Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
„ÞAÐ er heldur að þorna þarna uppi og menn
telja nú minni líkur á því að fá stóra skriðu
hérna niður,“ sagði Tryggvi Harðarson, bæj-
arstjóri Seyðisfjarðar og fulltrúi í almanna-
varnanefnd, í gær. Þá hafði nefndin aflétt rúm-
lega tveggja sólarhringa hættuástandi sem
ríkt hefur í bænum vegna skriðufalla úr Botna-
brúnum, rétt ofan við bæinn. Fengu þrjátíu íbúar
tíu húsa við Austurveg því að fara heim til sín á ný
eftir að hús þeirra voru rýmd á föstudag.
Morgunblaðið/RAX
Hættuástandi aflétt á Seyðisfirði
Fólki leyft/4
RÍKI og sveitarfélög hafa kostað um 850
milljónum króna á núvirði til minkaveiða
á síðustu 45 árum, samkvæmt gögnum
Veiðistjóraembættisins. Róbert Stefáns-
son, forstöðumaður Náttúrustofu Vestur-
lands, segir að allt að 30 milljónum kr. sé
varið á ári í minkaveiðar. Að stærstum
hluta er þessi kostnaður vegna verðlauna
sem veitt eru minkaveiðimönnum, auk
þess sem stundum hafa verið greidd laun
og kostnaður vegna minkaveiða.
Þrátt fyrir að minkur hafi verið veidd-
ur hér á landi frá því fljótlega eftir land-
nám hans fyrir um 70 árum hafa þær
veiðar ekki skilað þeim árangri sem von-
ast var eftir. „Þetta skilar yfirleitt stað-
bundnum og tímabundnum árangri. Veið-
arnar eru ekkert sérlega markvissar
enda hefur veiðistjóri í raun og veru ekki
upplýsingar til þess að stjórna veiðunum
að einhverju ráði,“ segir hann.
„Upphaflega markmiðið var að útrýma
honum en ég held að það geri flestir sér
grein fyrir því að það er ekki raunhæft
markmið lengur. Það er opinbert mark-
mið núna að reyna að lágmarka tjónið en
það er ekki gert nógu markvisst að mínu
mati,“ segir Róbert.
Um 850
milljónir til
minkaveiða
á 45 árum
168 minkar/22
Morgunblaðið/Páll Jespersen
LYFJAÚTGJÖLD Tryggingastofnunar ríkisins
námu 3.978.293.290 kr. á fyrstu níu mánuðum
þessa árs. Á sama tímabili í fyrra námu útgjöldin
3.446.632.904 kr. Jókst kostnaðurinn á þessu ári
því um rúmlega 531 milljón kr. á fyrstu níu mán-
uðum ársins eða um 15,4%, skv. nýjum tölum
sem fengust hjá Tryggingastofnun.
Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð
fyrir að lyfjakostnaður verði 5.003 milljónir kr. Í
fjárlögum ársins í ár var gert ráð fyrir að hann
yrði 4.973 m.kr., en við umræðu á Alþingi um
frumvarpið var samþykkt að draga úr lyfjaút-
gjöldum sem næmi 310 millj. kr. á árinu með
breytingum á greiðsluþátttöku, smásöluálagn-
ingu og hámarksheildsöluverði. Þegar fjárlaga-
frumvarpið var lagt fram í byrjun október var
talið sýnt að lyfjaútgjöld yfirstandandi árs færu
530 til 680 millj. kr. umfram fjárlög þrátt fyrir
þessar aðgerðir. Áætlað hefur verið að útgjöld
vegna lyfja í ár verði því á bilinu 5.500 m.kr. til
5.650 m.kr. og er það hækkun um 14 til 17% frá
fyrra ári.
Komið hefur fram að nú stefni í að þriðjungur
af öllum útgjöldum vegna lyfja komi til vegna
kaupa á tauga- og geðlyfjum. Hefur notkun á
þessum lyfjum aukist ár frá ári síðasta áratug.
Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins sem
greint var frá nýverið lætur nærri að fjórði hver
íbúi landsins noti tauga- og geðlyf. Er útlit fyrir
að notendur þessara lyfja og Tryggingastofnun
greiði um 4,4 milljarða fyrir slík lyf á þessu ári en
á síðasta ári nam þessi kostnaður 3,6 milljörðum.
Lyfjakostnaður TR tæpir 4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins
Lyfjaútgjöldin jukust
um 530 milljónir króna
- 6
'4!
'4$
'4&
'4(
6- -6
63
.
< -
= <
NO
NO
> VEGNA breytinga á kjördæmaskipan, er
taka gildi í næstu kosningum, er hugsanlegt
að niðurstaða frambjóðenda í prófkjörum
segi ekki alla söguna um líkur þeirra á að ná
kjöri.
Reykjavík á nú 19 þingmenn en í næstu
kosningum verða kjördæmin tvö og mun
hvort kjördæmið eiga ellefu þingsæti, þar af
eru tvö jöfnunarsæti í hvoru kjördæmi.
Þar sem þeir flokkar er haldið hafa próf-
kjör í Reykjavík hafa einungis haldið eitt
prófkjör verður að skipta frambjóðendum
niður á kjördæmin tvö. Sjálfstæðisflokkur-
inn, er hélt prófkjör um sl. helgi, hyggst
varpa hlutkesti um það í hvoru kjördæminu
fyrsti maður á lista samkvæmt úrslitum
prófkjörsins býður sig fram. Annar maður
mun síðan leiða listann í hinu kjördæminu og
svo koll af kolli.
Séu niðurstöður síðustu kosninga notaðar
sem viðmiðun má telja líklegt að Sjálfstæð-
isflokkurinn eigi ellefu menn vísa í Reykja-
vík. Það er hins vegar engin leið að segja fyr-
ir um það fyrirfram í hvoru kjördæminu
ellefti maðurinn, sem væntanlega yrði jöfn-
unarsæti, myndi lenda. Þetta gerir að verk-
um að ekki er hægt að segja til um hvort
Katrín Fjeldsted, sem varð í ellefta sæti í
prófkjörinu og verður því væntanlega í sjötta
sæti í öðru kjördæminu, eða Lára Margrét
Ragnarsdóttir, sem var í tólfta sæti og verð-
ur því væntanlega í sjötta sæti í hinu kjör-
dæminu, er líklegri til að komast á þing ef
Sjálfstæðisflokkurinn fær ellefu þingmenn.
Bíða niðurstöðu kjörnefndar
Í samtali við Morgunblaðið sagðist Katrín
ekki hafa hugsað málin með þessum hætti.
„Ég held að fólk bíði bara og sjái hvaða nið-
urstöður koma frá kjörnefnd,“ segir hún.
Sú staða gæti komið upp að Lára Margrét
kæmist inn á þing en ekki Katrín, þrátt fyrir
að Lára Margrét hafi hlotið lakari kosningu í
prófkjörinu. Aðspurð hvort taka ætti tillit til
þess við skipan á lista sagði Lára Margrét að
sú ákvörðun væri alfarið í höndum kjör-
nefndar. Hún gæfi kost á sér í 6. sæti lista í
öðru hvoru kjördæminu.
Ekki sama
hvort
sjötta
sætið er
Þrír nýliðar/26–27
Róttæk endurnýjun/11
Kristján Pálsson/10
Sjálfstæðisflokkurinn
í Reykjavík
YFIR 30 starfsmönnum Heklu verður
sagt upp störfum í kjölfar endurskipu-
lagningar á rekstri félagsins. Stefnt er
að því að lækka rekstrarkostnað félags-
ins um 20% á næsta ári og selja eignir
sem ekki tengjast beint rekstri þess.
Ákveðið hefur verið að grípa til að-
gerða til að snúa rekstri Heklu til betra
horfs í kjölfar samdráttar í bílasölu und-
anfarin misseri. Starfsfólki Heklu fækk-
ar úr 183 í 150 manns. „Þetta var vita-
skuld ekki skemmtilegt skref að stíga.
En hjá þessum breytingum varð ekki
komist,“ segir Tryggvi Jónsson, for-
stjóri Heklu.
„Við vonum að með þessum aðgerðum
sé í eitt skipti fyrir öll búið að koma fyr-
irtækinu í það horf að það geti tekist á
við framtíðina. Við teljum að með þess-
um breytingum og endurskipulagi megi
snúa rekstri fyrirtækisins við strax á
fyrri hluta næsta árs.“
Jón Magnússon, trúnaðarmaður fé-
lagsmanna Verslunarfélags Reykjavíkur
hjá Heklu, segir uppsagnirnar vissulega
harkalega aðgerð, enda umtalsvert fleiri
en gert var ráð fyrir. Alls eru 16 starfs-
menn af þeim 33 sem sagt var upp störf-
um í VR. Jón segir uppsagnirnar ná til
allra deilda. „Uppsagnirnar koma vissu-
lega illa við þá sem í þeim lenda en okk-
ur hefur verið lofað að ekki komi til
fleiri uppsagna en orðið er.“
33 starfs-
mönnum
Heklu
sagt upp
Skipulagsbreytingar/13
♦ ♦ ♦