Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 49

Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 49 Lára Margrét áfram í 5. sæti Efnisskráin verður fjölbreytt og skemmtileg. Þeir sem koma fram eru m.a. • Ólöf Kolbrún Harðardóttir • Kristín Sædal Sigtryggsdóttir • Garðar Cortes • Bergþór Pálsson • Valgeir Guðjónsson • Clive Pollard • Kór óperusöngvara undir stjórn Garðars Cortes Verið hjartanlega velkomin og njótið kvöldsins með okkur á þessum einstæðu tónleikum. VINIR LÁRU BJÓÐA Á TÓNLEIKA í íslensku óperunnI á morgun, fimmtudag kl. 20.00 Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Samverustund fyrir 6–8 ára börn kl. 15 í kórkjallara. 910 klúbb- urinn kl. 16. 112 klúbburinn kl. 17.30. Fræðslukvöld kl. 20. Sr. Ingþór Indriðason Ísfeld flytur fyrirlestur um samtíð Jesú. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orelleik og sálmasöng. Allir velkomnir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safnaðarheimilinu (kr. 300) Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borg- ara. Söngur, spjall, föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17–18.10 Krúttakórinn, 4–7 ára. Kl. 18–18.15 kvöldbænir í kirkj- unni. Kl. 18.15–19 Trú og líf. Prestar kirkj- unnar leiða umræður og fræðslu um trú- aratriði. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. Leikir, söngvar, biblíu- saga, bænir, djús og kex. TTT-fundur (10– 12 ára) kl. 16.15. Menntaskólanemarnir Andri og Þorkell leiða starfið ásamt hópi sjálfboðaliða. Fermingartími kl. 19.15. Ung- lingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekkur). (Sjá síðu 650 í Texta- varpi). Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Eit- urefni í umhverfinu. Elín Guðmundsdóttir efnafræðingur kemur í heimsókn. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Kirkjustarf fyrir 7 ára börn kl. 14.30. Sögur, leikir, föndur og fleira. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upp- lestur og fræðsla kl. 17. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir og íhugun. Kl. 13–15 opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lok- inni stundinni. Allir velkomnir. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30– 18.30 KFUM fyrir drengi 9–12 ára í Graf- arvogskirkju kl. 17.30–18.30. TTT fyrir börn 10–12 ára í Rimaskóla kl. 18.30–19.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Engjaskóla kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12-spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn- um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni í síma 567 0110. Æskulýðsfundur fyr- ir unglinga 14–15 ára kl. 20. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkju- varðar. Bókakynning. Í tilefni af áttræðisaf- mæli sr. Jörg Zink verður bókakynning í safnaðarheimilinu í kvöld kl. 20. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16.20 TTT-yngri hópur, 9–10 ára. Leiklistardagur. Kl. 17.30 TTT-eldri hópur, 11–12 ára. Leiklistardagur. Kl. 20 opið hús í KFUM&K fyrir unglinga í 8.–10. bekk. Nýir félagar velkomnir. Æskulýðs- félag Landakirkju og KFUM&K. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón Sigfús Baldvin Ingvason. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19–22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í Safn- aðarheimilinu í dag, miðvikudag, kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurð- ardóttur. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiksmol- ar og vitnisburðir. Allt ungt fólk velkomið. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Eygló Aradóttir, barna- læknir, talar um „hósta og hor í nös“. Allir foreldrar velkomnir með börn sín. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju, yngri deild, kl. 20 í Safnaðarheimili. Biblíulestur kl. 20.30. Íhugun í kristinni trú. Lúkas 1–2. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20.30. Guðlaugur Gíslason talar: Kaffi á könnunni eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf NÚ Í nánd jóla verða þrennir kyrrðardagar í Skálholtsskóla þar sem fólki gefst kostur á að draga sig í hlé og undirbúa sig fyrir jólahátíðina í kyrrð og íhugun. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir Fyrstu kyrrðardagarnir verða núna um helgina 22.–24. nóv- ember og annast þau Málfríður Jóhannsdóttir og Ragnar Snær Karlsson leiðsögn og fjalla m.a. um ýmsar hliðar bænalífsins og sérstaklega um aðventutímann, undirbúningstímann fyrir jólahá- tíðina. Kyrrðardagarnir eru sem fyrr segir öllum opnir en þátttak- endur í Alfanámskeiðum kirkj- unnar munu tengjast fræðsluefn- unum sérstaklega. Þessir kyrrðardagar eru með öðru formi en endranær, þar sem þögninni er aflétt á fræðslustund- unum og boðið er upp á umræður í tengslum við þær. Næstu kyrrðardagar verða í byrjun aðventunnar. Þeir eru degi lengri en oftast er, hefjast á fimmtudagskvöldið 28. nóvember og lýkur síðdegis á fyrsta sunnu- dag í aðventu sem er 1. desember. Sigurbjörn biskup Einarsson ann- ast leiðsögn þessara kyrrðardaga og leiðir þátttakendur inn jóla- föstuna til undirbúnings jólunum. Fullbókað er á þessa kyrrðardaga en biðlistinn er opinn. Um aðra aðventuhelgina, 6.