Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 2

Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HRYÐJUVERK Í KENÝA Tólf manns biðu bana, þar af þrír Ísraelar, þegar þrír hryðjuverka- menn óku bifreið sinni inn í hótel í Mombasa í Kenýa og sprengdu hana og sjálfa sig í loft upp. Þá var tveimur flugskeytum skotið á farþegaþotu er var að leggja af stað frá Mombasa til Tel Aviv í Ísrael. Minnstu munaði að flugskeytin grönduðu vélinni en 261 farþegi var um borð í henni. Áfengi og tóbak hækkar Alþingi samþykkti í gærkvöld sem lög hækkun tóbaksgjalds og áfeng- isgjalds á sterkt áfengi. Lögin taka gildi þegar í stað og hækkar útsölu- verð á sterku áfengi og tóbaki þegar í dag en verð breytist ekki á léttu víni og bjór. Kristján ekki á listanum Talið er líklegt að í tillögu kjör- nefndar Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi verði lagt til að Árni Ragn- ar Árnason skipi fyrsta sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningar í vor en Krist- jáni Pálssyni verði ekki boðið sæti. Verknámsskólar í vanda Menntaskólinn í Kópavogi og Verkmenntaskólinn á Akureyri und- irbúa tillögur um niðurskurð í starf- semi skólanna. Báðir skólarnir sjá fram á taprekstur á næsta ári. Sam- tök iðnaðarins telja hættu á að verk- og iðnnámi verði ýtt út úr framhalds- skólum landsins. Nýtt skólahús vígt á Bifröst Nýtt skólahús var vígt á Bifröst í gær en talið er líklegt að húsið ger- breyti aðstöðu nemenda Viðskiptahá- skólans. Ekki eru nema ellefu mán- uðir liðnir síðan tekin var fyrsta skóflustungan að húsinu. Sharon sigraði Netanyahu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vann sigur á keppinauti sín- um, Benjamin Netanyahu, í leiðtoga- kjöri Likud-bandalagsins. Líklegt er að hann verði áfram forsætisráð- herra eftir kosningar í janúar. 2002  FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TRYGGVI GUÐMUNDSSON Í HÓPI EFSTU MANNA Í EVRÓPU / C4 PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, segir samherja sinn og landa, Thierry Henry, vera besta fram- herja heims um þessar mundir. Um leið segir Vieira að í sínum huga sé Henry sá leikmaður sem eigi skilið að vera valinn Knattspyrnumaður Evrópu fyrir þetta ár. „Henry er besti framherjinn um þessar mundir einfaldlega vegna þess að hann skor- ar mörk þegar mestu máli skiptir,“ segir Vieira og bætir við: „Auk þess er hann einstakur persónuleiki.“ Þetta segir Vieira eftir að Henry fór hamförum á Ólympíuleikvangin- um í Róm fyrrakvöld þegar hann skoraði þrennu í 3:1 sigri Arsenal á AS Roma í Meistaradeild Evrópu. Þar með hefur Henry skorað alls 26 mörk með Arsenal og franska lands- liðinu á þessu ári. Þar af hefur hann skorað sex mörk í Meistaradeildinni á árinu. Vieira telur að hið eina sem geti komið í veg fyrir að Henry verði val- inn Knattspyrnumaður Evrópu 2002 sé sú staðreynd að franska landsliðið var langt frá því að ná sér á strik á heimsmeistaramótinu í sumar. „Frammistaða Henry með Arsenal verðskuldar það svo sannarlega að hann verði valinn fremsti knatt- spyrnumaður Evrópu á þessu ári,“ segir Vieira. Michael Owen, leikmaður Liver- pool, var valinn Knattspyrnumaður ársins í fyrra. Henry er sá allra besti BARCELONA nálgast nú óðum met AC Milan sem vann á sínum tíma tíu leiki í röð í Evr- ópukeppni meistaraliða sem nú heitir Meist- aradeild Evrópu. Barcelona vann í fyrrakvöld