Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 22
LANDIÐ
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
linsu, en athygli hefur vakið hversu
myndgæði eru góð. Mjög litla birtu
virðist þurfa til þess að sjá á skján-
um það sem er að gerast í fjósinu, en
flestir tengja þetta inn á sjónvarpið í
íbúðarhúsi sínu.
Á framleiðslusvæði Norð-
urmjólkur hefur nú verið sent út
dreifibréf þar sem eftirlitsmynda-
vélar eru kynntar sérstaklega ásamt
þeim búnaði sem til þarf. Venjuleg-
ur sjónvarpskapall er lagður milli
fjóss og íbúðarhúss, en sé vegalengd
meira en 300 metrar þarf magnara
EFTIRLITSMYNDAVÉLAR eru að
ryðja sér til rúms í fjósum og þegar
hafa nokkrir mjólkurframleiðendur
í Suður-Þingeyjarsýslu komið sér
upp slíku. Tilgangurinn með þessum
vélum er einkum sá að geta verið til
taks á réttum augnablikum þegar
kýr eru að bera eða þegar eitthvað
annað er að gerast sem þarf að
vakta hjá kúnum.
Myndavélar sem þessar koma
mjög vel út og eru rakaþéttar með
til þess að ná myndinni heim í hús.
Jón Helgi Jóhannsson bóndi í
Víðiholti er einn þeirra bænda sem
hefur haft mikinn áhuga á þessu.
Hann hefur ásamt Kristjáni Gunn-
arssyni mjólkureftirlitsmanni aflað
upplýsinga um verð og gæði þeirra
véla sem eru í boði. Möguleiki er á
að vera með fleiri en eina vél í fjós-
inu en þá er þörf á deilirofa sem
skiptir á milli vélanna. Búast má við
að margir bændur fái sér eftirlits-
myndavélar á næstunni til þess m.a.
að bæta eftirlit með kúnum.
Eftirlitsmyndavélar í fjósum
Laxamýri
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Jón Helgi Jóhannsson, bóndi í Víðiholti, fylgist með kúnum í sjónvarpinu heima í íbúðarhúsi.
NÚ er lokið öðrum áfanga rann-
sóknar Náttúrustofu Vesturlands á
minkastofninum á Snæfellsnesi. Í
fyrra voru 84 minkar veiddir til
merkingar og í ár veiddust jafn
margir. Af þessum 168 minkum
hafa 15 endurheimst með veiðum
minkabana en vitað er að 14 dráp-
ust af öðrum orsökum. Því er ljóst
að 139 merktir minkar ganga enn
lausir eða hafa drepist af náttúru-
legum orsökum.
Fyrsti áfanginn hófst síðsumars
2001 og stóð út októbermánuð
sama ár, þegar minkar voru veidd-
ir í lífgildrur og merktir á öllu
Snæfellsnesi. Annar áfangi fór
fram í sumar og haust þegar veiðar
fyrra árs voru endurteknar. Gildr-
um var komið fyrir víða um sýsluna
og minkar sem veiddust merktir
með frostmerki á læri afturfótar og
örmerki undir húð á baki. Þegar
veiðimenn svo drepa mink sjá þeir
merkið sem hvítan blett eða hár á
læri afturfótar. Þá má ganga úr
skugga um hvar og hvenær mink-
urinn var merktur með því að
senda hann til Náttúrustofunnar,
þar sem lesið er af merkinu.
850 milljónir til veiða
á minki á 45 árum
Hvatinn að framkvæmd verkefn-
isins var að þrátt fyrir að minkur
hafi verið veiddur frá því fljótlega
eftir landnám hans fyrir um 70 ár-
um, hafa þær veiðar ekki skilað
þeim árangri sem vonast var eftir,
jafnvel þótt ríki og sveitarfélög
hafi kostað um 850 milljónum á nú-
virði til minkaveiða á síðustu 45 ár-
um.
Skýringa þess er e.t.v. að leita í
því að tegundin hefur mikla aðlög-
unarhæfni, er frjósöm og skammlíf.
Þær fækkunaraðgerðir sem notað-
ar hafa verið hingað til eru því að-
eins líklegar til að skila staðbundn-
um og tímabundnum árangri.
