Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 45
ÞAÐ hefur verið sárt að fylgjast
með lífskjarabaráttu öryrkja og
aldraðra hér á landi á undanförnum
mánuðum og árum. Hvað eftir ann-
að hafa talsmenn hópanna bent á að
mikil skerðing hafi átt sér stað á
sjálfsögðum lífeyri og bóta-
greiðslum og að bætur þessara
hópa fylgi ekki launavístölu lægstu
launa. Nú er svo komið að þetta bil
fer stöðugt breikkandi enda blasir
við sárasta neyð fjölmargra einstak-
linga úr röðum aldraðra og öryrkja.
Fjöldi fólks úr þessum hópum á
vart fyrir brýnustu nauðsynjum
hvað þá að það geti notið mann-
sæmandi lífsgæða sem öðrum finnst
sjálfsagt og eðlilegt að geta veitt
sér. Þrátt fyrir ötula baráttu for-
ystu Öryrkjabandalgsins og aldr-
aðra að því marki að fá réttlátar úr-
bætur á lífskjörum þessara hópa er
eins og að höggva í harðan klettinn
þegar komið er að þætti íslenskra
stjórnvalda.
Á undanförnum misserum hafa
verið haldnir fundir með stjórnvöld-
um þar sem jafnvel forsætisráð-
herra hefur komið að málum en
ekkert kemur fram til úrbóta.
Blygðunarlaust hafa stjórnvöld látið
í veðri vaka að kjör þessara hópa
verði bætt og á hátíðarstundum
spara þeir ekki stóru orðin en efnd-
ir eru engar.
Á Íslandi eru nú tæplega 26 þús-
und ellilífeyrisþegar og tæplega
9.800 örorkulífeyrisþegar. Má því
hverjum manni vera ljóst að hér er
um stórt úrtak Íslensku þjóðarinnar
að ræða og einnig að þessir hópar
búa við neyðarkjör.
Aðbúnaður öryrkja og ellilífeyr-
isþega hér á landi borið saman við
sömu hópa á öðrum Norðurlöndum
er svo átakanlega óhagstæður að
vart tárum tekur. Því má ætla að að
minnsta kosti helmingi hærri „lífs-
framfærslugreiðslur“ séu til þess-
ara hópa á hinum Norðurlöndum en
hér er.
Árið 1990 voru skattleysismörk
54 þúsund kr. hér á landi en eru nú
67.500 kr. en ættu með réttu að
vera 105 þúsund kr. Þótt ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar hreyki sér af
góðæri undanfarinna ára er ljóst að
gamla fólkið okkar og öryrkjarnir
fá einskis af því notið.
Það er stjórnvöldum íslenska rík-
isins til háborinnar skammar hvern-
ig þau hafa staðið að skerðingu lífs-
kjara öryrkja og aldraðra.
Óbærileg kjör
aldraðra og öryrkja
Eftir Önund S.
Björnsson
Höfundur er sóknarprestur á
Breiðabólstað í Fljótshlíð og tekur
þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi.
„Fjöldi fólks
úr þessum
hópum á
vart fyrir
brýnustu
nauðsynjum hvað þá að
það geti notið mann-
sæmandi lífsgæða.“
NÚ LÍÐUR senn að því að við velj-
um okkur kandidata í prófkjöri Sam-
fylkingarfélaganna í kjördæminu fyr-
ir alþingiskosningarnar. Mikilvægt er
að við vöndum valið og kynnum okkur
vel þá aðila sem eru að gefa kost á sér.
Ég tel mig vera góðan fulltrúa Sam-
fylkingarinnar í þessu eina raunveru-
lega landsbyggðarkjördæmi.
Ég er Akureyringur og þar bý ég.
Ég hef starfað í 35 ár við hjúkrun
aldraðra. Í átta ár var ég formaður
norðurlandsdeildar SÁÁ. Þar kom ég
meðal annars að rekstri áfangaheim-
ilisins Fjólunnar á Akureyri. Þess má
einnig geta að ég sit nú í áfengis- og
vímuefnanefnd Akureyrarbæjar. Það
er mér því mjög hugleikið hversu
mörg okkar hafa kynnst vímuefnaböl-
inu og hef lagt mitt af mörkum til að
bæta úr þeim vanda. Það er áríðandi
að við mótum okkur heildstæða
stefnu í forvarnar- og meðferðarmál-
um til þess að við getum áfram sagt
að við séum best á þessu sviði. Lyft
hefur verið grettistaki í meðferð
áfengissjúkra á undanförnum áratug-
um, en betur má ef duga skal.
Ég gekk til liðs við Samfylkinguna
þegar Samfylkingarfélag Akureyrar
var stofnað og er þar gjaldkeri. Það
sem heillar mig mest hjá Samfylking-
unni er hinn gullni þríhyrningur fé-
lagsins sem samanstendur af atvinnu,
menntun og velferð.
Þetta eru mín hugðarefni, ásamt
landsbyggðarmálum. Stiklum á
stóru;
Atvinnumál
Það eru mannréttindi að allir hafi
atvinnu sem hana geta stundað, at-
vinnuleysi er þjóðarböl. Því verður að
hafa allar árar úti til að tryggja stöð-
uga atvinnu út á landsbyggðinni og
fara verður yfir alla möguleika í þeim
málum.
Menntun
Öll eigum við rétt á að hafa góða
menntun við hæfi. Fjölbreytt fram-
boð menntunnar á landsbyggðinni
styrkir bæði stoð byggðar og atvinnu-
lífs.
