Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 54
Pierce Brosnan og Halle Berry voru geislandi á heimsfrumsýningu nýj- ustu Bond-myndarinnar í London. ELÍSABET Bretadrottning var á meðal heiðursgesta á heimsfrumsýn- ingu nýjustu myndarinnar um breska spæjarann James Bond, í Royal Albert Hall í London á mánu- dagskvöld. Drottningin kom í fylgd eiginmanns síns, Filippusar prins, en helstu leikarar Die Another Day voru að sjálfsögðu á staðnum. Má nefna Bond sjálfan, Pierce Brosnan, Óskarsverðlaunahafann og Bond-stúlkuna Halle Berry, og Ma- donnu, sem syngur titillag myndar- innar og leikur lítið hlutverk skylm- ingakennarans Verity. Nærvera kóngafólksins er til kom- in vegna þess að myndin var valin konungleg styrktarsýning fyrir sjón- varp og kvikmyndir. „Þú ert þá þessi nýtísku James Bond? Ég hitti hina þrjá niðri,“ sagði drottningin þegar hún var kynnt fyr- ir Brosnan. Hún var að vísa til George Lazenby, Timothy Dalton og Sir Roger Moore. Sir Sean Connery, hinn upprunalegi James Bond, var sá eini, sem gat ekki verið viðstaddur frumsýninguna. Fjöldi Bond-aðdáenda tók á móti fræga fólkinu er það kom til fram- sýningarinnar en á meðal gesta voru Shirley Bassey, Britt Ekland, Fiona Fullerton og Jodie Kidd. Brosnan, sem á eitt ár í fimmtugt, er að leika Bond í fjórða sinn og hef- ur alltaf jafn gaman af. Hann segir þetta bestu Bond-myndina, sem hann hefur leikið í. Kvikmyndagagnrýnandi BBC er þessu sammála og segir raunar að Die Another Day gneisti af meiri orku en Bond-myndir síðustu fimm- tán ára. Þá segir hann að atriðið þar sem Bond og norður-kóreskur skúrkur aka um íslenskan jökul á sportbílum sé bæði frábært og fáránlegt. Gagnrýnandi The Guardian er þessu ekki sammála og segir mynd- ina heldur dæmigerða þótt Brosnan standi sig með prýði. Hann minnist þó sérstaklega á lokaatriði myndar- innar, sem á sér stað á Íslandi. Bond-stúlkan Berry var íklædd svörtum og hvítum kjól frá Oscar de la Renta og sagðist á frumsýning- unni vera ánægð með að leika gell- una Jinx. Hún bætti við að ólíkt fyr- irrennurum hennar sé Jinx sjálf spæjari og geti vel staðið uppi í hárinu á 007. „Jinx er jafningi Bond,“ sagði hún. Myndin verður frumsýnd hér á landi 29. nóvember en hluti mynd- arinnar er tekinn hér á landi, í Jök- ulsárlóni og á Skálafellsjökli. Reuters Madonna heilsaði Elísabetu Bretadrottningu hæversklega á frumsýningunni. Kóngafólk og stjörnur Nýjasta James Bond-myndin frumsýnd í London 54 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.50. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Mögnuð mynd sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Robin Williams aldrei betri" - USA Today Missið ekki af þessar Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. i i l i illi l i i - i i i Hann er með 1000 andlit...en veit ekkert í sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af Adam Sandler. Sýnd kl. 4. með ísl. tali Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Allra s íðustu sýnin gar! DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.B. i. 16. 5, 7.30 og 10. 