Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 23

Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 23 verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 15. Glerárkirkja Vinafundur eldri borgara Gestur samverunnar verður Þorsteinn Backman leikhússtjóri og mun hann ræða um „lífið í leik- húsinu“. Elvý G. Hreinsdóttir syngur einsöng. Að venju verða léttar veitingar í safnaðarsal. Sóknarprestur. STARFSFÓLK Ríkisútvarpsins fagnaði nýjum húsakynnum við Kaupvangsstræti 1 í miðbæ Ak- ureyrar í gær, en það var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra sem opnaði starfsstöð útvarpsins formlega að viðstöddu fjölmenni. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri sagði að auk þess sem nýtt húsnæði væri tekið í notkun væru 20 ár liðin frá því útvarpið hóf starfsemi á Akureyri með dag- skrárgerð, fréttamanni og fjölda áhugamanna á Norðurlandi og hefði þannig gert útvarpið ríkara að efnisinnihaldi. Þjónustumiðstöð fyrir alla miðla Rúv er á Akureyri, þ.e. Rás 1, Rás 2, Sjónvarpið og netmiðla og starfs- stöðvum Rúv víða um land er stjórnað þaðan auk þess sem dag- skrárstjóri Rásar 2, Jóhann Hauks- son, hefur þar aðsetur. „Við vænt- um mikils af starfsemi okkar á Akureyri,“ sagði Markús Örn. Tækjabúnaður er allur stafrænn og sagði útvarpsstjóri að starfsfólk á Akureyri væru brautryðjendur innan stofnunarinnar á því sviði. Sjónarmið lands- byggðarinnar skipta máli Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra sagði það hafa glatt sig er ljóst var að dagskrárstjóri Rásar 2 yrði á Akureyri og taldi að möguleikarnir nú þegar ný starfs- stöð væri tekin í notkun væru mikl- ir. „Þetta er kröftug stöð,“ sagði menntamálaráðherra og taldi það hamingjuspor að öflugt starf innan Ríkisútvarpsins væri unnið á lands- byggðinni, „það skiptir miklu að sjónarmið landsbyggðarinnar, svo fjölbreytt sem þau eru, komi fram.“ Nefndi ráðherra í ávarpi sínu að afnotagjöldin nytu ekki vinsælda meðal landsmanna og að sínu mati kæmi til greina að breyta fjár- mögnun útvarpsins, „það eru til betri leiðir til fjármögnunar,“ sagði hann og nefndi t.d. þann möguleika að stofna hlutafélag í eigu ríkisins um reksturinn, en þann kost yrði að skoða nánar. Forstöðumaðurinn, Jóhann Hauksson, sagði góðan anda í hópn- um og húsinu og ánægjulegt væri að starfsemin væri nú í hjarta höf- uðborgar Norðurlands. Ríkisútvarpið á Akureyri flytur starfsemi sína í hjarta bæjarins Væntum mikils af starfseminni Grímur Gíslason, fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi, með þeim Kára Jónassyni, fréttastjóra útvarps, og Einari Má Sigurðssyni alþingismanni. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Jóhann Hauksson, forstöðumaður á Akureyri, við formlega opnun nýrra húsakynna RÚV á Akureyri en að baki þeim spjalla þeir saman Bogi Ágústsson, fréttastjóri sjónvarps, og Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Tómas I. Olrich menntamálaráðherra ræðir við Elínu Hirst varafrétta- stjóra, Þórunni Gestsdóttur og Önnu K. Jónsdóttur. Morgunblaðið/Kristján SKÓLANEFND hefur samþykkt að óska eftir rúmlega 10 milljóna króna viðbót við fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir næsta ár, vegna stöðu iðjuþjálfa, námsráðgjafa og sérkennslu. Fyrir fundi nefndarinnar lágu til- lögur um að óska eftir fjárveitingu árið 2003 til að ráða iðjuþjálfa í 100% stöðu við skólateymi fjöl- skyldudeildar, til að sinna þjónustu við nemendur í leik- og grunnskól- um bæjarins, einnig til að fjölga stöðum námsráðgjafa við grunn- skólana um 1,5 og sérkennslu í leik- skólum um eitt stöðugildi. Skóla- nefnd samþykkti að óska eftir 5 milljónum króna vegna 150% stöðu námsráðgjafa, 2,8 milljónum króna vegna 100% iðjuþjálfa og 2,4 millj- ónum króna vegna sérkennslu í leikskólum bæjarins. Skólanefnd Akureyrarbæjar Vill viðbót til fræðslu- og uppeldismála ATVINNUÁSTAND á Eyja- fjarðarsvæðinu er betra en víða annars staðar á landinu að því er fram kemur í grein á vefsíðu Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar. Atvinnuleysi var á sama tíma í fyrra ívið meira á Ak- ureyri en það er nú, en þó munar afar litlu, 198 eru skráðir atvinnulausir nú en voru 194 í fyrra. Á flestum öðrum stöðum á Eyjafjarð- arsvæðinu var ástandið betra fyrir ári, einkum á Dalvík þar sem aðeins 7 manns voru án atvinnu en eru 17 nú. Ástand- ið hefur batnað í Ólafsfirði þar sem 22 eru án atvinnu en þeir voru 31 á sama tíma í fyrra. Hvað horfur í nóvember varðar segir að atvinnuástand versni yfirleitt á þeim tíma, undanfarin 10 ár hefur það að jafnaði aukist um 9,5% að meðaltali frá október til nóv- ember. Líklegt er að svo verði áfram nú og er því spáð að á Eyjafjarðarsvæðinu verði atvinnuleysi í nóvember á bilinu 2,3–2,6%. Betra en víða ann- ars staðar Atvinnuástand í Eyjafirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.