Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 300.000 krónur í sekt vegna níu Litháa FORSVARSMAÐUR Eystrasalts- viðskipta ehf., sem réð níu Litháa til starfa án þess að þeir hefðu at- vinnuréttindi hér á landi, var dæmdur í Hæstarétti í gær til að greiða 300.000 króna sekt til rík- issjóðs. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ekki yrði fullyrt hversu lengi mennirnir voru við störf á vegum fyrirtækisins í ný- byggingu að Kórsölum 5 í Kópa- vogi. Með þessu staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í maí. Héraðsdómur gagnrýndi rannsókn málsins harðlega í nið- urstöðum sínum. Ákæruvaldið hefði ekki gert alvarlega tilraun til að sýna fram á hversu lengi mennirnir unnu fyrir ákærða, rannsókn verið ábótavant á því hversu mikið mönn- unum var greitt í laun og hvernig tryggingamálum þeirra var háttað. Ekkert hefði heldur verið upplýst um hvort skattar hefðu verið greiddir af laununum o.fl. Þegar Morgunblaðið fjallaði um málið á sínum tíma hafði blaðið áreiðanleg- ar heimildir fyrir því að mennirnir hefðu flestir búið við afar bágborn- ar aðstæður í iðnaðarhúsnæði í Gufunesi. Í héraðsdómi kemur fram að ekki virðist sem þessi þáttur málsins hafi verið rannsakaður. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Sigríður Jósefsdóttir, sak- sóknari, sótti málið f.h. ríkissak- sóknara en Jón Einar Jakobsson hdl. var til varnar. Ákærður fyr- ir illa með- ferð á búfé SÝSLUMAÐURINN í Borgarnesi hefur ákært sextugan mann fyrir að hafa vanrækt aðbúnað, umhirðu og fóðrun á 278 kindum, 102 lömbum og átta hrossum. Lóga varð 146 ám og 22 lömbum og einu folaldi. Hin meintu brot voru framin á bænum Höfða í Borgarbyggð í febrúar og mars. Um er að ræða brot á dýravernd- arlögum, lögum um búfjárhald og forðagæslu og reglugerð um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og hrossa. Sýslumaður krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refs- ingar og verði sviptur leyfi til að eiga eða halda búfé. HALDIN var á Egilsstöðum í gær ráðstefna um nýtingu og verndun svæðisins norðan Vatnajökuls til efl- ingar byggðar á Austur- og Norður- landi. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði þróunarfélaga og lands- hlutasamtaka sveitarfélaga á svæð- inu og var meginmarkmið hennar að fjalla um þau tækifæri sem geta fal- ist í nýtingu landsvæða og hvernig vinna megi að uppbyggingu mann- virkja og náttúruvernd í senn. Meðal framsögumanna var Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður um- hverfisráðherra. Hann rakti tildrög og framvindu þjóðgarðshugmyndar- innar. Nefnd sem Einar var í for- svari fyrir, skilaði nýlega af sér til- lögum þess efnis að þjóðgarður yrði stofnaður sem fyrst og hann mark- aðist af jaðri Vatnajökuls, en næði að auki til Skaftafellsþjóðgarðs og Lakagígasvæðisins. Einar sagði stöðu eignarréttarmála vera óljósa um þessar mundir. „Á meðan fjár- málaráðuneytið ætlar sér að lýsa eft- ir kröfum á hálendinu,“ sagði Einar, „geta stjórnvöld mjög lítið aðhafst meðan það ferli er í gangi. Ef við lít- um á Vatnajökul í heild sinni er þessi ágreiningur að mestu leystur við vestur- og suðvesturhorn jökulsins, en mál annarra svæða eru óleyst. Ég spái því að allt tal um frekari vernd- un norðan Vatnajökuls, s.s. þjóð- garðsstofnun, muni lenda í land- fræðilegum ógöngum næstu árin.“ Nýjar áherslur Halldóra Hreggviðsdóttir, hag- verk- og jarðfræðingur og ráðgjafi hjá Alta, fjallaði um uppbyggingu þjóðgarða og nýjar áherslur IUCN, Alþjóðlegu náttúruverndarsamtak- anna á þeim vettvangi. „IUCN vakn- aði upp við vondan draum fyrir rúm- lega áratug,“ sagði Halldóra, „og sá að þjóðgarðshugmyndin um að stofna verndarsvæði og byggja þar upp einhverja vernd, en í litlu sam- hengi við svæðið í kring, íbúa og mannlíf, virkaði ekki. Eitthvert til- tekið þjóðgarðssvæði er merkilegt og ferðamenn byrja að koma inn á það. Það er síðan tiltölulega lítið fé lagt til þjóðgarðsins, ferðamanna- straumurinn eykst og svæðinu hnignar með tilheyrandi rekstr- arerfiðleikum. Þjóðgarðurinn verður að lokum nánast eins og eyland.