Morgunblaðið - 20.11.2002, Síða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
PHARMACO hf. hefur lokið fyrsta
áfanga endurbóta á lyfjaverk-
smiðju sinni á Möltu og var sá hluti
verksmiðjunnar tekinn í notkun í
gær við hátíðlega athöfn. Þar voru
viðstödd Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra og eiginkona hans
Sigurjóna Sigurðardóttir ásamt
maltneskum ráðamönnum, m.a.
Joseph Bonnici, viðskiptaráðherra
og Louis Deguara heilbrigð-
isráðherra.
Eftir endurbæturnar uppfyllir
lyfjaverksmiðja Pharmaco ýtrustu
kröfur Evrópusambandsins og opn-
ast þar með nýir markaðir fyrir lyf
fyrirtækisins í Evrópu. Fram-
leiðslugeta verksmiðjunnar er um
2,5 milljarðar taflna á ári.
Halldór Ásgrímsson segir mjög
ánægjulegt að hafa fengið tækifæri
til að vera viðstaddur þessa opnun.
,,Það er greinilegt að hin öfluga
starfsemi Pharmaco hér á Möltu
vekur athygli hérlendra stjórn-
valda enda er um að ræða afar
stórt fyrirtæki á maltneskan mæli-
kvarða með um 250 starfsmenn.
Pharmaco er dæmi um íslenskt
frumkvæði og áræði sem sprottið
hefur úr auknu frjálsræði í við-
skiptum Íslendinga á síðustu árum.
Ávöxtur þess er gríðarlegur vöxtur
alþjóðlegs fyrirtækis í eigu Íslend-
inga með á 6. þúsund starfsmenn í
10 löndum. Sú öra framþróun hef-
ur verið ævintýri líkust,“ er haft
eftir Halldóri í frétt frá Pharmaco.
Róbert Wessman, forstjóri
rekstrar hjá Pharmaco, segir að
verksmiðjan á Möltu sé afar mik-
ilvæg eining í Pharmaco-samstæð-
unni. ,,Við höfum sett okkur það
markmið að vaxa um 15–20% á ári
næstu þrjú árin og þessi end-
urbætta verksmiðja okkar hér er
mikilvægur áfangi til að tryggja
þann vöxt til framtíðar,“ segir Ró-
bert Wessman, forstjóri.
„Í tengslum við athöfnina í gær
var einnig opnuð ný og glæsileg
rannsóknaraðstaða dótturfyr-
irtækis Pharmaco á Möltu, Delta
R&D. Þar starfa nú 30 sérfræð-
ingar og er verkefni þeirra að þróa
að jafnaði 3–4 ný samheitalyf á ári.
Viðskiptaráðherra Möltu, Joseph
Bonnici, sagði við það tækifæri að
um væri að ræða afar mikilvæga
fjárfestingu fyrir Möltu þar sem
sterkt alþjóðlegt fyrirtæki hefði
nýtt sér hagstætt fjárfesting-
arumhverfi landsins,“ segir í frétt
frá Pharmaco.
Frá athöfninni í verksmiðjunni á Möltu, frá vinstri: Joseph Bonnici, viðskiptaráðherra Möltu, Louis Deguara, heil-
brigðisráðherra Möltu, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.
Endurbótum lokið að
hluta á verksmiðju
Pharmaco á Möltu
Framleiðslugeta
verksmiðjunnar
er um 2,5 millj-
arðar taflna á ári
HLUTHAFAFUNDUR í Íslandssíma hf.
samþykkti í gær samruna félagsins við Halló!
Frjáls fjarskipti ehf. Fundurinn samþykkti
einnig að auka hlutafé Íslandssíma vegna
kaupa félagsins á hlutabréfum í Tali hf. Fram
kom á hluthafafundinum að Íslandssími hefur
samið við Landsbankann og Búnaðarbankann
um fjármögnun vegna kaupanna að fjárhæð 4,9
milljarðar króna, auk þess sem unnið er að
endurfjármögnun langtímalána sameinaðs fé-
lags.
Ný stjórn Íslandssíma var kjörin á hluthafa-
fundinum í gær. Nýir í stjórn eru Kenneth Pet-
erson, eigandi Columbia Ventures Corpora-
tion, Bjarni K. Þorvarðarson,
framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar Col-
umbia Ventures, og Margeir Pétursson. End-
urkjörnir í stjórnina voru Stefán H. Stefáns-
son, formaður fráfarandi stjórnar, og Friðrik
Jóhannsson.
