Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 58
Frábær þáttur ÉG vil koma því á framfæri að þátturinn Ísland í bítið sé frábær þáttur. Ég horfði á þáttinn þar sem talað var við Jóhannes í Bónus og fannst þátturinn allt í lagi. Eins vil ég þakka umfjöll- un um undirheima Reykja- víkur. Var sú umfjöllun vel unnin. Anna. Tek undir gagnrýni ÉG vil taka undir þá gagn- rýni á þáttinn Ísland í bítið sem birst hefur í Velvak- anda. Fannst mér þátta- stjórnendur mjög dónalegir við Jóhannes í Bónus og fannst þau gjörsamlega hakka manninn í sig og leyfðu honum ekki að koma sinni skoðun á framfæri. SB. Aldraðir fara í Bónus ÉG vil koma því á framfæri, vegna gagnrýni á Jóhannes í Bónus, að það eru 6 þjón- ustustaðir aldraðra í Reykjavík sem fara með vistmenn sína í rútum í Bón- us að versla því þar er verð- ið hagstæðast. Þórdís. Óhæfir stjórnendur MIG langar að lýsa stjórn- endur þáttarins Ísland í bít- ið óhæfa í þáttastjórn. Þau fara með staðhæfingar sem eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum og fóru ekki með rétt mál í sambandi við verð á matvöru sem Bónus selur. Og þegar Jóhannes í Bón- us gaf 25 milljónir til Mæðrastyrksnefndar, datt þeim ekki í hug að minnast á það í þættinum. Kristín. Sýnum stuðning MIG langar til að hvetja fólk að fara í Bónus og versla þar til að sýna Jóhannesi í Bón- usi stuðning okkar. Finnst frábært það fordæmi sem hann og Bónus sýna með þessari höfðinglegu gjöf til Mæðrastyrksnefndar. Árný. Óvandaður fréttaflutningur MIKIÐ má fréttafólk á Stöð 2 skammast sín vegna myndbirtingar um hand- töku „grunaðs einstaklings“ í tengslum við brunann á Laugaveginum um helgina. Það hvarflar að manni að þetta sér gert vegna þess að einstaklingurinn var við hlið lögregluþjóns í auglýsing- unni sem þessi mynd var tekin úr. Ég hef alltaf haldið að einstaklingur væri saklaus þar til sök væri sönnuð en þessum „fréttamönnum“ er ef til vill ekki kunnugt um að svo sé. Ríkissjónvarpið sagði einnig frá handtökunni en var hvorki með mynd né nafnbirtingu enda þeirra fréttaflutningur yfirleitt vandaðri en á Stöð 2. Að lokum – ég tek ofan fyrir Bónusfeðgum bæði fyrir og eftir gjöfina til Mæðrastyrksnefndar. Guðrún Esther Árnadóttir. Nafnbirting óþörf ÞAÐ er eins og fjölmiðlum finnist í lagi að birta nafn ógæfumannsins sem grun- aður er um íkveikju á Laugaveginum af því að hann er ógæfumaður. Finnst mér að ekki eigi að birta nöfn fólks fyrr en búið er að dæma það, því allir eru jú saklausir þar til sekt sannast og búið er að dæma þá. ÞP. Dýrahald Kettlingur í óskilum STÁLPAÐUR kettlingur, högni, svartur með hvíta höku og hvítar loppur, fannst í Frostaskjóli. Hann er ómerktur og ógeltur. Upplýsingar í síma 551 9038 eða 892 9038. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vædderen kemur í dag. Ottó N. Þorláksson, Fonnes og Venus fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Marschenland fór í gær. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga kl. 10 frá Hraunseli. Á mánudag púttað í Hraunseli kl. 10. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Laug- ard.: kl. 10–12 bókband, línudans kl. 11. Nám- skeið í postulínsmálun byrjar 18. nóv. Skráning í s. 586 8014 e.h. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kynning frá Lyfju verður á Garða- bergi 4. nóv. kl. 14. Ath. breytt dagsetning. Leikhúsferð í Borg- arleikhúsið að sjá Krydd- legin hjörtu 2. nóvember. Skráning í s. 820 8571 eftir hádegi. Námskeið í þrívíddarmyndum (klippimyndum) verður í byrjun nóvember. Mánud. 28. okt. kl. 9.30, 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 12 leirmótun, kl. 13. námskeið í skyndihjálp. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Heilsa og hamingja í Ásgarði í Glæsibæ í dag kl. 13. Er- indi flytja: Tómas Helga- son sem skýrir frá rann- sókn sinni um samband heilsu og lífsgæða á efri árum og Júlíus Björns- son sálfræðingur um svefnþörf og svefntrufl- anir aldraðs fólks. Sunnud.: Dansleikur kl. 20 Caprí tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13. Ath. Línudans- kennsla fyrir byrjendur hefst kl. 18. Danskennsla framhald kl. 19, byrj- endur kl. 20.30. Þriðjud.: Skák kl. 13 og alkort spil- að kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu- hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Al- mennur félagsfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Ásgarði fimmtud 31. október kl. 17. Fundarefni: Skatt- lagning ávöxtunarhluta lífeyrisgreiðslna – ís- lenska ríkinu stefnt. Önnur mál. Félagar fjöl- mennið. Allt áhugafólk um málefni aldraðra vel- komið. Silfurlínan er op- in á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gullsmári, Gullsmára 13. Fjölskyldudagur í Gull- smára kl. 14, leik- herbergi fyrir yngstu börnin, til afnota verða litir, pappír og leir. Ung- lingakór Digraneskirkju syngur undir stjórn Heiðrúnar Há- konardóttur. Brúðuleik- hús fyrir fólk á öllum aldri. Leikritið Loð- inbarði í umsjá Hall- veigar Thorlacíus. Ragn- ar Bjarnason rifjar upp gamlar perlur. Vöfflu- kaffi. Allir velkomnir, takið börn og barnabörn með. Gerðuberg, félagsstarf. Myndlistarsýning Brynju Þórðardóttur op- in kl. 13–16. Fimmtud. 31. okt. „Kynslóðir sam- an í Breiðholti“, fé- lagsvist í samstarfi við Seljaskóla. Föstud. 1. nóv. dansleikur, frá 20– 23.30, húsið opnað kl. 19.30, hljómsveit Hjör- dísar Geirs skemmtir. Veitingar í Kaffi Bergi. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Digraneskirkja, kirkju- starf aldraðra. Opið hús á þriðjudag frá kl. 11 leikfimi, léttur máls- verður, helgistund, fræðsluþáttur, kaffi. All- ir velkomnir. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað á Listatúni í dag kl. 10.30. Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ. Spönskunámskeið verð- ur á þriðjudögum kl. 20- 21.30 í fjögur skipti í Sel- inu, Vallarbraut 4, Kenn- ari Guðbjörg Sigríður Hauksdóttir. Skráning í s. 861 2085. Vesturgata 7. Getum bætt við bridsfélögum í tvímenningi, spilað á þriðjudögum kl.13–16. Stjórnendur Bjarni Guð- mundsson og Guð- mundur Pálsson. Þriðjud. 29. okt. kl. 13.30 verður Sigrún Ingv- arsdóttir félagsráðgjafi með fræðslufund. Nýtt heimili – húsnæði fyrir eldri borgara. Fyr- irspurnum svarað, kaffi- veitingar. Landsbanki Íslands veitir almenna bankaþjónustu föstudag- inn 1. nóvember kl.13.30– 14. Lyfjafræðingur frá Lyfjum og heilsu veitir lyfjaráðgjöf og mælir blóðþrýsting mánud. 4. nóv. Þriðjud. 19. nóv. kemur hjúkrunarfræð- ingur og mælir bein- þéttni. Lyfjafræðingur fer yfir lyfjanotkun. Fræðsla um lyf, vítamín, steinefni og fleira. Vin- samlega pantið tíma. Myndlistarsýning Sig- rúnar Huldar Hrafns- dóttur er opin virka daga á sama tíma og þjónustu- miðstöðin er opin. Sýn- ingin stendur yfir til 8. nóvember, allir velkomn- ir. Allar uppl. í s. 562 7077. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður fimmtudaginn 7. nóv- ember mæting í safn- aðarheimilinu kl. 18. Leikhúsferð. Haft verð- ur samband við fé- lagskonur. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krumma- kaffi kl. 9. Allir velkomn- ir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur nám- skeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 á Sól- vallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Breiðfirðingafélagið. Hinn árlegi vetrarfagn- aður er í kvöld og hefst kl. 22 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Breiðbandið og Arna Þorsteins leika gömlu og nýju dansana. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Eskfirðingar og Reyð- firðingar. Vetrarkaffi fyrir eldra fólk frá Eski- firði og Reyðarfirði á höf- uðborgarsvæðinu verður á morgun, sunnud. 27. okt., kl. 15 í Félagsheim- ili eldri borgara í Gull- smára 13, Kópavogi. Ath. nýr staður. Minningarkort Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafn- arfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544- 5959. Í dag er laugardagur 26. október, 299. dagur ársins 2002. Fyrsti vetr- ardagur. Orð dagsins: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. (Fil. 4, 4.