Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hafsteinn Hans-son fæddist í Hafnarfirði 24. marz 1925. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 15. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- munda R. Guð- mundsdóttir, ættuð úr Borgarfirði og Hans Jónsson, frá Bjarnarey í Breiða- firði. Systur Haf- steins voru tvíbur- arnir Guðrún, f. 1920, d. 2. nóvember 1993, og Áslaug, f. 1920, d. 1925, og Jóna, f. 1922, d. 1925. Hálf- systkini hans voru Kolbrún sam- mæðra og Björgvin samfeðra. Hafsteinn kvæntist 7. október 1945 Lilju Ingólfsdóttur frá Upp- sölum í Eyjafjarðarsveit, f. 20. október 1923, d. 18. júní 1996. Foreldrar hennar voru Jóhanna Sigurðardóttir frá Árdal í Anda- kílshreppi og Ingólfur Pálsson frá Uppsölum í Eyjafjarðarsveit. Börn Hafsteins og Lilju eru: Sig- urður I., f. 28.5. 1945, maki Brynja Traustadóttir, Hans, f. 5.8. 1946, maki Fríða K. Guðjóns- dóttir, Jóhanna J., f. 25.3. 1951, maki Guðjón H. Finnboga- son og Ingibjörg, f. 7.4. 1956, maki Há- kon Pálsson. Haf- steinn og Lilja eiga 16 barnabörn og 16 barnabarnabörn. Hafsteinn stund- aði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í málaraiðn og vann við hana í nokkur ár. Lengst af var hann strætisvagnabílstjóri hjá SVR. Árið 1971 fluttu Haf- steinn og Lilja til Lübeck í Þýska- landi þar sem hann starfaði við Ríkisleikhúsið. Haustið 1972 fluttu þau síðan til Lúxemborgar þar sem hann starfaði hjá Cargo- lux. Þau fluttu heim 1982 og tók hann þá aftur til starfa hjá SVR. Útför Hafsteins var gerð í kyrrþey, að ósk hins látna. Tengdafaðir minn Hafsteinn Hansson lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 15. október sl. eftir stutta en hatrama baráttu við krabbamein. Hafsteinn var fæddur í Hafnar- firði en stoppaði þar stutt við, hann var ungur sendur í fóstur vestur í Haukadal og var þar fram yfir ferm- ingu við erfiðar aðstæður. Þegar hann kom aftur til Reykjavíkur höfðu foreldrar hans skilið og hann átti ekki fastan samastað, bjó um tíma hjá föður sínum en fór síðan til móður sinnar og bjó um tíma á Laugavegi og síðan Tjarnargötu. Hann átti góða félaga á þessum ár- um en í kringum 1944 hélt hann norð- ur í Eyjafjörð, var kaupamaður að Ytri-Tjörnum, í sömu sveit bjó ung blómarós, Lilja Ingólfsdóttir á Upp- sölum, og hann fór að gera hosur sín- ar grænar fyrir henni og hún féll fyr- ir honum. Þau giftu sig 7. október 1945. Þegar þau hófu búskap í Reykjavík var mjög erfitt að fá hús- næði, þau náðu í leiguhúsnæði en gátu fest kaup á íbúð þegar bygg- ingar hófust í Hólmgarði. Fengu þar tveggja herbergja íbúð, voru þá kom- in með þrjú börn og hann kominn í nám í málaraiðn og lauk sveinsprófi í þeirri iðn. Lífsbaráttan var hörð á þessum árum, erfitt með verkefni og þótti þá gott þegar hægt var að kom- ast í togarapláss og gerði hann það og var á Þorkeli Mána um tíma, fékk síðan starf hjá SVR, það var 1956 og þá eru börnin orðin fjögur, tveir drengir og tvær stúlkur. Kór starfsmanna SVR var stofn- aður 9. maí 1958 og var hann einn af stofnendum og starfaði í honum í mörg ár og Lilla lét sitt ekki eftir liggja, áttu þau sína bestu vini þarna í kórnum. Þau bjuggu í Lübeck í Þýskalandi 1971–1972, fluttu þá til Lúxemborgar þar sem hann starfaði hjá Cargolux í næstum tíu ár sem hleðslustjóri. Á þessum árum kynntist ég þeim hjón- um, því dóttir þeirra hafði gert sínar hosur grænar fyrir mér og ég féll fyr- ir henni. Ég hafði gaman af að vera með þeim í útlöndum, Hafsteinn var heimsmaður og það var einstakt að ferðast með þeim en við gerðum mik- ið af því. Hann var fróður um lönd og borgir og ekki skemmdi sérstök frá- sagnargáfa hans fyrir. Þegar þau fluttu heim gerðumst við veiðifélagar, þau komu norður til okkar og fórum við þá í veiði, eins eft- ir að við fluttum suður þá tókum við upp þráðinn og síðan fórum