Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 39
✝ Hulda Guðna-dóttir fæddist á
Krossi í Ljósavatns-
hreppi í S.-Þing. 10.
apríl 1913. Hún lést á
dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri 11. nóv-
ember síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Guðna Vil-
hjálms Þorsteinsson-
ar, f. í Jarlsstaðaseli í
Bárðardal 2.7. 1883,
d. 18.6. 1971, og
Jakobínu Kristínar
Ólafsdóttur, f. á Ytra-
Fjalli í Aðaldal, 2.3.
1890, d. 8.1. 1967, en þau hjón
bjuggu lengst á ýmsum bæjum í
Fnjóskadal. Önnur börn þeirra,
systkini Huldu, voru Jón, f. 1.3.
1915, d. 15.11. 2000, Sigrún, f. 23.4.
1917, d. 3.7. 1943, Mekkín, f. 4.5.
1920, Sigurbjörg, f. 26.7. 1925,
Kristín, f. 22.10. 1927, og Guðrún
Björg, f. 11.1. 1934, d. 26.11. 1991.
Hulda giftist 31.8. 1940 Páli
Ólafssyni frá Sörlastöðum, f. 27.11.
1908, d. 15.1. 1982, en þau skildu
1942. Sambýlismaður hennar frá
því seint á sjöunda áratugnum var
Einar Stefán Sigurðsson, sjómaður,
f. á Skálum á Langanesi 23.12.
1916, d. 15.1. 1995, en sonur hans er
Sigurður, f. 5.7. 1946. Synir Páls og
Huldu eru: 1) Hjörtur, fv. dagskrár-
1971. 2) Hreinn, hæstaréttarlög-
maður, f. 1.6. 1942, kvæntur Mar-
gréti Ólafsdóttur, hjúkrunarfræð-
ingi, f. 23.2. 1940. Börn þeirra: A)
Lára, BA í íslensku, kennari, f. 9.7.
1964, gift dr. Erlingi Jóhannssyni,
dósent við KHÍ, f. 14. 2. 1961, og
eiga þau börnin a) Agnesi, f. 17.6.
1990, b) Jóhann, f. 18.11. 1994, og c)
Þóru, f. 25.1. 2002. B) Ólafur, hönn-
uður, starfsmaður Vegagerðar rík-
isins, f. 15.4. 1967, kvæntur Sigur-
björgu Maríu Ísleifsdóttur,
tannsmið, f. 26.2. 1970, og eiga þau
börnin a) Símon Hrein, f. 23.1 1989,
b) Margréti Ídu, f. 18.1. 1999, og c)
Ásdísi Jönu, f. 28.10. 2001. C)
Guðni, framkvæmdastjóri Íslensku
vefstofunnar, f. 6.12. 1971, sam-
býliskona Þórey Vilhjálmsdóttir,
flugfreyja, f. 6.12. 1971, og eiga þau
tvíburadæturnar Ölmu Guðrúnu og
Evu Margréti, f. 10.11. 1994. D)
Hans, nemi, f. 18.2. 1980.
Hulda Guðnadóttir var nemandi í
Húsmæðraskólanum á Laugum
1931-32 og vann á yngri árum ýmis
almenn störf heima og heiman. Eft-
ir að hún fluttist til Akureyrar 1948
vann hún mest við sauma jafnframt
húsmóðurstörfum, bæði heima og á
klæðskeraverkstæðum og sauma-
stofum. Um tíma rak Hulda þar
einnig litla fatahreinsun og var
nokkur ár gæslukona í húsi sr.
Matthíasar, Sigurhæðum. Síðustu
sex árin, eftir að heilsa hennar bil-
aði, var dvalarheimilið Hlíð sama-
staður hennar.
Útför Huldu verður gerð frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
stjóri, rithöfundur, f.
5.6. 1941, kvæntur
Steinunni Bjarman, fv.
deildarstjóra, f. 7.10.
1928. Dætur þeirra: A)
Hulda, læknir, f. 30.7.
