Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 43 DAGBÓK Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 26. nóv- ember, er sextug Guðrún H. Kristjánsdóttir, Bólstaðar- hlíð 62, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Bjarni Aðalsteinsson, ásamt fjöl- skyldu, taka á móti vinum og ættingjum í Þjónustumið- stöð Félagsþjónustunnar í Bólstaðarhlíð 43, laugardag- inn 30. nóvember, kl. 15–18. 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 26. nóv- ember er áttræð Álfheiður Ármannsdóttir. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í kaffi laugardaginn 30. nóv- ember n.k. Í salnum á Bjargi frá kl. 15 til 18. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þér hættir til að vera með of mörg járn í eldinum og átt því erfitt með að einbeita þér að því sem þér þykir best. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur ekki endalaust leik- ið einleik þinn, þótt góður sé. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjöl- skyldunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ef aðstæður valda þér óþæg- indum skaltu endilega end- urskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynsem- inni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átti ekki að hika við að skipta um skoðun, þegar nýj- ar upplýsingar koma fram og breyta viðteknum sannind- um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert í skapi til að skreppa í bæinn og skoða jólagjafir. Gefðu þér líka tíma til að eiga samverustundir með fjölskyldunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt auðvelt með að sann- færa viðmælendur þína og átt því að notfæra þér það til hins ýtrasta. Hlýddu þinni innri rödd. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er engin ástæða til þess að láta aðra sjá öll spilin, sem þú hefur á hendinni. Skoðaðu hvert mál vandlega áður en þú tekur afstöðu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vertu ánægður með þinn hlut því grasið er ekkert grænna handan girðingar- innar. Þeir sem teygja sig of langt í þeim efnum, hljóta verstu byltuna sjálfir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er nauðsynlegt að menn viti jafnan hvað þeir eiga hvort heldur þeir nú lána öðrum eigur sínar eða fá hluti að láni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður dagur til að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið eða fjölskylduna. Þú ert lukkunnar pamfíll og átt það skilið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú átt ekki heimangengt til þess að vera einn með sjálfum þér þá reyndu að minnsta kosti að komast af bæ um stundarsakir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Mundu að það kemur alltaf að skuldadögum og þess vegna er nauðsynlegt að kunna sér hóf í fjárfesting- um. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver stundar baktjalda- makk í þinn garð. Aðalmálið er að vera með góðum vinum sem hægt er að treysta. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Í UPPHAFI spils fær sagnhafi snjalla hugmynd, en vörnin er á tánum og finnur rétta mótleikinn. Norður ♠ D6 ♥ 42 ♦ 972 ♣ÁK8763 Suður ♠ K74 ♥ ÁKD65 ♦ ÁK4 ♣52 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta 1 spaði 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilar út spaða- gosa gegn þremur grönd- um og drottning blinds á fyrsta slaginn. Hver er fyrsta hugmynd lesand- ans? Sagnhafi er með átta toppslagi. Spilið er vanda- laust ef hjartað brotnar 3-3, en hættan er sú að austur sé með fjórlit og komist inn til að spila spaða í gegnum kónginn. Þess vegna kviknar strax sú hugmynd að spila hjarta úr borði og dúkka yfir til vest- urs ef austur fylgir með þristinum. En austur er vandanum vaxinn og hopp- ar upp með hjartatíu: Norður ♠ D6 ♥ 42 ♦ 972 ♣ÁK8763 Vestur Austur ♠ ÁG1083 ♠ 952 ♥ G8 ♥ 10973 ♦ 1063 ♦ DG85 ♣D104 ♣G9 Suður ♠ K74 ♥ ÁKD65 ♦ ÁK4 ♣52 Og það sem meira er – vestur lætur gosann undir ásinn! Það er ekki við mennska menn að eiga. En spilið er rétt að byrja. Sagnhafi fer næst inn í borð á laufás og spilar aftur hjarta. Austur er hins vegar með allt á hreinu og stingur upp níunni. Suður drepur og tekur annan slag á háhjarta, en þá hendir vestur tígli. Nú er rétt að staldra við. Hafi vestur byrjað með skiptinguna 5-2-3-3 er hann í raun þvingaður þeg- ar þriðja hjartanu er spilað. Laufi má hann augljóslega ekki henda, né heldur spaða, því þá má sækja slag á hjarta. Tígull virðist skaðlaust afkast, en svo er ekki þegar betur er að gáð. Sagnhafi tekur nú ÁK í tígli og spilar laufi þrisvar og bíður eftir níunda slagn- um á spaðakóng. Fyrsta hugmyndin var góð, en sú síðari enn betri. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT Gekk eg í gljúfr ið dökkva, gein veltiflug steina við hjörgæði hríðar hlunns úrsvölum munni. Fast lá framan að brjósti flugstraumur í sal Naumu; heldr kom á herðar skáldi hörð fjón Braga kvónar. Ljótr kom mér í móti mellu vinr úr helli; hann fékkst heldr að sönnu harðfengr við mig lengi. Harðeggjað lét eg höggvið heftisax af skefti; Gangs klauf brjóst og bringu bjartr gunnlogi svarta. Grettir Ásmundarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. Be2 Rge7 7. Ra3 Rg6 8. h4 cxd4 9. cxd4 Bxa3 10. bxa3 h6 11. h5 Rge7 12. 0-0 Ra5 13. Hb1 Bc6 14. Bd3 Rc4 15. Rh4 Da5 16. Dg4 Kd7 17. Hb4 Hag8 18. f4 f5 19. exf6 gxf6 20. De2 Rd6 21. f5 exf5 22. Rxf5 Rexf5 23. Bxf5+ Rxf5 24. Hxf5 Dd8 25. Hb3 Hh7 26. Df3 He8 27. Hxf6 Kc8 Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Bled í Slóveníu. Alexander Grischuk (2.702) hafði hvítt gegn Al- exander Graf (2.635). 28. Hxc6+! bxc6 29. Dg4+ Dd7 30. Dg3 Kd8 31. Bxh6! Hxh6 32. Hb8+ Ke7 33. Dg7+ Kd6 34. Dxh6+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlutavelta KRAKKAR, sem búsettir eru á Reykjaskóla í Hrútafirði, stóðu nýlega fyrir söfnun til stuðnings nágranna sínum, Guðbjarti Kristjánssyni, en hann missti allt sitt innbú í hús- bruna þar hinn 9. nóvember. Guðbjartur átti mikið bóka- og hljómplötusafn, sem allt brann ásamt öðrum eigum hans. Krakkarnir seldu kökur, jólakort og sitthvað fleira á Hvammstanga og víðar og söfnuðu um 80.000 krónum. Þau ætla að kaupa eitthvað fyrir peningana til að gleðja hinn hrellda nágranna sinn. Efri röð f.v. Aron Ólafsson, Andri Þorvarðarson, Daníel Róbertsson, Ívar Karlsson. Neðri röð f.v. Hjörtur Geir Þor- varðarson. Bergur Þorvarðarson, Daníel Sigþórsson, Dag- björt D. Karlsdóttir, Gréta Róbertsdóttir, Þorsteinn Ró- bertsson, Kristín K. Róbertsdóttir. Ljósmynd/ÞG 50 ÁRA afmæli. Mið-vikudaginn 27. nóv- ember verður fimmtugur Guðmundur B. Guðbjörns- son, Freyjuvöllum 3, Kefla- vík. Hann og kona hans, Guðveig Sigurðardóttir, taka á móti gestum á afmæl- isdaginn kl. 19 í frímúrara- salnum Bakkastíg 16, Njarðvík. Bridsdeild Samiðnar Bridsdeild Samiðnar spilar annan hvern fimmtudag á Suðurlandsbraut 30, 2. hæð. Spilamennska hefst kl. 19:30. Alltaf létt og skemmtileg stemning Fimmtudaginn 28. nóvember hefst tveggja kvölda tvímenningur þar sem keppt er um járnsmíðabik- arinn. Allir félagar í Samiðn eru vel- komnir. Nánari upplýsingar hjá Snorra Eiríkssyni í síma 567-7140 og hjá Ómari Olgeirssyni í síma 869-1275. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 21. nóvember sl. hófst keppni í Suðurgarðsmótinu 2002. Mótið er þriggja kvölda tví- menningur sem reiknaður er með barómeter fyrirkomulagi. Í mótinu taka þátt 13 pör. Að loknu fyrsta kvöldinu er staða efstu para þessi: Garðar Garðarsson – Stefán Jóhannsson 37 Guðjón Einarsson – Ólafur Steinason 22 Anton Hartmannss. – Pétur Hartmannss. 19 Gunnar Þórðarson – Gísli Þórarinsson 16 Brynjólfur Gestsson – Guðm. Theodórss. 10 Þröstur Árnason – Þórður Sigurðsson 4 Gísli Hauksson – Magnús Guðmundss. 3 Meðalskor er 0 stig. Annað kvöldið í Suðurgarðs- mótinu verður spilað fimmtudaginn 28. nóvember hefst spilamennska kl. 19:30 í Tryggvaskála. Gullsmárabrids Níunda og tíunda umferð í árlegri sveitakeppni bridsdeildar FEBK í Gullsmára var spiluð fimmtudaginn 21. nóvember sl. 12 sveitir vóru skráðar til keppni. Í efstu sætum eft- ir tíundu umferð eru þessar sveitir: Sveit Páls Guðmundssonar 204 Sveit Kristins Guðmundssonar 197 Sveit Unnar Jónsdóttur 186 Ellefta og lokaumferð sveita- kepnninnar verður spiluð mánudag- inn 25. október. Síðan verður spil- aður tvímenningur næstu mánu- og fimmtudaga fram að jólahléi. Sunnu- daginn 24. nóv. leiða eldri bridsarar í Gjábakka- og Gullsmáradeildum saman hesta sína í sveitakeppni, sem hefst kl. 13. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Gullsmiðja Hansínu Jens Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg sími 551 8448 Íslenskt handverk Spariskór Bankastræti 11 • sími 551 3930 Síðasti dagur útsölunnar er í dag, þriðjudag, kl. 13-18 Verið velkomin Rauðagerði 26, sími 588 1259. Verkalýðsfélag Vestfirðinga Verk-Vest Auglýsir eftir tillögum að félagsmerki. Hugmyndir þurfa að berast til skrifstofu félagsins, Pólgötu 2, Ísafirði fyrir 15. desember nk. Heitið er 100.000 króna verðlaunum fyrir bestu tillöguna. Áskilinn er réttur til að skipta þeirri upphæð á fleiri en eina tillögu eftir mati stjórnar félagsins. Nafn tillögumannsins berist með tillögu í lokuðu umslagi merktu „Tillaga Verk-Vest“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.