Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 57  Ó.H.T. Rás2 1/2 SV. MBL Frábær grínhasar með hinum eina sanna Jackie Chan. Frá framleiðendum Men in Black og Gladiator Sjáið Jackie Chan í banastuði Þegar tveir ólíkir menn deila getur allt gerst. 8 Eddu verðlaun. Yfir 49.000 áhorfendur Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Vit 461 ÁLFABAKKI E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P kl. 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 480. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 479 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 479 ÁLFABAKKI AKUREYRI AKUREYRI  Kvikmyndir.isStundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese Witherspoon frá upphafi vestanhafs. ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 474 Sýnd kl. 6 og 10. Vit 474 SV Mbl RadíóX Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. Vit 444 Sýnd kl. 8. Vit 455 Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 433 ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441. ÁLFABAKKI Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni         JÓEL Pálsson saxófón- leikari sendir um þessar mundir frá sér sína þriðju breiðskífu sem hann kall- ar einfaldlega Septett. Edda / Ómi gefur diskinn út, en á honum fær Jóel til liðs við sig fimm af fremstu djasstónlistar- mönnum landsins og einn bandarískan til viðbótar. Jóel Pálsson segir að platan hafi verið tekin upp í síðasta mánuði en eigi sér langan aðdrag- anda. Hún sé nokkuð ólík fyrri plötum hans, enda hafi hann langað að nota plötuna til að prófa ým- islegt sem hann hafi verið velta fyrir sér undanfarið, bæði hvað varðar rytma og hljóm, og einnig hafi hann langað að skrifa tón- list fyrir fleiri blásara. Út um allt Septettinn hans Jóels skipa auk hans Greg Hopkins trompetleikari, sem var tónlistarstjóri hjá Buddy Rich, Sigurður Flosason á barítónsaxófón og ýmis önnur blásturs- hljóðfæri, Eyþór Gunn- arsson á Hammond, Wurlitzer og harmonikku, Einar Scheving á trommur, Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason sem sá um slag- verk og hljóðsmölun. „Þegar ég byrjaði að skrifa þetta fór ég að sjá fyrir mér ákveðna menn á hvert hljóðfæri og það hjálpaði mikið við skrifin að geta séð fyrir sér hljómsveitina, ég þekki þá alla svo vel að ég veit nokkurn veginn hvaða hljóð og óhljóð þeir eru færir um að fram- kalla,“ segir Jóel og bætir við að tónlistin sé þétt skrifuð og ekki í hefðbundnu djassformi. „Þetta er ekki hefðbundið form með endur- tekningum, það er lengra og kafla- skipt verk með mjög ólíkum köfl- um sem renna saman og mynda eina heild. Svo er þetta út um allt. Þarna eru fönkskotnir kaflar, frjáls spuni, elektróník, bíbop, popp og tangókeimur og sólistarnir fá sitt sérstaka rými innan hvers lags, oft ólíkt umhverfi frá næsta manni.“ Mikið samið og miklu hent Jóel segir það hafa verið mest spennandi að glíma við að fá alla þessa ólíku kafla til að renna sam- an án þess að hlustandinn verði beinlínis var við öll samskeytin ef svo má kalla, „en það er líka mesti vandinn; að búa svo um hnútana að maður geti búið til innri rök í lög- unum sem ganga upp sem ein heild“. Mikil vinna liggur að baki skíf- unni og Jóel segir að hann hafi ekki eytt annarri eins vinnu í nokk- urt verk, segist hafa setið við að skrifa í marga mánuði, samið mikið og hent miklu. „Það fór mikið í föt- una á þeim tíma sem fór í að semja, sumt prófaði ég og henti og annað var ekki einu sinni prófað,“ segir hann. Plöturnar sem Jóel hefur sent frá sér, en Septett er sú þriðja, eru allar ólíkar, mjög ólíkar reyndar, enda segist Jóel hafa gaman af því að gera tilraunir, hann sé mjög nýjungagjarn. „Það er sjálfsagt angi af því að vinna á Íslandi í gríðarlega fjölbreyttu tón- listarumhverfi í hverri viku. Úti er hver á sínum bás, en hér heima rennur allt meira saman. Það hefur komið fyrir að ég spili á sama deg- inum framúrstefnudjass á tónleikum um daginn, síðan með sinfóníunni um kvöldið og loks fyrir dansi á árshá- tíð seint sama kvöld. Það er því oft ansi súrrealískt sem ómar í hausnum á manni eftir þannig dag.“ Verkið á plötunni var fyrst flutt á tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust og síðan tekið upp á tveimur dögum í hljóðveri, „live“ eins og Jóel kallar það, enda spiluðu allir sam- an í einu. „Þetta kallaði vit- anlega á mikinn undirbún- ing og ég var til að mynda búinn að gera prufur af töluverðu af þessu og senda mönnum á Netinu þannig að þeir gátu heyrt hvað ég var að pæla.“ Þótt hópurinn sem leikur á skífunni sé tvístraður víða um lönd segist Jóel gera sér vonir um að hægt verði að smala mönnum saman þegar þeir koma hingað í jólafrí og eru útgáfutón- leikar fyrirhugaðir um miðjan des- ember. Jóel og septettinn Jóel Pálsson: „Það hefur komið fyrir að ég spili á sama deginum framúrstefnudjass á tónleikum um daginn, síðan með sinfóníunni um kvöldið og loks fyrir dansi á árshátíð seint sama kvöld.“ Geislaplatan Septett er komin út og Jóel mun halda útgáfutónleika í Tjarnarbíói 17. desember næst- komandi. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson NÆSTA Evróvisjónkepnni verður haldin í Riga í Lettlandi á komandi vori og eru Íslendingar með þátttökurétt að nýju. Síðast tóku Íslendingar þátt í kepninni árið 2001 þegar Two Tricky- liðar sungu lagið „Angel“ eftir Einar Bárðarson úti í kóngsins Kaupmannahöfn. Frestur til að skila inn lagi fyr- ir keppnina á næsta ári rann út á mánudaginn. „Viðtökurnar hafa verið rosa- lega fínar,“ segir Jóhanna Jó- hannsdóttir aðstoðardeildarstjóri hjá Ríkisútvarpinu. „Hingað hafa borist um 190 lög, flest á diskum en nokkur á snældum. Og eitt á nótum!“ Að sögn Jóhönnu má ráða af fyrirspurnum og innsendum lög- um að lagavalið verði fjölbreytt bæði frá þekktum og óþekktum höfundum. Dómnefnd hefur verið skipuð og er hún fimm manna. Hún mun svo velja 15 lög úr bunkanum sem verða flutt í Sjónvarpssal á næsta ári. „Lögin verða þá fullunnin í samráði við höfunda,“ segir Jó- hanna að lokum. „Þetta er allt á vinnslustigi en stefnt er að því að hafa fimm þætti þar sem þrjú lög í senn verða kynnt. Lokakeppnin yrði svo væntanlega í beinni á einhverjum samkomustað í febr- úar.“ Evróvisjón í Lettlandi 2003 190 lög voru send inn Two Tricky á sviðinu í Kaupmannahöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.