LÍ og BÍ með forkaupsrétt
Við sameiningu Íslandssíma og Halló!
Frjálsra fjarskipta fá hluthafar í Halló! hluta-
bréf í Íslandssíma sem gagngjald fyrir allt
hlutafé sitt í Halló! að nafnverði um 413,8 millj-
ónir króna. Hluthafafundurinn samþykkti að
hækka hlutafé Íslandssíma um þessa fjárhæð.
Samþykkti fundurinn einnig að hlutafé Ís-
landssíma yrði aukið um liðlega 1.600 milljónir
króna að nafnverði vegna kaupa á hlutabréfum
í Tali. Umsamið gengi á þessum bréfum er
1,85, eða um 20% hærra en meðalverð hluta-
bréfa Íslandssíma í Kauphöll Íslands síðustu
sex mánuði. Markaðsvirði bréfanna miðað við
þetta er um 3.000 milljónir og verður hið nýja
hlutafé gefið út fyrir árslok 2002. Þá var sam-
þykkt á fundinum að Landsbankinn og Bún-
aðarbankinn hefðu forgangsrétt til að skrá sig
fyrir hinum nýju hlutum í hlutföllunum
83,33%, Landsbankinn og 16,67% Búnaðar-
bankinn.
Fram kom í máli Stefáns H. Stefánssonar,
fráfarandi formanns stjórnar Íslandssíma, að
gert væri ráð fyrir að gefið yrði út nýtt hlutafé í
félaginu á seinni hluta næsta árs að markaðs-
virði 1.900 milljónir vegna fjármögnunar á
kaupum á hlutabréfum í Tali.
Stefán sagði að búið væri að semja við
Landsbankann og Búnaðarbankann um fjár-
mögnun að fjárhæð 4.900 millljónir króna fram
að hlutafjárúboðum, vegna kaupa á hlutabréf-
um í Tali. Landsbankinn og Búnaðarbankinn
hafi að fullu sölutryggt hlutafjáraukninguna í
Íslandssíma en Frumkvöðull ehf., Talsíma-
félagið ehf. og Columbia Ventures Corporation
komi einnig að sölutryggingunni. Hann sagði
að einnig væri unnið að því að endurfjármagna
langtímalán Íslandssíma að fjárhæð 4.500
milljónir króna.
Columbia Ventures með 40% hlut
Eftir hlutafjárhækkun í Íslandssíma á þessu
ári, vegna samruna við Tal, mun Columbia
Ventures verða stærsti hluthafinn í félaginu
með 40,0% hlut. Næststærsti hluthafinn verð-
ur Landsbankinn-Fjárfesting með 19,6% hlut,
Búnaðarbankinn með 8,8%, Frumkvöðull 6,3%,
Talsímafélagið 4,1% og Heildun 2,5%. Aðrir
hluthafar eiga minna í félaginu.
Hagnaður árið 2004
Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma,
sagði á hluthafafundinum í gær að samruni fé-
lagsins við Halló! og kaup á hlutabréfum í Tali
gjörbreyttu landslaginu á íslenska fjarskipta-
markaðnum. Síminn hefði þó enn yfirburða-
stöðu á markaðnum, eða um 73%, en markaðs-
hlutdeild hins sameinaða félags, miðað við
áætlaða veltu, yrði um 22%.
Fram kom í máli Óskars að gert væri ráð
fyrir að Íslandssími skilaði hagnaði á árinu
2004. Hann sagði að strax á næsta ári yrði sjóð-
streymi félagsins þó sterkt og EBITDA-hagn-
aður yrði þá á bilinu 1.200–1.400 milljónir
króna.
