Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 10
ÞINGMENN Framsóknarflokksins, þeir Ólafur Örn
Haraldsson og Magnús Stefánsson, ræða málin í þing-
sal. Væntanlega hafa ríkisfjármál borið á góma enda
Ólafur formaður fjárlaganefndar.
Samherjar stinga saman nefjum
Morgunblaðið/Kristinn
GENGISTAP ríkisins af erlendum
lánum ríkissjóðs nam 25 milljörð-
um króna í fyrra borið saman við
13 milljarða árið á undan. Lang-
tímaskuldir ríkissjóðs hækkuðu
mikið á síðasta ári eða um 70,8
milljarða. Langtímaskuldirnar
námu um síðustu áramót 440 millj-
örðum króna. Þetta kemur fram í
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
endurskoðun ríkisreiknings fyrir
árið 2001.
Stærsti hluti langtímaskulda rík-
issjóðs eru lífeyrisskuldbindingar
ríkisins. Þær hækkuðu gríðarlega
mikið árið 1998 í kjölfar breytinga
á kjarasamningum ríkisins. Ríkis-
sjóður hefur á síðustu árum greitt
34 milljarða í Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins og Lífeyrissjóð
hjúkrunarfræðinga. Á síðasta ári
greiddi ríkissjóður 18 milljarða inn
í lífeyrissjóðina, en skuldbinding-
arnar jukust hins vegar um 20,1
milljarð.
Langtímaskuldir ríkissjóðs án
lífeyrisskuldbindinga námu 272
milljörðum um síðustu áramót og
hækkuðu um tæplega 66 milljarða
milli ára. 73% upphæðarinnar er í
erlendum skuldum, en 27% eru
innlendar skuldir. Í fyrra tók rík-
issjóður fjögur erlend langtímalán,
öll hjá Citibank, að fjárhæð 47,6
milljarðar króna, en þar af tók rík-
ið 25 milljarða að láni til að styrkja
stöðu Seðlabanka Íslands. Árið á
undan tók ríkið 14,2 milljarða að
láni erlendis. Samtals hækkuðu er-
lendar skuldir ríkissjóðs um 59
milljarða á síðasta ári.
Neikvæður lánsfjárafgangur
í fyrsta sinn frá 1997
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er
bent á að jákvæður lánsfjárafgang-
ur sé mikilvægur mælikvarði á
hversu mikið fé ríkissjóður hefur
til ráðstöfunar til að greiða niður
skuldir. Fram til ársins 1997 var
viðvarandi lánsfjárþörf hjá ríkis-
sjóði en dæmið snerist við á því
ári. Árið 1998-2000 var umtals-
verður lánsfjárafgangur hjá ríkis-
sjóði. Mestur var hann árið 1999
eða 19,1 milljarður eða 3,1% af
landsframleiðslu. Í fyrra var hins
vegar lánsfjárþörf hjá ríkissjóði að
fjárhæð 40,2 milljarðar eða 5,4% af
landsframleiðslu. Fram kemur í
skýrslunni að í fyrra hafi lántökur
umfram afborganir á lánum numið
41,6 milljörðum króna. Lánsfjár-
afgangur á árunum 1997-2000 nam
hins vegar samtals 48,2 milljörðum
króna.
Í skýrslunni kemur fram að fjár-
magnskostnaður ríkissjóðs nam
17,9 milljörðum í fyrra sem er tæp-
lega 2,7 milljörðum hærri fjárhæð
en árið á undan.