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 gagnleg, 8 varkára, 9 jurtin, 10 veiðarfæri, 11 gorta, 13 vesæll, 15 eiga erfitt, 18 skott, 21 skip, 22 opin, 23 ólmar, 24 al- þekkta. LÓÐRÉTT: 2 skeldýrs, 3 áana, 4 aft- urkalla, 5 rándýrum, 6 guð, 7 röskur, 12 skaut, 14 dveljast, 15 buxur, 16 grenja, 17 að baki, 18 mannveru, 19 dáin, 20 lé- legt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fjóla, 4 hasar, 7 rætin, 8 rjúki, 9 arð, 11 agns, 13 vita, 14 telja, 15 nóló, 17 lúta, 20 fag, 22 kerfi, 23 aul- ar, 24 niðja, 25 tómið. Lóðrétt: 1 forða, 2 óætan, 3 arna, 4 hörð, 5 skúti, 6 reisa, 10 rúlla, 12 stó, 13 val, 15 nakin, 16 lærið, 18 útlim, 19 af- ræð, 20 fita, 21 galt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... SVOKÖLLUÐ einkanúmer hafaæ meira verið að ryðja sér til rúms í umferðinni síðustu ár og hef- ur Víkverji haft gaman af að sjá hug- myndaauðgi fólks við val á slíkum númerum. Algengt er að ökumenn kenni bíla sína við sjálfa sig eða jafnvel elskuna sína, uppáhaldsíþróttalið eða tegund bílsins. Víkverji hefur einnig rekið augun í bíla sem bera auðkenni frægra kvikmyndapersóna og stund- um bera plöturnar vitni um óvenju- lega mikið innsæi viðkomandi mann- eskju á eigin veikleika. Dæmi um slíkt væri kannski einkanúmerið „Bruðl“ sem Víkverji rak augun í um daginn. Reyndar eru slíkar númeraplötur gjarnan nefndar „vanity plates“ á ensku sem mætti útleggja sem pjatt- plötur á íslensku. Þótt Víkverja þyki það nokkuð smellin nafngift er hún ekki að öllu leyti réttlát því mörg rök mætti færa fyrir ágæti slíkra núm- eraplatna umfram hefðbundnar. Ber það fyrst að nefna að einka- númerin eru mun betri auðkenni fyr- ir viðkomandi bíl en hin hefðbundnu. Það er óneitanlega auðveldara að muna stutt orð eins og „Bruðl“ en flóknar bókstafa- og númerasam- setningar á borð við KZ-569, sem getur komið sér vel, til dæmis við rannsókn bílaþjófnaða og annarra glæpamála þar sem bifreiðar koma við sögu. Í því ljósi finnst Víkverja órökrétt að það skuli vera svo miklu dýrara að kaupa sér einkanúmer en almennt númer á bílinn sinn. Vissulega eru ákveðin hagkvæmnisjónarmið sem liggja á bak við fastnúmerakerfið en það hlýtur að vera mikilvægast að bílnúmerin gegni sínu hlutverki sem best, þ.e. að auðkenna bifreiðina. Fyrir utan það hvað pjattplötur geta verið mikið krydd í tilveruna. x x x EKKI er ráð nema í tíma sé tekið,segir máltækið, og það hljóta sumir kaupmenn að hafa að leiðar- ljósi, að minnsta kosti ef marka má áhuga þeirra á jólunum nú þegar í október. Fimm ára sonur Víkverja hafði ekki skilning á þessu þegar gengið var um verslunarrými IKEA á dögunum. Eftir nokkurt rölt spurði hann í forundran hvort búðarmenn- irnir væru eitthvað að ruglast og voru það jólaskreytingarnar víðs vegar um búðina sem vöktu þessi viðbrögð. Honum var nefnilega ekki kunnugt um að jólin væru handan við hornið. Víkverji gat ekki annað en staðfest grun barnsins um að einhver rugl- ingur væri í gangi enda sá hann fram á óbærilega óþreyju hjá þeim stutta yrði hann haldinn þeim misskilningi að stutt væri í jólin. Víkverji hefur orðið var við jóla- hald í fleiri búðum, eins og í Hag- kaupum, og það er svo sem skiljan- legt að kaupmenn reyni að teygja þetta verslunartímabil yfir sem lengstan tíma. Það er þó ekki fallega gert gagnvart blessuðum börnunum sem sum hver upplifa hreina og klára vanlíðan af einskærri eftirvæntingu. Víkverji man sjálfur hversu erfitt var í gamla daga að bíða allan desem- ber eftir hátíðarhöldunum. Nú er þessi biðtími orðinn þrefaldur hjá börnum sem er meiri streita en rétt- látt er að leggja á þau. Í versta falli er hætta á að þau missi trúna á að ljóssins hátíð komi yfir höfuð þar sem biðin er orðin svo ótrúlega löng. NÝLEGA las ég á forsíðu dagsblaðs að fjórðungur þjóðarinnar væri mót- fallinn komu litaðs fólks hingað til lands. Nú er það svo að ég hef aldrei séð litað fólk. Að vísu hef ég séð fólk með litað hár og einhverja líkamsparta aðra, svosem neglur og varir, en ekki líkamann allan. Mér þætti fróðlegt að vita hvar litunin fer fram og hvort ekki megi búast við að fólkið upp- litist með tíma og aldri. Við lesturinn kom mér í hug gömul frásögn Stefáns fréttamanns er hann var strákur austur á Fjörðum. Komu þang- að útlendingar með ýms- an litarhátt. Eitt sinn fréttist af komu útlend- ings og fylgdi sögunni að hann væri hvítur. Þetta þótti Stefáni svo merki- legt að hann óð læki og keldur og hvers kyns ófærur til að komast á staðinn þar sem útlend- ingur þessi var sagður búa. Hann langaði svo mikið að sjá hann því hann hafði aldrei séð hvítan mann. Jón Kjartansson frá Pálmholti. Litað fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.