við sam- an á sjóstangaveiðimót. Við vorum líka golffélagar um tíma, hann hafði kynnst þeirri íþrótt áður en þau fluttu út og var einn af stofnendum Keilis í Hafnarfirði og starfaði vel þar fyrstu árin. Við spiluðum meðan hann hafði þrótt til og þegar því lauk þá töluðum við um íþróttina og hann hafði líka gaman af að spila golf í tölv- unni. Ég vil þakka fyrir samverustund- irnar. Það var gaman að koma á Hrísateiginn og gleyma stað og stund við að hlusta á sögur úr starfi kórsins eða kratastarfinu í gamla daga eða lífsbaráttu gömlu áranna og ekki skaðaði það þegar Lilla skaut svona smáleiðréttingu inn á milli af sinni sérstöku snilld. Það er gott að getað yljað sér við hlýjar minningar þeirra beggja. Ég vil að endingu láta í ljós hrifn- ingu mína á hvað starfsfólkið á Hrafnistu í Hafnarfirði var natið við hann þessar síðustu vikur. Guðjón H. Finnbogason. Elsku afi minn. Ég kveð þig nú að sinni en veit að við munum hittast aftur seinna. Ég veit að þú ert búinn að hitta ömmu aftur og að núna eruð þið að rifja upp gömlu góðu tímana ykkar saman. Það er sárt að kveðja þig en ég hugga mig við það að núna ert þú þar sem þú vilt vera, semsagt hjá henni ömmu. Ef ég þekki ömmu rétt þá hefur hún sko tekið vel á móti sínum manni þegar þú komst til hennar. Það var gott að sjá hvað það var mikil ró og friður yfir þér þarna um morguninn þegar þú varst nýfarinn, því þú varst búinn að vera svo ofboðs- lega veikur og kvalinn nóttina áður. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að sitja hjá þér og halda í höndina á þér þegar þú varst sem veikastur og ég held að þú hafir alveg vitað af mér þarna hjá þér, allavegana kreistirðu puttana á mér annað slagið. Síðustu orð mín til þín voru þau að ég bað Guð um að blessa þig og ég bað þig einnig að kyssa ömmu frá mér þegar þú myndir hitta hana og ég veit að þú hefur gert það fyrir mig. Jæja, elsku afi minn, það er gott að þú ert hættur að kveljast og ég trúi því að þú sért kominn á betri stað. Ég sakna þín og elska þig, afi minn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Þín dótturdóttir Rósa María. Elsku afi minn, þá eruð þið amma sameinuð á ný og eflaust mikill fögn- uður hjá ykkur. Nú lifir maður bara á minningunum um það þegar við kom- um til ykkar á Hrísateiginn í kaffi og jólaköku, en því miður voru samveru- stundirnar ekki eins margar síðustu árin þar sem ég flutti til Ameríku, en hugur minn var ávallt hjá þér, og hugga ég mig við það nú að hafa fundið þetta fallega baráttukort og sent þér með bréfi áður en þú veiktist svona mikið. En ég reyndi allt sem ég gat að komast til þín. En það eru víst ástæður fyrir öllu í þessu lífi. Núna renna upp minningar af ómetanlegum, yndislegum tímum og efstar í huga mér er þegar ég var úti hjá þér og ömmu í Lúx og teymdi þig með mér inn í stofu svo amma sæi ekki og passaði vel uppá það að þú tækir nú bjór með þér, en við áttum það sameiginlegt á þeim tíma að finn- ast hann ofsalega svalandi, og ég að- eins fimm ára gömul, og þegar við keyptum Lilju dúkkuna mína og fór- um ávallt með hana með okkur út að versla og í alla bíltúra og alltaf var nú gaman að sýna afa sínum allt þetta fallega Barbie-dót, því ég var nú aldrei að suða, svona gæti ég talið endalaust, en þessar stundir mun ég ávallt geyma í minni mínu. Eins og textinn sem þú ortir við lag sem minnti mig á samband mitt og ömmu og ég fékk á brúðkaupsdegi mínum. Það er ávallt upp á vegg á mínu heim- ili og mun ég varðveita og njóta þess eins og minninganna um þig, afi minn. Það er sárt að hugsa til þess að fá ekki faðmlag frá afa oftar, því það var alltaf svo hlýtt og húmorinn var alltaf til staðar. En þar sem ég heyrði að ósk þín hefði verið sú að vera ekki með nein- ar langlokur um þig, ætla ég að virða það og enda hér að sinni og við tökum svo bara upp þráðinn