Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ég man fyrst eftir Gunnari í frum- bernsku minni þar sem hann kom brunandi á grænum traktor yfir Haukadalsá í Dölum. Hann hafði verið fenginn til að kanna lestrarkunnáttu barna í sveitinni. Hann var virðulegur í fasi og í senn yfirvegaður og ákveðinn í framkomu. Örlögin höfðu hagað því þannig að honum og föður mínum varð vel til vina og bundust þeir vin- áttuböndum sem héldust meðan báðir lifðu. Ég held að fjölskyldan hafi aldreið ekið svo um hlaðið í Brautarholti að ekki væri stoppað og þegið kaffi hjá Gunnari og Stein- GUNNAR A. AÐALSTEINSSON ✝ Gunnar Aðils Að-alsteinsson fædd- ist í Brautarholti í Dölum hinn 3. sept- ember 1926. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Akraness hinn 16. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Borg- arneskirkju 23. nóv- ember. unni konu hans. Eld- húsið var þá gjarnan vettvangur fyrir þjóð- félagsumræðu bændanna í sveitinni. Þar voru málin brotin til mergjar og stjórn- málamenn sem and- snúnir voru bænda- stéttinni fengu að heyra það óþvegið. Gunnar var grand- var maður og glöggur á málefni líðandi stundar. Ég hygg að hann hafi oftar en ekki verið í hlutverki Njáls á Bergþórshvoli meðal sveitunga sinna. Menn leituðu ráða hjá honum og hann leiðbeindi þeim og lagði á ráðin eins og Njáll forðum. Hann hafði lög að mæla, það sem Gunnar sagði stóðst eins og stafur á bók. Ég sá Gunnar síðast í júlí síðastliðnum. Þá var ljóst að erfiður sjúkdómur hafði tekið sinn toll og sett sitt mark á hann. Aðeins þremur máuðum áð- ur hittumst við í fermingarveislu eins barnabarns hans. Þá tókum við tal saman og Gunnar rifjaði upp liðna tíma og þær gífurlegu fram- farir og breytingar sem orðið höfðu í þjóðfélaginu á nokkrum áratugum. Hann var skarpskyggn sem fyrr og á örskammri stundu reiknaði hann út greiðslubyrði heimilanna í land- inu og þótti nóg um. Hann hafði engu gleymt af hlutverki fræði- mannsins. Ég kveð Gunnar að leiðarlokum með virðingu og þökk fyrir áralanga vináttu og velvilja í minn garð. Ég veit að lokaspretturinn varð honum erfiður og vona að þreyttum manni sé hvíldin kærkomin. Ég sendi ást- vinum hans og ættingjum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Runólfur Gunnlaugsson. Kær vinur er horfinn á braut. Fljótlega eftir að Steinunn og Gunnar fluttu í Borgarnes tókst vin- átta á milli fjölskyldnanna, vinátta sem var okkur mikils virði því betri og tryggari vini er ekki hægt að óska sér. Elsku Gunnar, við kveðjum þig með söknuði og þökkum allar liðnar ánægju- og samverustundir. Minn- ing um þig mun ætíð lifa. Við send- um Steinunni og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur og biðj- um góðan guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Gunnars. Ása og Kristján. Þegar við heyrum góðs manns getið mun- um við ætíð minnast þín. Hann Árni frændi var alveg einstakur, þvílíkt góðmenni. Að fá að kynnast svona manni eru for- réttindi fyrir okkur unga fólkið. Það ætti að vera einn Árni á hverri upp- eldisstofnun, heimurinn yrði betri. Í huga Árna voru orðin vandamál eða vesen bara alls ekki til. Það var sama hvað var, allt er framkvæman- legt og ætíð hægt að bjarga sér. Litla- ÁRNI HÉÐINN TYRFINGSSON ✝ Árni HéðinnTyrfingsson fæddist í Lækjartúni í Ásahreppi 16. októ- ber 1934. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut 15. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. land ber þess glögg merki því þar á Árni mörg handtökin. Verk- efni voru nóg og mark- mið háleit, stundum sýndist okkur að ekki dygðu ár eða áratugir til alls þessa. Fyrr en varði var búið að grafa holu í hól, útbúa gas- geymslu, grisja skóg, fara margar ferðir með yfirfulla kerru, byggja kassa fyrir rafgeyma, koma traktor í stand, fúaverja, mála og svona má lengi telja, meira að segja reykkofi var risinn, en aldrei sást Árni flýta sér. Allt var þetta unn- ið með hægðinni. Hann hafði allan heimsins tíma fyrir glens og sprell. Litlaland verður annað án þín. Það verður erfitt að tala um Sísí öðruvísi en að nafn Árna komi þar á undan. Þau voru eitt, sterk og samlynd hjón. Mikið viljum við þakka þeim hjart- anlega fyrir allan stuðninginn sem þau hafa veitt Guðrúnu, mömmu okk- ar, svo og alla hjálpina, góðu stund- irnar og ferðirnar sem þau áttu sam- an. Þau hafa staðið eins og klettar við hlið hennar og fjölskyldunnar. Stelp- urnar okkar, Lydía Hrönn og Iðunn Rún, sakna góðs frænda sem var þeim afi í afaleysi þeirra. Elsku Sísí og fjölskylda, sorg ykk- ar og missir er mikill, minning um góðan mann mun lifa í hjarta okkar. ,,Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?“ (Kahlil Gibran.) Elsku Árni frændi, takk fyrir að vera okkar. Lydía Ósk og Kristján. Góður vinur, Árni H. Tyrfingsson, er fallinn frá, allt of fljótt finnst þeim sem eftir lifa. Aðeins fáar vikur liðnar frá því meinið greindist og nú er hann farinn. Árni var einn af þessum fágætu mönnum sem alltaf var gott að vera samvistum við. Hann hafði lifandi áhuga á umhverfi sínu og samferða- mönnum. Jafnan kátur og glettinn, hjálpfús og úrræðagóður, sama hvað á gekk. Minnisstæð er Þýskalands- ferð fyrir tíu árum sem við fórum með þeim hjónum ásamt Þór og Hildi. Þá var dvalið hjá vinum í Prüm og farin nokkurra daga hjólaferð um sveitir og bæi. Árni og Sísí hafa verið ákaf- lega dugleg að ferðast um landið og eflaust átt þá von að eiga mörg ár eft- ir saman til ferðalaga og annarra samvista. En það sannast eins og fyrr að mennirnir ráðgera en Guð ræður. Megi Sísí, sonum þeirra og fjölskyld- um þeirra ásamt hans stóra systkina- hópi veitast styrkur til að bera þenn- an þunga og ótímabæra missi. Okkur langar að þakka samfylgd- ina og teljum okkur ríkari af að hafa fengið að kynnast honum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hulda og Eggert. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks- entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Okkar hjartkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR DÚA ELÍASDÓTTIR MOUNTAIN, lést í Edinborg, Skotlandi, miðvikudaginn 20. nóvember. Útför fer fram frá Pentland Chapel, Mortonhall Crematorium, Howdenhall Road, Edinburgh, í dag, þriðjudaginn 26. nóvember. Robert Mountain, Þórey Everroad, Karen Docwra og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR, Hringbraut 69, Hafnarfirði, lést á Sólvangi sunnudaginn 24. nóvember. Árdís Pálmadóttir, Friðrik Ágúst Pálmason, Kristjana Vilhjálmsdóttir, Steinunn Pálmadóttir, Pétur Borgarsson, Þórarinn Pálmason, Guðlaug Björgvinsdóttir, Guðlaug J. Pálmadóttir, Magnús K. Bjarkason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, bróðir og afi, ÖRN TRAUSTASON, lést á sjúkrahúsi í Ghana laugardaginn 23. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Doris Traustason, Sveinn Daníel Arnarson, Ásta Halldóra Styff, Ingibjörg Erna Arnardóttir, Jóhannes Ægir Baldursson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, systkini og barnabörn. Ástkær bróðir okkar, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON frá Þingvöllum, Helgafellssveit, lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi föstudaginn 22. nóvember. Útförin fer fram frá Helgafellskirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 14.00. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Unnur Kristjánsdóttir. Móðir okkar, SVANHILDUR EGGERTSDÓTTIR, frá Holtseli í Eyjafjarðarsveit, andaðist á Kristnesspítala laugardaginn 23. nóvember. Útförin ákveðin síðar. Hildur Egilsdóttir, Guðrún Egilsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir mín, amma, langamma og systir, JÓNÍNA ÞORGRÍMSDÓTTIR frá Raufarfelli, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 24. nóvember. Lilja Tómasdóttir, fjölskylda og systkini hinnar látnu. GUNNAR ÁRNASON búfræðikandidat, Grundarstíg 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík miðvikudaginn 27. nóvember kl. 15.00. Fjölskylda hins látna. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Víðigrund 55, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju á morgun, miðvikudaginn 27. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13.30. Þorvaldur Þorvaldsson, Margrét Helga Ólafsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Ólafur Ástþórsson, Ólafur Hafsteinn Einarsson, Margrét S. Stefánsdóttir, Ingibjörg Hrönn Einarsdóttir, Jón Bjarnason, Þröstur Einarsson, Rúnar Hrafn Einarsson, Birna Eggertsdóttir, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Sigríður Elka Guðmundsdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.