níunda leikinn í röð í Meistaradeildinni þegar það lagði Bayer Leverkusen í Þýskalandi, 2:1 þar sem Hollendingurinn Marc Overmars skor- aði sigurmarkið á elleftu stundu. Næst mætir Barcelona liðsmönnum Newcastle í keppninni á heimavelli, Camp Nou, 10. desember þegar næsta umferð Meistaradeildarinnar fer fram. Þá getur Barcelona fagnað tíunda sigrinum í röð og leikið þar með eftir afrek AC Milan, frá því á leiktíðinni 1992 til 1993, sem vann tíu leiki í röð. Gangi það eftir getur Barcelona bætt metið með því að leggja helsta andstæðing AC Milan, liðsmenn Inter Milan, á Camp Nou 18. febrúar. Barcelona nálg- ast met AC Milan Hollandi með forskot fyrir síðari leikinn á Anfield,“ sagði Owen enn- fremur. Annar markaskorari, Henrik Larsson, var á skotskónum þegar hann tryggði Celtic sigur á Celta frá Vigo, 1:0, með marki á 52. mínútu í Celtic Park að viðstöddum tæplega 54.000 áhorfendum. Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic, var rekinn af hliðarlínunni undir lok leiksins vegna óánægju með störf dómara og á hann yfir höfði sér leikbann. Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Real Betis sem vann sigur, 1:0, á Auxerre í Sevilla. Owen átti tvö önnur upplögðmarktækifæri til þess tyggja Liverpool enn betra veganesti fyrir síðari viðureignina en allt kom fyrir ekki því Dragoslav Jevric, mark- vörður Vitesse, vann svo sannarlega fyrir kaupinu sínu. Hann kom einnig í veg fyrir að Valdimir Smicer bætti við forskot Liverpool er Tékkinn fékk kjörið marktækifæri í síðari hálfleik. „Markvörður Vitesse reyndist okkur svo sannarlega óþægur ljár í þúfu, en hann náði þó ekki að koma í veg fyrir kærkominn sigur okkar,“ sagði Owen í leikslok. „Að sjálfsögðu hefðum við viljað vinna stærri sigur, en það verður ekki á allt kosið. Sigur var aðalmálið í okkar huga fyrir leikinn og við er- um afar ánægðir með að fara frá Reuters Michael Owen fagnar marki sínu ásamt Milan Baros og Dannyl Murphy. Baros lagði upp markið. Liverpool fékk gott veganesti í Hollandi ENN og aftur var það Michael Owen sem tryggði Liverpool mik- ilvægan sigur, að þessu sinni reið mark hans baggamuninn þegar Liverpool vann mikilvægan sigur á Vitesse Arnheim í fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Hollandi. Owen skoraði mark sitt á 26. mínútu. KEVIN Kuranyi, tvítugur piltur sem hefur vakið mikla athygli í þýsku knattspyrnunni í vetur, átti úr mörgum möguleikum að velja þegar hann velti fyrir sér landsliðs- frama sínum. Kuranyi, sem leikur með Stuttgart og hefur skorað 8 mörk í 1. deildinni til þessa á tíma- bilinu, er heldur betur með fjölþjóð- legan bakgrunn. Faðir hans er Þjóðverji, fæddur í Frakklandi, en móðir hans er Panamabúi. Afi hans og amma eru frá Ungverjalandi og Noregi en Kuranyi er fæddur í Brasilíu. Síðan ólst hann upp hjá ítalskri fjölskyldu í Þýskalandi. Kuranyi segist vera Brasilíu- maður í hjarta sínu. „Það er ekkert fallegra en sólin og ströndin á Copa Cabana,“ segir pilturinn. Hann hefur hinsvegar ákveðið að freista þess að komast í þýska landsliðið. „Það eru svo margir góðir leikmenn í Brasilíu að það hefði verið mjög erfitt að komast að þar. Mitt takmark er að leika fyrir hönd Þýskalands, en ég er ekki kominn svo langt ennþá. Ég á margt eftir ólært,“ segir strákurinn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn höfðu heyrt nefndan áður en tíma- bilið hófst. Kevin Kuranyi valdi Þýskaland F Ö S T U D A G U R 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 0 2 B L A Ð B  LÍÐANIN BAK VIÐ BROSIÐ/2  ATHYGLISBRESTUR MEÐ OFVIRKNI/3  BÓKASÖFN FÓLKSINS/4  UNDIR NÝJU NAFNI/6  KVEIKT Á GÁFNALJÓSUM/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  S ILKIBLÓM eru ekki framleidd nema að eiga sér fyrirmynd í raunverulegu blómi, að sögn Örnu S. Sæmundsdóttur, blómaskreytingakonu hjá silkiblómaversluninni Soldis. Hún segir að mikil breidd sé í úrvali af silkiblómum eins og ekta blómum og mikill gæðamunur. „Það er að verða hugarfars- breyting og fólk þarf ekki að vera svona fordómafullt. Silkiblómin eru komin til að vera og það er líka allt í lagi að blanda þessu saman,“ segir Arna. Hún hefur starfað við blómaskreytingar á annan áratug. Eftir að hafa rekið sína eigin blómabúð í mörg ár ákvað hún að nóg væri komið. Hún vildi hætta kvöld- og helgarvinnu en samt ekki slíta sig frá blóm- unum. Eigendur Soldis eru þær Sóley Jó- hannsdóttir og Bryndís M. Tómasdóttir. Þær stofnuðu fyrirtækið fyrir fimm árum. Ilmandi silkiblóm? Spurð hvort ekki hafi verið erfitt að hverfa frá því að setja saman skreytingar úr lifandi blómum yfir í að setja saman silkiblóm, svarar Arna því játandi. „En ég er nú reyndar farin að gleyma því að ég er að vinna með silki og beygi mig meira að segja stundum niður til að finna ilminn af blómunum!“ Arna segir að mun erfiðara sé að vinna með silkiblómin, það sé meiri kúnst þar sem efnin eru harðari og mikið um víra. „En þetta er algjör lúxus. Ég er alltaf með fallegustu blómin og engin fölna. Og losna við allt umstangið í kringum lifandi blóm eins og að byrja hvern dag á að verka blómin, úða og þar fram eftir götunum.“ Allt frá silkilaufum upp í pálmatré Sóley og Bryndís segja mikinn feng í Örnu en hún sér um allar skreytingar fyrir verslunina og útstillingar í glugga. „Aðra vikuna í nóvember rýmum við verslunina fyrir alls konar jólavöru en verðum svo aftur silkiblóma- búð í janúar. Soldis er fyrst og fremst silkiblómabúð,“ segja eigendurnir einum rómi. Soldis flytur inn allt frá silkilaufblöðum upp í átta metra fíkustré og að mati Sóleyjar og Bryndísar höfða silkiblóm til Íslendinga. „Við viljum öll hafa fallegt í kringum okkur en erum í mikilli vinnu þannig að oft gefst ekki tími til að vökva blómin. Eins hafa margir leitað í silkiblómin vegna ofnæmis,“ segir Bryndís. Þær sækja sýningar erlendis oft á ári og Sóley segir að silkiblómamarkaðurinn í Hollandi sé orðinn næstum eins stór og hinn þekkti blómamarkaður þar í landi. „Það er mikill gæðamunur á mismunandi silkiblómum. Efnisnotk- unin þróast mjög hratt og við fylgjumst vel með straumum og stefnum á þessum markaði,“ segir Sóley. Fyrir jólin segja þær að silkifurugreinar séu mikið not- aðar í skreytingum og sífellt færist í vöxt að fólk komi með blómavasana og biðji um jólavönd sem stendur þá óhagg- aður alla hátíðina. Efnislega önnur Morgunblaðið/Jim Smart Silkiblóm - Arna setur saman jólavönd sem stend- ur yfir allar hátíðirnar en ólívutréð virkar allt árið. blóm Yf ir l i t Kynningar – Blaðinu í dag fylgja aug- lýsingablöð frá Tali og Lancome, „Jól- in 2002“. Blöðunum verður dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Minningar 47/51 Viðskipti 14/16 Kirkjustarf 52 Erlent 18/24 Staksteinar 54 Akureyri 24/25 Bréf 56/57 