Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 24

Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ER íslenskt samfélag vinveitt list-rænni sköpun? Búum við til örvandiumhverfi fyrir listina eða kring-umstæður sem að einhverju leyti vinna á móti listamanninum? Hvernig hefur okkur tekist að skapa íslenskum listamönnum aðgengi að hinu alþjóðlega listalífi og hvernig hefur þessi alþjóðavæðing borist inn í um- ræðuna og upplýsingastreymi um myndlist hér á landi? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem lagt var upp með á málþingi sem Listasafn Ís- lands efndi til sl. laugardag undir yfirskriftinni „Alþjóðleg tengsl myndlistar og staða íslenskra listamanna“. Ólafur Kvaran, forstöðumaður listasafnsins, stjórnaði málþinginu, sem efnt var til í tengslum við sýninguna Íslensk myndlist 1980– 2000. Sagði hann viðfangsefni málþingsins að ræða ofangreindar spurningar og til þess hefði verið leitað eftir þátttöku listamannanna sjálfra sem deildu sinni reynslu og fulltrúa menntamálaráðuneytisins. „Því stjórnvöld bera að sjálfsögðu ákveðna ábyrgð hvað þetta varðar og er hluti þeirra kringumstæðna sem hér ríkja markaður af pólitískum ákvörð- unum,“ sagði Ólafur. Þannig fluttu á málþinginu erindi þau Anna Líndal, myndlistarmaður og prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands (LHÍ), Kristján Steingrímur Jónsson, myndlist- armaður og deildarforseti myndlistardeildar LHÍ, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og Tumi Magnússon, myndlistarmaður og pró- fessor við myndlistardeild LHÍ. Þá flutti erindi Þorgeir Ólafsson, listfræðingur og deildarstjóri lista- og safnadeildar menntamálaráðuneyt- isins, en Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður, sem hugðist taka þátt í þinginu, forfallaðist. Íslensk samtímalistastofnun? Tumi Magnússon tók fyrstur til máls og sagði íslenskt myndlistarumhverfi einkennast af því að hér hefði náð að festa rætur öflug grasrótarstarfsemi þar sem fjöldinn allur af ungum og efnilegum myndlistarmönnum sýndi verk sín í litlum galleríum sem þeir rækju sjálf- ir, eða á ýmsum öðrum vettvangi, jafnvel í heimahúsum. Gæðastaðallinn væri þar hár en gróskan næði ekki mjög langt út fyrir lista- mannahópinn. Hér væri ekki fyrir hendi það starfsumhverfi með atvinnugalleríum, burðu- gum listastofnunum og öflugu fræðasamfélagi sem nauðsynlegt væri til að veita íslenskum myndlistarmönnum tækifæri til að starfa á fag- legum grundvelli. „Stofnanir sem sinna nú- tímamyndlist eru fáar og fjársveltar, og þegar listamaðurinn er búinn að fara hringinn um þær er lítið um möguleika á framhaldi. Það er bara að fara annan hring. Það er erfitt fyrir grasrótina að fullorðnast við þessar aðstæður og íslenskt myndlistarsamfélag er að springa af innbyrgðri orku og ósýndum verkum,“ sagði Tumi. Hann benti á að þótt grasrótin væri nauð- ynleg, og að þar sæktu menn sér áhrif víða að, þyrfti íslenskum myndlistarheimur að tengjast stærri menningarheild og skapa íslenskum myndlist- armönnum meira athafnasvæði. „Umræðan hefur á undanförnum misserum verið að færast meira og meira yfir í það að nauðsynlegt sé að koma upp á Íslandi stofnun eins og þeim sem starfræktar eru á hinum Norðurlöndunum og starfa að alþjóðlegum tengslum með því að reka alþjóðlegar vinnustofur og sýningarstaði, veita fé í ákveðin verkefni, vinna með erlendum sýningarstjórum og styrkja rannsókn- arstarfsemi svo dæmi séu nefnd. Í Svíþjóð er það IASPIS, Í Danmörku DCA, í Noregi Office for Contemporary Art og í Finnlandi FRAME,“ sagði Tumi og lagði til að tekin yrðu ákveðin skref í þá átt á næstu misserum að meta með hvaða hætti reka mætti slíka stofnun hér á landi og hvert hlutverk hennar ætti að vera. Rakti hann í kjölfarið starfssvið ofan- greindra stofnana í Skandinavíu (upplýsingar um það er m.a. að finna á tenglum stofnananna á vefsíðu Upplýsingamiðstöðvar myndlistar) og benti á að taka mætti mið af stefnumörkun ná- grannalandanna áður en við kæmum á fót öfl- ugri og fjárhagslega styrktri myndlist- arstofnun er sniðin væri að þeim aðstæðum og möguleikum sem hér væru fyrir hendi. „Ég tel að stofnun sem þessi geti haft í för með sér betra skipulag og ákveðnari stefnu í menning- armálum hér á landi. Til þess að setja hana á stofn er óhjákvæmilegt að endurskoða ríkjandi kerfi, stokka upp, bæta við, endurraða og sam- eina.“ Lauk Tumi máli sínu á því að leggja til að Samband íslenskra myndlistarmanna setti á stofn nefnd sem gerði forkönnun í málinu og kæmi með tillögur þar að lútandi að ári liðnu. Ósk Vilhjálmsdóttir sagðist fanga því fram- taki sem Listasafn Íslands sýndi með mál- þinginu við að efla umræðu um þann vanda er fælist í einangrun íslenskrar myndlistar. Tók hún undir orð Tuma og sagði það mikilvægt að komið yrði hér á einhvers konar innra kerfi sem gerði það að verkum að íslenskir myndlist- armenn þyrftu ekki að leita til útlanda til þess að geta starfað að list sinni fullum fetum, eða komið sér á framfæri á hinu alþjóðlega sviði lista. Lagði hún þó áherslu á að samskiptin gætu ekki verið aðeins á einn veg, þ.e. að leitast yrði við að koma íslenskum myndlistarmönnum á framfæri erlendis, heldur yrði einnig að bjóða hingað til lands erlendum myndlistarmönnum og leggja áherslu á kaup á erlendri list. Engin hvatning Anna Líndal lagði áherslu á þær breytingar sem átt hefðu sér stað á hinni alþjóðlegu mynd- listarflóru á undanförnum árum, þar sem jað- arhópar hvað varðar þjóðerni, kyn og sam- félagsstöðu hefðu fengið aukið rými. Með því hefði mikið af nýrri og framandi myndlist flætt inn á sjónarsviðið og væri þar starfandi breiður hópur myndlistarmanna með mismunandi við- horf, markmið og stöðu. Til að lýsa því umhverfi sem tek- ur við þeim íslensku myndlist- armönnum sem snúa heim eftir nám erlendis rakti Anna eigin feril, sem byrjaði með því að hún leit- aðist við að koma sér sjálf á fram- færi, m.a. með því að leigja sal und- ir sýningaraðstöðu í Nýlistasafninu. Síðar hefðu henni boðist ýmis tækifæri við að taka þátt í virtum erlendum sýningarverkefnum og listamessum m.a. í Suður-Kóreu og Basel Art Fair og þannig hefði „boltinn farið að rúlla“. Þetta hefði þó engu breytt um stöðu hennar í íslensku myndlistarlífi, tækifærin væru jafnfá og áður og væri engin sýning framundan hjá henni á Íslandi og ekkert til að hvetja hana áfram í listsköpuninni. „Þó að þetta sé mín saga á hún því miður við um marga fleiri. Mér er það hulin ráðgáta hvað íslenskur myndlistarmaður þarf að hafa fram að færa til að opinber stofnun bjóði honum að sýna á Íslandi,“ sagði Anna. Vék hún þannig að sams konar þörf og Tumi og Ósk höfðu gert er hún sagði það nauðsynlegt að Íslendingar byggðu upp sitt eigið bakland fyrir listsköpun. „Við verðum að þora að meta okkur sjálf, við erum rík þjóð,“ sagði Anna og ítrekaði nauðsyn þess að fræðileg samræða um þá list- sköpun sem hér fer fram, sem og faglegt mat á henni, yrði þáttur í umhverfinu. Kristján Steingrímur Jónsson sagði Íslend- inga eftirbáta annarra þjóða hvað starfsskilyrði myndlistarmanna varðaði og að alþjóðleg tengsl gætu verið mun meiri ef markviss vinna yrði lögð í málefnið. Þar skorti því miður póli- tískan vilja og hefði myndlistin einhverra hluta vegna ekki átt marga talsmenn meðal ráða- manna þjóðarinnar. „Þar held ég að skorti nokkuð á almenna þekkingu á myndlist, sem er forsenda þess að áhugi á málefninu vakni.“ Benti Kristján á að ef markaðsöflin yrðu ein- ungis látin ráða yrði hætt við að tækifærin yrðu fá fyrir hæfileikafólk á fámennum markaði. Þá hefðu nágrannaþjóðir í Evrópu sem ekki byggju við fámenni almennt séð sér hag í að efla listsköpun með ýmiss konar stuðningi. Kristán sagði það ennfremur grunnatriði að gerður yrði hér skýrari greinarmunur á at- vinnumennsku og áhugamennsku í myndlist. Leggja yrði faglegt mat á þá listsköpun sem hér færi fram til þess að ákveða mætti hverja bæri að styrkja og koma á framfæri á hinu al- þjóðlega listasviði. Þannig lagði Kristján áherslu á mikilvægi þess að efla hér á landi ákveðna fagmenntaða stétt fólks sem ynni að miðlun myndlistarinnar. Tók Kristján undir umræðuna um nauðsyn þess að koma hér á fót myndlistarstofnun sem hefði það að markmiði að kynna íslenska samtímamyndlist erlendis. En mikilvægt væri að huga að þremur lyk- ilhugtökum í því samhengi; pólitískum vilja, fjármagni og þekkingu. Stefna stjórnvalda Þorgeir Ólafsson, deildarstjóri lista- og safn- adeildar menntamálaráðuneytisins, kom fram með ýmis viðbrögð við sjón- armiðum myndlistarmannanna. Lýsti hann í fyrstu myndlist- arumhverfinu hér á landi eins og það snýr að ríkisvaldinu. Benti hann á að ríkið kæmi í sjálfu sér af- skaplega lítið að myndlistarmálum, utan þess að reka Listasafn Íslands, Listasafn Einars Jónssonar, veita 2 milljónir á ári til SÍM og hafa 20 milljónir til ráðstöfunar til að veita verkefna- og ferðastyrki til tónlistarmanna, myndlistarmanna, rithöfunda og leikhúsfólks. „Það er því lítið fé til ráðstöfunar fyrir hverja listgrein fyrir sig og erum við í raun oft hissa á hvað fæst fyrir þessa peninga,“ sagði Þorgeir og ítrekaði að þetta væri sá veruleiki sem lista- og safnadeild ráðuneytisins byggi við. Styrkir sem myndlistarnefndin hefur til umsagnar, væru á bilinu 4-5 milljónir og væri því fé varið bæði í að styrkja verkefni innanlands og utan. Þá væri 4 milljónum veitt árlega í uppbyggingu Upplýsingamiðstöðvar myndlistar. Þá væri menntamálaráðuneytið algerlega háð fjár- laganefnd hverju sinni um það fé sem það hefði til ráðstöfunar. „Þá held ég fólk verði að gera sér grein fyrir því hver stefna þeirra rík- isstjórnar sem setið hefur við völd á Íslandi síð- astliðin 10-12 ár er. Hún er sú að ráðuneytið eigi ekki að hafa frumkvæði í málefnum lista, heldur eigi það frumkvæði að koma frá mynd- listarmönnunum. Þetta er það pólitíska um- hverfi sem við búum við og mikilvægt að þeir sem áhuga hafa á málefnum myndlistar taki mið af því í sínum væntingum til stjórnavalda,“ sagði Þorgeir. Hann sagði ráðuneytið leggja áherslu á að meta þá gagnrýni sem komi á starfsemi þess, m.a. um skipulag þátttöku myndlistartvíæringsins í Feneyjum. Ráðu- neytið stefni á að bæta sig í þeim efnum en at- huga verði að ekki komi í ljós hvaða fjármagn ráðuneytið hafi til verkefnsins fyrr en fjárlögin liggi fyrir. Þá sagði Þorgeir þær hugmyndir hafa borist ráðuneytinu að hægt yrði að þróa Upplýsingamiðstöð myndlistar til þess að vera einhvers konar kynningarmiðstöð eða myndist- arstofnun í takt við það sem Tumi og Kristján Steingrímur ræddu um í sínum erindum. „Í því samhengi þurfum við hugsanlega að endur- skoða hugmyndafræðina á bak við núverandi styrkveitingu til myndlistar í ljósi breyttra að- stæðna í myndlistarumhverfi samtímans,“ sagði Þorgeir og kallaði eftir innleggi og um- ræðum frá myndlistarmönnum um hvernig best væri að haga málum. Fjölmargir af þeim hátt í sjötíu gestum sem sóttu málþingið lögðu orð í belg í umræðum sem efnt var til að erindum loknum. Tóku margir myndlistarmenn þar undir það sjón- armið að hér þyrfti að byggja upp faglegt um- hverfi sem ynni að því að meta, greina og koma á framfæri því sem myndlistarmenn hefðu fram að færa. Bent var á að myndlistarmenn væru í erfiðri stöðu þegar þeir þyrftu að vinna að því að koma eigin list á framfæri, auk þess sem slíkt þætti ekki faglegt á alþjóðlegan mæli- kvarða. Halldór Björn Runólfsson listfræð- ingur vakti athygli á þeim tækifærum sem ís- lenskum myndlistarmönnum byðust við að koma sér á framfæri í skandinavísku lönd- unum, en þangað beindu ýmsir mikilvægir tengiliðir sjónum sínum. Íslenskir myndlist- aramenn þyrftu ef til vill fyrst að brjóta undir sig ónumið land áður en aðrir gætu fylgt í kjöl- farið. Spurði Ósk þá hvort ekki væri einmitt tími til kominn að við ræktuðum garðinn heima fyrir og kæmum okkur sjálf upp slíku kerfi svo að íslenskir myndlistarmenn þyrftu ekki að leita sífellt á náðir annarra þjóða til að koma sér á framfæri. Tók Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður undir það sjónarmið og sagði að í alþjóðlegum samskiptum væru það stofn- anir og innri kerfi hvers lands sem ættu ákveðna samvinnu, sem byggi til farveg fyrir einstaklingana. Það ættu því ekki að vera ein- staklingar sem stæðu að útrás íslenskrar myndlistarsköpunar, heldur stofn- anir sem ynnu samkvæmt ákveðinni stefnu. Kristján Steingrímur setti að lokum spurningarmerki við við- horf ríkisstjórnarinnar til málefna lista í landinu. Ef litið væri til ná- grannalandanna væri ekki ætlast til þess að myndlistarmennirnir sjálfir ynnu að breiðri menningarpólitískri stefnumótun. Myndlistarmenn gætu auðvitað tekið þátt í um- ræðum um þessi málefni, en endanlegar póli- tískar ákvarðanir yrðu að vera í höndum fag- fólks og ráðamanna. Að umræðum loknum þakkaði Ólafur Kvaran fyrirlesurum og gestum þátttöku í málþinginu og sagðist vonast til þess að umræða um þessi mál yrði áfram öflug. Væri það stefna Listasafns Íslands að taka þátt í þeirri umræðu. Ljósmynd/Listasafn Íslands Frá málþingi um alþjóðleg tengsl myndlistar og stöðu íslenskra listamanna í Listasafni Íslands. Innibyrgð orka og ósýnd verk? Efnt var til málþings í salarkynnum Listasafns Íslands á laugardag þar sem rætt var um framtíðar- möguleika íslenskrar myndlistar. Heiða Jóhannsdóttir sat þingið og greinir hér frá umræðum. heida@mbl.is Stofnanir sem sinna nútímamynd- list eru fáar Skortir nokkuð á almenna þekkingu á myndlist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.