1962, gift Eggert Pét-
urssyni, myndlistar-
manni, f. 24.11. 1956,
og eiga þau börnin a)
Eyvind, f. 6.11. 1981, b)
Pétur f. 19.8. 1985, c)
Guðrúnu Ingu, f. 11.6.
1995, og d) Hjört Pál, f.
24.2. 1998. B) Guð-
björg myndlistarkona,
f. 18.10. 1963, gift
Michael R. Leaman, bókaútgefanda
í London, og eiga þau börnin a)
Thor Michael Berg, f. 26.9. 1991, og
b) Svölu Louise Veru, f. 15.2. 1994.
C) Þórunn, myndlistar- og blaða-
kona, f. 28.2. 1965, gift Herði
Bragasyni, tónlistarmanni, f. 15.2.
1959, og eiga þau dæturnar a)
Steinunni, f. 14.6. 1987, og b) Katr-
ínu, f. 7.6. 1991. Stjúpdóttir Hjartar
er Kristín Pálsdóttir, skrifstofu-
stjóri, f. 11.11. 1950, gift Ragnari
Lár, myndlistarmanni, f. 13.12.
1935. Dóttir þeirra er Freyja, nemi,
f. 7.2. 1975, og á hún synina Eið
Benedikt Eiríksson, f. 1.11. 1991,
og Daða Frey, f. 3.10. 1998. Faðir
hans og sambýlismaður Freyju er
Örvar Daði Marinósson, f. 23.8.
Tengdamóðir mín, Hulda Guðna-
dóttir, verður jarðsett í dag og við
það tækifæri langar mig að minnast
hennar með nokkrum orðum. Hulda
var að mörgu leyti óvenju sjálfstæð
kona sem barðist fyrir tilveru sinni og
sinna og því var það þyngra en tárum
tæki að hún skyldi ekki fá að njóta
lífsins með sonum sínum og fjölskyld-
um þeirra síðustu árin, en þá hafði
minnissjúkdómur náð tangarhaldi á
henni og hún fjarlægðist okkur meir
og meir.
Það eru liðin rösk 40 ár síðan ég
kynntist Huldu. Við fyrstu kynni virt-
ist hún dul og fálát, en það var aðeins
á ytra borði. Að vísu var hún aldrei að
trana sér fram né taka fram fyrir
hendurnar á fólki og laus við alla af-
skiptasemi. En hún var eins og klett-
urinn á sínum stað þegar á þurfti að
halda. Allir gátu leitað til hennar,
skyldir og vandalausir, og hún leysti
vanda fólks án þess að hafa orð um
það.
Hulda var elst sjö systkina, fædd
og alin upp í sveit. Foreldrar hennar
voru alla tíð leiguliðar og bjuggu yf-
irleitt á litlum jörðum utan þann tíma
sem faðir hennar var kirkjubóndi á
Hálsi í Fnjóskadal. Móðuramma
hennar hafði ung orðið ekkja og átti
þá tvær barnungar dætur. Hún
braust áfram með dætur sínar og var
svo lánsöm að geta alltaf haft þær hjá
sér. Hún fylgdi móður Huldu og vann
því heimili meðan hún lifði. Guðni,
faðir Huldu, missti móður sína barn-
ungur og var alinn upp hjá vanda-
lausu en góðu fólki á Fljótsheiðinni.
Fólkið sem að Huldu stóð vissi því að
ekkert fékkst án fyrirhafnar og það
varð að treysta á sig sjálft.
Hulda var aðeins 5 eða 6 ára þegar
hún fór að hjálpa til og amma hennar,
Hildur, var hennar stoð og stytta.
Skólaganga var af skornum skammti
í sveitinni. Hún og Jón bróðir hennar,
sem var næstur henni í aldri, gengu
tvo vetur í skóla á Draflastöðum tvo
mánuði hvort árið. Veturinn eftir
fermingu var hún þar einnig mánað-
artíma við nám ásamt fleiri ungling-
um. Hulda var einn vetur á Hús-
mæðraskólanum á Laugum í Reykja-
dal þegar hún var 18 ára og var þá
yngsti nemandinn.
