Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞRÍR nýliðar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson, urðu meðal tíu efstu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fór sl. föstudag og laug- ardag. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, varð í fyrsta sæti með 6.031 atkvæði og Geir H. Haarde, varaformaður flokksins, varð í 2. sæti með 5.938 atkvæði. Fyrstu tölur úr prófkjörinu voru birtar kl. 18 á laugardag er kjörstöðum var lokað. Úrslit lágu fyrir um kl. 23. Alls kusu 7.499 manns í prófkjör- inu, en það er um 46% þeirra sem eru á kjörskrá. Í lok kjörfundar voru 16.324 á kjörskrá. Auðir seðl- ar og ógildir voru 340. Niðurstaða prófkjörsins er ekki b því var Björ kvæði, atkvæð atkvæð 3.598 a 7. sæti son va varð í manns ín Fjel Lára M 3.500 a Prófkjör sjálfstæðisman Þrír nýliða efstu sæt DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að hann sem formaður flokksins og Geir H. Haarde varafor- maður hafi feng- ið afgerandi traustsyfirlýs- ingu í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykja- vík. Davíð hlaut 6.031 atkvæði í fyrsta sætið og Geir H. Haarde 5.938 atkvæði í ann- að sætið. „Prófkjörið var þýðingarmikið og þátttakan töluverð, þótt hún hafi ekki reynst bindandi,“ segir Davíð, en alls 7.499 manns kusu í prófkjör- inu. „Um 7.500 manns eru að taka þátt í að undirbúa röðun á lista flokksins fyrir næstu þingkosning- ar. Það er góður bakgrunnur. Próf- kjörið sjálft fór vel fram; kurteis- lega og af þokkalegri hógværð eins og svona prófkjör getur verið því auðvitað þurfa frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra að hrósa sér og sínum.“ Davíð segist ánægður með það að þingflokkurinn sem slíkur hafi notið trausts í prófkjörinu, „en jafnframt hafa menn viljað tryggja töluvert róttæka endurnýjun í þingflokkn- um“. Hann bætir því við að hann hafi ekki átt von á því að nýliðunin yrði svo afgerandi. Ýmsir hefðu tal- ið að þegar svo margir ungir menn stefndu á öruggt þingsæti myndu þeir hugsanlega skaða hver annan. „En sú varð ekki raunin. Þannig að þetta eru mjög jákvæð úrslit að flestu leyti. Auðvitað geta menn haft samúð með einstökum fram- bjóðendum. Það hefur maður nátt- úrulega. Sjálfur hefði maður raðað listanum kannski örlítið öðruvísi ef manns eigin seðill hefði legið til grundvallar niðurstöðunni. En þetta eru úrslitin. Á þeim verður að byggja.“ Þegar Davíð er spurður um hlut kvenna á listanum segist hann líta á frambjóðendur sem einstaklinga. „Ég lít á þessa keppendur sem ein- staklinga. Kynið skiptir ekki máli. Menn eru ekki að kjósa milli kynja.“ Davíð kveðst ekki vita betur en að nokkurn veginn jafnmargar konur og karlar hafi kosið í próf- kjörinu. „Kjósendur ákváðu að hafa listann svona,“ segir hann og bendir á að þessir 7.500 sem kusu hafi ekki „hugsað á þeim brautum að telja höfuðin eftir kyni“. Davíð segir ákveðnar skýringar á því hvers vegna framgangur tiltek- inna kvenframbjóðenda var ekki meiri. Einnig séu til skýringar á því hvers vegna ákveðnir karlmenn náðu ekki nákvæmlega þeirri stöðu sem þeir óskuðu eftir. Spurður nánar út í þær skýringar nefnir Davíð m.a. Láru Margréti Ragnarsdóttur, hún hafnaði í 12. sæti en var í 5. sæti í síðustu alþing- iskosningum. „Lára Margrét hefur verið mikið erlendis – og reyndar staðið sig afar vel þar og fengið al- menna viðurkenningu fyrir verk sín – en það er því miður þannig að slík vinna og þátttaka, sem er þýðing- armikil, skilar mönnum ekki endi- lega árangri í prófkjöri hér heima á Íslandi. Menn þurfa bara að vera raunsæir. Þetta er svona. Ég átti von á því að svona gæti hugsanlega farið af þessum sökum.“ Davíð nefnir einnig Sólveigu Pét- ursdóttur, sem hafnaði í 5. sæti en sóttist eftir 3. sætinu. „Sólveig Pét- ursdóttir ákvað – sem var töluvert dirfskufull ákvörðun – að etja kappi við einn mesta þungavigtarmann ís- lenskra stjórnmála um 3. sætið. Þar með fengu aðrir opna sókn á fjórða sætið. Þar með dreifðust atkvæðin og hún lendir af þeim sökum í 5. sætinu. Ég tel nokkuð víst, án þess að geta sannað það, að hefði hún sóst eftir fjórða sætinu hefði hún fengið það.“ Davíð Oddsson Formaður og varaformaður fengu afger- andi trausts- yfirlýsingu „ÉG HELD að þetta sé sterkur og sigurstranglegur listi og þegar búið er að ganga endanlega frá honum brettum við upp ermarnar, við sem á honum er- um, segir Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, um úr- slitin í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Honum líst mjög vel á þá nýliðun sem orðið hefur í efri sætum listans. „Það er alltaf ánægjulegt þegar nýtt fólk haslar sér völl og það ger- ist í þessu prófkjöri. Við gerum okk- ur vonir um að bæta töluvert við okkur þingmönnum í Reykjavík. Það er auðvitað nauðsynlegt að hafa í bland reynsluna sem fylgir þeim eldri og kraftinn sem fylgir nýju fólki. Ég held að það fari ágætlega saman hér.“ Spurður hvernig honum lítist á þá staðreynd að einungis tvær kon- ur séu meðal tíu efstu manna á lista undirstrikar Geir að í prófkjöri sé kosið um einstaklinga óháð kyn- ferði „Hver og einn frambjóðandi leggur sitt undir, sjálfan sig, í við- komandi prófkjör hæfra einstak- linga en ekki á grundvelli kynferðis. Ég held ekki að þessir listar séu neitt veikari fyrir bragðið og vænt- anlega erum við með tvær reyndar konur í baráttusætum.“ Hann segir almennt talað ekki koma til álita að vera með uppstill- ingu sem tryggi jafnari niðurröðun milli kynja. „Við höfum ýmist verið með próf- kjör eða uppstillingu og það er allur gangur á því. Aðalatriðið er að vera með lista sem fólk vill kjósa af því að það hefur traust á þeim sem þar sitja.“ Geir H. Haarde Traust á forystunni ótvírætt BJÖRN Bjarnason, alþingismaður og oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, kveðst mjög ánægður og þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hlaut í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Hann hafnaði í 3. sæti, því sæti sem hann sóttist eftir í prófkjör- inu. „Ég tel að þetta hafi verið góð útkoma fyrir mig og styrkir mig í þeim störfum sem ég er að sinna bæði á Alþingi og sem oddviti í borgarstjórn. Þetta er mikil traustsyfirlýsing.“ Þegar spurður að því hvort hann ljósi niðurstöðunnar gera ráðherraembætti svarar til að hann hafi aldrei ge um slíkt; hvorki fyrr né s hef aldrei nálgast þing mína með þá kröfu á vö segir hann. Aðspurður u kjörsleiðina, segist hann hafa út á prófkjörsleið „Ég hef alltaf náð mínu miðum í prófkjörum. É ekki undan þeim. En ég vi að það eru líka til aðrar l eru góðar til að setja sam Ég sem frambjóðandi sæt það kerfi sem er nota sinni.“ Spurður um útkomu prófkjörinu segist Björn á litið á þá frambjóðendur s sig fram sem einstakling sem frambjóðendurnir væ eða karlar. „Og það er kjós alfarið að velja og hafna. mig því við þessar niðurst og ég held að allir hljóti sem taka þátt í svona ko Þetta er ákvörðun þeirra erum að leita stuðnings hj Björn og ítrekar að nið endurspegli hug þeirra sem Björn Bjarnason Þakklátur fyrir góðan stuðning „ÉG ER afskaplega ánæg minn hlut og með traust kj mér og vona að ég standi u segir P Blöndal ismaður lenti í prófkjö Hann einnig með n listanum er gott ferskar hugmyndir og þ þurfi að sjá góða samherja listanum þá er það einu sin að það kemst ekki nýtt nema aðrir fari út.“ Hann segist ekki hafa n hlíta skýringu á því af hver ar konur raði sér í efstu sæ „Ég veit að það eru mjö ungar konur sem hafa lát kveða en hafa ekki náð fram væntanlega síns tíma.“ hvort eðlilegra sé að hafa ingu sem byggist á jafnri un karla og kvenna á fram segir Pétur að erfitt sé gegn þeim vilja sem kjóse sýnt í prófkjörinu. Pétur hefur lýst því yfir muni ekki skorast undan þ um verði boðið ráðherras var spurður að því ef ég fæ sætið hvort ég myndi þá mér ráðherrasæti. Ég sag myndi ekki skorast undan skorast ekkert undan því e ur að verða ráðherra þó a sjálfu sér ekkert keppike og fremst þarf Sjálfstæði inn að sigra vel í kosning taka þátt í ríkisstjórn í kjö Pétur H. Blöndal „Afskapleg ánægður m minn hlut“ PRÓFKJÖRIÐ Í REYKJAVÍK Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæð-isflokksins í Reykjavík um síð-astliðna helgi sýna fram á bæði kosti og galla prófkjörsaðferðarinnar við að velja á framboðslista fyrir kosn- ingar. Þrír helztu forystumenn flokksins í Reykjavík, þeir Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Björn Bjarnason, fá mjög góða kosningu og skýrt umboð frá hin- um stóra hópi flokksmanna, sem kaus í prófkjörinu. Það er tvímælalaust styrk- ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og forystu hans og hefði ekki komið fram með jafn- afdráttarlausum hætti, hefði verið stillt upp á listann með öðrum aðferðum. Jafnframt sýnir góður árangur þriggja ungra manna, þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Sigurðar Kára Krist- jánssonar og Birgis Ármannssonar, að flokksmenn í Reykjavík vilja endurnýj- un í þingliðinu og leyfa ferskum vindum að blása. Draga má í efa að jafnvíðtæk endurnýjun hefði átt sér stað ef kjör- nefnd hefði stillt upp á listann, þar sem það lá fyrir að allir þingmenn flokksins sóttust áfram eftir þingsæti. Telja verð- ur að framboðslistar Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík standi talsvert sterkt að vígi af þessum sökum, ekki sízt hjá ungu fólki. Þeir alþingismenn, sem fengu lak- ari útkomu en þeir stefndu að, hafa tekið úrslitunum af hetjuskap, enda var keppnin drengileg. Sjálfstæðisflokkurinn hefur víða skír- skotun í samfélaginu og hefur af þeim sökum lagt áherzlu á að á framboðslist- um hans séu fulltrúar sem flestra sjón- armiða og þjóðfélagshópa. Í prófkjöri er að sjálfsögðu erfitt að stýra því út frá slíkum sjónarmiðum hver útkoman verður. Að þessu sinni hefur þó að mörgu leyti raðazt vel á listann. Þeir, sem skipa tólf efstu sætin, sem ætla má að sjálfstæðismenn stefni á sem þing- sæti, eru á ýmsum aldri og endurspegla nokkuð breitt svið starfsstétta og lífs- skoðana. Hins vegar fer ekki á milli mála að hlutur kynjanna er ójafnari en sjálfstæðismenn hefðu væntanlega kos- ið, ekki sízt í ljósi þeirrar áherzlu, sem flokkurinn hefur lagt á jafnréttismál á undanförnum árum. En jafnframt er það umhugsunarefni, að þær fjórar kon- ur, sem setið hafa á Alþingi á yfirstand- andi kjörtímabili fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík ná ekki þeim árangri, sem þær stefndu að í prófkjörinu. Skýringin getur þó verið nokkuð nær- tæk. Í ljósi þess hverjir voru í framboði og þeirrar áherzlu sem kjósendur í próf- kjörinu hafa augljóslega lagt á endur- nýjun í þingliðinu og að veita ungu fólki með nýjar hugmyndir brautargengi, var sennilega ekki við öðru að búast en að karlarnir þrír, sem eru nýir í efstu sæt- um listans, yrðu fyrir valinu fremur en þær frambærilegu ungu konur, sem öttu við þá kappi. Þeir hafa starfað lengur í