“ Samráðshópur sem skoðað hefur stöðu ferðaþjónustu á svæðinu norð- an Vatnajökuls og tækifæri til auk- innar ferðaþjónustu þar miðað við virkjanaframkvæmdir, hefur komist að þeirri niðurstöðu að útlit sé fyrir að hálendið sé ofmetið sem aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Það séu að- eins 10% þeirra sem sæki heim og hafi hug á að heimsækja hálendið norðan Vatnajökuls. Ástæður þess eru til dæmis slæmir vegir, lélegar merkingar, miklar vegalengdir, ströng landvarsla og að allra veðra sé von. Þá vanti upplýsingamiðstöðv- ar og kynningarefni og óljóst sé hvar fara má um. Óðinn G. Óðinsson, hjá Þróunar- stofu Austurlands segir ráðstefnuna hafa tekist vel og þarna hafi verið stillt upp samspili virkjunar og verndar, hvort sem það yrði með þjóðgarði eða öðrum hætti. „Mönn- um hefur fundist reynslan af þjóð- görðum hingað til að sumu leyti heft- andi fyrir aðra starfsemi þar. Ef farið verður í að stofna þjóðgarð norðan Vatnajökuls eða annars stað- ar á hálendinu, verður það ekki gert öðruvísi en í mjög nánu samráði við heimamenn og hagsmunaaðila.“ Ráðstefna um nýtingu og verndun lands norðan Vatnajökuls Hálendið ofmetið sem að- dráttarafl fyrir ferðamenn Egilsstöðum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á ráðstefnunni í gær var fjallað um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og nýt- ingu lands til eflingar byggðar á Austur- og Norðurlandi. VARABIRGÐIR af blóði í Blóð- bankanum eru komnar niður fyrir lágmark eða í um 500 einingar af rauðkornaþykkni en bankinn leitast við að halda birgðunum í 600 eining- um svo tryggja megi öryggi sjúk- linga og þeirra sem kunna að verða fyrir slysum. Blóðbankinn hvetur því núverandi blóðgjafa til þess að koma og gefa en tekið verður á móti blóði í dag frá 8–17. Nýir blóðgjafar eru hvattir að koma eftir helgina. Tvöfalt meiri notkun en venjulega Sigríður Ósk Lárusdóttir, for- stöðumaður hjá Blóðbankanum, seg- ir að allra síðustu daga hafi verið mikil þörf fyrir blóð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Notkun blóðs síðustu vikuna hafi verið tvöfalt meiri en meðalnotkun blóðs er í venjulegri viku. „Við leggjum núna mesta áherslu á að fá núverandi blóðgjafa til að koma og gefa blóð en biðjum þá sem vilja gerast blóðgjaf- ar að koma í næstu viku, þegar von- andi hefur náðst jafnvægi í blóð- birgðum. Við vonumst auðvitað til þess að fá fleiri nýja blóðgjafa til að hjálpa, þó síðar verði.“ Sigríður segir að öfugt við það sem gerist t.d. í Bandaríkjunum hafi hér á Íslandi yfirleitt verið tiltækar um tveggja vikna birgðir. „Þetta er auð- vitað mjög mikilvægt vegna land- fræðilegrar einangrunar landsins, við getum ekki kallað fyrirvaralaust eftir blóðhlutabirgðum annars stað- ar frá eins og hægt er annars staðar í Evrópu eða Bandaríkjunum. Þaðað eiga sterkan hóp blóðgjafa hefur því margsannað gildi sitt á liðnum árum, og ekki síst á miklum annatímum líkt og síðasta vika hefur verið,“ segir Sigríður. Hættulega litlar birgðir af blóði JÓNAS Magnússon, prófessor í skurðlækningum og sviðsstjóri hjá Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi, segir að þurft hafi að hætta við nokkr- ar aðgerðir í gær vegna þess að ekki var til nóg blóð, þar af eina stóra að- gerð. „Ég hef unnið í faginu frá árinu 1986 og ég man hreinlega ekki eftir að við höfum þurft að hætta við aðgerðir vegna skorts á blóði. Okkur dettur ekki í hug að gera aðgerðir nema hafa blóð og venjulega og reyndar nánast alltaf höfum fengið alveg frábæra þjónustu hjá Blóðbankanum. Við skýrðum ástandið einfaldlega út fyrir sjúklingunum okkar. Við skurðlækn- ar sem notum blóðið verðum þess stundum „valdandi“ að það verður skortur á blóði og þá getum við ekki framkvæmt þessar aðgerðir. Svona ástand þekkist víðs vegar í heiminum en við höfum sem betur fer ekki oft komist í þá aðstöðu.“ Jónas segir að skurðlæknar noti minna blóð en hér áður fyrr, m.a. vegna tækniframfara, þannig að blóð á hverja aðgerð sé nú minna. „Hins vegar hafa, sem betur, framfarir orðið það miklar að við getum bjargað eða reynt að bjarga fólki sem hér áður fyrr hefði kannski ekki verið reynt að bjarga og það því dáið.“ Urðum að hætta við skurðaðgerðir Morgunblaðið/RAX UNGIR Eskfirðingar hlakka til jólanna. Þau ættu að vita það best krakkarnir sem fylgdust með uppsetningu bæjarjólatrésins á Eskifirði: Snæþór Ingi Jós- efsson, 7 ára, Eyþór Ragnarsson, 6 ára, og Snædís Birna Jósefsdóttir, 10 ára. Veðrið var þó ekki beinlínis jólalegt en nægur tími er til að bæta úr því. Þekkja tilhlökkunina best ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.