Seinna sagði Hulda okkur að auð-
vitað hefði sig langað til að læra
meira en þess var enginn kostur. Hún
sagðist alla tíð hafa haft mjög gaman
af tónlist og söng og átt draum um að
eignast og læra á orgel og syngja í
kór. Hún var í skólakór á Laugum og
síðar á ævinni söng hún með kór aldr-
aðra á Akureyri. Orgel gat hún keypt
þegar hún var á áttræðisaldri en þá
var orðið nokkuð seint að læra á það.
Annað langaði hana afar mikið til að
læra og fást við en það var garðyrkja.
Hana dreymdi um góðan garð við hús
sitt sem rættist aðeins að litlu í síð-
asta húsinu sem hún bjó í. Hún hafði
það sem kallað er „græna fingur“ og
var alltaf að koma til blómum sem
aðrir höfðu gefist upp á. Hjá henni
fengu dætur mínar áhuga á blómum
og þegar þær komu frá henni á haust-
in voru þær alltaf með nokkra af-
leggjara í fórum sínum.
Hulda vann á ýmsum stöðum í
sveitinni eða heima hjá foreldrum
sínum næstu árin. En sumarið 1940
giftist hún Páli Ólafssyni á Sörlastöð-
um í Fnjóskadal og fluttist þangað.
Páll bjó þar ásamt foreldrum sínum
og systur. Þar fæddist eldri sonur
þeirra, Hjörtur, vorið 1941, en
Hreinn fæddist á Hálsi ári seinna og
voru Hulda og Páll þá skilin að skipt-
um.
Með hjálp foreldra sinna barðist
Hulda áfram með syni sína og settist
að á Akureyri 1948 og átti þar heima
upp frá því. Fyrstu árin leigði hún í
fremur ófullkomnu húsnæði, hafði
t.d. sjaldan baðherbergi og iðulega
aðeins eldunarpláss. Húsnæðið var
alltaf þröngt og þegar gömlu hjónin,
foreldrar hennar, fluttu til Akureyrar
settust þau að hjá henni og bjuggu í
skjóli hennar til æviloka.
Smátt og smátt rættist úr fyrir
Huldu og hún eignaðist hlutdeild í
húsnæði, fyrst á móti föður sínum en
seinna á móti Einari sambýlismanni
sínum. Hún bjó á 9 eða 10 stöðum á
Akureyri en alltaf á svipuðum slóð-
um, í eða rétt við miðbæinn. Lengst í
suður var hún í Höepfner og lengst í
norður í Hólabraut og var þar síðasta
heimili hennar.
Hulda vann mest við sauma þessi
árin, og tók þá oft verkefni heim.
Einnig vann hún ýmiss konar tilfall-
andi verkakvennastörf. Ævi hennar
um þessar mundir eins og svo oft síð-
ar hefur áreiðanlega verið endalaust
strit.
Hún sagði seinna að hún hefði
reynt að hafa sem frjálslegast upp-
eldi á sonum sínum, það hefði komið
af sjálfu sér því þeir hefðu orðið að
bjarga sér sjálfir með svo margt.
Eins hefði það verið með námið, um
það hefðu þeir verið alveg sjálfráðir
og hún aldrei þurft að hvetja þá til
framhaldsnáms því að þeir hefðu ver-
ið staðráðnir í því að halda áfram
námi.
Ég hafði oft séð Huldu á Akureyri
áður en ég kynntist henni. Hulda var
fremur há kona, samsvaraði sér vel
og mjög sterklega vaxin. Hún var
dökkhærð og dökkeyg, kinnbeinahá
og alvörugefin á svip. Hún var alltaf
smekklega klædd án alls íburðar.
Vorið 1962 varð hún tengdamóðir
mín og þá hófust okkar kynni. Það
vor varð yngri sonur hennar, Hreinn,
stúdent og í tilefni dagsins hélt hún
veislu heima hjá sér. Mér er þessi
dagur mjög minnisstæður. Veislan
var notaleg, gestir voru nánir ætt-
ingjar og vinir, svo og faðir sona
hennar og föðursystir. Allt fór þetta
vel fram og Hulda kvaddi sér hljóðs
og hélt ræðu fyrir son sinn. Hún
þakkaði honum hvað hann hefði verið
traustur og góður sonur og staðið sig
vel í skóla og óskaði honum velfarn-
aðar í lífinu. Þetta gerði hún á svo
virðulegan en látlausan hátt að ég
hefi aldrei gleymt því. Hún var alveg
fumlaus og eins og hún væri þessu
þaulvön. Eiginlega var þetta í fyrsta
skipti sem ég hafði heyrt konu halda
borðræðu blaðalaust.
