Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 62

Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 62
62 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig fylgir hljómsveit sem komin er tiltölulega skammt á veg á ferils- braut sinni, eftir slíku meistaraverki? Eitt er víst að það er síður en svo öf- undsvert hlutskipti því allar vonirnar, allar væntingarnar sem gerðar eru til framhaldsins – næstu plötu – gera það að verkum að líkurnar á að hún valdi vonbrigðum eru nær óviðráðan- lega miklar – og vel að merkja algjör- lega óháðar hver útkoman er í raun. Og hver er svo útkoman? Hvernig hefur Sigur Rós leyst þetta vanda- sama verk? Það skal alveg viðurkenn- ast að fáum plötur hefur mér fundist eins erfitt að mynda mér skoðun á og ( ). Svo margir þættir spila hér inn í sem villa manni sýn; samanburðurinn við Ágætis byrjun, allar væntingarn- ar, öll fjölmiðlaspennan og sú stað- reynd að hér eru hreint ekki spánný lög á ferðinni heldur safn laga sem fylgt hafa sveitinni um nokkurt skeið. Maður verður þannig að hafa sig allan við að koma auga á kjarna málsins, sem vitanlega er sjálf tónlistin. Og eftir að hafa hreinsað hugann á ofangreindan hátt, hlustað af ein- beitningu á þessi átta ónefndu verk, þá verður ekki að annarri niðurstöðu komist en að Sigur Rós hafi tekist að vinna sitt annað afrek á ferlinum. Vit- anlega er hugljómunin engan veginn sú sama og maður varð fyrir við að heyra Ágætis byrjun í fyrsta sinn. Enda einkenndust tilfinningar þær að svo stórum hluta af undrun yfir því næsta ófyrirséða afreki og hversu gríðarlegum framförum sveitin hafði tekið frá fyrstu plötunni Von. Nálg- unin að ( ) gæti á hinn bóginn ekki verið ólíkari. Nú vissi maður ná- kvæmlega hvað var í vændum og ætl- aðist ekki til neins minna en snilld- arverks, einhvers sem væri ólíkt öllu ÞAÐ ER óhætt að fullyrða að eng- in íslensk hljómsveit hefur átt vanda- samara verk fyrir höndum en Sigur Rós. Að þurfa að fylgja eftir plötu á borð við Ágætis byrjun. Hvernig er hægt að fylgja eftir plötu sem nú þegar er talin, og hefur vel að merkja verið kosin í víðtækri könnun meðal almennings og „fag- manna“, sú besta sem dagsins ljós hefur litið í íslenskri rokksögu? öðru, einhvers á allt öðrum gæða- staðli en nær öll önnur íslensk tónlist. Og þegar allt kemur til alls og tónlist- in metin án áreita verður ekki annað sagt en að útkoman standi undir öll- um væntingunum og gott betur. Ég vissi að platan myndi innihalda nokkrar af allra bestu lagasmíðum sveitarinnar, eins og t.a.m. annað, fjórða, sjötta og sjöunda lagið. Hafði líkt og svo margir aðrir heyrt þau og öll hin lögin áður á tónleikum, og það oftar en einu sinni, enda sveitin verið að leika nær helming laganna allt síðan Ágætis byrjun kom út. Það gerði upp- lifunina á nýrri plötu svolítið undar- legri en ella, svolítið safnplötulega, og vissulega ekki eins spennandi, því fátt er magnaðra en að heyra góða og áhrifaríka lagasmíð í fyrsta sinn. En á hinn bóginn fær þessi sjaldgæfa „heimavinna“ mann þeim mun frekar til að beina sjónum að þróun laganna frá tónleikum yfir í „endanlega“ útgáfu og hvers konar heild lögin mynda sam- ankomin á plötu. Það fyrsta sem eft- irtekt vekur er hversu sterk hún er, heildarmyndin, hversu jafngóðar laga- smíðarnar átta eru, svo mjög að á því sviðinu slær hún jafnvel forveranum margrómaða við. Og fyrst verið er að bera plöturnar saman – sem er óum- flýjanlegt – þá er ( ) allt í senn hrárri, lífrænni og myrkari á flesta vegu, þótt lögin séu síður en svo eitthvað tormelt- ari. Á meðan maður skynjaði nær óendanlega víðáttu í margbrotnum og oft og tíðum full flúruðum útsetningum á lögunum á Ágætis byrjun gefur hrár og nærgöngull einfaldleiki útsetning- anna á ( ) af sér mun innilokaðri, ein- rænni og þungbærari kenndir, sem einhverjum verður eflaust erfiðara að fella sig við. Tvennt má tína til sem getur hafa valdið þessum mun, utan