Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 9

Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 9 LEIÐANDI tískuhús í París, m.a. John Galliano, Christian Dior, Prada og La Perla, nota um þessar mundir roð frá fyrirtækinu Sjáv- arleðri á Sauðárkróki í tískufatnað. Sendiráð Íslands í París hefur stutt aðgerðir íslenskra tískuhönnuða í Frakklandi. Fram kemur í Stiklum, vefriti ut- anríkisráðuneytisins, að hönnuðum hafi fjölgað gífurlega á Íslandi og er haft eftir Unni Orradóttur Ra- mette, viðskiptafulltrúa sendiráðs Íslands í París, að íslenskir hönn- uðir verði að öllum líkindum orðnir um 1.800 talsins að þremur árum liðnum, að arkitektum meðtöldum. Hafa sannað sig fyrir kaupendum Íslenskir tískuhönnuðir hafa reynt, með samstilltu átaki á vegum Útflutningsráðs, að koma hönnun sinni á framfæri á tískuvikum í Par- ís undanfarin misseri. Samkeppnin er gífurleg, að sögn Unnar, en með reglulegri þátttöku hafi hönn- uðirnir sýnt og sannað fyrir kaup- endum að þeir hafi tryggt sér var- anlega stöðu á þessum markaði sem verði að teljast mjög góður árang- ur. Nýstárleg meðferð hráefna, sér- staklega ullar og roðs, eða jafnvel endurvinnsla gamalla flíka veki at- hygli og sé farin að skila sér í sölu. Tískuhönnun og tískuverslun er önnur stærsta atvinnugrein Par- ísarborgar. Veltu rúmum tveimur milljörðum Í nýlegri skýrslu kemur fram að velta íslenskra fatahönnunarfyr- irtækja árið 2001 var rúmir tveir milljarðar króna og störfuðu alls 182 í greininni. Af veltu fóru 640 milljónir til útflutnings en 81% velt- unnar kemur frá stöðluðum hönn- unarfyrirtækjum og það sem eftir stendur frá „skapandi hönnuðum“. Er talið að tískufataverslun á Ís- landi hafi velt tæplega 8,7 millj- örðum króna árið 2001 og að ís- lensk fatahönnun sé komin með 16% markaðshlutdeild hér innan- lands. Frönsk tískuhús nota íslenskt roð ÍSLAND tekur á næsta ári við sæti aðalfulltrúa fyrir kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkj- anna í stjórn Alþjóðabankans til þriggja ára. Er þetta í fyrsta skipti sem Ís- land tekur ábyrgð á að leiða und- irbúnings- og samræmingarvinnu fyrir Norðurlöndin og Eystrasalts- ríkin á þessum vettvangi. Í fjárlagatillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis er lagt til að veitt verði 25 milljóna kr. tíma- bundið framlag á fjárlögum næsta árs vegna þessa verkefnis. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaður vegna verkefnisins til ársins 2006 verði 120 milljónir króna. Felst kostnaðurinn m.a. í ráðningu sérfræðinga og ferða- kostnaði. Ísland í stjórn Alþjóða- bankans AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Bankastræti 14, sími 552 1555 Stutterma silkibolir Rosner gallabuxur Gott verð Ný sending af samkvæmiskjólum Allar stærðir - Aðeins einn kjóll í númeri Efnalaug og fataleiga Garðabæjar sími 565 6680 O pi ð al la d ag a frá k l. 10 -1 8 la ug ar da ga fr á kl . 1 0- 14 Samkvæmiskjólar Nýir jólakjólar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. Flauelsjakkar og pils Glæsilegar ullarkápur, stuttar og síðar Refaskinnskragar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ertu á síðasta snúning? Komdu og skoðaðu jólaúrvalið hjá okkur. Litla JÓLABÚÐIN Grundarstíg 7, 101 R., s. 551 5992 Opið alla daga 12-18 Ítölsk hönnun Gjöfin hans - Gjöfin hennar Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra sósuskál einnig fyrir osta og súkkulaði-fondue og margt fleira. ostakúba notast einnig fyrir salat, ávexti, pottrétti eða poppkorn. Tréplattinn fyrir ostana, tertuna eða kjötið. verð: 5.950.- HÁGÆÐA STÁLVARA prýðir öll eldhús meiriháttar verð: 5.950.-: . . www.tk.is Gjafir við öll tækifæri Full búð af nýjum, glæsilegum vörum. Lagersala Antik-hússins er opin alla daga frá kl. 14.00-18.00 í Suðurhrauni 12, Garðabæ. Borðstofuhúsgögn, bókaskápar, skrifborð og skrautmunir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.