Sjálfstæðisflokknum, sinnt hærri stöð- um innan flokksins og ungliðahreyfing- ar hans, eiga víðtækara tengslanet og eru að auki þekktari úr fjölmiðlum, m.a. vegna starfa sinna á öðrum vettvangi. Í þessari stöðu hlýtur sú krafa hins vegar að verða gerð til frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að þeir leggi sig enn frekar en ella eftir því að hlusta eftir sjónarmiðum kvenna og leggi ríkari áherzlu á jafnréttismálin í kosningabaráttunni. Eftir stendur sú spurning hvort próf- kjörin, ekki sízt sá mikli kostnaður sem er þátttöku í þeim samfara, verði til þess að margt fólk, sem ætti fullt erindi í póli- tík – þar á meðal konur, yngra fólk og þeir sem hafa staðið utan við flokks- kjarna – gefi einfaldlega aldrei kost á sér til stjórnmálaþátttöku. Margt bend- ir til að svo sé. VETTVANGUR UMRÆÐU Morgunblaðið er vettvangur opinnarumræðu, hvort sem hún er pólit- ísk eða af öðrum toga. Almenningur á þess daglega kost að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri í blaðinu og oft verða slíkar greinar kveikja að frekari umræðum. Sú er hins vegar ekki alltaf raunin og verða lesend- ur Morgunblaðsins sérstaklega varir við hið gagnstæða í kringum prófkjör og kosningar þegar greinar til stuðnings frambjóðendum streyma inn til birting- ar í blaðinu. Undanfarnar vikur hafa farið fram prófkjör vegna alþingiskosninganna, sem haldnar verða í vor, og hefur það vart farið fram hjá lesendum. Í Morg- unblaðinu á föstudag birtust rúmlega 60 greinar stuðningsmanna einstakra frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík svo dæmi sé tekið. Öðrum prófkjörum undanfarnar vikur hefur einnig fylgt mikill fjöldi greina frá stuðningsmönnum og gildir einu á veg- um hvaða flokks þau hafa verið haldin. Tilgangurinn með þessum greinum er tvíþættur. Annars vegar að vekja at- hygli á frambjóðandanum og er í því sambandi lykilatriði að nafn hans komi fram í fyrirsögn, en hins vegar að grein- arhöfundur vilji skora á kjósendur að veita viðkomandi frambjóðanda braut- argengi með mynd af sér. En það er ekki hægt að halda því fram að þessar grein- ar séu framlag til hinnar pólitísku um- ræðu, auki hana eða bæti. Þessi greinaskrif eru komin út í öfgar, þjóna mjög takmörkuðum tilgangi og eru lesendum blaðsins augljóslega til ama. Þótt blaðið hafi sett mjög þröng lengdarmörk á þessar greinar eru við- brögð frambjóðenda og stuðnings- manna þeirra einfaldlega þau að fjölga þeim. Í mörgum tilvikum eru greina- skrifin skipulögð á kosningaskrifstofum frambjóðenda. Það er tímabært að hér verði breyting á. Prófkjörum vegna þingkosninganna í vor er nú lokið. Í komandi kosningum til sveitar- stjórna eftir rúmlega þrjú ár og til Al- þingis eftir rúmlega fjögur ár mun Morgunblaðið ekki taka til birtingar í blaðinu sjálfu greinar frá stuðnings- mönnum frambjóðenda. Hins vegar mun þeim gefast kostur á að birta slíkar stuðningsgreinar á netútgáfu blaðsins, sem er mjög víðlesin eins og kunnugt er. Þessa er getið með svo góðum fyrirvara til þess að frambjóðendur í prófkjörum framtíðarinnar viti að hverju þeir ganga. Eftir sem áður verður Morgunblaðið að sjálfsögðu opið frambjóðendunum sjálfum, hvort sem er í prófkjörum eða í kosningum og munu þeir eiga þess kost að kynna stefnu sína og málaflokka fyrir kjósendum á síðum blaðsins. Frambjóð- endum er nauðsynlegt að geta kynnt sig og skoðanir sínar og kjósendur þurfa sömuleiðis að geta vegið og metið fram- bjóðendur og áttað sig á því hvað þeir hafa til málanna að leggja og vettvang- urinn til þess mun ekki hverfa úr Morg- unblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.