eðlilegra breytinga á áherslum og innblæstri; annars vegar hversu lengi lögin hafa fengið að þróast á tónleikum og hins vegar tilkoma Orra Páls sem tromm- ara en áhrif hans eru mjög svo greini- leg. Hann er ekki einasta kröftugur trommuleikari heldur einnig fjölhæf- ur því hann virðist alveg jafnvígur á viðkvæmislegar og vel tímasettar strokur eins og í inngangi fimmta lags og aflmiklar bumbur sem vissulega eru af skornum skammti á svo lág- stemmdri plötu en koma helst við sögu í síðustu tveimur lögunum þar sem öll ólgan sem kraumað hafði óþolinmóð undir niðri í lögunum á undan losnar úr læðingi. Á þeirri stundu má greina áhrif frá kanadísku sveitinni Godspeed You Black Emp- eror! en það eru líka einu ytri áhrifin sem áþreifanleg eru á allri plötunni ólíkt því sem var á Ágætis byrjun. Ekki verður reynt að kryfja hér hvernig á því stendur eða hversu smellin hugmynd það er að hafa lögin ónefnd og kápubók án upplýsinga enda aukaatriði sem ekki hefur áhrif á tónlistina sem platan inniheldur. Hvað textasmíðar varðar þá hefur „vonlenskan“ nú alfarið tekið völdin, þ.e. ekkert af því sem sem Jón Þór syngur er skiljanlegt. Kann að vera að „innihaldsleysi“ þetta rýri gildi plötunnar, sér í lagi fyrir þá sem leggja mikið upp úr því að túlka texta. En óendanlega fjölbreytt raddbeiting og tilfinningaþrungin tjáning Jóns Þórs bætir upp missinn, svo ekki sé minnst á ávinningin er maður fer með tímanum að leggja sína eigin per- sónulegu merkingu í „vonlenskuna“. Það er ómögulegt að spá fyrir um hvort ( ) verði Sigur Rós til aukins framdráttar á erlendri grundu. Ef til vill á sumum eftir að finnast hún full- einsleit, fulllík þeirri síðustu, þótt hér hafi verið rækilega gert grein fyrir því, hversu frábrugðnar plöturnar eru við nánari grennslan. En það er ég sannfærður um að ef platan hefði innihaldið svo mikið sem einn „smell“ – sem hún gerir ekki í ströngustu merkingu þess orðs – þá væri Sigur Rós á góðri leið að leggja heiminn að fótum sér, verða eitt af stóru nöfn- unum í rokkheiminum. En það hefur löngum verið ljóst að drengirnir kæra sig kollótta um allt slíkt. Og þótt ótrúlegt megi virðast þá er greinilegt að allar þessar vonir og væntingar sem gerðar hafa verið til þeirra hafa gjörsamlega engin áhrif haft á tónlist þeirra og sköpunargleði. Guði sé lof fyrir það. En kannski er það einmitt þess vegna sem Sigur Rós hefur tekist að uppfylla allar þessar yfirgengilegu vonir og væntingar. Og gott betur því ( ) er heilsteyptasta og á nær allan hátt frambærilegasta verk sveitarinnar – til þessa. Tónlist Vonir og væntingar Sigur Rós ( ) Fat Cat/Smekkleysa Þriðja breiðskífa Sigur Rósar sem ber heitið ( ). Sveitina skipa Jón Þór Birgis- son, Kjartan Sveinsson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason. Skarphéðinn Guðmundsson „Það fyrsta sem eftirtekt vekur er hversu sterk hún er, heildarmyndin, hversu jafngóðar lagasmíðarnar átta eru, svo mjög að á því sviðinu slær ( ) jafnvel forveranum margrómaða við,“ segir í umsögninni um nýju Sigur Rósar-plötuna. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS 1/2Kvikmyndir.is  HL Mbl Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá. Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. Sýnd kl. 1.45 og 5.45.  SK RadíóX 5 , 7.30 og 10. Sýnd kl. 3, 4, 5.30, 6.30, 8, 9, 10.30 og 11.30. B. i. 16. Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16. Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Gott popp styrkir gott málefni Sýnd kl. 2. með ísl. tali Sýnd kl. 2 og 4. með ísl. tali Fjöldi aukasýn inga Sýnd kl. 5.50. Bi. 16. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL emily WATSON mary-louise PARKER philip seymour HOFFMAN Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SV Mbl  HK DV  SK RadíóX Gott popp styrkir gott málefni Sýnd kl. 2 og 4. með ísl. tali Sýnd kl. 2 og 4. með ísl. tali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.