir sem um málið fjalla nálgast málið út frá báð- um hliðum. Hér dugir ekkert eins dálks bókhald. Hér gilda sömu lög- mál og í bókhaldi almennt, bæði deb- et- og kredithliðin verður að liggja ljós fyrir til þess að unnt sé að meta stöðu fyrirtækisins. Er þess vænst að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að snúa umræðunni í þá átt. Lyf og lýðheilsa Eftir Hjörleif Þórarinsson Höfundur er formaður lyfjahóps Samtaka verslunarinnar – FÍS. „Meðferð með nýju lyfi getur virst dýr ef hún er tekin úr þjóðhagslegu samhengi …“. ÓLYGINN sagði mér, en blessað- ur berðu mig ekki fyrir því var orðtak Leitis-Gróu. Um langa hríð hefur Gróa legið óbætt hjá garði, en ekki lengur. Stórskáldið Hallgrímur Helgason skrifaði grein í Morgunblaðið á dög- unum þar sem hann lýsti á drama- tískan hátt hvernig Davíð Oddsson gerði samsæri til að koma Baugi á hausinn og Jóni Ásgeiri í tugthúsið. Hlaupastrákar hjá forsætisráðherra voru Jón Steinar Gunnlaugsson og ríkislögreglustjóri. Afleiðingin var að umræddur Jón Ásgeir græddi 8 millj- arða. Af hverju á ég ekki svona óvini? Til að kóróna yfirganginn og hrok- ann leyfði Davíð sér að spyrja skáldið hvað það hefði fyrir sér í ákærum á hendur honum. Þetta var auðvitað dæmalaus ósvífni. Skáld þurfa ekki að standa fyrir máli sínu. Karl Th. Birgisson er fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Hann fægði silfrið hjá Agli Helgasyni fyrir nokkru, hann hafði sögu að segja, það var fullt af fólki sem var að segja honum af því að Davíð Oddsson ofsækti alla þá sem ekki væru honum sammála. Þegar framkvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar var beðinn um að nefna dæmi var svarið efnislega það sama og hjá Gróu forðum, ólyginn sagði mér. Mörður Árnason tekur þátt í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, hann var í Kastljósi ríkissjónvarpsins fyrir stuttu, þar talaði hann í hálf- kveðnum vísum um ofsóknir Davíðs Oddssonar og meintra skósveina hans á hendur saklausu fólki. Öll ræða Marðar var í takt við kvæði skáldsins sem sagði; Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann, þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann, en láttu það svona í veðrinu vaka, þú vitir, að hann hafi unnið til saka. Einn kunnasti álitsgjafi í íslenskum fjölmiðlum heitir Ásgeir Friðgeirs- son, hann ritstýrir vefmiðlinum Pressan.is og er nú að berjast í próf- kjöri Samfylkingarinnar. Ég hef stundum furðað mig á kjaftasögunum sem plantað er á Pressunni. Dæmi um þær er fréttin um að kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hafi verið kallaður á teppið hjá Davíð vegna þess að Balti talaði illa um kvótakerfið. Síðar var fréttin sögð úr lausu lofti gripin og hún dreg- in til baka. Tilgangurinn virðist ein- göngu sá að skrökva og bæta með því kubb í þá mynd sem þessir ærukæru Samfylkingarmenn eru að búa til. Þeir eru að hanna almenningsálit. Gróa á Leiti getur litið stolt upp úr gröf sinni, hún hefur eignast flokk. Ólyginn sagði mér Eftir Hrafnkel A. Jónsson Höfundur er héraðsskjalavörður á Egilsstöðum. „Þeir eru að hanna al- mennings- álit.“ DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur vakið máls á hugsanlegri nauð- syn þess að stofna leyniþjónustu hér á landi. Ríkislögreglustjóri segir að það sé alger óþarfi. Kannski er það rétt, því það er þegar til leyniþjónusta á Ís- landi. Íslenska lögreglan er svo upp- lýsingafælin, að jafnvel Umferðar- deild hennar er leyniþjónusta útaf fyrir sig. Það er nokkuð sama hvað gerist í landinu „lögreglan verst allra frétta“. Tökum sem dæmi frétt sem var á baksíðu Morgunblaðsins föstu- daginn 18. október. Þar var sagt frá því að ekið hefði verið á gangandi veg- faranda í Akraseli í Breiðholti. Og: „Lögreglan í Reykjavík, vildi á sama tíma ekki gefa frekari upplýsingar um slysið.“ Um síðustu helgi urðu á þessum slóðum stympingar með ung- lingum. Ég veit ekki hvort eitthvert samband var þarna á milli. En ef svo var held ég að það þýði ósköp lítið fyr- ir lögregluna að reyna að halda því leyndu. Þeir vita sem við kemur. Og ef ekkert samband var, af hverju í ósköpunum er þetta þá leyndarmál? Í öllum lýðræðislegum nágrannaríkj- um okkar leggur lögreglan mikla áherslu á að upplýsa þegnana um gang mála. Í stórum málum eru haldnir blaðamannafundir daglega, jafnvel oft á dag, til þess að upplýsa fólk um hvernig gengur, hvað er að gerast. Hér á landi er þessu öðruvísi farið. Það er hérumbil sama um hvað er spurt, það er engar upplýsingar að hafa. Þessi KGB-stefna yrði aldrei liðin í öðrum Evrópuríkjum. Ég hef í áratuga starfi sem blaða- maður, átt mjög gott samstarf við lög- regluna. Ég var löggufréttaritari bæði á Mogganum og Vísi, fyrir margt löngu. Þar kynntist ég mönn- um eins og Hauki Guðmundssyni, Nirði