Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 31

Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 31 Hið árlega stórglæsilega jólahlaðborð Forréttir Sjávarréttir í hvítvínssósu Silfur hafsins í jólaformi með hverabökuðu brauði, 2 tegundir Grafinn lax með aspas, sinnepssósu og glóðuðu brauði Hunangsgljáður lax Hreindýrapaté með skógarberjum Jólaskinka Aðalréttir Ekta dönsk purusteik með sykurgljáðum kartöflum og kraftsósu Jólahangikjöt með uppstúf, kartöflumús, grænum baunum og rauðkáli Eftirréttur Ris a la mand með ávaxtasaft eða skógarberjaterta Meðlæti Títuberjasulta, brauð, aspas, sinnepssósa, rauðvínssósa, rauðkál, grænar baunir, rauðrófur, sykurgljáðar kartöflur, laufabrauð Hafir þú aðrar óskir um samsetningu rétta, gerum við þér tilboð Jólahlaðborðið heim í stofu eða í fyrirtækið Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • Sími 587 3800 • www.veislusmidjan.is Iðnaðarsauma- vélar óskast Höfum kaupanda að miklu magni af iðnaðarsaumavélum í góðu og vel nothæfu standi ásamt öllum þeim tækjum sem tilheyra saumastofum. Vitað er að mikið magn af þessum tækjum liggur víðs vegar ónotað í mislangan tíma. Nú er tækifærið til að losna við þessa óarðbæru fjár- festingu. Vinsamlega hafið samband við okkur sem fyrst. Frekari upplýsingar á netfangi okkar sem er fyrirtaeki.is Erum með úrval fyrirtækja á skrá á hverjum tíma. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. GRUNNLÍFEYRIR og tekju- trygging hefðu á árinu 2001 verið rúmum 7 þúsund krónum hærri á mánuði, eða rúmum 84 þúsund krón- um hærri á sl. ári, ef útreikningar líf- eyrisgreiðslna hefðu tekið mið af hækkun launavísitölu á árunum 1995–2001. Á þessu sama tímabili jókst kaup- máttur lífeyrisgreiðslna um 11,09% en kaupmáttur lágmarkslauna jókst um 42,07%. Þetta sýnir glöggt hve mjög lífeyrisþegar hafa verið hlunn- farnir af ríkisstjórninni í góðæri und- anfarinna ára. Stór hluti tekinn til baka í sköttum Með samkomulagi sem forsvars- menn aldraðra gerðu við ríkisstjórn- ina nú rétt fyrir þingkosningar er ein- ungis verið að skila til baka hluta af því sem haft hefur verið af öldruðum og öryrkjum á undanförnum árum. Það er auðvitað skref í áttina en vissulega er enn smátt skammtað til lífeyrisþega. Auk þess lætur ríkis- stjórnin næstu ríkisstjórn um að út- vega fjármagn fyrir stórum hluta kostnaðarins við þessa hækkun, sem koma á til framkvæmda í tveimur áföngum á næsta og þarnæsta ári. Af 2.600 millj. kr. heildarkosnaði er síðan 1 milljarður króna tekinn til baka í sköttum. Ekki kom til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar að semja um að hlífa lífeyrisþegum við skattlagn- ingu lífeyris þótt eftir því hafi verið leitað af hálfu forsvarsmanna aldr- aðra. Kröfu þeirra um að miða lífeyr- isgreiðslur í framtíðinni við launavísi- tölu henti ríkisstjórnin líka umsvifalaust út af borðinu. Reynt er að blása upp að lífeyris- greiðslur muni hækka um 8–14 þús- und krónur á mánuði. Staðreyndin er hins vegar þessi: Þeir sem hafa grunnlífeyri og óskerta tekjutrygg- ingu, sem er um helmingur lífeyris- þega, fá samtals á árinu 2003 og 2004 5 þúsund króna hækkun. Af því eru hirtar til baka í skatt um 2.000 krón- ur. Þeir sem verr eru staddir og fá tekjutryggingarauka hækka um tæp- ar 9.300 krónur þegar báðir áfangar eru komnir til framkvæmda árið 2004, en halda aðeins eftir 5.700 kr. eftir skatt. Sá hópur telur um 5–6 þúsund lífeyrisþega af um 34 þúsund öldruðum og öryrkjum. Hópurinn sem allra verst er staddur sem telur innan við 500 lífeyrisþega getur svo fengið á bilinu 6–9 þúsund króna hækkun eftir skatt, þegar báðir áfangar eru komnir til framkvæmda á árinu 2004. Fæddist lítil mús Niðurstaðan er því sú að aðeins er skilað til baka til aldraðra og öryrkja með óskerta tekjutryggingu um 2⁄3 þess sem haft hafði verið af þeim á undanförnum árum. Þeir sem ekkert fá í hækkun eru þeir sem hafa enga tekjutryggingu, bara grunnlífeyri. Þeir sem eru á dvalar- eða hjúkrunar- heimilum og einungis hafa milli hand- anna innan við 20 þúsund krónur í vasapeninga á mánuði fá enga hækk- un. Ekki er heldur gert ráð fyrir að þessi hækkun gangi til atvinnulausra. Af ofangreindu er ljóst að ástæða er til að fara varlega í að fagna þessu samkomulagi, því ekki er allt gull sem glóir. Hér er aðeins verið að skila til baka litlu af því sem ríkisstjórnin hef- ur hlunnfarið lífeyrisþega um á und- anförnum árum. Um þetta samkomu- lag má því segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst lítil mús. Lífeyrisþegum naumt skammtað Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur „Ríkisstjórn- in hafnaði að miða líf- eyris- greiðslur við launavísitölu.“ Höfundur er alþingismaður. AÐALFUNDUR BSRB sem haldinn var fyrir fáeinum dögum lagði áherslu á að settar verði reglur sem tryggi persónuvernd starfs- manna á vinnustöðum. Á mörgum vinnustöðum hefur hvers kyns eft- irlit með starfsfólki færst í vöxt. Má í því sambandi m.a. nefna eftirlits- myndavélar, skráningu á símtölum starfsmanna og ökusírita og öku- lagssírita í vinnubílum og almenn- ingsvögnum. Síðast en ekki síst horfa menn til upplýsinga sem safn- að er um heilsufar starfsmanna. Er nokkuð að óttast? Hvað hefur heiðarlegur maður að óttast þótt fylgst sé með honum? Sem betur fer er ekki bannað að veikjast og reyndar hendir það okk- ur flest. Hvers vegna mega ekki liggja frammi skrár um slíkt? Hvað skyldi vera athugavert við að hafa ökusírita eða ökulagssírita í vinnubíl- um og almenningsvögnum? Hefur góður og samviskusamur ökumaður nokkra ástæðu til að óttast þótt fylgst sé með því hvert bílnum er ek- ið eða t.a.m. mælt hvernig hann hemlar eða tekur beygjur? Hvers vegna mætti ekki fylgjast með okkur á vinnustað með myndavélum? Er þetta ekki fyrst og fremst gert til þess að tryggja öryggi vinnustaðar- ins og þar með okkar eigið öryggi? Áfram má spyrja. Hvers vegna ætti atvinnurekandi ekki að hafa óheftan aðgang að tölvupósti starfsmanna og netnotkun? Þegar allt kemur til alls er hug- og vélbúnaðurinn á hans for- ræði og því eðlilegt að tækin séu að- eins nýtt í þágu þeirrar starfsemi sem þau eru ætluð til. Í framhaldinu hefur verið bent á að samskipti stofnana og fyrirtækja við viðskipta- menn og umbjóðendur færist nú í vaxandi mæli yfir í rafrænt form. Af þeim sökum sé nauðsynlegt að að- gengi að þessum samskiptum sé ekki heft, m.a. til að tryggja samfellu í starfseminni í veikindum eða fjar- veru starfsmanna. Allt eru þetta góð og gild rök. En að fleiru er að hyggja. Einkalífsrétt ber að virða Í fyrsta lagi er augljóst að starfs- menn eiga kröfu á því að njóta eðli- legs einkalífsréttar á vinnustað. Jafnvel þótt tölvubúnaður á vinnu- stað sé einvörðungu ætlaður í þágu þeirrar starfsemi sem þar er rekin hlýtur það óhjákvæmilega að gerast hjá öllum að nota hann til einhverra persónulegra samskipta. Varðandi ökulagssíritana verðum við að hug- leiða hvaða áhrif það hafi á starfs- menn, jafnvel þá sem rækja starf sitt afburða vel, að vera undir stöðugu eftirliti. Sama gildir um eftirlits- myndavélar. Heiðarlegustu mönn- um, sem hafa ekkert að fela, mislíkar að vera stöðugt undir eftirliti. Á fyrrnefndum fundi BSRB lýstu trúnaðarmenn því hvernig farið væri að fylgjast með ferðum starfsmanna um stofnanir og fyrirtæki með raf- rænni skráningu á því hvenær – eða jafnvel hvort – þeir opnuðu þær dyr sem farið er um með raflyklum. Al- varlegust er þó söfnun heilsufars- upplýsinga. Ekki eru alls staðar ljós skilin á milli starfsmannahalds í fyr- irtækjum og trúnaðarlæknis. Í þeim löndum þar sem farið hefur verið út á þá braut að færa heilsugæslu og heil- brigðisþjónustu inn á vinnustaðinn, eins og til dæmis hefur verið gert í Finnlandi, þykir ástæða til að setja strangar reglur um trúnað varðandi heilsufarsupplýsingar um starfs- menn. BSRB hefur beitt sér mjög gegn þessari finnsku aðferð og lagt áherslu á að einstaklingurinn eigi að njóta heilbrigðisþjónustu utan vinnustaðarins – að öðru leyti en því sem lýtur beint að vinnuumhverfinu. Margir vinnustaðir hér á landi hafa ráðið til sín trúnaðarlækni. Að því marki sem trúnaðarlæknir kemur fram fyrir hönd fyrirtækis gagnvart starfsmönnum í veikindum, t.d. til að sannreyna hvort veikindi eigi við rök að styðjast, þá telja samtökin brýnt að strangar trúnaðarreglur séu við lýði. Skýrar reglur eru besta vörnin Afstaða BSRB til þessara mála er annars vegar sú að setja þurfi skorð- ur við hvers kyns eftirliti með starfs- fólki á vinnustöðum; hins vegar að stuðla að því að settar verði skýrar reglur í þessum efnum þannig að öll- um sé fullljóst að hverju þeir ganga. Tæknin til að fylgjast með gjörðum manna er til staðar. Viðfangsefnið er að setja reglur um hvernig hana megi nota. Þrátt fyrir öll þau rök sem kunna að vera fyrir því að nauðsynlegt sé að hafa eftirlit með starfsfólki á vinnu- stöðum er nú að því komið að við spyrjum í alvöru hvort við raunveru- lega viljum koma á fót eftirlitssam- félagi af þessu tagi. Mitt svar er af- dráttarlaust neitandi. Heiðarleiki, vinnusemi og vandvirkni eru eðlis- kostir sem koma innan frá – af löng- un til að standa sig í starfi. Þeir verða ekki framkallaðir með ótta við myndavélina eða ökulagssíritann í strætó. BSRB vill tryggja persónuvernd Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. „Viljum við raunveru- lega koma á fót eftirlits- samfélagi?“ Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.