Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 23 verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 15. Glerárkirkja Vinafundur eldri borgara Gestur samverunnar verður Þorsteinn Backman leikhússtjóri og mun hann ræða um „lífið í leik- húsinu“. Elvý G. Hreinsdóttir syngur einsöng. Að venju verða léttar veitingar í safnaðarsal. Sóknarprestur. STARFSFÓLK Ríkisútvarpsins fagnaði nýjum húsakynnum við Kaupvangsstræti 1 í miðbæ Ak- ureyrar í gær, en það var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra sem opnaði starfsstöð útvarpsins formlega að viðstöddu fjölmenni. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri sagði að auk þess sem nýtt húsnæði væri tekið í notkun væru 20 ár liðin frá því útvarpið hóf starfsemi á Akureyri með dag- skrárgerð, fréttamanni og fjölda áhugamanna á Norðurlandi og hefði þannig gert útvarpið ríkara að efnisinnihaldi. Þjónustumiðstöð fyrir alla miðla Rúv er á Akureyri, þ.e. Rás 1, Rás 2, Sjónvarpið og netmiðla og starfs- stöðvum Rúv víða um land er stjórnað þaðan auk þess sem dag- skrárstjóri Rásar 2, Jóhann Hauks- son, hefur þar aðsetur. „Við vænt- um mikils af starfsemi okkar á Akureyri,“ sagði Markús Örn. Tækjabúnaður er allur stafrænn og sagði útvarpsstjóri að starfsfólk á Akureyri væru brautryðjendur innan stofnunarinnar á því sviði. Sjónarmið lands- byggðarinnar skipta máli Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra sagði það hafa glatt sig er ljóst var að dagskrárstjóri Rásar 2 yrði á Akureyri og taldi að möguleikarnir nú þegar ný starfs- stöð væri tekin í notkun væru mikl- ir. „Þetta er kröftug stöð,“ sagði menntamálaráðherra og taldi það hamingjuspor að öflugt starf innan Ríkisútvarpsins væri unnið á lands- byggðinni, „það skiptir miklu að sjónarmið landsbyggðarinnar, svo fjölbreytt sem þau eru, komi fram.“ Nefndi ráðherra í ávarpi sínu að afnotagjöldin nytu ekki vinsælda meðal landsmanna og að sínu mati kæmi til greina að breyta fjár- mögnun útvarpsins, „það eru til betri leiðir til fjármögnunar,“ sagði hann og nefndi t.d. þann möguleika að stofna hlutafélag í eigu ríkisins um reksturinn, en þann kost yrði að skoða nánar. Forstöðumaðurinn, Jóhann Hauksson, sagði góðan anda í hópn- um og húsinu og ánægjulegt væri að starfsemin væri nú í hjarta höf- uðborgar Norðurlands. Ríkisútvarpið á Akureyri flytur starfsemi sína í hjarta bæjarins Væntum mikils af starfseminni Grímur Gíslason, fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi, með þeim Kára Jónassyni, fréttastjóra útvarps, og Einari Má Sigurðssyni alþingismanni. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Jóhann Hauksson, forstöðumaður á Akureyri, við formlega opnun nýrra húsakynna RÚV á Akureyri en að baki þeim spjalla þeir saman Bogi Ágústsson, fréttastjóri sjónvarps, og Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Tómas I. Olrich menntamálaráðherra ræðir við Elínu Hirst varafrétta- stjóra, Þórunni Gestsdóttur og Önnu K. Jónsdóttur. Morgunblaðið/Kristján SKÓLANEFND hefur samþykkt að óska eftir rúmlega 10 milljóna króna viðbót við fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir næsta ár, vegna stöðu iðjuþjálfa, námsráðgjafa og sérkennslu. Fyrir fundi nefndarinnar lágu til- lögur um að óska eftir fjárveitingu árið 2003 til að ráða iðjuþjálfa í 100% stöðu við skólateymi fjöl- skyldudeildar, til að sinna þjónustu við nemendur í leik- og grunnskól- um bæjarins, einnig til að fjölga stöðum námsráðgjafa við grunn- skólana um 1,5 og sérkennslu í leik- skólum um eitt stöðugildi. Skóla- nefnd samþykkti að óska eftir 5 milljónum króna vegna 150% stöðu námsráðgjafa, 2,8 milljónum króna vegna 100% iðjuþjálfa og 2,4 millj- ónum króna vegna sérkennslu í leikskólum bæjarins. Skólanefnd Akureyrarbæjar Vill viðbót til fræðslu- og uppeldismála ATVINNUÁSTAND á Eyja- fjarðarsvæðinu er betra en víða annars staðar á landinu að því er fram kemur í grein á vefsíðu Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar. Atvinnuleysi var á sama tíma í fyrra ívið meira á Ak- ureyri en það er nú, en þó munar afar litlu, 198 eru skráðir atvinnulausir nú en voru 194 í fyrra. Á flestum öðrum stöðum á Eyjafjarð- arsvæðinu var ástandið betra fyrir ári, einkum á Dalvík þar sem aðeins 7 manns voru án atvinnu en eru 17 nú. Ástand- ið hefur batnað í Ólafsfirði þar sem 22 eru án atvinnu en þeir voru 31 á sama tíma í fyrra. Hvað horfur í nóvember varðar segir að atvinnuástand versni yfirleitt á þeim tíma, undanfarin 10 ár hefur það að jafnaði aukist um 9,5% að meðaltali frá október til nóv- ember. Líklegt er að svo verði áfram nú og er því spáð að á Eyjafjarðarsvæðinu verði atvinnuleysi í nóvember á bilinu 2,3–2,6%. Betra en víða ann- ars staðar Atvinnuástand í Eyjafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.