þegar við hitt- umst á ný. Ég elska þig, afi minn, og þú kyssir nú ömmu frá mér. Þín Lilja Hafdís Guðjónsdóttir. Ennþá kveður einn af gömlu kyn- slóðinni. Hafsteinn Hansson var fæddur í Hafnarfirði og lést þar, á Dvalarheimili aldraðra. Þar fékk hann góða umönnun og var sáttur við sitt umhverfi og lífið. Hann og kona hans, Lilja, eignuðust fjögur mann- vænleg börn. Þau Lilja giftust ung og hófu búskap í bragga í Laugarnesi. Þau eignuðust síðar með miklum dugnaði góða íbúð í sama hverfi. Haf- steinn lærði málaraiðn og öðlaðist réttindi, en hann stundaði þá iðn ekki lengi. Hugur hans og óvenjulegir list- rænir hæfileikar stefndu í ýmislegt annað, t.a.m. að yrkja, syngja og leika og hafði hann mikla kímnigáfu. En hann gerðist fyrst og fremst strætisvagnastjóri framan af. Síðan fékk Hafsteinn starf í Þjóðleikhúsinu sem leikmunavörður. Hann fór með þýskum leikstjóra, ásamt Róbert Arnfinnssyni, til Kiel sem leikmuna- vörður. En honum bauðst svo betra starf sem hleðslustjóri hjá Cargolux í Lúxemborg og var fjölskyldan þar í nokkur ár. Á ferðalögum hjá Cargo- lux smitast hann af malaríu og varð það til þess, að fjölskyldan flutti aftur til Íslands. Draumurinn rættist, þau gátu keypt sér íbúð í Laugarnes- hverfi. En þá reyndi enn á Lilju, því um tíma var Hafsteinn ekki vinnu- fær. Þá varð hún fyrirvinnan. En síðar fór hann aftur að keyra stræt- isvagn. Hafsteinn var í kór strætis- vagnabílstjóra áður en hann fór til Þýskalands og nú fór hann aftur að syngja með þeim af krafti. Í kórum eignaðist hann sína bestu vini og ent- ist sú vinátta ævilangt. Einnig tengd- ust konur þessara kórfélaga sterkum vináttuböndum og öfluðu fjár fyrir kórinn. Eftir lát konu Hafsteins gerðist hann félagi í Snúði og Snældu og sýndi þar einstaka leikhæfileika. Var hann formaður félagsins um tíma. Í ljóðinu Móðir mín, eftir Hafstein, segir m.a.: Móðir mín kær, ef ég megnaði það, að meitla í stuðla og skrifa á blað. Hugstæðar myndir úr minninga sjóð, þá mundi ég skrifa og helga þér ljóð. Áttir þú glaðværa, ánægða lund, áhyggju leysi um líðandi stund? Trúirðu á æskunnar sólgylltu strönd, sástu í hyllingum framtíðar lönd? Ég finn nú hve þetta er fátæklegt ljóð, ei fegrar né bætir þinn minninga sjóð. Það sem þér hlotnaðist öll þessi ár, er kannski fegurst þitt silfraða hár. Svo nú að endingu þakka ég þér, þúsundir mynda í hugskoti mér. Þakklátur er ég að höfum við hist, við hittumst svo aftur í annarri vist. Það er ávinningur að kynnast góðu, heiðarlegu og traustu fólki og fá að deila geði með því. Blessuð sé minning Hafsteins. Helga Guðbrandsdóttir. Elsku afi. Nú þegar ég sest hér niður og rifja upp minningarnar um þig sé ég að þær eru því miður ekki margar en mjög góðar. Þegar ég fór í heimsókn til þín á Hrafnistu fyrir fáeinum dögum, þá var húmorinn alveg á réttum stað þrátt fyrir hversu slappur þú varst. Sama hvað gekk á var húmorinn allt- af til staðar hjá þér, ef það var mikið stress í loftinu þá róaðist maður al- veg niður þegar þú byrjaðir að segja frá. Þegar ég kom til þín nokkru seinna hafði þér hrakað enn meir og fannst mér erfitt að horfa á þig kvelj- ast svona mikið, ég sat hjá þér stutta stund en bauð þér síðan góða nótt. Þegar ég kom daginn eftir varstu farinn en ég sá á þér hvað þér leið vel, þú varst með bros á vör og greinilega búinn að hitta ömmu. Það var sárt að sjá þér hraka svona fljótt en ég veit núna að þér líður vel því þú og amma eruð saman á ný, það hughreystir mig. Skilaðu kveðju til Lilju ömmu frá mér. Ó, Jesús, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verður þá sælan vís með sjálfum þér í paradís. (Hallgr. Pétursson.) Guð geymi þig. Sunna Dögg. Kæri afi. Þá ertu kominn til ömmu, hún er nú örugglega ánægð með það. Mér þykir óskaplega vænt um að hafa verið hjá þér síðustu klukkutím- ana. Við vorum ekki náin