–8. desember verða hefðbundnir kyrrðardagar þar sem þau sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir og dr. Einar Sigurbjörnsson annast leiðsögn en þau hafa mikla reynslu af kyrrðardögum hér heima og erlendis. Dagarnir hefj- ast á föstudagskvöld og lýkur um hádegisbil á sunnudegi. Skrifstofa Skálholtsskóla veitir nánari upplýsingar og annast skráningu á kyrrðardagana í síma 486 8870 en netfangið er skol- i@skalholt.is Líftækni og vísindapólitík NÝSI og nasl í Neskirkju 21. nóv- ember kl. 12.15–13.15 Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent við HÍ, og Steindór J. Erl- ingsson vísindasagnfræðingur ræða þema fundarins. Létt máltíð í boði á kr. 500. Almennar umræð- ur sem séra Örn Bárður Jónsson stýrir. Málstofan er öllum opin sem hafa áhuga á að ræða þjóðfélags- mál í ljósi kristinnar trúar. Kyrrðardagar í Skálholti Morgunblaðið/Jim Smart Skálholtskirkja FRÉTTIR LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði er að hefja sína árlegu jólakortasölu eins og undanfarin ár og mun allur ágóði renna til líknarmála. Sólveig Stef- ánsson, mynd- listarkona hefur teiknað kortið. Hægt er að fá kortin brotin eða óbrotin, með eða án texta. Jólakortasalan hefur jafnan fengið góðar viðtökur og vonast klúbbfélagar til að svo verði einnig í ár. Allar nánari upplýsingar um kortasöluna veita þær, Steinunn Bjarnadóttir, Mávahrauni 13, El- ísabet Karlsdóttir, Smárahvammi 13, og Ásta Úlfarsdóttir, Hraun- tungu 8 Jólakort Kald- ár komin út RAGNHEIÐUR Ríkharðsdóttir, bæjarstjórí í Mosfellsbæ, hefur beðið blaðið að birta eftifarandi at- hugasemd: „Föstudaginn 15. nóvember síð- astliðinn kom ég ásamt fleirum fram í Kastljósi. Þar var m.a. rætt um prófkjörið í Norðvesturkjör- dæmi og lét ég orð falla um utan- kjörstaðaatkvæði á Skagaströnd, þeim orðum mínum hefur verið mótmælt sem röngum og vil ég gjarnan biðjast velvirðingar á þeim. Það var ekki ætlun mín að varpa rýrð á þá einstaklinga sem sáu um framkvæmd prófkjörsins á Skagaströnd.“ Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá verkfræðingum hjá Landsvirkj- un, Ragnheiði Ólafsdóttur, Agn- ari Olsen, Birni Stefánssyni og Eysteini Hafberg: „Dr. Ragnhildur Sigurðar- dóttir hefur nýlega í viðtali sem sýnt var í þættinum „Ísland í bítið“ lýst því hvernig fram- kvæmdaraðili, þ.e.a.s. Lands- virkjun eða ónafngreindur verk- fræðingur hjá fyrirtækinu, hafi beitt hana óeðlilegum þrýstingi á fyrsta verkfundi sem hún sótti um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. Þessi um- mæli og önnur er hníga í sömu átt og höfð eru eftir þeim Þóru Ellen Þórhallsdóttur og Gísla Má Gíslasyni, prófessorum við Háskóla Íslands, eru til þess fallin að kasta rýrð á störf okk- ar sem undir þessa yfirlýsingu ritum. Dr. Ragnhildur segir að hún sé að verja sinn vísindalega heiður, en mikilvægt er að hún og aðrir geri sér grein fyrir að allir hafa starfsheiður, einnig verkfræðingar sem starfa reyndar skv. sérstökum siða- reglum Verkfræðingafélags Ís- lands. Við undirrituð komum öll að einhverju leyti að yfirlestri og yfirferð skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu. Jafnframt höfum við ára- tuga starfsreynslu bæði á Íslandi og erlendis, m.a. við undirbúning og byggingu virkj- ana, og höfum í starfi okkar fylgt í hvívetna þeim lögum og reglum, skráðum jafnt sem óskráðum, sem um starf okkar gilda. Við höfum átt ágætt sam- starf við tugi vísindamanna og aðra sérfræðinga og aldrei reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður þeirra. Hins vegar teljum við það faglega skyldu okkar að leita eftir skýringum og rökstuðningi fyrir niðurstöð- um sérfræðinga, ekki síst þegar þær eru notaðar til að leggja mat á framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar. Vissulega eru sumar framkvæmdir Lands- virkjunar umdeildar og ekki all- ir á eitt sáttir. Það veitir hins vegar dr. Ragnhildi ekki leyfi til að koma fram með órökstuddar ásakanir á hendur starfsmönn- um fyrirtækisins. Dr. Ragnhildur hefur hingað til ekki viljað nafngreina verk- fræðinginn sem hún vísar til í viðtalinu og segir í nýlegu blaðaviðtali að það sé raunar aukaatriði í málinu. Að okkar áliti er það ekkert aukaatriði að vera sakaður um óeðlileg vinnu- brögð, en ekki getur verið átt við aðra en okkur fjögur. Við teljum okkar faglega heiður síst léttvægari en vísindalegan heið- ur hennar og vísum þessum ásökunum á bug.“ Yfirlýsing frá verkfræðingum hjá Landsvirkjun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.