Snæhólm, og fleirum og fleir- um. Þeir sögðu mér alltaf nýjustu fréttir. Stundum var eitthvað í ein- hverju máli sem þeir vildu ekki að bærist út strax. Þeir sögðu mér frá því og ég beið með að setja fram þær upplýsingar þartil ég fékk grænt ljós frá þeim. Á þetta samstarf bar aldrei skugga. Mínar tilfinningar til okkar ágætu lögregluþjóna eru hlýhugur, virðing og þakklæti fyrir hvernig þeir vinna erfitt og oft hættulegt starf sitt. Mér finnst hinsvegar, í dag, að það hafi orðið mikil breyting til hins verra, í samskiptum fjölmiðla og lög- reglu. Mér dettur ekki í hug að þetta sé lögregluþjónum að kenna. Ég hef verið á „vettvangi“ atburða og spjall- að við þá. Undantekningalaust hafa þeir tekið mér vingjarnlega og kurt- eislega. Sömuleiðis, og ekki síður, lög- regluþjónar á landsbyggðinni, sem við hringjum í á hverjum degi. Þeir segja okkur óhikað nýjustu fréttir úr sínu umdæmi. Í höfuðborginni virðast lögreglu- þjónar hinsvegar háðir ströngum reglum um upplýsingagjöf. Þeir mega ekki segja neitt. Því langar mig til þess að spyrja lögreglustjóra lýðveld- is og borgar: Af hverju alla þessa leynd? Hvað er að því að vaktstjórar gefi upplýsingar, eins og í gamla daga? Eða bara sá sem er með dag- bókina? Lögreglan er óendanlega mikilvæg í okkar þjóðfélagi. Það er líka óendanlega mikilvægt að það ríki traust milli almennings og lögreglu. Skoðanakannanir sýna að þjóðin ber mikið traust til sinna lögreglumanna. Yfirstjórnin á ekki að rýra það traust með því að gera hana að leynilöggu. Leynilögga Eftir Óla Tynes „Meðan um- ferðardeild lögreglunnar er starfandi, er alger óþarfi að stofna leyni- þjónustu á Íslandi.“ Höfundur er fréttamaður. KRISTINN H. Gunnarsson, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins og sambýlismaður aðstoð- arkonu heilbrigðisráðherra vænir mig um pólitískan ofstopa í grein í Morgunblaðinu í gær, 24 október. Mér finnst það dálítið skondið í ljósi þess að ég hef hvorki verið viðriðin pólitík né rekist í stjórnmálaflokki sökum vanhæfi að dansa eftir flokks- línum. Einnig hef ég ætíð talist fremur prúð og kurteis að eðlisfari. En sé ég virkilega með pólitískan of- stopa er það ærið umhugsunarefni hvers vegna dagfarsprútt fólk eins og ég skuli allt í einu umturnast. Inntak greinar minnar hefur greinilega farið fyrir ofan garð og neðan hjá Kristni. Hann sér bara stóryrði og fúkyrðaflaum um fram- sóknarmenn. Einhvern tíma hefði það kætt hann. Ég ætla mér ekki að túlka greinina fyrir hann en finn mig knúna til að drepa á nokkur atriði. Ég geri hvergi lítið úr Sigríði Snæ- björnsdóttur í grein minni enda hef ég enga ástæðu til þess. Ég segi hvergi að hún sé “pólitískur gæð- ingur Framsóknarflokksins eins og Kristinn heldur fram. Hann hefði þurft að lesa greinina betur. En ég stend við þau orð mín að hún sé gæð- ingur ráðherra, hvar í flokki sem hún kann að standa. Ef Kristni finnst felast lítilsvirðing í því þá er það hans túlkun, ekki mín. Ég stend líka við þá skoðun mína – þó svo eðli málsins samkvæmt eigi ég í erfið- leikum með að sanna það – að búið hafi verið að ráðstafa stöðunni áður en hún var auglýst. Það mætti ef til vill velta fyrir sér hvers vegna mað- ur fær slíka flugu í höfuðið. Ætli það sé bara vegna þess að manni finnist svo notalegt að fá flugur í höfuðið? Í grein minni bendi ég á að allir stjórnarmenn í stjórn Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, að undan- skildum fulltrúa ráðherra, hafi greitt Skúla Thoroddsen atkvæði sem hæfari umsækjanda. Skyldi það hafa verið tilviljun ein að mót- atkvæðið kæmi frá fulltrúa ráð- herra? Vissulega hafa heimamenn ekki forgang að störfum á vegum ríkisins en ég áskil mér fullan rétt til að hafa skoðun á byggðamálum og það er beinlínis rangt hjá Kristni að ég hafi helst talið búsetuna Skúla til tekna. En spyrja má hvers vegna gengið er framhjá hæfum einstak- lingi í heimabyggð. Ég vísa því alfar- ið á bug að greinin mín hafi verið ómálefnaleg. Dæmið um Finn Ing- ólfsson sannar hið gagnstæða. Það var nefnt sem sóðalegt og siðlaust dæmi um svindl og svínarí í opinber- um stöðuveitingum. Það er kjarninn í grein minni. Hvort sem Kristni lík- ar það betur eða verr virðist valdið vera spillandi í eðli sínu og er þar enginn stjórnamálaflokkur undan- skilinn.Mér finnst umhugsunarefni hversu mikill munur virðist á veru- leikaskynjun valdhafa og almenn- ings í þessu landi. Í augum valdhaf- anna er keisarinn ekki bara klæddur heldur uppábúinn meðan hann stendur berstrípaður í augum al- mennings. Kristni svarað Eftir Jórunni Tómasdóttur „Hvort sem Kristni líkar það betur eða verr virðist vald- ið vera spillandi í eðli sínu …“. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Bankastræti 3, s. 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.