1/2Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl RadíóX  ÓHT Rás 2 Munið M-12 tilboð - 2 fyrir 1 - UPPSELT er á tónleika breska tón- listarmannsins Nicks Caves sem verða á Broadway 9. desember. Miðasala hófst klukkan 13.00 í gær og 700 miðar sem voru til sölu hjá Japis á Laugavegi seldust upp á 50 mínútum og 300 miðar seldust upp á 25 mínútum í Japis í Brautarholti. Þegar sölu var hætt var enn löng röð framan við Japis á Laugavegi og þegar mest var náði röðin upp á Klapparstíg. Snorri Thors, aðalskipuleggjandi, segist ekki hafa átt von á að þetta gengi svona hratt fyrir sig. Verið er að kanna möguleika á að Cave haldi aðra tónleika hér á landi 10. desember. Morgunblaðið/Kristinn Beðið eftir miðum á tónleika Nick Cave. Þúsund miðar á klst. Uppselt á tónleika Nick Cave Nick Cave. BANDARÍSKI leikarinn James Coburn lést á heimili sínu í Beverly Hills í Kaliforníu á mánudagskvöld. Coburn var að hlusta á tónlist með konu sinni er hann leið útaf. Bana- meinið var hjartaslag. Coburn hafði þjáðst af liðagigt lengi en var að öðru leyti við góða heilsu. Coburn var lengi vel þekktur fyrir að leika hetjur og skúrka í vestrum og spennumyndum. Alls urðu mynd- ir hans fleiri en 100 á sex áratuga ferli. Coburn fæddist 31. ágúst 1928 og stundaði háskólanám í Los Angeles og leiklistarnám í New York. Á sjötta áratugnum lék hann í sjón- varpsþáttum á borð við Bonanza en varð síðar þekktur fyrirleik sinn í myndum eins og The Magnificent Seven og The Great Escape, Pat Garrett and Billy the Kid og Cross of Iron. Við lok áttunda áratugarins fór Coburn að kenna gigtarinnar og hvarf af hvíta tjaldinu í kjölfarið. Hann átti hins vegar góða end- urkomu í lok tíunda áratugarins og fékk m.a. Óskarsverðlaun fyrir best- an leik í aukahlutverki í myndinni Affliction (1997). „Coburn leit út fyrir að vera ósköp venjulegur náungi en hann skoðaði hlutverk sín ofan í kjölinn,“ segir framleiðandinn Hillard Elkins, sem þekkti til Coburns. „Hann skildi vel hvað persónusköpun gengur út á. Coburn var frábær leikari auk þess að vera bráðfyndinn maður.“ Reuters Leiðir Coburn og Óskars frænda lágu saman á endanum. Og hörku- tólin líka… James Coburn: 1928 – 2002 NÝ forvarnamynd, Þú átt val, var frumsýnd í Menntaskólanum í Kópavogi í gær. Meginefni myndarinnar er viðtöl við ungt fólk. Rætt við ungmenni er snemma urðu háð áfengi og eiturlyfjum og þurftu að heyja harða glímu til að losna við fíknina. Ennfremur vekur at- hygli að talað er við ungt fólk, sem hefur tekist að halda sig alger- lega frá öllum vímugjöfum. Í myndinni koma fram ýmsar tölulegar staðreyndir um eitur- lyfjaneyslu unglinga og hversu alvarlegar afleiðingar hún getur haft. Í lokin er bent á að ekki séu allir eins heppnir og viðmælend- urnir, að losna úr viðjum vanans. Þekkja krakkarnir flestir einhverja er hafa látist úr of stórum skammti eiturlyfja eða framið sjálfsmorð. Að sögn Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara MK, er stefnt á að koma myndinni í dreifingu sem víðast. Einnig hefur verið ákveðið að setja á hana texta og koma henni á framfæri erlendis. Myndin var unnin með styrk frá Forvarnasjóði og Kópavogsbæ. Á meðal þeirra er komu að gerð myndarinnar var enskukennarinn Neil McMahon, leiðbeinandi og leikstjóri. Heimildavinnu og tökuhandrit sömdu nemendurnir Gunnar Örn Ingólfsson, Jón Skúli Traustason, Gunnar Örn Benediktsson og Bjarni Hauksson. Morgunblaðið/Kristinn. Nokkrir aðstandenda og viðmælenda myndarinnar, Jón Skúli Traustason, Einar Karl Birgisson, Eva Ruza Miljevic, Gunnar Örn Ingólfsson og Anna Sólveig Áskelsdóttir. Að velja og hafna Fo rv ar na m yn d fr u m sý nd í M e nn ta sk ó la nu m í K ó pa vo gi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.