Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 41 ÞEGAR ég hitti fólk á förnum vegi þá heilsumst við oft með þessari kveðju: „Hæ, hvað segir þú? Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?“ Eða ég segi: „Hæ, hvernig gengur hjá þér?“ Og svarið: „Jú, jú bara vel og alltaf nóg að gera.“ Ég heyri fólk gjarnan heilsast með þessum hætti. Eins og það að hafa nóg að gera sé lykillinn að því að líða vel. Ævintýrin í Múmíndal Ég hef verið að lesa um Múmínálf- ana undanfarið með dóttur minni. Þar er lífið alltaf friðsælt, enginn að flýta sér. Dálítið eins og maður ímyndar sér stundum að lífið hafi ver- ið í gamla daga. Allir hafa sinn stað í tilverunni og heimurinn ekki of stór. Ætli það yrði ekki eirðarleysis- sprenging ef við færum að lifa í sama takti og Múmínálfarnir? Við þyrftum ekkert að hætta að vinna til að lifa þannig – bara skipta aðeins um takt – og viðhorf til lífsins. Kannski erfðum við það frá forfeðrum okkar að lífið væri barátta, að enginn geti talist maður með mönnum nema vera dugnaðarforkur og falla helst aldrei verk úr hendi. Hvað finnst þér skemmtilegt? Mér hefur stundum fundist það ágætis ráð á sjálfa mig þegar ég fer að flýta mér og taka lífið of alvarlega að hugsa til þess hvort ég vilji að dótt- ur minni líði svona þegar hún verður fullorðin. Vil ég að hún verði stöðugt að brjótast áfram í umferðarhraðan- um með streituhnút í maganum eða vil ég að hún verði í takti við sjálfa sig, sátt og tiltölulega hamingjusöm? Þá verð ég líka að vera henni þannig fyr- irmynd. Svo hún geti hlakkað til að verða fullorðin og halda áfram að lifa lífinu. Ég er ekki með þessu að segja að við eigum að afneita erfiðleikunum og slá öllu upp í kæruleysi. Heldur kannski að njóta þess betur sem við höfum og gefa okkur tíma til að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Jólaófreskjan Múmínálfarnir voru einu sinni vaktir um miðjan vetur af fúlum Hemúl sem var í miðju jólastressinu. Múmínfjölskyldan vissi ekkert hvað jól voru og Múmínsnáðinn vakti mömmu sína með þessum orðum: „Mamma vaknaðu. Það hefur eitt- hvað hræðilegt komið fyrir. Þau kalla það jól.“ Þau vöknuðu öll með andfæl- um og reyndu að fá botn í það hvað þau þyrftu að gera til að mæta þess- ari hræðilegu skepnu. Þau komust að því eftir óljósum upphrópunum hinna sem voru á harðahlaupum í jólaund- irbúningi að þessi jólaófreskja vildi jólatré, skrautið var sennilega til að blíðka hana og svo þurfti hún mat og gjafir. Svo settust þau niður og biðu. Að lokum birtist lítil fátæk fjölskylda sem horfði slíkum löngunaraugum á alla dýrðina að Múmínfjölskyldan ákvað að gefa þeim allar gjafirnar, matinn og tréð. Þau gætu alltaf flúið í skjól ef jólin yrðu mjög reið. Mér hef- ur alltaf fundist þessi saga hitta svo vel í mark og vera ágætis áminning fyrir jólin. Mæður og dætur Múmínmamma er þessi klassíska góða mamma sem er með ráð undir rifi hverju, býr til góðar kökur og heldur saman fjölskyldunni. Hún er sterk og hún er góð og umvefjandi. Kannski dálítið gamaldags. Senni- lega myndi dóttur múmínmömmu á ákveðnum aldri finnast hún hræði- lega hallærisleg. Það gera allar stelp- ur líklega einhvern tíma. En þrátt fyrir harða gagnrýni er mamma öll- um stelpum mikilvæg. Ég las ein- hvers staðar að á dánarbeðinum kalli konur oft á mæður sínar. Í Lapplandi læra konur ákveðinn sorgarsöng til að geta tjáð sorgina þegar móðirin deyr. Og þær eru alla ævi að und- irbúa þá stund. Þetta samband sem er yfirleitt mjög sterkt, en líka fullt af mótsögnum og erfiðum tilfinningum krefst þess að við ræktum það – í báð- ar áttir – og byrjum nógu snemma að leysa flækjurnar. Tómið verður að tómleika Til að geta ræktað þetta samband er undirstaðan að sinna sjálfri sér. Stelpur sem alast upp við neikvæðni eru fljótar að tileinka sér að þannig sé lífið. Rétt eins og Múmínálfarnir minna börnin okkar stöðugt á mik- ilvægi þess að gefa sér tíma til að leika sér og skapa. Ef við hægjum nóg á okkur án þess að kveikja strax á sjónvarpinu er aldrei að vita nema við finnum heilt sólkerfi af sköpunar- krafti í hjartanu. Það verður allt svo tómlegt innra með okkur ef við gefum ekki hugmyndafluginu lausan taum- inn svo dögum eða jafnvel vikum skiptir. Þessi tómleiki getur orðið að kvíða og kvíðinn að þunglyndi ef við hlustum ekki vel á okkur sjálf – og á börnin okkar. Við getum komið í veg fyrir mikla vanlíðan ef við hlustum nógu snemma. Kannski er lífið ekki alltaf dans á rósum. Það er það sem við gerum úr því. Má það ekki alveg vera skemmtilegt? Mæður og dætur Eftir Guðrúnu Arnalds „Rétt eins og Múmín- álfarnir minna börn- in okkar stöðugt á mikilvægi þess að gefa sér tíma til að leika sér og skapa.“ Höfundur er hómópati, leiðbeinandi í líföndun og heldur námskeið fyrir mæður og dætur. LOKSINS hefur ríkisstjórninni tekist að selja eitt fyrirtækja þjóð- arinnar án þess að um meiriháttar klúður væri að ræða. Reyndar skap- ast sú lukka frekar af kaupendunum en þeim sem seldu. Að geta keypt banka á Íslandi hlýtur að vera mikill fengur fyrir þá sem vilja eignast meiri pening en þeir eiga. Því ís- lenskir bankar eru gífurlega mikil uppspretta auðæva ef við horfum á gróða þeirra undanfarin ár. Og lind- ir þeirra eru óþrjótandi þar sem gíf- urlega miklar upphæðir streyma viðstöðulaust í peningatankana. Íslenskur banki er auðlind Svo háir eru vextirnir hér að bandarískir fjárfestar eru farnir að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum fremur en rafmagnsfyrirtækjum, vopnaverksmiðjum eða öðrum fyr- irtækjum þar vestra. Þeir sem borga svo þessa vexti eru stór hluti íslensku þjóðarinnar, sem á orðið allt sitt undir miskunn þess er leigði peningana. Þetta er fólk sem hefur slegið lán fyrir íbúðinni sinni, bíln- um sínum eða jafnvel litlum fyrir- tækjum sem það sá bjarta framtíð í. Belti og axlabönd Fólkið sem stofnaði til skuldanna á það sammerkt að vera komið í vaxtagildruna. Margt af því sér ekki til sólar og á þá einu von að ein- hvern tímann í framtíðinni muni þetta lagast. Að auki á það líka yfir höfði sér ef krónan færi nú að lækka að verðbæturnar stórhækkuðu lánin á einni svipstundu. Já, það er ekki ofsögum sagt að bankakerfið eða réttara sagt lánakerfið allt girði sig bæði beltum og axlaböndum, í skjóli laga um vexti og verðbætur. Tillögur um notkun nokkurs hluta fjárins Segja má að með sölu Lands- bankans hafi ríkissjóður fengið tölu- vert af þessum fjármunum í hirslur sínar. Það er hægt að gera margt við þá. Til dæmis mætti nota hluta fjárins í að hlúa að mörgum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjaldþrota. Það má líka nota hluta þessara peninga til að efla fjármála- ráðgjöf og fjármálafræðslu og tengja hana venjulegu námi. Að ekki sé talað um að koma til móts við fátækt fólk sem fjölgað hefur að undanförnu í landi okkar, ekki síst vegna verðbótaþáttar og vaxta- kostnaðar. Eðlilegt er að gera kröfu til þess að ríkisvaldið skili að einhverju leyti til fyrrverandi eigenda því sem haft var af þeim með okri. Nú er lag Eftir Karl V. Matthíasson Höfundur er alþingismaður. „Til dæmis mætti nota hluta fjárins í að hlúa að mörgum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjald- þrota.“ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 OD DI H F - I 95 99 3ja og 4ra herb. íbúðir við Hamravík til sölu Vel skipulagðar íbúðir, fallegt útsýni. 100-130 fm stærð. Byggingaraðili Örn Isebarn Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. Auktu styrk þinn Upplýsingar í síma 553 3934 og 897 7747. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. til að ná betri stj órn á lífi þínu og líðan Námskeiðinu verður svo fylgt eftir með mánaðarlegum fræðslu- og vinnufundum. 5 kvölda námskeið í Reykjavík sem byrjar 12.-26. nóvember. Námskeið til sjálfshjálpar í uppbyggingu á persónustyrk þínum þar sem þú finnur út: • Hver þú ert. • Hvað þú getur. • Hvað þú vilt og vilt ekki. • Hvert þú vilt stefna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.