Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIKINN og svartan reyk lagði frá
turni Landspítalans í Fossvogi síð-
degis í gær og héldu þeir rúmlega
100 borgarbúar sem tilkynntu
Neyðarlínunni um eldsvoða í spít-
alanum, að einn versti atburður
sem hugsast gæti, væri orðinn að
veruleika. Reykurinn á 15 hæða
turninum blasti við vegfarendum í
óhugnanlegri þögn sinni á björtu
vetrarsíðdeginu, en innandyra
virtust vaktmenn ekki hafa hug-
mynd um málið. Viðvörunarkerfi
spítalans steinþagði og örygg-
isverðir fréttu af málinu utan af
sér. Varðstjóri hjá Neyðarlínu
sagði tilkynningar fólks hafa verið
„ljótar“ og málið í heild sinni rugl-
ingslegt.
„Kerfið fór ekki í gang og vakt-
menn vissu ekkert. Hringjendur
voru um hundrað og allir höfðu
svipaða sögu að segja. Það var
hringt úr Kópavoginum og alveg
inn í Fossvogsdal. Þetta leit því
mjög illa út og óafsakanlegt að
ábyrgðaraðilar hússins skuli ekki
vita hvað var þarna að gerast,“
sagði Kristján Hoffmann, varð-
stjóri á Neyðarlínunni. Segir hann
að vaktmenn spítalans hafi ekki
kunnað neinar skýringar á reykn-
um þegar Neyðarlína hafði sam-
band við þá.
Mikill viðbúnaður
Slökkviliðsins
Mikill viðbúnaður fór í gang hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
og allir tiltækir menn á vakt sendir
að spítalanum. Fjölmennt lið lög-
reglumanna lokaði aðliggjandi
götum að spítalanum á meðan
slökkviliðsmenn hlupu upp turninn
til að slökkva, en er þeir komu á
vettvang, var reykurinn horfinn og
ekkert fyrir slökkvilið að gera og
engin hætta á ferðum, að sögn
Jóns Viðars Matthíassonar, vara-
slökkviliðsstjóra.
Öryggisstjóri Landspítalans,
Pálmi Þór Ævarsson, viðurkennir
að spítalaturninn hafi litið illa út á
meðan reykinn lagði frá honum.
Atburðurinn er rakinn til þess að
verið var að prófa hitakatla í hús-
inu, en þeir gegna hlutverki vara-
kyndingar í húsinu ef hitaveitan
bregst og er kveikt upp í þeim
tvisvar á ári í prófunarskyni.
Pálmi Þór segir að annaðhvort hafi
verið of mikið sót í kötlunum eða
„spíssar“, þ.e. lokar, vitlaust stillt-
ir, sem hafi valdið öllum reyknum.
Aðspurður um hvers vegna bruna-
viðvörunarkefi hafi ekki farið í
gang og hvers vegna vaktmenn
hafi ekki vitað neitt um málið, seg-
ir hann að enginn eldur hafi kvikn-
að og því hafi kerfið þagað. „Reyk-
urinn kom út um skorstein en hann
var bara svo dökkur og sló um hús-
ið. Það var því engin hætta af
þessu en þetta leit samt mjög illa
út utanfrá séð,“ segir hann og bæt-
ir við að enginn reykur hafi farið
inn í húsið. Aðspurður segir hann
ekki hafa tíðkast á spítalanum að
láta vaktmenn eða slökkvilið vita
að prófun stæði fyrir dyrum, en
þessi reynsla kenni mönnum að
breyta um siði í þeim efnum.
Í turni Landspítalans eru skrif-
stofur spítalans og þar liggja engir
sjúklingar. Pálmi Þór segir atburð-
inn ekki hafa haft nein áhrif á
sjúkrastörf spítalans en starfsfólk
skrifstofunnar hafi hraðað sér út
úr byggingunni. Í framhaldinu var
skýrt út fyrir starfsfólki hvað hefði
gerst.
Jón Viðar Matthíasson segir að-
spurður að það ættu að vera full-
komlega eðlileg vinnubrögð af
hálfu spítalans að láta slökkvilið
vita áður en katlarnir eru prófaðir,
en hafa ber í huga að aldrei hefur
reykur myndast í prófunum hingað
til. „Þetta er því einstakur við-
burður að þessu sinni,“ segir hann.
Öryggiskerfi þögult og
vaktmenn grunlausir
Morgunblaðið/JúlíusViðbrögðin sem þessi sjón vakti voru skiljanleg. Símalínur Neyðarlínunnar voru rauðglóandi fyrst eftir að reykurinn sást.
ÖKUMAÐURINN sem í fyrrinótt
var stöðvaður á Miklubraut til
móts við Lönguhlíð á 124 km/klst.
hraða í fyrrinótt má búast við
60.000 krónum í sekt, hann fær
fjóra umferðarpunkta og það líða
tveir mánuðir þangað til hann fær
aftur ökuréttindi.
Maðurinn var stöðvaður um
fjórðungi fyrir eitt. Aðstæður voru
þannig að frekar var ástæða til
varkárni en ofsaaksturs, dimmt og
rigning.
Að sögn Ágústs Mogensen,
framkvæmdastjóra rannsóknar-
nefndar umferðarslysa, er heml-
unarvegalengd bifreiðar sem ekið
er á 124 km/klst. á blautu malbiki
á bilinu 90–100 metrar. Byggir
hann álit sitt á rannsókn sem
Rannsóknarstofnun byggingariðn-
aðarins gerði árið 1992. Lífslíkur
gangandi vegfaranda sem yrði fyr-
ir bifreið á þessari ferð væru nán-
ast engar. Hefði bíllinn lent í
árekstri á þessari ferð væri enn-
fremur afar líklegt að af hlytist
banaslys eða a.m.k. mjög alvarlegt
umferðarslys. „Bílar eru almennt
ekki hannaðir til að þola árekstur
á 124 km hraða. Hvorki að framan
eða aftan né á hlið,“ segir Ágúst.
