Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 27 indandi fyrir kjörnefnd þar sem þátttaka í r innan við 50%. rn Bjarnason varð í 3. sæti með 3.785 at- , Pétur H. Blöndal varð í 4. sæti með 3.179 ði, Sólveig Pétursdóttir í 5. sæti með 2.932 ði, Guðlaugur Þór Þórðarson í 6. sæti með atkvæði, Sigurður Kári Kristjánsson varð í i með 2.982 atkvæði, Guðmundur Hallvarðs- arð í 8. sæti með 3.367 atkvæði, Ásta Möller 9. sæti með 3.870 atkvæði og Birgir Ár- sson varð í 10. sæti með 4.027 atkvæði. Katr- ldsted varð í 11. sæti með 3.691 atkvæði og Margrét Ragnarsdóttir varð í því 12. með atkvæði. nna í Reykjavík ar í tíu unum 5    @          % & '((  2 4  ( ") ")   ,- " (  *+  ,-  (+ 2  3+3+   *  ./. )/  2 4 (     0    " 04   . &1)( ( 5/   -6   (+ 9   <    2 =9 9 + (+ * & <   (+ * & . &3+ (+ >  2   -$&*"     ( *        D    #$+*1   @ @     @ *$,1#                *$",+              @   %$+*% @       @          @ *$#+1 @      @   @      D   D    D   D    @      %$+1% @  @ @ @     D    @     @  *$*-,  @   @  @    D   D@   D      @ @ @  @ *$1,&      @ @         @   2$&%, @      @ ,+) *)/ ?   &6#) & ) (?4 4 # 7     427 5*.  @@   / 8  *  . @ (   5 .   Björn er n hyggist í kröfu um hann því ert kröfu íðar. „Ég gmennsku örunum,“ um próf- n ekkert að setja. um mark- g kvarta iðurkenni eiðir sem man lista. tti mig við ð hverju kvenna í ávallt hafa sem buðu ga, hvort æru konur sendanna Ég sætti töður eins i að gera osningum. a sem við já,“ segir ðurstaðan m kusu. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra setti markið á 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík en hafnaði í 5. sæti. „Það er rétt, ég setti markið hærra,“ segir hún og minnir á að þrír fram- bjóðendur hafi stefnt á þriðja sætið; auk henn- ar sjálfrar Björn Bjarnason og Pét- ur H. Blöndal, en sá síðarnefndi óskaði eftir 3. til 5. sætinu og hafn- aði í 4. sæti. „Þetta varð niðurstað- an í lýðræðislegu prófkjöri og við því er auðvitað ekkert að segja.“ Sólveig kveðst hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda próf- kjörsins. „Ég vil nota þetta tæki- færi til að þakka stuðningsmönnum mínum,“ segir hún. Spurð um stöðu kvenna á listanum segir Sólveig að útkoma þeirra hafi komið nokkuð á óvart. „Þetta kom nokkuð á óvart því Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn sem bætti við konum á Alþingi í síðustu kosningum. En það voru ungir og kappsfullir menn sem sóttu fram af krafti í prófkjör- inu og má vera að það hafi haft áhrif á niðurstöðuna.“ Sólveig bætir því við að talsverð endurnýjun felist í niðurstöðunni og segir ástæðu til að óska ungu mönn- unum til hamingju með árangurinn. „Eins hlutu formaður og varafor- maður mjög glæsilega kosningu,“ segir hún. „Þessu prófkjöri er nú lokið. Nú þurfa sjálfstæðismenn að snúa bök- um saman og einbeita sér að því að vinna kosningarnar í vor. Það skipt- ir mestu máli.“ Sólveig Pétursdóttir Skiptir mestu að vinna kosningarnar „ÞETTA hlýtur að vera sögulegt. Ég man ekki eftir því, hvorki hjá Sjálfstæðisflokknum né öðrum flokkum, að slík endurnýjun hafi átt sér stað,“ segir Guðlagur Þór Þórðarson borgarfulltrúi sem hafnaði í 6. sæti á prófkjör- slista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. „Það virðist vera afgerandi niður- staða að menn vilja treysta ungu fólki til stórra verka. Ég held að þetta sé besta hugsanlega byrjun sem við gátum fengið í kosningabar- áttunni, þetta glæsilega prófkjör.“ „Það var náttúrulega gríðarlegur kraftur í þessu prófkjöri og við ráð- Guðlaugur Þór Þórðarson Besta hugsanlega byrjunin um því aldrei nákvæmlega þegar við förum út í prófkjör hvernig kynja- skipting verður. Ég tel að þetta hafi verið glæsilegt prófkjör sem hafi sýnt styrk Sjálfstæðisflokksins. Það að 7.500 manns hafi tekið þátt í próf- kjörinu og kosið þennan lista hlýtur að benda til þess að þeir aðilar sem ná góðri útkomu séu líklegir til þess að ná góðri kosningu í vor fyrir flokkinn,“ segir hann og bendir m.a. á þá yfirburðakosningu sem formað- ur og varaformaður flokksins fengu. Hann segist hafa fundið fyrir mjög góðum meðbyr og að fólk hafi augljóslega kunnað að meta þau störf sem hann hafi unnið á vett- vangi flokksins og í borgarstjórn. „Þannig að ég ætla að þau störf sem ég hef unnið fram að þessu séu metin að verðleikum og fólk vilji sjá meira af slíku, ekki bara á vettvangi borgarstjórnar heldur líka á þinginu.“ Guðlagur Þór vill að lokum koma á framfæri þökkum til þeirra fjöl- mörgu sem studdu hann í prófkjör- inu. SIGURÐUR Kári Kristjánsson lögmaður segir niðurstöðu próf- kjörs sjálfstæðismanna í Reykja- vík afskaplega ánægjulega. Það hafi þó komið sér á óvart að hann skyldi ná 7. sæt- inu. Í prófkjör- sbaráttunni setti hann markið á það sæti. „Samkvæmt fyrstu tölum var ég í 9. sæti en vann mig upp í 7. sætið þegar líða tók á talningu. Ég var í skýjunum yfir fyrstu tölun- um, því skv. þeim var ég inni, en þá vantaði mig þrjú atkvæði til að komast upp fyrir Ástu Möller. Síð- an jókst styrkur minn og endaði með þessum hætti. Þannig að ég og mínir stuðningsmenn urðum glaðari og glaðari,“ segir Sigurður. „Ég held að endurnýjunin hefði aldrei orðið eins mikil ef uppstill- ing hefði verið valin. Niðurstaðan sýnir að þarna var öflugt ungt fólk sem rak mjög öfluga kosningabar- áttu og uppskar samkvæmt því.“ Þegar Sigurður Kári er inntur eftir áliti sínu á stöðu kvenna á listanum segir hann að það sé raunhæfur möguleiki fyrir sjálf- stæðismenn að halda fjórum kon- um inni í þingflokknum fyrir Reykjavík. Hann segist ekki sam- mála því að ungum konum hafi verið hafnað í prófkjörinu. Bendir hann í því sambandi á árangur Guðrúnar Ingu Ingólfsdóttur en hún hafnaði í 14. sæti. Hann segir að hún hafi náð mjög góðum ár- angri miðað við hvað hún gat gert sér vonir um. Hins vegar hafi þeir þrír, sem eru nýir í efstu sætum listans, haft forskot á ungu kon- urnar sökum starfa sinna fyrir flokkinn. Sigurður Kári Kristjánsson Urðum glað- ari og glaðari er á leið GUÐMUNDUR Hallvarðsson lenti í 8. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík eftir harða baráttu við Sig- urð Kára Krist- jánsson, sem hafnaði í 7. sæti. Guðmundur seg- ist ánægður með niðurstöðuna. „Það var mjög hart að mér sótt og ég stóð af mér brimsjó og boðaföll. Ég hef setið á Alþingi síðan 1991 og þessi útkoma segir að ég hef verið mjög sýnilegur þessi ár.“ Spurður um rýran hlut kvenna meðal tíu efstu á prófkjörslistanum bendir hann á að Katrín Fjeldsted, Ásta Möller og Lára Margrét hafi allar sóst eftir svipuðum sætum. „Þá var þetta bara spurning hvort það yrði ég eða Pétur eða einhver þeirra sem myndi lenda í því að detta niður. Auðvitað er það bara svo að niðurstaða prófkjöra getur orðið mjög sérstök eins og hún verð- ur núna og í sjálfu sér er ekkert við því að segja. Þær verða náttúrulega í baráttusætum, konurnar, og ungir menn í miðju sem getur bara leitt til þess að listinn verður góður ásýndar og spennandi að berjast með konur í baráttusætunum.“ Hann telur að sú leið sé ekki fýsi- leg að jafna hlut karla og kvenna á prófkjörslista með uppstillingu. „Mér finnst að það beri svolítið á því að ef konur fara ekki vel út úr prófkjörum fari þær að tala um kynjakvóta en sé það á hinn veginn er þeim alveg sama.“ Guðmundur Hallvarðsson „Stóð af mér brimsjó og boðaföll“ ÁSTA Möller alþingismaður hafn- aði í 9. sæti í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, en hún skip- aði það sæti einnig í síðustu alþingiskosning- um. Hún stefndi á 4. til 5. sætið. „Ég er þó ekki illa sett að því leyti að ég held mínu sæti,“ segir Ásta, „en ég hefði kosið að ná ofar.“ Hún bendir þó á að hún hafi fengið góðan stuðning í 4. og 5. sætið, „en það dugði ekki til“. Ásta segir að góður árangur ungu karlanna í efstu tíu sætunum hafi komið á óvart. „Ég bjóst við meiri stuðningi við sitjandi þing- menn og það kom mér á óvart hvað nýliðarnir náðu hátt. Þeir ráku hins vegar mjög skipulagða kosn- ingabaráttu.“ Hún tekur þó fram að sér finnist listinn mjög vel skip- aður og að nýliðarnir í efstu tíu sætunum séu mjög öflugir einstak- lingar. „En það hlýtur að vekja athygli að það voru ekki nema tvær konur sem höfnuðu í tíu efstu sætunum. Þessir strákar eru því, ef svo má segja, af vitlausu kyni en það er ekki þeim að kenna. Þeir geta lítið gert að því. Og þeir eru allir mjög sjóaðir pólitíkusar. Þeir eru engir nýgræðingar. Listinn er því mjög vel skipaður.“ Þegar Ásta er spurð um próf- kjörið sem slíkt og hvort uppröðun frambjóðenda hefði orðið orðið önnur ef uppstilling hefði verið við- höfð segir hún svo vera. „Uppstill- ing hefur, eins og ýmsir hafa bent á, tilheigingu til að vera íhaldssöm í eðli sínu. Prófkjörið var því ávís- un á breytingar.“ Ásta Möller Árangur ungu karlanna kom á óvart gður með kjósenda á undir því,“ Pétur H. l alþing- r sem 4. sæti í rinu. segist ánægður nýliðun á m. „Þetta fólk með þó maður a lækka á nni þannig fólk inn neina ein- rju svo fá- æti listans. ög hæfar tið að sér m og bíða Spurður a uppstill- niðurröð- mboðslista að ganga endur hafi r að hann því ef hon- sæti. „Ég æri í þriðja á taka að gði að ég því og ég ef til kem- ð það sé í efli. Fyrst isflokkur- gunum og lfarið.“ ga með “ BIRGIR Ármannsson lenti í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi. Hann segist vera mjög sáttur við niður- stöðuna sem sýni einkum fram á tvennt. „Annars vegar sýnir þetta kraft- inn í ungu kyn- slóðinni í Sjálf- stæðisflokknum og hins vegar sýnir þetta að Sjálf- stæðisflokkurinn er flokkur sem er óhræddur við að gefa yngra fólki tækifæri og er óhræddur við breyt- ingar.“ Um lakan hlut kvenna í efstu sætunum segir hann það sitt mat að kjósendur hafi fyrst og fremst tekið afstöðu til einstaklinga í stað þess að einblína á hlut karla og kvenna og þetta sé niðurstaðan í því tilviki. „Það sem gerist er að tvær af fjórum þingkonum flokksins í Reykjavík eiga greinilega á bratt- ann að sækja þegar kemur að þessu prófkjöri, þrátt fyrir að þær séu báðar stjórnmálakonur sem hafa unnið gott starf fyrir flokkinn í langan tíma og munu áreiðanlega gera áfram. Á sama tíma náðu þær ungu kon- ur sem gefa kost á sér ekki nægi- lega vel eyrum kjósenda í þessari baráttu, þrátt fyrir á margan hátt athyglisverðan málflutning. Senni- lega er skýringin á því að þær eru fremur nýkomnar inn í stjórnmálin og ekki mjög þekktar meðal flokks- manna. Þær konur sem tóku þátt í þessu prófjöri gerðu það sem einstakling- ar og börðust á þeim forsendum. Niðurstaðan varð því á þeirri for- sendu en alls ekki þeirri að verið væri að velja karla og hafna kon- um.“ Hann segist sannfærður um það að með nýjum mönnum verði vissar áherslubreytingar en ekki grund- vallarbreytingar í málflutningi flokksins. Birgir Ármannsson Sýnir kraft- inn í ungu kynslóðinni „ÞAÐ er rödd kjósenda sem talar og það verða allir að sæta henni,“ segir Katrín Fjeldsted alþingis- maður. Hún hafnaði í 11. sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Hún var í 9. sætinu í síðustu alþingis- kosningum. „Ég stefndi á fjórða sætið. Ég vildi hafa meira afgerandi stöðu inni á listanum. Ég taldi að þau mál sem ég hef verið talsmaður fyrir og hef haft frumkvæði að þyldu að heyrast betur. En svo var ekki.“ Síðan segir hún: „Ég hef farið yfir margar hraðahindranir í mínu lífi og þetta er ekki sú erfiðasta.“ Katr- ín segir að sumir segi að 11. sætið sé augljóslega þingsæti, „og það verð- ur bara að koma í ljós“, bætir hún við. Aðspurð segir Katrín að röðunin hefði orðið önnur ef uppstillingar- leiðin hefði verið farin. „Ég geri ráð fyrir að uppstilling hefði komið öðruvísi út. Kannski hefði einn, e.t.v. tveir nýliðar, komist í efstu sætin, en þeim hefði varla verið rað- að svona ofarlega á listann.“ Katrín segir að sumir hafi sagt að ungu konurnar, sem gáfu kost á sér, hafi ekki verið eins mikið í fé- lagsstarfi og ungu karlarnir. Katrín bendir hins vegar á að þær hafi ver- ið frammámenn í Vöku í Háskóla Íslands, í Hvöt hjá Sjálfstæðis- flokknum og í Tíkinni, sem er vefrit ungra kvenna. Auk þess sé ein þeirra sem tók þátt varaþingmaður. „Það er því ekki hægt að segja að þær hafi ekki starfað ötullega að fé- lagsmálum. En þær njóta þessa ekki. Aðrar konur fá heldur ekki brautargengi í prófkjörinu og minna brautargengi en maður gerði ráð fyrir.“ Katrín Fjeldsted Allir verða að sæta rödd kjósenda „AUÐVITAÐ hef ég orðið fyrir vonbrigðum en svona er nú lífsins gangur og ég styð heilshugar mína menn,“ segir Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður sem hafnaði í 12. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins um helgina. Lára Margrét sóttist eftir fimmta sætinu. „Ég þekki það vel, þegar maður byrjar spretthlaupið, þá veit maður ekki hvar maður endar í marki. Ég vil fá að nota tækifærið og þakka fyrir þau atkvæði sem mér voru veitt.“ Hún segir að það hafi verið kallað eftir því innan flokksins að nýtt fólk kæmi inn á listann og að yngt yrði upp og því eigi niðurstaðan ekki að koma á óvart. Hún tekur undir að hlutur kvenna í efstu sætum sé heldur rýr en vill ekki tjá sig um hvort rétt sé að huga að því framvegis að nota uppstillingaraðferð sem tryggi jafna niðurröðun karla og kvenna. „Ég hef aldrei boðið mig fram sem kona heldur sem liðtækur starfs- maður og því óska ég þeim til ham- ingju sem tryggðu sér örugg sæti. Þetta er allt frábært fólk.“ Lára Margrét hefur starfað mik- ið á alþjóðavettvangi fyrir Evrópu- ráðið og hún tekur undir að að ein- hverju leyti megi skýra gengi hennar í prófkjörinu á því að hún hafi mikið verið erlendis. „Það þarf einhvern til að sinna þeim málum líka. Þegar maður er í þessu starfi getur maður ekki verið í ræðustól öllum stundum.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir „Styð heils- hugar mína menn“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.