Einnig kemur fram að lántöku-
kostnaður ríkissjóðs árið 2001
vegna innlendrar lántöku nam 615
milljónir, borið saman við 259
milljónir árið 2000. Meginskýring-
in á þessari miklu hækkun er sú að
vorið 2000 voru gerðir samningar
við verðbréfafyrirtækin um við-
skiptavakt fyrir spariskírteini og
ríkisbréf vegna sérstakra að-
stæðna á innlendum skuldabréfa-
markaði á þeim tíma. Þóknanir til
verðbréfafyrirtækjanna voru mið-
aðar við veltu, en að öðru leyti
voru sett nokkur tiltekin skilyrði
um viðskiptin. Gjaldfærsla vegna
samninganna kom inn með miklum
þunga árið 2001.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að nýir samningar
sem gerðir hafi verið við verð-
bréfafyrirtækin miðist við að tak-
marka þóknunina frá því sem hún
var áður og sett hafi verið þak á
hana.
Gengistap ríkissjóðs
25 milljarðar í fyrra
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR
fögnuðu því á Alþingi í gær að náðst
hefði samkomulag milli ríkisstjórn-
arinnar og Landssambands eldri
borgara um bætt kjör aldraðra. Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
greindi frá samkomulaginu í upphafi
þingfundar í gær. Samkomulagið
verður lagt fyrir fjárlaganefnd
þingsins fyrir aðra umræðu um fjár-
lög næsta árs. Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra sagði að með sam-
komulaginu væri stigið stórt skref í
átt að kröfum eldri borgara og Jón
Kristjánsson minnti á, þegar hann
var spurður að því hvort gera ætti
sams konar samkomulag við öryrkja,
að samkomulagið væri árangur
formlegrar nefndar ríkisstjórnarinn-
ar og fulltrúa eldri borgara. Slíkri
formlegri nefnd hefði ekki verið
komið á fót milli ríkisstjórnarinnar
og öryrkja, þótt ástæða væri e.t.v. til
þess.
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, kvaðst m.a.
fagna samkomulaginu og sagði að
með því væri verið að leysa brýna
þörf. Ögmundur Jónasson, þing-
flokksformaður Vinstrihreyfingar-
innar–græns framboðs, tók í sama
streng. „Þetta felur í sér kjarabætur
fyrir marga og því ber að sjálfsögðu
að fagna. Einnig er mjög mikilvægt
að heimaþjónustan og margvísleg
stoðþjónusta verði styrkt. Ég fagna
þessu sérstaklega. En þetta er ár-
angur af þrotlausri baráttu eldri
borgara og sýnir okkur hverju bar-
áttan getur skilað.“
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, sagði að það
mætti með sanni segja að þarna
væru á ferð mikil tímamót í sam-
skiptum ríkisstjórnarinnar og eldri
borgara, þ.e. ef samkomulagið væri
eins „bitastætt eins og menn héldu
fram“, sagði Sverrir. „Ef þetta er
eins og það lítur út við fyrsta augna-
kast; mikilvægt og mikil kjarabót
fyrir aldraða og öryrkja, þá er hér
um gerbreytt tímamót að ræða í
samskiptum þessara tveggja aðila.“
Bryndís Hlöðversdóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
fagnaði eins og aðrir stjórnarand-
stæðingar samkomulaginu. „Það er
sérstök ástæða til að fagna því að
hæstvirt ríkisstjórn hafi horfið af
braut andvaraleysis sem hefur ríkt í
málefnum aldraðra af hennar hálfu.“
Bryndís bætti því við að það væri
heldur ekki seinna að vænna svona í
lok kjörtímabilsins; kosningar væru
framundan.
Stjórnarandstæðingar
fagna samkomulagi
RANNVEIG Guðmundsdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, vek-
ur athygli á því að alls hafi 108 börn
komið til skýrslutöku í dómhúsi á
árunum 1999 til nóvember á þessu
ári. Þar af voru alls 46 börn undir
fjórtán ára aldri. Þessar upplýsing-
ar koma fram í skriflegu svari Sól-
veigar Pétursdóttur dómsmálaráð-
herra við fyrirspurn Rannveigar. Í
svarinu kemur jafnframt fram að
alls 170 börn hafi komið til skýrslu-
töku í Barnahúsinu frá 1. maí 1999
til nóvember á þessu ári.
