Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGREGLAN í
Indónesíu efldi í gær ör-
yggisvörslu við alþjóð-
lega skóla í höfuðborg-
inni Jakarta vegna
viðvarana um hryðju-
verkaárásir. Enn er leit-
að að liðsmönnum músl-
ímasamtakanna sem
myrtu nær 200 manns,
aðallega útlendinga frá
Ástralíu og fleiri ríkjum,
í sprengjutilræði á eynni
Balí í liðnum mánuði.
Maður að nafni Am-
rozi er í haldi og er hann
grunaður um aðild að til-
ræðinu á Balí. Da’i
Bachtiar, yfirmaður indónesísku lög-
reglunnar, sagði í gær að yfir-
heyrslur og upplýsingar frá stjórn-
völdum í grannríkinu Malasíu hefðu
leitt í ljós að aðgerðaforingi
hermdarverkasamtakanna Jemaah
Islamiyah, Imam Samudra, hefði
skipulagt tilræðið á Balí. Samtökin
starfa í nokkrum löndum SA-Asíu.
Áður hefur Samudra verið grunaður
um að hafa átt þátt í árásum á
kirkjur árið 2000.
Abu Bakar Bashir, herskár músl-
ímaklerkur og andlegur
leiðtogi Jemaah Islam-
yiah, segist ekki bera
ábyrgð á tilræðinu á Balí
en hann er nú í haldi
indónesískra stjórn-
valda. „Ræður mínar
geta hafa haft áhrif á þá
en ég er ekki ábyrgur
vegna þess að ég hef
aldrei hvatt nokkurn til
að sprengja á Balí eða
efna til nokkurra ann-
arra ofbeldisverka,“
sagði Bashir í viðtali við
AP-fréttastofuna. Hann
er í gæsluvarðhaldi á
sjúkrahúsi í Jakarta.
Þrír bandarískir alríkislögreglu-
menn yfirheyðu á mánudag meintan
hermdarverkamann í Malasíu en
hann er grunaður um tengsl við flug-
ránsárásirnar 11. september í fyrra.
Maðurinn heitir Yazid Sufaat og er
hann sagður hafa starfað með Zac-
arias Moussaoui sem er talinn hafa
átt að verða 20. flugræninginn í árás-
unum á Bandaríkin í fyrra. Hann er
nú fyrir rétti í Bandaríkjunum og
hefur viðurkennt aðild að al-Qaeda-
samtökum Osama bin Ladens.
Hryðjuverka-
manna enn leit-
að í Indónesíu
Jakarta, Kuala Lumpur. AFP, AP.
AP
Eftirlýsingarmynd af
Imam Samudra, meint-
um höfuðpaur að baki
sprenginganna á Balí.
MOHAMED ElBaradei, yfirmaður
Alþjóða kjarnorkumálastofnunar-
innar, segir yfirvöld í Írak hafa lofað
að veita Sameinuðu þjóðunum upp-
lýsingar um það hvort einhver ger-
eyðingarvopn séu í landinu fyrir átt-
unda desember eins og kveðið er á
um í ályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna (SÞ).
ElBaradei segir íraska embættis-
menn hafa heitið þessu á fundum
með Hans Blix, yfirmanni vopnaeft-
irlits SÞ, í gær. „Írakar hafa skuld-
bundið sig til að gera grein fyrir öll-
um gereyðingarvopnum sínum, ef
þeir eiga þau þá enn,“ sagði ElBar-
adei á arabísku í sjónvarpsviðtali í
gær. „Þá munu þeir gera grein fyrir
öllum aðgerðum sínum sem varða
efna-, sýkla- og kjarnorkuvopn, jafn-
vel þeim sem tengjast ekki hernaði.“
Fyrrverandi yfirmaður hersins
ákærður í Danmörku
Yfirvöld í Danmörku skýrðu frá
því í gær að þau hefðu ákært fyrr-
verandi yfirmanns Írakshers, Nizar
al-Kharzraji, fyrir stríðsglæpi í Írak
á níunda áratug síðustu aldar þegar
herinn beitti efnavopnum gegn
íröskum Kúrdum. Danskir saksókn-
arar óskuðu eftir því að Kharzraji
yrði dæmdur í gæsluvarðhald.
Írakar
lofa upp-
lýsingum
RÚMLEGA tíu þúsund manns fylltu íþróttaleik-
vang í borginni Quetta í Pakistan í gær, er fram
fór jarðarför Mirs Aimals Kasis, pakistansks rík-
isborgara sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í
síðustu viku, eftir að hafa hlotið dauðadóm fyrir
morð á tveimur bandarískum leyniþjónustu-
mönnum fyrir níu árum. Fólk af ættbálki Kasis,
dómarar, trúarleiðtogar, stjórnmálamenn, vinir
Kasis og ókunnugir sem ferðast höfðu úr öllu
heimahéraði hans, Baluchistan, voru við útförina
er fram fór í héraðshöfuðborginni.
Bandarísk stjórnvöld höfðu hafnað beiðni fjöl-
skyldu Kasis og Amnesty International um að
hann yrði náðaður. Bandarískur alríkislögreglu-
maður, sem stjórnaði leit að Kasi í fjögur ár uns
hann náðist 1997, sagði í viðtali við AFP-frétta-
stofuna í síðustu viku að Kasi hefði myrt mennina
í hefndarskyni fyrir afskipti bandarísku leyni-
þjónustunnar í ríkjum múslíma. En heima fyrir er
hann hetja, og við útförina í gær hélt fólk á lofti
borðum er á stóð: „Aimal, píslarvottur Íslams.“
Reuters
Þúsundir við útför í Quetta
STJÓRNVÖLD í Ástralíu vöruðu í
gær þegna sína við því að hætta væri
á hryðjuverkum í landinu á næstu
tveimur mánuðum. Sagði Chris Ell-
ison, dómsmálaráðherra Ástralíu, að
borist hefðu áreiðanlegar upplýsing-
ar um þetta. Ellison vildi ekki greina
frá því hvernig yfirvöld hefðu komist
yfir vitneskjuna, um að hætta væri á
hryðjuverkum, en sagði ógnina
tengjast al-Qaeda hryðjuverkasam-
tökum Osamas bin Ladens.
Ellison sagði að upplýsingarnar
sem stjórnvöld byggju nú yfir væru
ekki ósvipaðar þeim sem yfirvöld í
Bretlandi og Bandaríkjunum hefðu
komið á framfæri við sína þegna á
undanförnum dögum, en þar hefur
verið varað við hugsanlegum hryðju-
verkum á næstu vikum og mánuð-
um.
Sagði hann að ráðamenn hefðu
talið rétt að almenningur fengi að
vita af upplýsingunum.
Ellison lét þess hins vegar getið
að hættan tengdist ekki áströlskum
ríkisborgara, Jack Roche, sem leidd-
ur var fyrir dómara í Perth í gær og
ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin
um að sprengja upp ísraelska sendi-
ráðið í Canberra og ræðismanns-
skrifstofu Ísraels í Sydney. Roche
lýsti sig saklausan af ákærunum.
Roche, sem fæddist í Bretlandi og
snerist á sínum tíma til íslamstrúar,
hafði áður lýst því yfir í samtölum
við ástralska fjölmiðla að hann hefði
hlotið þjálfun við meðferð sprengi-
efna hjá al-Qaeda.
Stjórn Ástralíu ótt-
ast ný hryðjuverk
Sydney, Jakarta. AFP.
JOSE Bove, leiðtogi stéttarfélags
bænda í Frakklandi, var í gær
dæmdur í fangelsi eftir að hæsti-
réttur landsins hafnaði áfrýjun
hans á úrskurði undirréttar er
dæmt hafði hann í alls 14 mánaða
fangelsi fyrir að eyðileggja upp-
skeru á erfðafræðilega breyttum
plöntum.
Undirrétturinn hafði dæmt Bove
í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa
ráðist inn í rannsóknarmiðstöð í
Suður-Frakklandi 1999 og eyðilagt
þar hrísgrjónaplöntur og staðfesti
fyrri úrskurð um átta mánaða fang-
elsi fyrir svipaða árás er Bove hafði
gert ári áður. Hann var ennfremur
dæmdur til að greiða 7.600 evra
sekt.
Bove var ekki viðstaddur dóms-
uppkvaðninguna en var greint frá
henni í síma. Hann stóð frammi
fyrir um 150 stuðningsmönnum sín-
um í heimabæ sínum, Millau, í Suð-
ur-Frakklandi, og kvaðst ekki taka
úrskurðinn gildan þar sem hann
væri „alvarlegt brot á stéttar-
félagaréttindum“.
Ber stjórnvöld saman
við Vichy-stjórnina
Bar hann frönsku ríkisstjórnina
saman við Vichy-stjórnina er starf-
aði með nasistum á árum seinni
heimsstyrjaldarinnar og sagði að ef
stéttarfélagaforkólfar eins og hann
sjálfur yrðu settir í fangelsi þýddi
það „endalok aðgerða stéttarfélaga,
frumkvæðis almennra borgara og
andstöðu við ríkjandi skipulag“.
Reuters
Bové talar við verjanda sinn í síma í
gær, umkringdur stuðningsfólki.
Áfrýjun
Boves
hafnað
París. AFP.
BANDARÍSKA poppstjarnan Mich-
ael Jackson kom í gær til Berlínar
þar sem hann mun á morgun taka
við svonefndum Bambi-verðlaun-
um fyrir tónlistarafrek sín. Hópur
aðdáenda Jacksons kom saman við
Adlon-hótelið þar sem hann dvel-
ur. Kom hann þá út á svalirnar á
þriðju hæð hússins með níu mán-
aða gamlan son sinn og hélt hon-
um um hríð fyrir utan handrið
svalanna en dró sig síðan í hlé.
Jackson hafði ekki gefið neina
skýringu á þessu framferði sínu er
síðast fréttist.
Jackson
„gætir“
sonar síns