Velferðin
Það er vegið að velferð í landinu í
dag. Bilið milli ríkra og fátækra hefur
aldrei verið meira.Við heyrum dag-
lega í fjölmiðlum frá neyð fólks. Það
er mér gjörsamlega hulið hvernig
nokkur maður getur lifað á lægstu
laununum. Aldraðir fá ekki þá þjón-
ustu sem þeir þurfa og taka þarf mál-
efni geðfatlaðra til gagngerrar endur-
skoðunar.
Landsbyggðarmál
Að bæta samgöngur á landsbyggð-
inni er mikið kappsmál og nauðsyn-
legt til þess að tryggja búsetuskilyrði.
Við sem búum úti á landi þurfum að
greiða hærra verð fyrir vöruna okkar
vegna óhóflegs flutningskostnaðar,
sem fyrirtæki eru að sligast undan.
Kæri Samfylkingarfélagi, hafðu
mig í huga þegar þú fyllir út seðilinn
þinn.
Eftir Þorgerði
Þorgilsdóttur
Höfundur er frambjóðandi í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Norðausturkjördæmi.
„Það sem
heillar mig
mest hjá
Samfylking-
unni er hinn
gullni þríhyrningur
félagsins …“.
Samfylkingin
í Norðurlands-
kjördæmi eystra
Prófkjör
Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði
nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram-
bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir
liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. Í PRÓFKJÖRI Samfylkingarinn-
ar 9. nóvember nk. í Suðvesturkjör-
dæmi er margt góðra frambjóðenda.
Það er vissulega vísbending um styrk
stjórnmálaflokks
þegar hæfileikaríkt
fólk gefur kost á sér
til að vinna fyrir
flokkinn og það gefur
okkur auknar vonir
um góða útkomu í
næstu kosningum.
Samfylkingin er ungur flokkur sem
er byggður á gömlum gildum, þar
sem frelsi, jafnrétti og bræðralag eru
bautasteinarnir. Þessi gildi eru kjöl-
festan í hugsjónum jafnaðarstefn-
unnar, en hún hefur lengi átt miklu
fylgi að fagna í þessu kjördæmi. Það
er mér, sem jafnaðarmanni, bæði
ljúft og skylt að hvetja allt samfylk-
ingarfólk til að styðja Rannveigu
Guðmundsdóttur í 1. sæti. Rannveig
er búin að öðlast mikla reynslu og
traust, bæði í bæjarstjórn Kópavogs
sem og á Alþingi. Rannveig er afar
duglegur og vinnusamur þingmaður,
sem lætur sig varða alla þá mála-
flokka sem lúta að velferð og afkomu
fólks. Rannveig hefur verið í forystu-
sveit Alþýðuflokksins og Samfylking-
arinnar um árabil og oddviti okkar í
Reykjaneskjördæmi. Við sem unnið
höfum með Rannveigu og þekkjum
hana vitum, að með hana í 1. sæti er
það vel skipað.
Kjósum Rann-
veigu í 1. sæti!
Guðmundur Oddsson í Kópavogi skrifar:
ÞOLINMÆÐI er dyggð. Og
vissulega hlýtur Jóhanna Sigurð-
ardóttir að hafa fengið í vöggugjöf
dágóðan skerf af
þeirri dyggð. Ekki
hef ég nú lengur tölu
á því hversu oft hún
hefur lagt fram á Al-
þingi tillögur þess
efnis að eftirlit sé
haft með fjárreiðum
stjórnmálaflokka. En á Alþingi er
andstaða við að fjármál stjórn-
málaflokka séu höfð uppi á borðinu.
Þessi andstaða kemur að sjálfsögðu
einkum frá Sjálfstæðisflokknum.
Þar kæra menn sig líklega ekkert
um að það verði lýðum ljóst hvaða
einstaklingar og fyrirtæki leggja
meira en 300 þúsund krónur í kosn-
ingasjóðinn – og ætlast svo kannske
til einhvers í staðinn. Hvað vitum
við? Svo mikið er víst að við megum
ekkert fá að vita. Jóhanna þarf
sennilega að komast í stól fjár-
málaráðherra til að fá þessu baráttu-
máli sínu framgengt. En fyrst þarf
hún að fá góða kosningu og leiða
annað Reykjavíkurkjördæmanna
fyrir Samfylkinguna í komandi
kosningum til Alþingis. Til þess þarf
hún stuðning okkar í prófkjörinu 9.
nóvember.
Áfram
Jóhanna
Karl Jensen Sigurðsson
umsjónarmaður skrifar:
SAMFYLKINGIN er eini flokk-
urinn þar sem líklegt er að ungt fólk
fái brautargengi í komandi kosn-
ingum. Það ræðst af
því hvernig við kjós-
um í prófkjörunum
sem framundan eru.
Björgvin G. Sigurðs-
son gefur kost á sér í
flokksvali Samfylk-
ingarinnar í Suður-
kjördæmi. Hann er ungur og kraft-
mikill jafnaðarmaður sem er mikill
akkur af að fá í forystuveit Samfylk-
ingarinnar. Réttsýnn baráttumaður
með hjartað á réttum stað.
Til að Samfylkingin nái þeim ár-
angri sem við væntum af henni í
komandi kosningum er nauðsynlegt
að til leiks komi nýtt og öflugt fólk
sem ryður flokknum sigurbraut.
Björgvin hefur sýnt og sannað
með þrotlausri vinnu og glæsilegri
framgöngu á pólitíska sviðinu að
hann er traustsins verður. Ég skora
á Samfylkingarfólk í Suður-
kjördæmi að kjósa ungan mann á Al-
þingi – að kjósa Björgvin í flokksval-
inu hinn 9. nóvember.
Styðjum Björgvin
í flokksvalinu
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar, skrifar:
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll