Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 49
✝ Erlendur Guð-mundsson fædd-
ist á Tjörn í Biskups-
tungum 25. nóv-
ember 1928. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands 18. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðbjörg Þórðar-
dóttir, Halldórsson-
ar bónda á Stóra-
Fljóti í Biskupstung-
um, f. 31. des. 1896,
d. 27. jan. 1974, og
Guðmundur Ingi-
marsson, Guðmunds-
sonar bónda frá Efri-Reykjum í
Biskupstungum, f. 17. sept. 1900,
d. 20. sept. 1990. Hálfsystkini Er-
lendar voru: Arnbjörg Guðjóns-
dóttir, f. 23. apríl 1917, d. 2. ágúst
1995, Margrét, f. 24. apríl 1918, d.
13. ágúst 1921, og Rögnvaldur, f.
20. sept. 1919, d. 17. feb. 1984. Al-
systkini hans eru: Svava, f. 27.
sept. 1930, og Gyða, f. 19. des.
1932.
Hinn 19. sept. 1958 kvæntist
Erlendur Önnu S. Egilsdóttur, f. í
Múla í Biskupstungum 2. maí
1936. Foreldrar hennar voru
Stefanía Valdimarsdóttir hús-
freyja frá Efri-Mýr-
um í Austur-Húna-
vatnssýslu, f. 14.
mars 1904, d. 9. okt.
1986, og Egill Geirs-
son, bóndi í Múla í
Biskupstungum, f.
11. júlí 1906, d. 5.
des. 1990. Börn Er-
lendar og Önnu eru:
Erla, f. 30. sept.
1958, Stefán, f. 22.
feb. 1960, og Guð-
mundur, f. 26. des.
1961.
Erlendur ólst upp
á Efri-Reykjum í
Biskupstungum og víðar, lauk
landsprófi frá Laugarvatni, versl-
unarprófi frá Samvinnuskólanum
í Reykjavík og sveins- og meist-
araprófi í húsasmíði frá Iðnskól-
anum á Selfossi. Erlendur starf-
aði sem húsasmiður og skrifstofu-
maður og var umsjónarmaður
Ölfusborga í ellefu ár. Hann var
formaður Félags byggingariðn-
aðarmanna Árnessýslu í nokkur
ár og sat um tíma í hreppsnefnd
Hveragerðis.
Útför Erlendar verður gerð frá
Skálholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Lífið er eins og straumhörð á,
sem finnur sér leið eftir ákveðnum
farvegi, hlykkjast á marga vegu, en
rennur þó ávallt í sömu átt. Hún
bugðast í ótal myndum, sameinast,
sundrast, staldrar við, í hringiðu
gleði og sorgar. Minningar streyma
fram í hugann, því að komið er að
kveðjustund. Hún er jafnframt tími
þakklætis fyrir að hafa átt því láni
að fagna að kynnast Erlendi Guð-
mundssyni tengdaföður mínum. Frá
okkar fyrstu kynnum bar viðmót
hans vott um einstaka hlýju og um-
hyggjusemi. Það var yndi að hlusta
á hann ausa úr viskubrunni sínum
með þeirri frásagnargáfu sem virt-
ist honum meðfædd. Þær eru ófáar
stundirnar sem ég geymi í hjarta
mínu þar sem Lindi sagði svo
skemmtilega frá hversdagslegum
hlutum að þeir öðluðust sjálfstætt
líf, og þá var hlegið.
Ekki var annað hægt en að dást
að dugnaði hans og þrautseigju í
öllu sem hann tók sér fyrir hendur,
og á það ekki síst við um hugðarefni
hans. Unun hefur verið að fylgjast
með hvernig þeim Önnu og Linda
tókst á örfáum árum að rækta þann
skóg sem vaxið hefur upp í Múla.
Með mikilli vinnu, natni og um-
hyggjusemi hefur þeim tekist í sam-
einingu að skapa heim, sem þau
höfðu átt skilið að njóta saman leng-
ur. Við hin í fjölskyldunni erum svo
lánsöm að hafa fengið að taka þátt í
þessari sköpun með þeim.
Minningin lifir í hverri hríslu sem
vex og dafnar.
Tjáir eigi að harma þótt tíði
og hnígi fagurt til moldar.
Sá tók burt sem átti,
jurtagarðsmaður.
(Jón Þ. Collin.)
Arndís Guðmundsdóttir.
Heiðursmaðurinn Erlendur Guð-
mundsson, oftast ávarpaður Lindi,
var hár maður vexti, bjartur yfirlit-
um og bauð af sér góðan þokka. Það
var á stundum æði erilsamt starf að
vera umsjónamaður hjá Ölfusborg-
um, ekki síst þegar Vestmannaeyja-
gosið stóð yfir, en þaðan komu
margar fjölskyldur til lengri og
skemmri dvalar, sem að vonum voru
undir miklu álagi. Lindi setti sig í
spor þessa fólks og skildi vel hugar-
angur þess og gerði hvað hann gat
til að létta þeim byrðina. Sjálfur á
ég og mín fjölskylda honum mikið
að þakka. Í hans skjóli og Önnu
systur bjuggum við í Hvergerði,
börnin okkar nánast eins og systkini
og er það mér og mínum ómetan-
legt.
Lindi var heimakær maður en
hafði engu að síður ánægju af ferða-
lögum, bæði innanlands og utan og
kynnti sér þá viðkomustaði sína vel,
kunni góð skil á sögu og menningu
viðkomandi staða er heimsóttir
voru.
Er Lindi var kominn á eftirlaun
hófst hann handa ásamt konu sinni
og börnum að rækta landspildu fjöl-
skyldunnar í landi Múla í Biskups-
tungum. Þar var unnið þrekvirki af
manni sem ekki gekk heill til skóg-
ar. Í fyrsta lagi var landið girt, sem
var ærin vinna og síðan hefur verið
plantað þúsundum trjáa og hlúð að
öllum gróðri. Þar hittumst við nokk-
uð reglulega hin síðari ár og þar leið
honum ávallt vel.
Ekki má gleyma réttunum, þ.e.
Tungnaréttum, en það var jafnan
mikið tilhlökkunarefni hjá Linda að
fara þangað. Naut hann þess út í
æsar, hitta þar gamla sveitunga,
tappi tekinn úr flösku, skálað og
sungið í góðra vina hópi.
Lindi minn – ég veit að þú ert
kominn á ný í góðra vina hóp. Við
Sóley kveðjum þig með virðingu og
þakklæti.
Elsku Anna, Erla, Stebbi, Dúddi
og fjölskyldur, Guð styrki ykkur öll.
Geir.
Tryggðabönd myndast við þá sem
fylgja manni frá fyrstu tíð. Oft höf-
um við heilsað og kvatt þennan góða
mann. Nú kveðjum við Linda í
hinsta sinn og minnumst liðins tíma.
Við bjuggum okkar fyrstu ár við
hliðina á Önnu og Linda. Heimili
þeirra stóð alltaf opið og sóttum við
þangað mikið.
Aldrei var þröngt þó að barna-
hópurinn stækkaði úr þremur í sjö
og ekki hækkaði Lindi róminn þótt
húsið væri fullt af ærslabelgjum.
Okkur eru minnisstæð slides-
myndakvöldin, þegar Lindi töfraði
fram andlit okkar barnanna á stóru
hvítu tjaldi, og vakti það ávallt mikla
gleði.
Ekki má gleyma gula Willys-
jeppanum sem Lindi gerði upp. Var
hann líklega sá eini sinnar tegundar
í Hveragerði (að minnsta kosti hvað
litinn snerti) og nutum við oft góðs
af honum. Stóð hann lengi í hlaði
enda vel vandað til verksins eins og
alls sem hann tók sér fyrir hendur.
Lindi unni náttúrunni. Nú ræktar
hann regnbogablóm og gylltar
gresjur í ríki Guðs.
Nú gráta lindir og iðgræn lönd
lúta í vetrarkala.
Er drottinn guð þér réttir hönd
inn í himnasala.
Hann leiðir þig á nýjan stað
stjörnubjartar slóðir.
Þar sem sólin gyllir hlað
og heilsa vindar hljóðir.
Þín ljúfa hönd nú hlúir að
heimkynnum nýjum.
Þar sem að þú valdir stað
í slæðuhuldum skýjum.
(BG.)
Þökkum samveruna.
Þórdís, Stefanía,
Bogey og Egill.
Látinn er einn af eldri félögum
Sunniðnar, Erlendur Guðmundsson
húsasmiður. Hann var einn af stofn-
félögum FBÁ, Félags byggingariðn-
aðarmanna í Árnessýslu. Þar gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum, var
m.a. ritari frá 1965 og formaður
1970 til 1972.
Árið 1995 voru sameinuð félög
byggingariðnaðarmanna á Suður-
landi og til varð Sunnlenska iðn-
félagið, Sunniðn. Tillaga Erlendar í
samkeppni um nafn á nýtt félag,
Sunniðn, varð hlutskörpust. Erlend-
ur var verkalýðssinni og ötull í rétt-
indabaráttu iðnaðarmanna og fag-
maður góður. Þú komst aldrei að
tómum kofanum hjá Linda, hann
var víðlesinn, þekkti margt og
marga og vildi vel. Í mínum huga
voru þau hjón Erlendur og Anna
Sigga fyrirmyndarfólk sem sést
best á húsinu þeirra, umhverfi, við-
móti og vel menntuðum börnum. Við
félagarnir í Sunniðn þökkum fyrir
tímann og störfin sem fór í vinnu
fyrir fagið og félagið í okkar þágu.
Samúðaróskir til Önnu Siggu og
barnanna.
Ármann Ægir Magnússon.
ERLENDUR
GUÐMUNDSSON
Lindi var alltaf skemmtilegur
og góður við okkur. Þegar við hitt-
umst í sveitinni leyfði hann okkur
að sitja á traktornum. Hann og
Anna frænka gáfu okkur alltaf
mjólk og kex þegar við heimsótt-
um þau í hjólhýsið þeirra. Það
verður skrýtið að fara í sveitina og
hitta ekki Linda.
Andri Freyr og Egill
Fannar Alfreðssynir.
HINSTA KVEÐJA
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út-
för
RAGNARS SVERRIS RAGNARS,
Hólabergi 4,
Reykjavík.
Margrét M. Ragnars,
Anna Þóra Ragnars,
Ásgrímur Ragnars,
Árni Magnús Ragnars,
Einar Franz Ragnars,
Sigríður Huld Ragnars,
Friðþjófur Ottó Ragnars.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Elsku Pálmi bróðir,
tryggi vinur minn,
kletturinn sem stóð
alltaf með mér og rétti
mér hjálparhönd hve-
nær sem ég þurfti á þér
að halda. Þú varst með
svo gott, hlýtt hjarta og hikaðir aldr-
ei við að taka utanum mig og segja
„hvernig hefurðu það, pönsla mín“.
En nú ertu farinn og það er erfitt að
PÁLMI
KARLSSON
✝ Pálmi Karlssonfæddist í Kefla-
vík 24. maí 1959.
Hann lést á Land-
spítalanum 11. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Grafarvogs-
kirkju 21. október.
sætta sig við þessa
staðreynd og líka vegna
fjölskyldu þinnar. Jó-
hanna mágkona mín
sem alltaf er svo elsku-
leg og góð og börnin
þín, eplið lendir aldrei
langt frá eikinni og þú
hefðir nú aldeilis orðið
stoltur af Hrafnkeli
sem er búinn að standa
sig eins og hetja, þessi
elska. En fyrst þetta
þurfti að enda svona þá
er komið að okkur hin-
um að borga þér til
baka og standa saman
og hjálpa til eins og við getum.
Guð geymi þig, elsku bróðir.
Þín systir,
Hrönn.
Benadikt Þór var ein-
stakur drengur og það
átti ekki síður við um
fjölskyldu hans.
Ég sá Benadikt Þór
fyrst upp á vökudeildinni daginn sem
hann fæddist en sama dag eignaðist
ég tvíburadætur mínar. Ég fékk þann
heiður að kynnast þessum ljúfa dreng
og í hvert sinn þegar maður fór upp á
spítala kom maður við og kíkti á
Benadikt og talaði við mömmu hans.
Benadikt hafði það fallegasta bros
sem maður hafði séð og hann bræddi
hjörtu allra.
Það að hafa fengið smá hlutdeild í
lífi Benadikts er þakkarvert og gerir
hvern sem er að betri manneskju.
BENADIKT ÞÓR
HELGASON
✝ Benadikt ÞórHelgason fædd-
ist á Landspítalanum
við Hringbraut 12.
maí 2000. Hann lést á
barnadeild Landspít-
alans 3. október síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Hafn-
arfjarðarkirkju 10.
október.
Þær ljúfu stundir sem
við áttum saman tvö
geymi ég í hjarta mínu
sem dýrmætar minn-
ingar um litla hetju.
Elsku Debbie, Helgi,
Steven, Nicholas, Dor-
een amma og Gulla
amma, Guð gefi ykkur
styrk í þessari miklu
sorg. Minning um ein-
staka hetju lifir í hjört-
um okkar allra.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Sofðu rótt, litli ljúfi engill.
Sigríður Rut.
AFMÆLIS- og minningargreinum er hægt að skila í tölvupósti (net-
fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur
borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf
útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minning-
argreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum)
en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess
að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er tak-
markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna frests.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef-
ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru
á mbl.is