og litla stelpan mín hún Helga Jóna þekkti þig nú ekki mikið, en hún spurði um þig og bað mig að skila kveðju til þín morguninn sem þú fórst, svo spurði hún þegar ég sótti hana á leikskól- ann: Mamma, hvað sagði langafi? Þá sagði ég henni að þú værir hjá guði, þá spurði hún mig hvort hún mætti hitta þig þegar þú kæmir aftur. Þá varð mér ljóst að það yrði ekki aftur snúið. Við fengum ekki tíma til að kynnast betur. En það kennir mér að hugsa vel um þá sem eftir eru. Elsku afi, ég er stolt af því sem þú hefur tekið þér fyrir hendur í gegn- um árin. Nú héðan á burt í friði’ eg fer, ó, faðir, að vilja þínum, í hug er mér rótt og hjartað er af harminum læknað sínum. Sem hést þú mér, Drottinn, hægan blund ég hlít nú í dauða mínum. (Helgi Hálfd.) Þín dótturdóttir, Sigurbjörg G. Guðjóns- dóttir (Sibba áttunda). Kæri vinur og söngfélagi. Víst er sorgin þung í brjósti okkar söngfélaga í Strætókórnum þegar við nú kveðjum þig í hinsta sinn. Frá því að kórinn var stofnaður 5. maí 1958 varst þú alltaf virkur í kór- starfinu að undanteknum árunum sem þú bjóst erlendis. Þú veittir okk- ur ófáar gleðistundir í leik og starfi í bundnu og óbundnu máli. Það stendur einhvers staðar skrif- að, að fljótt fenni í gengin spor, en það er vissa okkar söngfélaga að svo vel hafir þú markað þín spor í sögu kórsins að þau muni aldrei hverfa. Að lokum finnst okkur best fara á því að þakka samfylgdina í öll þessi ár með þínum eigin orðum. Er lifnar allt í ljóssins glans sem lofar verkin hans þá finn ég nálægð frelsarans og fögnuð kærleikans. (Hafsteinn Hansson.) Blessuð sé minning þín. Söngfélagar. HAFSTEINN HANSSON Mig langar að rita nokkur minningarorð um bróður minn. Hann andaðist 10. október eftir langvarandi löm- un og þrautir. Ég ætla að minnast bróður míns í fáum orðum, en aðallega sem litla systir sem hann annaðist sem faðir í þrjú sumur þar sem við vorum sam- vistum hjá Ara bróður okkar og hans góðu konu, Guðnýju Bjarnadóttur frá Gerðistekk á Suðurbæjum. Hann hafði mig oftast með sér þar sem verið var að vinna í landi, hann kom mér í háttinn og breiddi vel sængina og bað Guð og englana að vaka yfir mér. En ég minnist hans líka sem mikils gleðigjafa, hann var góður leikari, sama hvort voru kerlingar eða karlar sem hann lék. Hann var mikill söngmaður og músíkalskur. Ég gleymi seint kvöldvökunum sem þeir héldu á Seli í Sandvík hann og Sveinn heitinn Guðmundsson, sem varð seinni maður Guðveigar frænku frá Naustahvammi, þeir voru óborg- anlegir, hermdu eftir körlum og GUÐNI ÞORLEIFSSON ✝ Guðni Þorleifs-son fæddist í Naustahvammi í Norðfirði 4. okt. 1914. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 10. október síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Norðfjarð- arkirkju 19. október. kerlingum um allar sveitir og bæi. Dóttir mín hændist mjög að honum því hann var mikil barna- gæla. Ég ásamt börnum mínum og þeirra fjöl- skyldum sendi hug- heilar samúðarkveðjur við fráfall góðs drengs. Sigurveig Þorleifsdóttir. Þá er afi okkar far- inn. Það var alltaf gam- an að fara til afa og ömmu. Þegar þau bjuggu í Naustahvammi tók afi oft upp harmónikkuna og spilaði á hana. Hann var alltaf glaður og mikil félagsvera, þar má meðal annars nefna að hann var einn af stofnend- um hestamannafélagsins Blæs og var formaður þess um tíma. Ekki lét hann á sig fá þó svo að hann væri á hækjum og í hjólastól á seinni árum. Ávallt var hann tilbúinn að sækja okkur í heyskap ef við báðum hann um það, þrátt fyrir fötlun sína. Eftir að hann fluttist út í Breiða- blik fór hann að smyrna sér til dægrastyttingar og var það vel gert. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu og við vitum að þar líður þér vel. Takk fyrir allt. Sigurborg Jónína, Guðríður Anna og Þórarinn Guðni Sveinsbörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.