Rannveig segir það slæma þróun
að svo mörg börn hafi farið í
skýrslutöku í dómhúsi. Hvað þá að
þar séu teknar skýrslur af börnum
yngri en fjórtán ára. Hún segir að í
Barnahúsinu sé betur hlúð að þeim
börnum sem þurfi að fara í skýrslu-
töku sem og foreldrum þeirra. Að-
staðan til skýrslutöku í dómhúsi sé
mun kuldalegri en í Barnahúsi.
Rannveig segir að úr því Íslend-
ingar hafi verið svo framsýnir að
stofna Barnahúsið þá eigi þeir að
taka skrefið til fulls og tryggja það
að börn sem hafi orðið fyrir ofbeldi
fari í skýrslutöku í Barnahúsi en
ekki í dómhúsi. Starfsemi í Barna-
húsinu hófst í nóvember 1998 en
hugmyndin að baki starfseminni er
m.a. sú að barn sem sætt hefur
kynferðisofbeldi þurfi aðeins að
koma á einn stað þegar málið er
rannsakað og þurfi ekki að end-
urtaka sögu sína margoft. Rannveig
bendir á að eftir lagabreytingar ár-
ið 1999 hafi það verið sett í hendur
dómara að ákveða hvort skýrslutak-
an færi fram í Barnahúsinu eða hjá
viðkomandi dómstól. „Þessu getum
við hins vegar breytt með því að
breyta lögum til baka og tryggt að
börn séu í réttu umhverfi þegar
skýrsla er tekin af þeim,“ segir
Rannveig.
Rannveig Guðmundsdóttir
Of mörg börn
í skýrslutöku
í dómhúsi
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30
í dag. Að loknum atkvæða-
greiðslum fara fram und-
irbúnar fyrirspurnir til ráð-
herra. Meðal annars verður
spurt um framkvæmd þjóð-
lendulaganna og kostnað af
heilsugæslu.
RÍKISSJÓÐUR afskrifaði í fyrra
450 milljónir króna sem eru til
komnar vegna ríkisábyrgða sem
veittar voru vegna viðgerða á tveim-
ur rússneskum togurum. Eigandi
togaranna, rússneska fyrirtækið
Karelrybflot, hefur ekki staðið í
skilum með afborganir af láninu.
Samningur um endurbætur á tog-
urunum var gerður í febrúar 1997
og var gert við þá hjá Slippstöðinni
á Akureyri það ár. Fyrirhugað var
að halda áfram viðskiptum við rúss-
neska fyrirtækið og í september
lagðist togarinn Omnya að bryggju
á Akureyri. Þá voru greiðslur af
samningnum hins vegar farnar að
dragast og varð því ekkert úr því að
gert væri við skipið, en það lá við
bryggju á Akureyri í tæplega fimm
ár.
Það var Iðnlánasjóður, sem síðar
varð Fjárfestingabanki atvinnulífs-
ins hf., sem veitti lán vegna fram-
kvæmda við togarana. Lánsupp-
hæðin nam 4.254.000 dollurum.
Eigið fé dugði ekki til að
greiða vexti af láninu
Þegar ljóst var að eigandi togar-
anna myndi ekki standa í skilum
með lánið kom það í hlut Trygging-
ardeildar útflutningslána hjá Ný-
sköpunarsjóði, sem tók yfir þessa
skuldbindingu þegar FBA var seld-
ur, að greiða vexti af láninu. Í árs-
lok 2001 nam höfuðstóll lánsins 440
milljónum auk 10 milljóna gjaldfall-
inna vaxta.
Eigið fé Tryggingardeildar hefur
ekki nægt til greiðslu vaxta af lán-
inu og kemur það því í hlut rík-
issjóðs að greiða af láninu, en það er
í samræmi við lög um deildina.
Ríkisábyrgð vegna viðgerða á rússn-
eskum togurum fellur á ríkissjóð
Kostnaður ríkisins
er um 450 milljónir