Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALLTAF man ég það síð-an ég missti sénever-brúsann niður af svöl-unum forðum, að veldur
hver á heldur. Það þýðir að sumir
klúðra hlutunum, aðrir ekki, og
best er að láta þá síðarnefndu sjá
um sem flest. Svona verður sönn
þekking til. Maður horfir á eftir
brúsanum og lærir.
Svo hugfast hefur þetta orðið
mér að ég mun aldrei geta tekið
undir hina útgáfuna, sem ég sá um
daginn: hver veldur sem á heldur.
– – –
Farvatn heitir vökvi, notaður
hér á landi þegar eitthvað er á
prjónunum, í aðsigi, á dagskrá, á
seyði, í uppsiglingu, í undirbún-
ingi, á döfinni, í deiglunni, vænt-
anlegt o.s.frv. Ekki hef ég séð
hann á flöskum en þá væri hann
sennilega drukkinn í Danmörku.
Það boðar ekki gott að Danir hafa
einir þjóða komið á fót sérstakri
stofnun til að gæta þess að farvatn
sé ekki misnotað. Hún heitir Far-
vandsdirektoratet og ég bíð þess
að útibú verði sett upp á Íslandi.
Ég hef fundið einkennilegustu
hluti gegnsósa af farvatni. Þar á
meðal eru „nýtt efni“, „nokkur
verkefni“, „vissar áherslubreyt-
ingar“, „margir möguleikar“ og
„nýtt skipulag fyrir Laugaveg-
inn“. Hið eina sem hefði getað
þrifist í vatni voru „fleiri fiskteg-
undir“ í Noregi. Stundum hefur
mig sett hljóðan þegar ég hef setið
á bryggjunni og horft út yfir vötn-
in. Þannig fór mér þegar ég rak
augun í „sjúkrarúm með borði“.
Sjúklingurinn sást hvergi. Hann
var flotinn burt í farvatninu.
– – –
Mig langar til að skjóta inn
einni gleðifregn. Ég skal hafa
hana stutta til að spilla ekki
geðblæ þáttarins. Hún er um
skiptingar. Það er gaman þegar
ný hætta steðjar að málinu. Þá er
eins og lífið kveðji dyra. Hollvinir
tungunnar hlaupa upp, landvætt-
irnar vakna með andfælum og
skima ringlaðar á haf út.
Lengi höfðum við sæmilega
stjórn á skiptingum orða milli lína.
Við misstum hana þegar tölvur
ruddu sér til rúms. Þá varð uppi
fótur og fit. Margir töldu að vit-
lausar skiptingar í dagblöðum
mundu rugla ungviðið endanlega í
ríminu, sá litli málskilningur sem
enn lifði í landinu yrði brátt upp
eyddur ef börnin þyrftu til lengdar
að lesa orðhluta eins og mu- án
þess að geta grunað hvað kæmi
næst: -ldrandi, -lluhríð, -ðlingur,
-gga, -nkaklaustur, -nnangur,
-naður eða -nnharpa. Ég held að
búið sé að afstýra þessum voða.
Ég verð að segja fyrir mitt leyti
að ég sé hálfpartinn eftir honum.
Leikur að málinu verður seint of-
metinn. Ég naut þess alltaf að rek-
ast á mu-. Ekki var síðra að rekast
á u-. Hvað
skyldi koma á
eftir því? -ml?
Fjandinn. Það
var þá
-mrennings-
afturganga.
Ef þetta æfir
mann ekki í málinu held ég að
málið sé ekki þess virði að æfa
það.
– – –
Alveg var ég ofan dottinn um
daginn þegar enginn í kringum
mig kannaðist við orðið smælki í
kvenkyni. Ég þóttist vanur því frá
barnæsku. Þetta fékk svo á mig að
ég hringdi í fróða menn. Þrífist
þeir aldrei.
Ég hef reynt að hugga mig við
það að smælkin sé staðbundin og
þá meina ég ekki bundin við haus-
inn á mér því ég hef ekki verið
ýkja staðfastur. Nú heiti ég á vini
smælkinnar að gefa sig fram ef
þeir mega nema mál mitt.
Ég minnist konu af Samaættum
sem sagði frá í blaði; hún var ein
eftir af þeim sem talað höfðu málið
hennar. Þetta var eins og að
hlusta á útlaga. Segi ég aleinn
smælkin?
– – –
Sumir óttast enskuna svo að
þeim kemur varla blundur á brá.
Þeir eru alltaf á verði, hafa heiti úr
smitsjúkdómafræðinni á hrað-
bergi og minnir viðbúnaðurinn
stundum á gamlar brýningar gegn
lekanda og sullaveiki.
Um daginn var einhver að
fjandskapast út í orðið skot sem
haft er um smáskammt af brenni-
víni. Hann settist svo við tærar
lindir íslenskunnar og sjá: honum
vitruðust tvö rammíslensk orð í
staðinn. Snafs og sjúss.
Mér finnst orðið ágætt þótt það
sé komið „beint úr ensku“. Skot
hefur verið notað um hret og
stangveiðimenn kalla veiðihrotu
skot: „það kom gott skot í ána
undir myrkur“. Þá hefur lengi ver-
ið talað um smáskot þegar fólk
verður ástfangið en ekki svo mjög
að því stafi lífshætta af. Skot er
ágæt viðbót við smáskammta-
málið, það vekur aðrar hugrenn-
ingar en snafs og sjúss og brenni-
vínsgerð er svo fjölbreytt að
myndarlegur bar gæti heyrt undir
hvert þessara orða. En hvað ef
skotið hittir nú eitthvert dýrmæti,
orð sem þjóðinni hefur verið virki-
lega ástkært frá því á 10. öld? Ætli
það yrði þá ekki sjúss eða snafs.
Hreinlífið má ekki ganga út í
öfgar. Málvernd má ekki verða of-
vernd.
En opni maður fyrir einhverju
„beint úr ensku“ er viðbúið að
annað skjótist inn á hæla því. Í
rekstrarfræðibrandara var tönnl-
ast á starfsheitinu áramaður. Af
samhenginu var ljóst að það þýddi
hvorki andsetinn maður né mann-
fjandi. Þetta var svona róukall
eins og börnin segja: maður sem
rær báti. Ég minnist þess líka að
hafa heyrt börn tala um að ára. En
það voru sem sagt börn. Ég legg
til að menn rói að því öllum árum
að kalla „áramann“ („oarsman“)
eftirleiðis ræðara. Áraskipatím-
anum lauk fyrir öld. Þessu fallega
orði verður varla útjaskað héðan
af.
– – –
Það kann að orka tvímælis, en
ég efast um að samneyti við hross
bæti málkennd. Það er varla til-
viljun að hross hafa margfaldast
hér á landi samtímis því sem það
hefur færst í vöxt að til að mynda
trompetleikari og orgelleikari leiði
saman hesta sína á kirkju-
tónleikum.
Þetta væri út af fyrir sig hugljúf
sjón: tveir samhentir og samhuga
tónlistarmenn leiða hestana sína
(kannski eru þeir líka vinir) sam-
hliða upp á svið og fara að spila –
saman.
En orðtakið er komið úr hesta-
ati og sú skemmtun var ekki fallin
til að efla samkennd. Hestarnir
voru leiddir saman, þ.e. hvor á
móti öðrum, og látnir berjast, ef
ekki viljugir, þá nauðugir. Stund-
um lauk dagskránni með mann-
drápum. Góðar stundir.
Það er gaman
þegar ný hætta
steðjar að mál-
inu. Þá er eins og
lífið kveðji dyra
asgeir@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Ásgeir Ásgeirsson
HÁSKÓLI Íslands á vissulega
þakkir skilið fyrir alþjóðaráðstefnu
sína um hnattvæðingu,sem haldin
var á dögunum. Þátttakendum
verða vafalaust minnistæð ummæli
Zygmunts Baumans, prófessors
emeritus í Póllandi og Bretlandi,
við setninguna um þróun þjóð-
félaga, en fyrirlestrar íslenskra og
erlendra háskólakennara og um-
ræður fóru annars fram í 10 mál-
stofum í tvo daga. Vonandi verður
hægt að njóta yfirsýnar um þenn-
an fróðleik í prentuðu máli síðar.
Höfundur þessara lína fylgdist
þarna með umræðum um Evr-
ópuþróunina og Ísland og um
hagþróun með tilliti til alþjóða-
væðingarinnar og kenningar þar
að lútandi – „global economics“. Í
síðarnefndu málsstofunni var leið-
andi þáttakandi Elmar Altvater,
þýskur prófessor, og var fyrirlest-
ur hans um efnahagsþróunina í
heiminum frá stríðslokum hinn at-
hyglisverðasti. Rakti hann hina
ýmsu þætti sem stuðluðu að því,
að illa tókst til um opnun efna-
hagstengslanna við umheiminn í
Asíulöndum, Suður Ameríku og
Rússlandi, einkum vegna þess að
alltof fljótt hafi komið frelsi til inn-
og útstreymis fjármagns og þar
með ótímabær tenging við fjár-
málamarkaði. Þar kemur Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn – IMF – mjög
við sögu sem ljósmóðirin, eins og
vikuritið Economist orðaði það,
einkum í umbótunum í Suður Am-
eríku. Þessi stefnubreyting fól í
sér afnám hafta í samkeppni, frelsi
utanríkisviðskipta og fjármagns-
flæðis og einkavæðingu. Var þetta
samhent stefna IMF, Alþjóða-
bankans og bandaríska fjármála-
ráðuneytisins og gengur undir
nafninu „Washington Consensus“.