„Í myrkri, á blautum vegi þar sem
hámarkshraði er 60 kílómetrar á
klukkustund, þá er þetta bara
glæpamennska.“
Það er víðar en á Miklubraut við
Lönguhlíð sem ekið er of hratt. Í
liðinni viku stöðvaði lögreglan átta
ökumenn sem óku á 108–123 km
hraða á Vesturlandsvegi frá
Höfðabakka að Úlfarsfelli. Há-
markshraði á þessum vegarkafla
var nýlega hækkaður upp í 80 km/
klst. en það hefur greinilega ekki
dugað öllum.
!
"#
Stórhættulegur
akstur í rign-
ingu og myrkri
90–100 metra hemlunarvegalengd
JÓN Baldvin Hannibalsson sendi-
herra og Bryndís Schram, eiginkona
hans, hafa stefnt Ríkisendurskoðun
og krafist þess að persónuleg gögn
vegna 50 ára afmælisveislu Bryndís-
ar verði ekki afhent fjármálaráðu-
neytinu en málið var dómtekið í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær.
Tildrög málsins eru þau að rúmu
ári eftir að afmælisveislan var haldin
sumarið 1988 óskaði Jón Baldvin eft-
ir því við ríkisendurskoðanda að
hann kannaði hvort ástæða væri til
að rengja það að greiðsla veislufanga
hefði verið með eðlilegum hætti, en
áður hafði opinberlega verið lýst
grunsemdum þess efnis. Með beiðni
sinni sendi Jón Baldvin m.a. gögn
þar sem gerð var grein fyrir meðferð
veislufanga og greiðslu kostnaðar,
en Jón Baldvin var fjármálaráðherra
þegar veislan var haldin og utanrík-
isráðherra síðar sama ár. Ríkisend-
urskoðandi komst að þeirri niður-
stöðu að ekki væri ástæða til að
„rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi
gagna um að greiðsla veislufanga
hafi verið með eðlilegum hætti“.
Krafðist gagnanna
Fyrir rúmu ári óskaði Jón Steinar
Gunnlaugsson hrl. síðan eftir því að
fá ljósrit af umræddum gögnum með
vísan til upplýsingalaga og hefur
hann fengið umbeðin gögn hjá fjár-
málaráðuneytinu að frátöldum fyrr-
nefndum einkagögnum. Hann kærði
synjun fjármálaráðherra á afhend-
ingu þessara einkagagna og komst
úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu
að gögnin ættu heima í skjalasafni
fjármálaráðuneytisins og það væri á
valdsviði ráðuneytisins að afgreiða
erindi lögmannsins. Ríkisendurskoð-
un tjáði það álit sitt að skjölin, sem
enn eru í hennar fórum, væru op-
inber skjöl og því væri henni „að lög-
um skylt að afhenda viðkomandi
ráðuneyti umrædd gögn sé eftir því
leitað“. Lögmaður hjónanna kærði
ákvörðun Ríkisendurskoðunar um
afhendingu gagnanna til forseta Al-
þingis og vegna kærunnar frestaði
Ríkisendurskoðun afhendingu
gagnanna. Forseti Alþingis tilkynnti
það álit sitt að málið sætti ekki kæru
til Alþingis og „þar sem stjórnsýslu-
legar leiðir hafa ekki dugað til þess
að koma í veg fyrir afhendingu um-
ræddra gagna samkvæmt kröfu
stefnenda, telja stefnendur óhjá-
kvæmilegt að fara dómstólaleiðina
með kröfu sína,“ segir í stefnunni.
Sendi-
herrahjón
stefna
Ríkisend-
urskoðun
STEFNT er að sérstöku atvinnu-
skapandi átaksverkefni til að
leysa bráðavanda vegna atvinnu-
leysis í Vestmannaeyjum og
ákveðið hefur verið að setja á
stofn stýrihóp til að vinna frekar
að málinu.
Þetta var niðurstaða fundar
bæjarfulltrúa og fulltrúa verka-
lýðsfélaganna og Svæðismiðlunar
Suðurlands í gær um atvinnumál í
Vestmannaeyjum en um 115
manns eru þar á atvinnuleysis-
skrá.
Andrés Sigmundsson, formað-
ur bæjarráðs í Vestmannaeyjum,
segir að farið hafi verið yfir þessa
alvarlega stöðu sem ríkti í at-
vinnumálunum. Fólk hafi lýst
áhyggjum sínum, annars vegar
vegna bráðavandans og hins veg-
ar vegna vandamálsins þegar til
frambúðar væri litið. „Við leysum
ekki þetta vandamál nema til
komi fyrirtæki sem geta skapað
vinnu og þær tekjur sem fólk
þarf,“ segir hann og bætir við að
mjög mikilvægt sé að fá opinber-
an stuðning þegar til lengri tíma
sé litið.
Að sögn Andrésar kemur ým-
islegt til greina í atvinnuuppbygg-
ingunni og verður rætt við at-
vinnurekendur í kjölfar fundarins
í gær. Hann segir ljóst að þegar
atvinnutækifærum fækki í frum-
atvinnugreinum eins og útgerð-
inni verði eitthvað annað að koma
í staðinn og mikilvægt sé að nýta
þá mögleika sem séu til staðar.
Átaksverkefni
vegna atvinnu-
leysis í Eyjum