Morgunblaðið - 20.11.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 20.11.2002, Síða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 45 KJARTAN Jóhannsson sendiherra afhenti 13. nóvem- ber sl, Hans-Adam II prins af Liechtenstein, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Liechtenstein með aðsetur í Brussel. Afhenti trúnaðarbréf JÓLAMERKI Thorvaldsensfélagsins er komið út. Félagið hefur gefið út jólamerki um áratugaskeið. Að þessu sinni teiknaði Þröstur Magnússon merkið og grafískur hönnuður er Robert Gulliermette. Allur ágóði af sölu merkjanna fer til Barnadeildar Landspítalans í Fossvogi og annarra sjúkra barna. Jólamerkin eru til sölu á öllum pósthúsum landsins, í Thor- valdsensbazarnum, Austurstræti 4 og hjá félagskonum. Á heimasíðu félagsins www.thorvaldsens.is er hægt að skoða jólamerk- in. Einnig er hægt að panta jólamerki á netfangi, thorvaldsens@isl.is. Jólamerki Thorvaldsens- félagsins komin út Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að um- ferðaróhappi við Nönnugötu, þriðjudaginn 19. nóv- ember. Þar var ekið á bifreiðina YF-675, sem er rauð Mitsubishi Lancer-fólksbifreið sem stóð fyrir utan hús nr. 14. Skemmd er á vinstra frambretti. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna. Atvikið gerðist á milli klukkan 14 og 15.25. Sá eða þeir sem geta gefið upp- lýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9020. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Auglýsing Deiliskipulag að 1. áfanga frístunda- byggðar í landi Einifells, Borgarbyggð. Samkvæmt ákvæðum 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 27. nóvember 2002 til 27. desember 2002. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 14. janúar 2003 og skulu þær vera skrifleg- ar. Hver sá sem gerir ekki athugasemdir við skipulagið innan tilskilins tímafrests telst samþykkur deiliskipulagstillögunni. Borgarnesi, 19. nóvember 2002, bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Brekku, Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 20. nóvember 2002 til 18. desember 2002. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 2. janúar 2003 og skulu þær vera skrifleg- ar. Hver sá, sem gerir ekki athugasemdir við skipulagið innan tilskilins tímafrests, telst samþykkur deiliskipulagstillögunni. Borgarnesi, 12. nóvember 2002, bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyting- um, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breyt- ingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftir- talin svæði í Reykjavík: Reitur 1.181.0 Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Óðinsgötu, Týsgötu, Spítalastíg og Skóla- vörðustíg. Um er að ræða deiliskipulag sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 29. október 2002. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að reisa megi einnar hæðar hús (bílgeymslu) sunnan nú- verandi húss að Óðinsgötu og að stein- steypt viðbygging á lóðinni Óðinsgata 5 megi víkja. Þess í stað verði heimilt að byggja einnar hæðar viðbyggingu við timburhúsið. Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja þriggja hæða hús með kjallara á lóðunum Týsgata 4 og 6, kvöð er um aðkomu að Týsgötu 4b og 4c um lóðina Týsgata 4 og á lóðinni Týsgata 8a er heimilt að byggja þriggja hæða hús með risi og valma til vesturs ásamt kjallara. Grófin. Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Tryggvagötu, Grófinni, Vesturgötu, Hafnar- stræti og Naustinni. Um er að ræða deili- skipulag sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 5. nóvember 2002. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að reisa megi nýbyggingu, þrjár hæðir og kjallara, á lóð- inni Vesturgötu 2a, og þrjár hæðir og kjallara á lóðinni Vesturgötu 2, meðfram Tryggvagötu, og Tryggvagötu 22. Ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum frá nú- verandi ástandi varðandi Hafnarstræti 1-3. Grjótháls 8, vetnisstöð. Tillagan tekur til lóðarinnar Grjótháls 8 (bensínstöð Skeljungs). Um er að ræða deiliskipulag sem samþykkt var til auglýs- ingar í borgarráði 5. nóvember 2002. Deiliskipulagsbreytingin varðar stækkun á byggingarreit til austurs um 34 m. til að koma fyrir mannvirki til framleiðslu og af- greiðslu á vetni. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 20.11. 2002 - til 03.01. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- fulltrúa eigi síðar en 03.01 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 20.11. 2002. Skipulagsfulltrúi SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  18311208  Bk. I.O.O.F. 9  18311208½   HELGAFELL 6002112019 VI I.O.O.F. 7  18311207½  Fl.  GLITNIR 6002112019 I Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Í kvöld kl. 20.00 hjálparflokk- ur. Allar konur hjartanlega vel- komnar. Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20.30. „Góður hirðir“. Guðlaugur Gísla- son og Birna Gerður Jónsdóttir tala. Heitt á könnunni eftir sam- komuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Miðvikudagskvöldið 20. nóvem- ber 2002 Kvöldganga á fullu tungli Kaldársel — Valaból Kvöldganga á fullu tungli. Gengið frá Kaldárseli ofan við Hafnarfjörð í Valaból. Þátttakendum er bent á að hafa með sér góð ljós. Brottför frá BSÍ kl. 19:30. Komið við í Mörkinni 6. Heimkoma um klukkan 22. Þátttökugjald kr. 1.700 félagsmenn og kr. 1.900 aðrir. Fararstjóri: Sigurður Kristjáns- son. 24. nóv. Melhóll — Sundhnúksgíga- röðin Reykjanesi 30. nóv.—1. des. Aðventu- ferð í Þórsmörk. 29. des.—1. jan. Áramótaferð í Landmannalaugar Upplýsingar: www.fi.is _ Síða 619 í textavarpinu. Almennur félagsfundur Styrktarfélag vangefinna býður til almenns fé- lagsfundar í kvöld, miðvikudaginn 20. nóvem- ber kl. 20.00. Fundurinn verður í Kiwanis-húsinu v. Engjateig. Fjölmennum og mætum stundvís- lega. Kaffi og meðlæti í boði eftir fundinn. Stjórn Styrktarfélags vangefinna. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hnýttu og bíttu - Kosningakvöld Fyrsta hnýttu og bíttu kvöld vetrarins verður í kvöld, miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 20.00 í sal SVFR. Meðal annars munu stjórnarframbjóðendur hnýta eða láta hnýta uppáhaldsflugur sínar. Við skorum á félagsmenn og aðra veiðimenn að koma með hnýtingagræjurnar með sér. Fræðslunefnd SVFR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.