Altvater vék að afar harðri gagn-
rýni á þessa stefnu, sem margir
telja ósanngjarna, og komið hefur
m.a. frá Joseph Stiglitz, okkur hér
kunnur sem fyrirlesari. Hann var í
Washington fyrst sem efnahags-
ráðgjafi Clintons forseta og síðan
yfirhagfræðingur Alþjóðabankans
og hlaut Nóbelsverðlaunin í hag-
fræði í fyrra. Í nýútkominni bók
sinni „Globalization and Its Dis-
contents“ rekur Stiglitz þá skelf-
ingu, sem hann telur að þessi
Washington-stefna hafi leitt yfir
eina þjóðina á fætur annarri. En
það hefur ekki heldur staðið á and-
mælum við Stiglitz, eins og kom
fram hjá Þorvaldi Gylfasyni, pró-
fessor, á ráðstefnunni í Háskól-
anum.
Það er að vonum, að litið sé til
endurbóta í stefnu Wash-
ingtonstofnananna við þau lönd,
sem borið hafa skarðan hlut frá
borði í viðleitninni um þátttöku í
hnattvæðingunni. Eitt þeirra at-
riða væri svæðisbundin efnahags-
samvinna eða samruni, sem Alt-
vater virtist þó ekki telja henta
öðrum en Evrópumönnum. Þar um
slóðir hefðu sögulegar ástæður,
þ.e. tvær hörmulegar stórstyrjald-
ir á 20.öld, þjappað þjóðunum sam-
an til samstarfs . Ólíklegt væri að
þær forsendur væru fyrir hendi í
Suður-Ameríku eða í samskiptum
Norður- og Suður-Ameríku. Þá
væri myntbandalag óhugsandi í
Suður Ameríku því það yrði að
vera eitt ríki með sterka mynt,
eins og Þýskaland var í Evrópu.
Það gefur að sjálfsögðu augaleið
að það er með öllu fjarstætt að
innleiða myntbandalag án þess
þróunarferils sem var í Evrópu.
En það er heldur ekkert sem seg-
ir, að það hefði þurft að taka 30-40
ár að ná lokaáfanganum í sam-
starfinu í ESB eða að vera með
jafn íþyngjandi landbúnaðarstefnu
og gallaða sjávarútvegsstefnu og
raun varð á. Það hefur löngum
verið býsna erfitt fyrir þjóðirnar,
eins og reyndar okkur einstak-
lingana, að læra af reynslunni en
væntanlega verður Evrópuþróunin
sífellt betri eftir því sem þátttak-
endum fjögar, og um leið gagn-
legra fordæmi fyrir aðra heims-
hluta.
En þetta leiðir þá hugann að Ís-
landi og alþjóðavæðingunni. Þessi
stefna, sem mistókst heldur hrap-
allega t.d.í Argentínu og Rússland,
og auðvitað er ekki hægt að kenna
einvörðungu IMF um það, hefur
gengið upp í íslensku þjóðfélagi á
s.l. áratug. En við höfum líka
gengið í gegnum þessa þróun stig
af stigi frá aðildinni að EFTA árið
1970. Stærsta og heillaríkasta
skrefið var að sjálfsögðu EES-
samningurinn og innleiðing laga-
grundvallar ESB fyrir frjálsum
vöruviðskiptum, frjálsu flæði fjár-
magns, vinnuafls og þjónustuvið-
skipta – fjórfrelsinu svokallaða.
Það er í sjálfu sér auðskiljanlegt,
að í okkar landi með fremur ein-
hæfan útflutning sé að því spurt,
hvaða tilgangi það þjóni eiginlega
að vera að lögfesta hvers kyns
ákvæði, sem snerta á engan hátt
íslenskt atvinnulíf. Svarið er ein-
faldlega, að til þess að okkar hags-
munir náist verða þeir að vera
hluti stærra samkomulags. Innan
slíks samnings er komið til móts
við sérstaka þjóðlega hagsmuni.
ESB lagagrundvöllurinn, undir
eftirliti ESA og háður úrskurði
dómstóls ef til kemur tryggir
stöðu erlendra fjárfesta betur en
nokkuð annað. Til lítils væri þó
þessi tryggi lagagrundvöllur ef
ekki hefði komið til stjórn efna-
hagsmála, sem hefur tekist betur
undanfarin kjörtímabil en áður eru
dæmi um. Stjórnmálalegur stöð-
ugleiki er markmið í lýðræðisríkj-
um, en þar hefur árangur verið
æði misjafn þar sem reynt var að
taka skjótan þátt í alþjóðavæðing-
unni. Ekki hefur lýðræði verið að
heilsa alls staðar heldur. Íslend-
ingar mega hrósa happi um æði
margt í alþjóðlegum samanburði.