Eftir að ég kynntist sonum hennar
betur og nánar fann ég að þeir höfðu
hlotið annað veganesti en ég og þeir
sem ég hafði alist upp með. Móðir
þeirra hafði með sjálfstæði sínu gert
þá sjálfstæða og óháða sér.
Flest ungt fólk sem ég þekkti fékk
í veganesti frá foreldrum og kennur-
um margvíslegar fyrirbænir um að
vera foreldrum, ættmennum og skól-
um til sóma, gæta sín á freistingum
og gleyma ekki því sem foreldrar og
aðrir hefðu fyrir það gert. Á þennan
hátt fannst mér ungu fólki iðulega
vera íþyngt með óþarfa samviskubiti.
Afstaða Huldu hefur verið mér
töluvert umhugsunarefni og ég hefi
dáðst að því hvað hún sýndi sonum
sínum mikið traust. En þetta var
hennar háttur, hún barmaði sér aldr-
ei og það hvarflaði ekki að manni að
sýna henni vorkunnsemi.
Drengirnir hennar tveir kvæntust
báðir rétt eftir að þeir hófu háskóla-
nám og hún eignaðist fljótlega barna-
börn. Hún var afar stolt af þeim og
barnabarnabörnunum og mjög nota-
leg við þau. Dætur okkar Hjartar
voru iðulega hjá henni á Akureyri á
sumrin. Þær hlökkuðu alltaf til að
fara þangað og sögðu gjarnan við
okkur að hjá ömmu sinni fengju þær
að gera allt. Ég held að hún hafi aldr-
ei skammað börn og sjálfsagt leyft
þeim að gera það sem þau langaði til
þegar þau báðu um það.
Eftir að Einar Sigurðsson og
Hulda hófu sambúð breyttist líf
hennar töluvert. Einar átti bíl og þau
ferðuðust talsvert um landið. Stund-
um fóru þau með barnabörnin með
sér eða voru í samfloti við vini og ætt-
ingja. Þau fóru einnig nokkrar ferðir
til útlanda. Fyrstu utanlandsferðina
fóru þau til Árósa að heimsækja okk-
ur Hjört þegar við bjuggum þar.
Þegar Hulda varð sjötug buðu syn-
ir hennar þeim í ferðalag, fyrst til
Danmerkur og þaðan til Grikklands.
Við fórum í þessa ferð níu saman og
var hún sérlega vel heppnuð. Hulda
undi sér mjög vel í hitanum á grísku
eyjunni Kos og sjórinn og maturinn
þar átti mjög vel við hana. Seinna fór
Hulda ein að heimsækja sonardætur
sínar í Noregi og á Englandi.
Á heimili Huldu var alltaf mjög
gestkvæmt. Þegar hún flutti til Ak-
ureyrar voru allar systur hennar bú-
settar í sveit og ef þær voru á ferð í
bænum var heimili hennar fastur við-
komustaður. Eftir að gömlu hjónin
fluttu til hennar varð hennar heimili
því eins og heimili systkina hennar og
þeirra fólks. Á Akureyri eignaðist
hún marga vini. Það var fólk sem
hafði leigt eða unnið með henni eða
hún hafði hjálpað á einn eða annan
hátt.
Það gilti sama regla á heimili
Huldu og Einars eins og í sveitinni í
gamla daga. Allir voru velkomnir og
sjálfsagt að ganga úr rúmi og sofa á
undirsæng í eldhúsinu til að koma öll-
um fyrir. Börn voru alltaf í kringum
Huldu og Einar og það voru fleiri en
þeirra barnabörn sem kölluðu þau
ömmu og afa. Allt fjas og raus var
Huldu víðsfjarri og því fannst fólki
gott að leita til hennar.
Hulda dvaldi oft á heimili okkar
Hjartar og kom alltaf ef einhver
tímamót voru í fjölskyldunni. Hún
var einnig iðulega hjá okkur um jólin.
Hún var afar þægileg á heimili og
hjálpaði til við heimilisstörfin án þess
að tala um það. Hún tók með mér
slátur. Gerði og skar út laufabrauð.
Sendi okkur bláber á hverju sumri og
margt fleira. En hún blandaði sér
aldrei í samskipti okkar hjóna. Hún
var mjög notaleg við móður mína sem
var hjá okkur í heimili og systkini mín
og þeirra fólk laðaðist að henni.
Sambýlismaður Huldu, Einar Sig-
urðsson, lést 1995. Hann var mjög
heilsulítill síðustu árin og kom það af
sjálfu sér að Hulda annaðist hann
meðan hann var heima, en síðustu
mánuðina dvaldi hann á sjúkrahúsi
og þangað heimsótti hún hann hvern
einasta dag. Hún stóð á virðulegan og
látlausan hátt fyrir útför hans og erfi.
En eins og áður segir kom skömmu
seinna í ljós minnissjúkdómur sá sem
tók hana seinast alveg frá okkur. Síð-
ustu árin dvaldi hún á Dvalarheim-
ilinu Hlíð og sýndi starfsfólkið þar
henni dæmalausa hlýju og alúð.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég einstaka sæmdarkonu og
votta öllum aðstandendum hennar
innilega samúð mína.
Steinunn Bjarman.
Það sem kemur upp í hugann þeg-
ar ég minnist ömmu minnar eru
æskuminningar: Akureyri, amma og
Einar, sambýlismaður hennar, Guðni
langafi minn og Doppa, en amma átti
kött með þessu nafni. Í íbúðinni
heima hjá ömmu í Hafnarstræti 88
voru, undir súðinni yst, í tveimur her-
bergjum kompur. Önnur var Einars
kompa, hin ömmu kompa. Í þessum
kompum fengum við útrás fyrir sköp-
unargleðina. Í ömmu kompu var
sauma- og prjónadót yfirgnæfandi,
en í Einars kompu var smíða-, veiði-
og málningardót og það var alltaf til
nógur efniviður til að föndra úr.
Hjá ömmu kynntist ég, fyrir utan
prjón og hekl, útsaumi, að rýja, að
flosa og auðvitað saumavélum. Í
Hafnarstrætinu var uppi rokkur og
prjónavél, á tímabili átti hún líka vef-
stól og í nokkur ár fatahreinsun.
Amma kenndi mér líka að baka,
steikja kleinur og hræra skyr.
Amma var róleg og góð kona með
sterka réttlætiskennd. Sumarið sem
ég var átta ára og var hjá henni fékk
eldri systir mín að fara til systur
ömmu í sveit. Mig langaði líka í sveit
og amma gafst ekki upp fyrr en hún
kom mér í sveit líka. Amma skildi allt
– það þurfti oft engin orð.
Eftir að Einar lést var eins og
hennar fasti tilverugrundvöllur riðl-
aðist. Hún fjarlægðist okkur meir og
meir og hvarf á endanum yfir í eigin
veröld. Þó fannst mér, þegar ég
heimsótti hana fyrir um ári, að hún
áttaði sig alveg á því að hún þekkti
mig, þó að hún vissi líklega ekki hver
ég var, og það þótti mér vænt um.
Mér finnst það segja sína sögu um
ömmu mína að þegar við, sonardætur
hennar fjórar, vorum um tvítugt, eða
farnar að heiman gaf hún okkur öll-
um saumavélar. Amma var kona sem
lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna
og ég þakka fyrir að hafa fengið að
eiga hana svona lengi að.
Þórunn Hjartardóttir.
Þegar ég var 6 ára flutti ég til Ak-
ureyrar og mikið hlakkaði ég til því
ég var að flytja til ömmu og nú gat ég
átt hana alla daga. Víst er að þá óraði
mig ekki fyrir því hvað hún átti eftir
að skipa stóran sess í lífi mínu.
Amma var alltaf saumandi og einn-
ig var hún dugleg að prjóna og því
þótti mér sjálfsagt að leita til hennar
þegar ég vildi læra að prjóna. Að
venju var hún boðin og búin að hjálpa
mér og frumraunin var að prjóna ut-
an um herðatré. Í fyrstu þótti mér
þetta mjög spennandi en heldur fór
nú glansinn af þessum prjónaskap
þegar illa gekk og seint miðaði.
Ákvað ég því að hætta þessu en
amma var á öðru máli. Það var góð og
gild regla að ljúka því sem maður var
byrjaður á og víst er að ég var ósköp
stolt er verkinu var lokið.
Árið sem hún varð áttræð heim-
sótti hún mig til Noregs. Noregur
hafði alltaf verið draumalandið henn-
ar og mér var mikið í mun að sýna
henni sem mest. Þegar við keyrðum
um sveitir Noregs söng hún og trall-
aði og lék á alsoddi. Við fórum meðal
annars til Lillehammer og skoðuðum
þar Maihaugen sem er n.k. Árbæj-
arsafn þeirra Norðmanna. Þar var
amma í essinu sínu og hljóp um túnin
og inn í hvert húsið á fætur öðru, þef-
aði af nýslegnu grasinu og fræddi
okkur um hina ótrúlegustu hluti. Ef
eitthvað varð á vegi okkar sem henni
hún þekkti ekki varð ég að staldra við
og útskýra og áhugasamari nemanda
hef ég aldrei haft. Minningin um
hana, áttræða, hlaupandi um eins og
smástelpa í bláum íþróttagalla
merktum Norges Idrettshögskole, er
yndisleg.
Megi minningin lifa um konu sem
gaf svo mikið af sér en krafðist einsk-
is í staðinn.
Lára Hreinsdóttir.
Hulda amma og Akureyri voru
mér óaðskiljanleg hugtök þegar ég
var lítil. Við systurnar fengum þá oft
að fara til Huldu ömmu til sumar-
dvalar. Það var mikil gleði að fá að
fara til Huldu ömmu. Með fiðring í
maganum flugum við norður og áður
en við vissum af vorum við komnar í
Hafnarstræti 88. Í faðm ömmu og
hjarta bæjarins. Allt var við höndina
sem litlar stelpur gat dreymt um.
Sjórinn og fjöllin sáust út um
gluggann. Allt var á næsta leiti. Stutt
í frostpinna í sjoppunni og franskar á
Bautanum og nóg var af leikfélögum í
næstu húsum.
Huldu ömmu fylgdi mikil ró og ör-
yggi, það var gott að vera hjá henni
og mæta hlýja og langa brosinu. Við
fengum stundum að fara með henni í
hreinsunina og einu sinni man ég að
amma átti smjörköku, enginn var
hnífurinn, en amma dró upp voldug
klæðskeraskæri og sagði: Þá klippum
við hana bara. Munur að eiga svona
ráðagóða ömmu. Amma var líka ein-
staklega flink í höndunum og hafði
gaman af að búa til fallega hluti. Hún
útbjó hettuúlpu á bangsann minn,
með loðkraga og öllu, svona gersemi
átti nú enginn annar krakki. Með
Einari og ömmu ferðuðumst við um
landið. Eitt skiptið keyrðum við fyrir
Ólafsfjarðarmúlann, amma var loft-
hrædd og skipti um sæti svo hún sæi
ekki þverhnípið beint út um
gluggann. Þetta vakti með okkur
stelpunum mikla kátínu því þarna var
eini veikleikinn sem við gátum fundið
á óbrigðulli ömmu.
Sumarkvöldin hjá Huldu ömmu
eru ógleymanleg, alltaf var kvöldinu
lokið með því að setjast saman í eld-
húsinu, fá sér tesopa og kex og spjalla
við Einar og ömmu. Á þeim stundum
var allt á réttum stað í heiminum.
Huldu ömmu minnist ég með
þakklæti fyrir allar góðu stundirnar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Guðbjörg Hjartardóttir
Leaman.
HULDA
GUÐNADÓTTIR