Höfuðborgin 26 Dagbók 58/59 Suðurnes 28 Brids 59 Landið 28/29 Leikhús 60 Listir 30/38 Fólk 61/65 Forystugrein 34 Bíó 62/65 Viðhorf 38 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 39/43 Veður 67 * * * GUÐMUNDUR Jóns- son, fyrrverandi skóla- stjóri Bændaskólans á Hvanneyri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær, 100 ára að aldri. Guðmundur fæddist 2. mars 1902 á Torfa- læk í Austur-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundsson bóndi og Ingibjörg Björnsdóttir. Hann kvæntist 21. maí árið 1926 Maríu Ragnhildi Ólafsdóttur frá Brimnesgerði í Fá- skrúðsfirði. Hún lést árið 1980. Þau eignuðust þrjá syni og eina kjör- dóttur. Guðmundur varð búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal árið 1921 og búfræðikandídat frá Búnaðarhá- skólanum í Kaupmannahöfn 1925. Hann var settur skólastjóri á Hól- um í Hjaltadal 1925–1926, var kenn- ari við Bændaskólann á Hvanneyri 1928–1947 og gegndi stöðu skóla- stjóra þar árin 1944–1945 og 1947– 1972. Guðmundur hafði forgöngu um stofnun framhaldsdeildar við Bændaskólann 1947, sem var fyrsti vísir að háskólanámi í búfræði hér á landi. Guðmundur gegndi ýmsum nefndarstörfum í gegnum árin, var t.d. forstöðumaður Búreikninga- skrifstofu ríkisins frá stofnun 1936 til 1947, sat í verðlags- nefnd landbúnaðaraf- urða og í tilraunaráði búfjárræktar. Auk starfa sinna var Guðmundur virkur í félagsmálum. Hann var formaður Búnað- ar- og garðyrkjukenn- arafélags Íslands árið 1972, var meðal stofn- enda Rotary og Odd- fellowa í Borgarfirði og einn af stofnendum Félags sjálfstæðis- manna á Vesturlandi 1960 og formaður til 1964. Þá var hann gerður að heið- ursfélaga Búnaðarfélags Íslands ár- ið 1972, Búnaðar- og garðyrkju- kennarafélags Íslands 1974 og Félags íslenskra búfræðikandidata 1981. Guðmundur var sæmdur ridd- arakrossi fálkaorðunnar 1964. Guðmundur gegndi einnig ýmsum ritstörfum í gegnum tíðina, var t.d. stofnandi og ritstjóri Búfræðingsins árin 1934–1954 og tók árið 1939 saman sögu Bændaskólans á Hvanneyri 50 ára og aftur er skól- inn varð 90 ára árið 1979. Eftir að embættisstörfum lauk skrifaði hann og ritstýrði ýmsum bókum og bóka- flokkum. Guðmundur og Ragnhildur fluttu til Reykjavíkur er hann lét af störf- um á Hvanneyri. Síðustu árin bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Andlát GUÐMUNDUR JÓNSSON RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA er hvorki rétt né skylt að afhenda verj- anda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, endurrit af öllum skjölum, sem hann hafði aflað eða honum höfðu borist með öðrum hætti, í tengslum við rannsókn á meintum fjársvikum og umboðssvik- um Jóns Ásgeirs, þar sem gögnin höfðu ekki enn verið rannsökuð, samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Héraðsdómur hafði áður úrskurð- að að ríkislögreglustjóra bæri að af- henda gögnin. Hæstiréttur taldi hins vegar að ríkislögreglustjóra væri skylt að af- henda verjandanum endurrit af skýrslu, sem var tekin af nafn- greindri konu og verjandinn hafði sérstaklega tilgreint meðal gagna, sem hann óskaði eftir að fá afhent. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi ekkert að- hafst til að sýna fram á að efni skýrslunnar varði ekki sakarefnið sem beint sé að Jóni Ásgeiri. Í dómnum segir að í gögnum máls- ins og kæru ríkislögreglustjóra til Hæstaréttar komi fram að rannsókn málsins beinist að fleiri mönnum en Jóni Ásgeiri og sé ekki bundin við það sakarefni sem hafi verið beint að honum. Hafi lögreglan í tengslum við rannsóknina farið fram á að Baugur léti í té nánar tilgreind gögn, þar á meðal úr bókhaldi félagsins. Hélt ríkislögreglustjóri því fram, að þau gögn sem verjandinn vildi fá afhent annaðhvort tengdust ekki sakar- efninu sem er beint að Jóni Ásgeiri eða að ekki lægi fyrir hvort svo væri þar sem þau hefðu ekki enn verið könnuð, enda væri um að ræða mikið af gögnum sem tæki tíma að rann- saka. Verjandinn taldi á hinn bóginn að umrædd gögn vörðuðu málið og að rétti verjanda sakaðs manns væri stefnt í tvísýnu yrði fallist á sjónar- mið lögreglunnar. Ríkislög- reglustjóra ekki skylt að afhenda gögn SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi í Kópavogi að Álftanesvegi í Garðabæ. Fram kem- ur í niðurstöðum Skipulagsstofn- unar að gera megi ráð fyrir aukn- um hávaða í íbúðarhverfum sem liggja að Reykjanesbraut og muni sá hávaði að óbreyttu fara vaxandi á næstu árum með aukinni umferð en draga megi úr óþægindum vegna aukins hávaða með hljóð- vörnum og breytingum á húsum. Gert er ráð fyrir að breikka Reykjanesbraut frá Fífuhvamms- vegi í Kópavogi að Álftanesvegi í Garðabæ úr tveimur akreinum í fjórar en framkvæmdaraðilar eru Vegagerðin, Garðabær og Kópa- vogsbær. Verða byggð þrenn mislæg vega- mót á umræddum vegarkafla, þ.e. við Arnarnesveg, Vífilsstaðaveg og Urriðaholtsbraut. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 1,9 milljarðar króna miðað við núver- andi verðlag og samkvæmt vega- áætlun er áætlað að hefja fram- kvæmdir á næsta ári. Ekki er talið að loft spillist til muna í nágrenni Reykjanesbrautar vegna breikkunarinnar þrátt fyrir að reikna megi með aukinni umferð á næstu árum; breikkun vegarins og gerð mislægra gatnamóta sé lík- leg til þess að greiða fyrir sam- göngum og auka öryggi í umferð- inni frá því sem nú er. Kæra má úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 3. janúar.                            !  "#   $ %  & '                               ( )* )  +)   * ",     - . .+      (/0 /1!' !   !"#  $                   ., 2 + + '* )+.3 4  .  ., 2 + + ., 2 + + 5  26 .3 /2/- .  2*2 ) 2., 2 + +227 Fallist á breikkun á hluta Reykjanesbrautarinnar Hávaði í íbúðar- hverfum eykst HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm yfir Guðmundi Inga Þórodds- syni, en hann var fundinn sekur um að hafa flutt inn eitt þúsund e-töflur og gert tilraun til innflutnings á 4.000–5.000 e-töflum. Bæði brotin framdi hann meðan hann sat í gæslu- varðhaldi og beið dóms Hæstaréttar fyrir innflutning á 3.850 e-töflum. Fyrir þann verknað hlaut hann sjö ára fangelsi en fyrir ofangreind brot fékk hann fimm ára fangelsi til við- bótar. „Brot ákærða eru stór í snið- um og sérlega harðsvíruð,“ segir í dómi Hæstaréttar. Guðmundur Ingi áfrýjaði sam- hljóða dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur og krafðist þess aðallega að ákær- unni um innflutningstilraunina yrði vísað frá dómi þar sem hún hefði aldrei getað leitt til þess að töflurnar bærust í raun og veru til landsins. Til vara krafðist hann sýknu. Tveir aðrir sakborningar í málinu kröfðust stað- festingar á sýknudómi héraðsdóms og varð Hæstiréttur við því. Sérlega harðsvíraður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.