Hnattvæðingin
Eftir Einar
Benediktsson
„Íslendingar
mega hrósa
happi um
æði margt í
alþjóðlegum
samanburði.“
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Á FUNDI félagsmálaráðs sem
haldinn var 15. október sl. sam-
þykkti meirihlutinn í ráðinu að
jafna og hækka leigu á íbúðarhús-
næði Félagsbústaða hf. Bréf frá
framkvæmdastjóra Félagsbústaða
þess efnis var lagt fram í félags-
málaráði fyrir sumarleyfi. Eftir að
fulltrúar minnihlutans höfðu bent
á að ekki lægi fyrir hver jöfnunin
og hækkunin yrði í einstaka til-
vikum og hvernig Félagsþjónustan
gæti brugðist við fleiri umsóknum
um fjárhagsaðstoð í kjölfarið var
hins vegar samþykkt að fresta af-
greiðslu málsins og jafnframt var
lagt til að réttarstaða leigutaka
yrði skoðuð sérstaklega.
Leigutakar
leyndir
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
félagsmálaráði gagnrýna meðferð
R-listans á þessu máli sem veldur
leigutökum meiri búsifjum en
nauðsynlegt er. Dregið var að taka
ákvörðun um hækkun húsaleigu í
leiguhúsnæði borgarinnar fyrir
borgarstjórnarkosningarnr í vor
augljóslega í þeim tilgangi að
leyna leigutaka áformunum um
hækkun húsaleigu. R-listinn vildi
ekki umræður um málið fyrir
kosningarnar og forðaðist að gefa
til kynna að óhjákvæmilegt væri að
hækka leiguna eins og nú er sagt.
Það eru því fyrst og fremst póli-
tískir hagsmunir R-listans sem
ráðið hafa frestun ákvarðana um
þetta mál. Nýsamþykkt hækkun
sem nemur að meðaltali 12% er í
algjöru hámarki. Ef húsaleigan
hefði verið hækkuð fljótlega eftir
ákvörðun um hækkun vaxta af nýj-
um lánum úr 1% í 3,5% hefði mátt
milda áhrif þessarar miklu, síð-
búnu hækkunar. Borgin axlar eng-
ar byrðar með leigutökunum með
því að hækka stuðning sinn og læt-
ur leigutakana eina um að bera
þessa vaxtahækkun.
Leiga hækkar hjá
þeim verst settu
Leigjendur borgarinnar eru al-
mennt þeir sem minnst mega sín.
Aðstaða barna þeirra er að sama
skapi erfið. Óbeinn kostnaður við
skólagöngu grunnskólabarna hefur
aukist mikið svo sem vegna
lengdrar viðveru og tómstunda-
starfs auk heitra máltíða sem seld-
ar eru í skólunum. Veruleg hækk-
un húsaleigu leggst nú með
auknum þunga á barnafjölskyldur í
leiguíbúðum borgarinnar.
Ávinningur
hverfur
Á sínum tíma létu fulltrúar R-
listans ranglega í veðri vaka að af-
nám skattlagningar af húsaleigu-
bótum og þar með lækkun útgjalda
leigjenda væri R-listanum að
þakka. Þessi leiguhækkun núna
hrifsar ávinning ákvörðunar ríkis-
stjórnar og Alþingis um að afnema
skattlagningu af húsaleigubótum
af mörgum leigutökum.
Reynt að
milda aðgerðina
Formaður félagsmálaráðs nýtti
frestinn við afgreiðslu málsins sem
var samþykktur fyrir sumarleyfi
til að vinna frekar í málinu. Til-
lagan sem nú hefur verið sam-
þykkt er mildari en upphaflega til-
lagan auk þess sem ekki má líta
fram hjá þeirri staðreynd að vegna
jöfnunaraðgerða lækkar leiga á
hluta íbúðanna. Við afgreiðslu
málsins veitti félagsmálaráð heim-
ild til Félagsþjónustunnar til að
skoða sérstaklega aðstæður þeirra
sem verst verða úti vegna breyt-
inganna. Mikilvægt er að tillögur
vegna þessa hóps liggi fyrir sem
fyrst.
Leiguverð
hjá borginni
Eftir Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur
Höfundur er borgarfulltrúi og
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
félagsmálaráði.
„Leigu-
hækkunin
hrifsar
ávinning
ákvörðunar
ríkisstjórnar og Alþingis
um afnám skattlagn-
ingar af húsaleigubót-
um af mörgum leigu-
tökum.“