Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 24

Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 24
SUÐURNES 24 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÁN félög með hátt í 700 fé- lagsmenn hafa gengið í nýstofnað Tómstundabandalag Reykjanes- bæjar (TRB) en það er fyrsta bandalagið sinnar tegundar á land- inu. Vegna stofnunar samtakanna hafa verið stofnuð félög um ýmis áhugamál og eldri félög sem fáir vissu um hafa komið fram í dags- ljósið. „Sem formaður Skákfélags Reykjanesbæjar hafði ég samband við Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúa, vegna húsnæð- ismála fyrir félagið. Hann nefndi þá hugmynd að stofna tómstunda- bandalag sem gæti verið málsvari félaga og klúbba og stutt við bakið á þeim í húsnæðismálum og fleiru. Stefán hafði raunar fyrst viðrað þessa hugmynd opinberlega fyrir nokkrum árum en engar undirtekt- ir fengið. Ég féllst á að vinna með honum að þessu verkefni,“ segir Páll Árnason, formaður Tóm- stundabandalags Reykjanesbæjar. Málsvari klúbbanna Boðað var til kynningarfundar og síðar stofnfundar Tómstunda- bandalags Reykjanesbæjar í apríl síðastliðnum og kosin stjórn sem Páll er í forystu fyrir. Síðan hefur stjórn bandalagsins aðstoðað félög og klúbba við að ganga frá lögum og formsatriðum við stofnum félaga um áhugamál sín og ganga í Tóm- stundabandalagið. Bandalagið er málsvari þessara félaga og klúbba gagnvart bæjar- félaginu. Formaðurinn hefur rétt til að sitja fundi Tómstunda- og íþróttabandalags Reykjanesbæjar með málfrelsi og tillögurétti, með sama hætti og formaður Íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar. Páll telur að það komi sér vel fyrir fé- lögin að hafa þannig áhrif á veit- ingu styrkja og útvegun aðstöðu fyrir þau. Því hafi verið lýst yfir af Reykjanesbæ að félög sem eigi að- ild að TRB njóti forgangs að fyr- irgreiðslu bæjarfélagsins við slíka starfsemi. Meðal mála sem TRB hefur kom- ið að er undirbúningur að samn- ingum um uppbyggingu tóm- stundasvæðið í tengslum við go-kartbraut Reisbíla í Njarðvík. Þar verður komið upp aðstöðu fyrir fjarstýrða smábíla og báta og jafn- vel flugmótel. Þá átti bandalagið aðild að málþingi um tómstundir og jaðaríþróttir sem haldið var síðast- liðinn sunnudag. Rætt hefur verið um að efna til frístundaviku í Reykjanesbæ á næsta ári og hafa hana árlega. Páll segir að Tóm- stundabandalagið muni eiga aðild að henni. Nú hafa fimmtán félög og klúbb- ar gengið í TRB og er samanlagður félagsmannafjöldi þeirra áætlaður 650 til 700 manns. Þarna kennir ýmissa grasa, í hópnum eru mörg áhugafélög um svokallaðar jaðar- íþróttir, svo sem Brettafélag Suð- urnesja, Flugmódelfélag Suður- nesja og Litboltafélag Suðurnesja, svo nokkur séu nefnd. Einnig hefð- bundnari áhugamannafélög svo sem Leikfélag Keflavíkur, Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ, Bridsfélag Suðurnesja og Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesj- um. Þá er Gallerí Björg aðili þannig að segja má að RNB spanni vítt svið, frá prjónakonum til brettast- ráka og myndlistarfólki til sjóþotu- eigenda. Félög um hefðbundnar íþróttagreinar sem eru innan Íþróttasambands Íslands geta ekki öðlast aðild að Tómstundabanda- laginu enda gætir Íþróttabandalag Reykjanesbæjar hagsmuna iðk- enda þeirra. Von á fleirum Páll segir að von geti verið á fleiri félögum í sambandið, þannig hafi skátafélögunum, KFUM, ung- lingadeild Suðurnesjadeildar Rauða krossins og áhugamönnum um vélhjólaakstur verið boðin aðild og reiknar hann með að einhver af þessum félögum þiggi það. Búast má við að félagafjöldinn nálgist fljótt þúsundið ef fram heldur sem horfir. „Það hafa sprottið upp félög vegna stofnunar TRB, félög sem stofnuð hafa verið af þessu tilefni um tiltekin áhugamál og önnur komið upp á yfirborðið, meðal ann- ars klúbbar sem menn vissu ekki að væru til og áhugamál sem fáir vissu að væru iðkuð hér,“ segir Páll. Tómstundabandalag Reykjanes- bæjar er fyrstu samtökin af þessu tagi í landinu og er þar því unnið ákveðið brautryðjendastarf. Páll segist hafa heyrt af áhuga víðar á sambærilegum samtökum, meðal annars í Reykjavík. Aðstaða í 88 Formaðurinn er ánægður með þróunina til þessa. Segir að félögin sem starfi undir hatti þess njóti mun meiri viðurkenningar en áður, meðal annars hjá bæjaryfirvöldum sem séu mjög jákvæð í garð þessa starfs. Reynt sé að hjálpa félögun- um við að koma sér upp starfs- aðstöðu og hafi margt verið gert í því. Þá sé rætt um að Tómstunda- bandalagið fái fundaraðstöðu í Hafnargötu 88, í fyrirhugaðri fé- lags- og menningarmiðstöð ungs fólks sem Reykjanesbær ætlar að koma þar upp. Hugsanlegt sé að einhverjir áhugaklúbbar innan sambandsins fái einnig starfsað- stöðu þar. Hátt í 700 félagsmenn í nýstofnuðu Tómstundabandalagi Reykjanesbæjar Félög og áhugaklúbbar spretta upp eins og gorkúlur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Páll Árnason hefur komið sér upp aðstöðu í bílskúrnum fyrir flugmódelin. Synirnir, Gústaf Ingi og Bergþór Ari, eru áhugasamir um smíðina. Ljósmynd/Hilmar Bragi Tómstundabandalag Reykjanesbæjar tók þátt í málþingi um tómstundir og jaðaríþróttir sem efnt var til í Selinu í Njarðvík um nýliðna helgi. Reykjanesbær BAÐSTAÐURINN Bláa lónið og fiskverkunin Þróttur fá þessa árs viðurkenningu umhverfisnefndar Grindavíkur fyrir snyrtilegt um- hverfi. Tilkynnt var um valið við athöfn í gær og verðlaun afhent. Þróttur rekur fiskverkun á Ægisgötu 9–13. Hefur fyrirtækið gert upp húsnæðið og stækkað og lagað umhverfi húsanna. Í um- sögn umhverfisnefndar kemur fram að viðurkenningin er veitt fyrir vel útfærðar endurbætur á húsinu. „Þetta er skemmtilegt og kitlar svolítið metorðagirndina. Ég held líka að svona viðurkenning hafi áhrif á mannskapinn, hér hafa sömu mennirnir unnið lengi, því þetta er þeirra verk líka enda verður að ganga vel um og hafa snyrtilegt í kringum húsið,“ segir Þórarinn Ólafsson, eigandi Þrótt- ar ehf., þegar hann er spurður um þýðingu þess fyrir félagið að fá viðurkenningu af þessu tagi. Þróttur er í húsnæði sem byggt var á fimmta áratugnum og var fyrst notað sem söltunarhús Hraðfrystihúss Grindavíkur. „Það er búið að gera að mörgum fisk- um hérna á þessum tíma,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa um- turnað húsunum og stækkað. „Jú, ég vildi gera þetta almennilega. Það verður að vera almennilegt eða hreint ekki neitt gert,“ segir Þórarinn Ólafsson í Þrótti ehf. Bláa lónið fær sína viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegt og spenn- andi umhverfi á nýjum stað í Illa- hrauni. „Okkur þykir vænt um þessa viðurkenningu og erum hreykin af henni. Hún hvetur okkur áfram og til að gera ennþá betur,“ sagði Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, rekstrarstjóri bað- staðarins, þegar hennar við- bragða er leitað. Anna segir að Bláa lónið leggi áherslu á umhverfismál í starfi sínu. Það hafi fengið umhverf- isviðurkenningu Ferðamálaráðs fyrir þremur árum og vonist til að fá Bláfánann svokallaða á næstunni. Ekki sé síður mik- ilvægt að fá slíka viðurkenningu frá sveitarfélagi sem fyrirtækið þurfi að vinna mikið með. Frá því að Bláa lónið var flutt á nýjan stað í Illahrauni hefur komið yfir ein milljón gesta í lón- ið. Anna segir að búast megi við ummerkjum eftir slíkan fjölda en reynt sé að vernda umhverfið eins og kostur sé, meðal annars með því að leggja og merkja göngustíga. Áhugi sé að halda áfram á þeirri braut. Þá þurfi að hugsa um að hreinsa upp það sem gestirnir skilji eftir. Ruslið sé flokkað en með tilkomu nýrrar flokkunar- og sorpeyðing- arstöðvar á Suðurnesjum muni aukast möguleikarnir á frekari flokkun. „Umhverfið skiptir okkur miklu máli, starfsemin byggist á því og endurnýtingu þeirrar nátt- úruauðlindar sem heita vatnið er,“ segir Anna Gunnhildur Sverrisdóttir rekstrarstjóri. Bláa lónið og Þróttur fá viður- kenningu Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Fulltrúar Bláa lónsins og Þróttar ehf. tóku við umhverfisviðurkenningu Grindavíkurbæjar í gær. F.v. fulltrúar Þróttar, Sævar Þórarinsson, Ragnhildur Guðjónsdóttir, Guðveig Sigurðardóttir og Þórarinn Ólafsson. Þá Jóna Rut Jónsdóttir, formaður umhverfisnefndar, og fulltrúar Bláa lónsins, Hartmann Kárason, Anna G. Sverrisdóttir, Grímur Sæmundssen, og síðastur í röðinni er Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri. PÁLL Árnason, formaður Tómstundabandalags Reykja- nesbæjar, er mikill áhuga- maður um skák og flugmódel og hefur lengi starfað að fé- lagsmálum skákmanna. Páll lét af starfi formanns Skákfélags Reykjanesbæjar fyrir skömmu en hafði verið aðal forystumaður félagsins í fjögur ár. Hann hafði áður starfað að félagsmálum skák- arinnar í Keflavík og Vest- mannaeyjum þaðan sem hann er ættaður. „Ég hef lítið teflt undanfarin ár vegna fé- lagsstarfanna en er að auka það eftir að ég lét af for- mennsku. Ég hætti vegna þess að formennskan í Tóm- stundabandalaginu var farin að segja meira til sín,“ segir Páll. Hann segir að mikil uppsveifla sé í skákinni í Reykjanesbæ. Þannig sé fé- lagið með tvö lið í Íslands- móti, eina félagið utan höf- uðborgarsvæðisins. Lið félagsins teflir í annarri deild. Páll segist einnig hafa mik- inn áhuga á að smíða og fljúga flugmódelum. Hann byrjaði aftur að sinna því áhugamáli í vor eftir tíu ára hlé. Tveir synir hans eru einnig mjög áhugasamir um þetta og er Páll ánægður með það, segir að þetta sé mjög heilbrigt tómstundagaman. Áhuga- maður um skák og flugmódel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.