Markmið rannsóknarinnar eru
að fá upplýsingar um stærð minka-
stofnsins á Snæfellsnesi, áhrif
veiða á stofninn, náttúruleg van-
höld minka og ferðir þeirra, en öll
þessi atriði munu hjálpa til við að
skipuleggja veiðar betur og ná
þannig frekar árangri.
Gera má ráð fyrir að árið 2004
megi reikna út stofnstærð að
hausti út frá endurheimtum en fáir
minkar ná meira en tveggja ára
aldri, þótt dæmi séu um allt að 7
ára mink. Endurheimturnar gefa
mikilvægar upplýsingar, sem von-
andi munu nýtast til að bæta
stjórnun minkaveiða og gera þær
árangursríkari.
Mikilvægt er að allir veiddir
minkar á Vesturlandi séu sendir til
Náttúrustofu Vesturlands í Stykk-
ishólmi til rannsóknar, svo rann-
sóknin verði sem áreiðanlegust.
Hlutur veiðimanna í verkefninu er
mikilvægur og hafa margir þeirra
brugðist vel við og sent veiði sína.
Minkar á Snæfellsnesi í rannsókn
168 minkar veidd-
ir til merkingar
Morgunblaðið/RAS
Minkur á leið úr lífgildru út í frelsið eftir að hafa verið þátttakandi í rann-
sókn Náttúrustofu Vesturlands á minkastofni á Snæfellsnesi.
Stykkishólmur
AÐFARANÓTT laugardags endaði
þessi fólksbíll för sína á hvolfi ofan í
skurði við Kaupvang á Egilsstöðum,
eftir óvarlegan akstur nokkurra
ungmenna sem hafa líklega verið á
rúntinum. Ekki er vitað hvort áfengi
var með í spilinu en engin slys urðu á
fólki. Þegar fréttaritara Morgun-
blaðsins bar að var verið að setja
festur í undirvagn bifreiðarinnar svo
hægt væri að hífa hann upp og flytja
af staðnum.
Endaði ofan í skurði
Egilsstaðir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Í GRUNNSKÓLA Bolungarvíkur
hafa 8 nemendur úr 9. og 10. bekk
lagt stund á nám í matreiðslu sem
valgrein á þessari haustönn.
Lokaverkefni hópsins var að út-
búa hlaðborð þar sem boðið var
uppá grænmetislasagna, kalt pasta-
salat, spænskt tortilla, brauðmeti
og ferska ávexti í vanillusósu í eft-
irrétt. Til þess að koma verkefninu
á framfæri ákváðu þau að opna í
klukkutíma matsölustað í skólanum
og selja kennurum og starfsliði
skólans mat.. Nemendurnir sáu um
eldamennsku og framreiðslu undir
eftirliti kennara síns, Halldóru
Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur. Kenn-
arar og starfsfólk brugðu sér á veit-
ingastaðinn og fengu sér dýrindis
hádegisverð af hlaðborði. Einn
nemendanna sá um að flytja ljúfa
tónlist með gítarleik á meðan hinir
gættu þess að allt gengi snurðu-
laust á veitingastaðnum þeirra.
Opnuðu veitinga-
stað í skólanum
Bolungarvík
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
SLÁTRAÐ var 65 þúsund fjár hjá
Sláturhúsi Norðlenska á Húsavík í
haust. Er það mesti fjöldi fjár sem
slátrað hefur verið á hér frá upphafi.
Sala á fersku kjöti hefur stóraukist
með nýrri vinnslulínu. Sláturtíð gekk
almennt vel hjá Norðlenska í haust.
Slátrun hófst í Sláturhúsi Norð-
lenska 20. ágúst fyrir Bandaríkja-
markað. Þótt hefðbundinni sláturtíð
sé nú lokið verður dilkum slátrað
vikulega út desember og fer það kjöt
hvort tveggja á innlendan markað og
til Bandaríkjanna. Sláturtíðin hefur
þannig lengst nokkuð í báða enda
þótt enn sé mestum fjölda dilka
slátrað á hinum hefðbundna tíma í
september og október. Meðalfall-
þungi dilka á Húsavík var 15,1 kíló.
Hæsta meðalverð fyrir innlagða
dilka fékk Ketill Helgason á Ketils-
stöðum. Ef eingöngu er miðað við þá
sem lögðu inn fleiri en 200 dilka fékk
Eyþór Pétursson í Baldursheimi
hæsta meðalverð fyrir sína dilka.
Sláturtíðin
gekk vel
Húsavík