Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 17 POUL Nyrup Rasmussen sagði í gær af sér sem formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, og axlaði þar með síðbúna ábyrgð á ósigr- inum í þingkosning- unum fyrir ári, en margir innan flokks- ins höfðu á síðustu mánuðum mikið þrýst á hann að stíga þetta skref. Þótti mörgum flokks- mönnum hann einnig hafa staðið sig illa sem stjórnarand- stöðuleiðtogi í um- ræðunni um fjárlögin á síðustu vik- um. „Það er hvorki mér né flokknum í hag að þessi umræða haldi áfram,“ sagði hann á blaðamannafundi í þingflokksherbergi jafnaðarmanna í Kristjánsborgarhöll. „Er ekki kom- inn tími til að ég og mín kynslóð víki fyrir yngri mönnum?“ sagði Nyrup, og mátti skilja þessi orð hans sem sneið að hinum gamla samherja sínum Mogens Lykketoft, sem strax í gær bauð sig fram sem arftaka að flokksleiðtogahlutverk- inu. Lykketoft hafði fyrir nokkru snúizt á þá skoðun að Nyrup ætti að víkja. En Nyrup sagðist ekki vilja reyna neitt að stýra því hver yrði eftirmaður hans. „Mér þykir mik- ilvægast að meðlimir flokksins og flokksþingsfulltrúar ákveði hver eigi að verða nýr formaður. Hann fær sterkasta hugsanlega umboðið ef hann er kjörinn á grundvelli breiðrar umræðu innan flokksins, þar sem allir hafa á tilfinningunni að þeir hafi átt þátt í ákvörðun- inni,“ hefur dagblaðið Politiken eft- ir honum. Nyrup Rasmussen, sem gegnt hefur formennsku í Jafnaðar- mannaflokknum í áratug, þar af í níu ár sem forsætisráðherra, ætlar með þessu þó ekki að setjast í helg- an stein, að minnsta kosti ekki enn sem komið er; hann ætlar að halda þingsæti sínu. Lykketoft, sem hefur verið í framvarðasveit danska Jafnaðar- mannaflokksins í áratugi og hefur m.a. verið bæði fjármála- og utan- ríkisráðherra, var þegar farinn að safna fylgi við formannsframboð sitt í gær. Önnur nöfn voru líka nefnd, þar á meðal fyrrverandi ráð- herrarnir Frank Jensen, Dam Kristensen, Jan Tröjborg og Pia Gjellerup, en Jensen, Kristensen og Tröjborg gáfu allir til kynna í gær að þeir hefðu ekki hug á að gefa kost á sér. Haft var eftir Piu Gjelle- rup að hún styddi framboð Lykke- tofts, en að það gætu fleiri kostir verið í boði. Nyrup segir af sér flokksformennsku Mogens Lykketoft býður sig fram sem arftaka Poul Nyrup Rasmussen STJÓRN hins gríska hluta Kýpur samþykkti á mánudag að viðræður við fulltrúa Kýpur-Tyrkja um end- ursameiningu eyjarinnar yrðu byggðar á málamiðlunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, lagði fram hinn 11. nóvember. Ekkert svar barst hins vegar frá forystu Kýpur-Tyrkja, en leiðtogi þeirra, Rauf Denktash, liggur nú á sjúkrahúsi í New York þar sem hann er að ná sér eftir hjarta- skurðaðgerð. Denktash hafði áður látið hafa eftir sér að hann myndi ekki geta virt þann frest sem Ann- an hafði sett til að fá viðbrögð við nýju áætluninni. Alvaro de Soto, sérlegur erind- reki SÞ í málefnum Kýpur, varaði við því að „klukkan tifaði“. Sagði hann að þótt semja mætti enn um ýmis útfærsluatriði málamiðlunar- áætlunarinnar yrði að virða tíma- ætlunina. Sagði hann það vera „órjúfanlegan“ hluta áætlunarinnar að búið yrði að semja um aðalatriði samkomulagsins fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í Kaupmanna- höfn 12.–13. desember nk., þar sem til stendur að taka lokaákvörðun um inngöngu Kýpur og níu ann- arra ríkja í ESB árið 2004. Sé þá ekkert samkomulag um endursam- einingu eyríkisins í sjónmáli, fær aðeins hið alþjóðlega viðurkennda ríki Kýpur-Grikkja aðild. Tyrknesk stjórnvöld hafa aftur á móti hótað því að innlima hinn tyrkneska norðurhluta Kýpur – sem Tyrkir hafa haldið hersetnum í 28 ár – fái gríska Kýpur að ganga í ESB. Erdogan útilokar að skjótt verði samið Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi Réttlætis- og þróunarflokksins sem vann stórsigur í þingkosningunum í Tyrklandi í byrjun mánaðarins, sagði í Aþenu, þar sem hann var staddur til að afla stuðnings við ESB-aðildarumsókn Tyrkja, að úti- lokað væri að gera samkomulag um sameiningu Kýpur fyrir 12. desember. Kýpur-Grikkir sam- þykkja áætlun SÞ Beðið eftir svörum Kýpur- Tyrkja Nícosíu. AP, AFP. Glafcos Clerides, forseti Kýpur, á ríkisstjórnarfundi þar sem ákveðið var að ganga að áætlun SÞ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.