Samruni við Halló! og kaup á hlutabréfum í Tali samþykkt á hluthafafundi í Íslandssíma
Fjármögnun
vegna kaupa í
Tali frágengin
HAGNAÐUR Granda hf. og dóttur-
fyrirtækis þess, Faxamjöls hf., á
fyrstu 9 mánuðum ársins 2002 nam
1.425 milljónum króna. Arðsemi eig-
in fjár á ársgrundvelli nemur 42,6%
á tímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum
ársins 2001 nam hagnaðurinn 22
milljónum króna. Rekstrartekjur
samstæðunnar á tímabilinu námu
4.546 milljónum króna samanborið
við 3.448 milljónir króna á sama tíma
á síðasta ári, en þá voru skipin bund-
in við bryggju í 50 daga vegna verk-
falls sjómanna.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
var 1.220 milljónir króna eða 27% af
rekstrartekjum samanborið við 987
milljónir króna fyrir sama tímabil
árið áður. Veltufé frá rekstri nam
978 milljónum króna sem er 21,5% af
rekstrartekjum samanborið við 803
milljónir króna á sama tíma árið áð-
ur. Vegna breytinga á gengi gjald-
miðla nam gengishagnaður sam-
stæðunnar af langtímalánum 724
milljónum króna á tímabilinu. Lið-
urinn fjármunatekjur að frádregn-
um fjármagnsgjöldum var jákvæður
um 908 milljónir króna, en á sama
tíma í fyrra var hann neikvæður um
393 milljónir króna.
Félagið seldi á haustdögum hluta-
bréf sín í Þormóði ramma – Sæbergi
hf. og er söluhagnaður að fjárhæð
339 milljónir króna færður til tekna
undir liðnum hreinar fjármuna-
tekjur/fjármagnsgjöld. Félagið seldi
einnig hlut sinn í fyrirtækinu Isla
ehf., sem er eignarhaldsfélag um
rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í
Mexíkó, og hefur sú sala óveruleg
áhrif á rekstrarárangur tímabilsins.
Hlutdeildarfélög í eigu samstæð-
unnar voru fjögur í septemberlok,
Deris SA í Chile, Haraldur Böðvars-
son hf., Hraðfrystihús Eskifjarðar
hf. og Stofnfiskur hf. Öll hlutdeild-
arfélögin voru rekin með hagnaði á
tímabilinu. Alls var hlutdeild í
rekstrarafkomu hlutdeildarfélaga
jákvæð um 339 milljónir króna en að
teknu tilliti til afskrifta af yfirverði
við kaup að fjárhæð 204 milljónir
króna eru 135 milljónir færðar til
tekna í rekstrarreikningi vegna
þessa liðar.
Hagnaður fyrir tekjuskatt nam
1.775 milljónum króna. Tekjuskattur
að fjárhæð 350 milljónir króna er
færður til gjalda í rekstrarreikningi
og nemur hagnaður tímabilsins því
1.425 milljónum króna.
Eignabreytingar
Í byrjun árs 2002 fékk félagið af-
hentan frystitogarann Venus HF
519 sem keyptur var með aflaheim-
ildum er námu um 3.000 þorskígild-
istonnum. Kaupverð skips og afla-
heimilda nam samtals 1.621 milljón
króna. Á sama tíma var Snorri
Sturluson RE 219 afhentur nýjum
eigendum ásamt veiðarfærum og
aflaheimildum sem námu 1.045
þorskígildistonnum. Söluverð skips,
veiðarfæra og aflaheimilda nam
samtals 878 milljónum króna og var
það greitt með hlutafé í Ísfélagi
Vestmannaeyja hf. Í maí sl. fjárfesti
Grandi í Haraldi Böðvarssyni hf. fyr-
ir 27 milljónir króna og í Hraðfrysti-
húsi Eskifjarðar hf. fyrir 33 milljónir
króna. Með þessum fjárfestingum
fóru eignarhlutar í þessum félögum
yfir 20% og eru þeir nú færðir til
eignar samkvæmt hlutdeildaraðferð.
Eigið fé félagsins var þann 30.
september sl. 5.420 milljónir króna
og hefur það hækkað um 782 millj-
ónir króna frá ársbyrjun 2002. Eig-
infjárhlutfall er 39%.
Grandi með
1.425 milljónir
í hagnað
Gengishagnaður samstæðunnar af
langtímalánum nam 724 milljónum
króna fyrstu níu mánuði ársins
BANDARÍSKA flugfélagið United
Airlines ætlar að fækka störfum
hjá félaginu um níu þúsund. Er
þetta liður í að forða félaginu frá
gjaldþroti.
Forsvarsmenn flugfélagsins hafa
ekki gefið upp hverjum né hvenær
verður sagt upp. Í dag starfa um
83 þúsund manns hjá United Air-
lines.
Samkvæmt fréttavef BBC verð-
ur flugmönnum United Airlines
gert að taka á sig 18% kauplækk-
un frá og með næstu mánaðamót-
um. Jafnframt er ætlunin að
minnka sætaframboð um 6% og
fækka flugvélum um 49.
Uppsagnir
hjá United
Airlines
♦ ♦ ♦