Morgunblaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÓUMDEILT mun vera að ein af
stóru fréttum haustsins voru meint
misferli og skjalafals fyrrum fast-
eignasala á Holti
í Kópavogi.
Tvennt litaði
fljótlega um-
ræðuna öðru
fremur, fyrir ut-
an hið meinta
misferli, en það
var starfs-
ábyrgðartrygg-
ing fasteignasal-
ans annars vegar
og hins vegar
það, hvort um mætti kenna Íbúða-
lánasjóði aðgæsluleysi við af-
greiðslu fasteignaveðbréfa til fast-
eignasalans í einhverjum tilvikum.
Nánast strax var kveðið upp úr
með það að starfsábyrgðartrygg-
ingin bætti í engu hugsanlegan
skaða viðskiptamanna fasteignasal-
ans, hér væri um að ræða ásetn-
ingsbrot og slíkt atferli bætti
tryggingin ekki. Engin umræða,
a.m.k. ekki á opinberum vettvangi,
hefur orðið um þennan þátt máls-
ins og undrast ég það mjög, svo
mikið öryggi átti þessi trygging að
veita hlutaðeigandi og kem ég að
því síðar. Viðbrögð forráðamanna
Íbúðalánasjóðs voru á allt annan
veg og vöktu þau almenna athygli
og a.m.k. aðdáun mína. Þar var
vandamálinu ekki mætt með af-
skiptaleysi eða útúrsnúningi og þar
steig enginn á stall og vísaði allri
gagnrýni á bug með þeim hætti
sem við heyrum svo oft, ef deilt er
á menn eða stofnanir. Íbúðalána-
sjóður kom strax að málinu og
svaraði því af fagmennsku, ábyrgð
og kurteisi. Ríkisendurskoðun var
falin úttekt á öllum vinnubrögðum
sjóðsins, öllum þeim sem hugsan-
lega urðu fyrir tjóni sem á ein-
hvern hátt mátti rekja til afskipta
sjóðsins, var boðið að koma og mál
þeirra yrðu skoðuð niður í kjölinn.
Nú síðast sendi Íbúðalánasjóður út
fréttatilkynningu þess efnis að
stjórn sjóðsins hefði ákveðið að
bæta þau tjón sem viðskiptamenn
fasteignasalans hefðu orðið fyrir, ef
þau á einhvern hátt mætti rekja til
afskipta sjóðsins. Jafnframt að
skipuð hefði verið úrskurðarnefnd
sem færi yfir hvert og eitt tilvik.
Hvað stendur eftir?
Tvennt verður öðru fremur til
umhugsunar og lærdóms fyrir okk-
ur og alla þá sem tengjast íbúða-
kaupum og -sölum. Hið fyrra er
gildi Íbúðalánasjóðs fyrir alla
landsmenn og vissan fyrir því að
þar stjórnar og starfar heiðarlegt
fólk sem skilur sitt hlutverk. Það
hefur nú sannast svo eftir er tekið.
Því er mikils um vert að þjóðin
standi þétt saman og hrindi hverri
þeirri atlögu sem beinist að því að
koma sjóðnum úr eigu og undan yf-
irráðum réttkjörinna fulltrúa henn-
ar á Alþingi. Ég er ekki viss að
þannig hefði verið tekið á þessu
máli sem raun ber vitni ef sjóð-
urinn hefði verið í eigu og undir
stjórn einkaaðila. Hið síðara er
starfsábyrgðartrygging fasteigna-
sala, hún átti og á að vera hin
óbrotgjarna vörn fyrir viðskipta-
menn stéttarinnar. Þeir sem kaupa
eða selja fasteign eru langflestir
með aleigu sína að veði í þeim við-
skiptum, fasteignasalar sýsla með
þessa fjármuni.
Enginn vafi má leika á því, að
viðskiptamaður fasteignasala fái
tjón sitt bætt, sannist að fasteigna-
salinn hafi brugðist skyldu sinni,
viljandi eða óviljandi. Sameiginlega
standa þessir aðilar andspænis
þeirri staðreynd að starfsábyrgð-
artrygging sú sem fasteignasalar
hafa samkvæmt lögum nægir ekki,
það hefur nú sannast. Því hlýtur að
verða uppi krafa um stofnun
ábyrgðarsjóðs fasteignasala, ekki
ósvipað þeim sem ferðaskrifstofur
verða að hafa og í hann yrðu allir
starfandi fasteignasalar að greiða
stofnframlag og síðan árlegt tillag.
Nánar um þetta í grein síðar.
ÁRNI VALDIMARSSON,
lögg. fasteignasali,
Fasteignasölunni Bakka.
Íbúðalánasjóður
stóðst prófið
Frá Árna Valdimarssyni:
Árni Valdimarsson
HVENÆR ætla okkar ágætu og
virtu leiðtogar að sjá að sér og
stöðva mesta böl þjóðarinnar, áfeng-
isbölið.
Áfengisveiturnar hafa unnið þjóð-
inni meira ógagn en nokkrir sjúk-
dómar sem herjað hafa á landann
frá upphafi.
Margur ungdómsmaðurinn sekk-
ur dag hvern í þetta hyldýpi eymdar
og volæðis. Oft hef ég bent á þann
skaða sem af áfenginu hlýst og varað
við að losað verði enn frekar um þær
hömlur sem eru á sölu þessa ófagn-
aðar.
Væri ekki björninn unninn ef við
efldum frekar forvarnir gagnvart
skaðsemi áfengis og tóbaks. Mörg
íslensk stórskáld fyrr og síðar hafa
varað við notkun áfengis og tóbaks
enda sum farið flatt á kynnum sínum
við þessar hættur.
Kæru ráðamenn, sýnið gott for-
dæmi og snúið við á þeirri braut að
auðvelda ungmennum landsins að-
gang að áfenginu. Tillögur þing-
manna í þá átt er rýtingur í bakið á
öllum sem af ábyrgð fylgja forvörn-
um í skólum, félagasamtökum og
inni á heimilum.
ÁRNI HELGASON,
fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma,
Neskinn 2, Stykkishólmi.
Hyldýpi eymdar
og volæðis
Frá Árna Helgasyni: