Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 12

Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ELLI eldfluga, útsendari úr heimi skordýranna sem fylgist með um- ferð og umferðarfræðslu, er kom- inn hingað til lands til að sinna sérstöku verkefni. Elli er af sér- stakri bjöllutegund sem lýsir í myrkrinu og á Netinu kennir hann börnum hvernig þau eigi að vara sig í umferðinni. Á heimasíðu Ella eldflugu, www.eldflugan.is, segir hann að eftirlitsmaur, nýkominn úr njósnaför á Íslandi, hafi bankað upp á heima hjá honum fyrir nokkrum vikum. Maurinn hafi verið sendur til að kynna sér stöðu umferðarmála á Íslandi á vegum Alþjóðlegs umferðareft- irlits maura við mannabústaði (AUMVM) og eftir að hann hafi komist að því hversu mörg börn slasist í umferðinni árlega hafi hann ákveðið að leita liðsinnis Ella. Elli eldfluga er umferðarverk- efni sem Íþróttasamband lög- reglumanna hefur þróað fyrir átta ára börn á Íslandi. Verkefnið er umferðarleikur og er leyst í átta skrefum. Í hverju skrefi eru síðan sex verkefni sem börnin leysa hvert á fætur öðru. Verður verk- efnið lagt fyrir nemendur þriðja bekkjar í grunnskólum landsins, en verkefnin eru sett þannig upp að ætlast er til að kennari fari yf- ir þau með börnunum. Ætlast er til þess að börnin vinni verkefnið í sameiningu og er hægt að senda sérstakri dómnefnd síðasta verk- efnið og verða verðlaun veitt fyrir bestu úrlausnina. Segir í fréttatilkynningu að haldið verði áfram að þróa verk- efnið og bæta við það á hverju ári. T.d. verði búin til sérstök verkefni fyrir fyrir börn, sem sökum fötl- unar af einhverju tagi geti ekki sótt almenna skóla. Aðalstyrktaraðili verkefnisins er Rannsóknarráð umferðarör- yggismála, en Ríkislögreglustjóri og Umferðarstofa styrkja jafn- framt Ella eldflugu. Elli eldfluga kominn til að kenna börnum umferðarreglur Morgunblaðið/Jim Smart Óskar Bjartmarz, formaður Íþróttasambands lögreglumanna, er örugg- lega að kíkja á heimasíðu Ella eldflugu sem er: www.eldflugan.is. Morgunblaðið/Golli HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra segir í vilja yfirlýs- ingu vegna deilu heimilislækna og ríkisins að hann muni beita sér fyr- ir því að sérfræðingar í heimilis- lækningum geti annað hvort starf- að á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan stöðvanna. Jón Kristjánsson segir einnig í viljayf- irlýsingunni að samþykki læknarn- ir að launaákvarðanir fari frá kjaranefnd muni við gerð kjara- samnings vera lögð áhersla á þró- un afkastahvetjandi launakerfis innan heilsugæslunnar. Einnig leggur hann til að gerður verði samningur um störf á lækna- stofum sem byggi á gildandi samn- ingum sjálfstætt starfandi heimil- islækna. Ráðherra hyggst beita sér fyrir úrbótum til að stuðla að eflingu heilsugæslu og auka nýlið- un í röðum heimilislækna og segir m.a. svo í yfirlýsingu sinni: „Komi fram beiðni frá Félagi ís- lenskra heimilislækna um að heilsugæslulæknar fari undan kjaranefnd mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra beina því til fjármálaráðherra að lagt verði fram lagafrumvarp hið fyrsta þar sem ákvörðun um laun heilsu- gæslulækna verði færð frá kjara- nefnd þannig að samningsréttur þeirra verði með hliðstæðum hætti og hjá öðrum heilbrigðisstéttum. Í framhaldi af framangreindri breytingu á samningsrétti heilsu- gæslulækna mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra beina því til fjármálaráðherra að í viðræðum um gerð kjarasamnings verði lögð áhersla á þróun afkastahvetjandi launakerfis innan heilsugæslunn- ar, sbr. úrskurð kjaranefndar dags. 15. október 2002. Jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þá beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum geti annað- hvort starfað á heilsugæslustöðv- um eða á læknastofum utan heilsu- gæslustöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastof- um sem byggi á gildandi samning- um sjálfstætt starfandi heimilis- lækna og verði lögð áhersla á afkastahvetjandi launakerfi, sbr. 2. mgr. Samningurinn verði gerður við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.“ Þá segir að ráðherra muni meta þörf fyrir heimilislækna og að sérfræðingar í heimilislækningum fái aðgang að umræddum samningi í samræmi við fjárlög meðan skortur er á heimilislæknum skv. fyrrgreindu mati. Viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra Áhersla lögð á afkastahvetj- andi launakerfi geti lagt grunn að lausn deilunnar. Segist stjórnin líta jákvæðum aug- um á viljayfirlýsingu ráðherrans. Þórir Björn Kolbeinsson, formaður félagsins, sagði við Morgunblaðið að þegar yrði hafist handa við að kanna afstöðu félagsmanna til hug- mynda ráðherra, m.a. þeirra að fara undan kjaranefnd. Boðaður hefur verið félagsfundur hjá heimilis- læknum fimmtudaginn 5. desember nk. þar sem kynna á hugmyndirnar. Eitt af því sem heilbrigðisráð- herra býður er að fari læknarnir undan kjaranefnd bjóðist þeim sambærilegir samningar og sjálf- stætt starfandi heimilislæknar hafa gert. Spurður um viðbrögð við þessu sagði Þórir Björn að forsend- an væri sú að gera þyrfti almennan kjarasamning og losna við kjara- MEIRIHLUTI heimilislækna á Suðurnesjum og í Hafnarfirði hefur lýst vilja til að fresta aðgerðum í þrjá mánuði á meðan unnið er að út- færslu á tillögum heilbrigðisráð- herra til lausnar deilu þeirra við ríkið. Tólf heimilislæknar á heilsu- gæslustöðinni Sólvangi í Hafnar- firði höfðu sagt upp störfum sínum og ætluðu að ganga út á laugardag en hafa sem sagt frestað því um þrjá mánuði. Læknarnir á Suður- nesjum höfðu sagt upp og ráðið sig til annarra starfa. Hyggjast þeir koma til starfa að nýju og sækja um stöður sínar, sem höfðu verið aug- lýstar. Stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna sendi yfirlýsingu frá sér í gær þar sem bundnar eru vonir við að hugmyndir heilbrigðisráðherra nefnd. Ef læknar yrðu hlynntir því kæmu aðrir samningar fyrst til greina. Þórir Björn sagði samning sjálfstætt starfandi heimilislækna einfaldlega ganga út á það að þeir fengju að starfa utan heilsugæslu- stöðva og fengju fyrir það greiðslur úr almannatryggingakerfinu. Hann sagði að ef til svona samninga kæmi yrðu þeir gerðir við samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins. „Við viljum vera sparir á yfirlýs- ingar en hugmyndir ráðherra geta verið sá vendipunktur sem við höf- um beðið eftir,“ sagði Þórir Björn en í samþykkt stjórnar kemur m.a. fram að brýnt sé að leysa deiluna sem allra fyrst þannig að læknar fái „nauðsynlegan“ vinnufrið og geti veitt almenningi í landinu þá þjón- ustu sem hann eigi rétt á. Heimilislæknar boðaðir á félagsfund í næstu viku Fresta öllum aðgerð- um í þrjá mánuði UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að landbúnaðarráðuneytinu og öðrum stjórnvöldum sem selja fasteignir í eigu ríkisins beri skylda til að taka ákvörðun um tiltekna viðmiðunar- fjárhæð, eða lágmarksverð, sem væntingar standi til að fáist fyrir viðkomandi eign, áður en tilboð sem berast í eignina eru metin. Umboðsmaður heldur því fram í nýrri álitsgerð að landbúnaðar- ráðuneytinu hafi borið að virða þessa skyldu við sölu jarðarinnar Kvoslækjar í Fljótshlíðarhreppi. Þar sem það var ekki gert hafi málsmeðferð ráðuneytisins í máli manns, sem kvartaði til umboðs- manns vegna ákvörðunar ráðu- neytisins, að hafna öllum tilboðum sem bárust, ekki verið í samræmi við ákvæði reglugerðar um ráðstöf- un eigna ríkisins. Maðurinn kvartaði til umboðs- manns vegna þeirrar ákvörðunar landbúnaðarráðherra að hafna öll- um 48 tilboðum sem bárust í jörð- ina, þar á meðal tilboði mannsins en hann átti hæsta tilboðið, sem nam 17,5 milljónum kr. Skapar ekki rétt til að krefj- ast ógildingar á ákvörðun Ráðuneytið hafnaði tilboðunum þar sem það taldi að því væri ekki skylt að selja jörðina fyrir verð sem ekki teldist viðunandi. Var auglýst að nýju eftir tilboðum í jörðina og bárust þá 11 tilboð. Hæsta tilboðið hljóðaði þá upp á 24,4 milljónir króna og var því tek- ið. Í niðurstöðu umboðsmanns segir einnig að þrátt fyrir að á hefði skort að reglu um undirbúning mats á innsendum tilboðum í jörð- ina hafi verið fylgt telji umboðs- maður að sú niðurstaða gæti ein og sér ekki haft þau réttaráhrif að maðurinn sem sendi kvörtun til umboðsmanns, ætti að lögum til- tekinn rétt gagnvart ráðuneytinu, t.d. um ógildingu umræddrar ákvörðunar. Lýsti umboðsmaður því áliti sínu að úrlausn um það atriði réðist af því hvort unnt væri að staðreyna að landbúnaðarráðuneytið hefði byggt synjun sína á tilboði manns- ins í jörðina á ómálefnalegum sjón- armiðum og taldi umboðsmaður sér ekki fært að fullyrða að svo hefði verið. Álitsgerð umboðsmanns Alþingis um sölu ríkiseigna Ráðuneyti ákveði við- miðunarverð á eignunum Sala á Kvoslæk ekki í samræmi við reglugerðir JAFNRÉTTISNEFND Reykjavík- urborgar telur að niðurstaða Héraðs- dóms Reykjavíkur í máli varðandi lögmæti banns við einkadansi sýni að full þörf sé á að kanna hvort breyta þurfi löggjöf er varðar heimildir sveit- arfélaga til að banna atvinnustarf- semi sem getur haft í för með sér skaðleg áhrif á almannaheill. Nefndin tekur þó undir það sjónarmið að rétt sé að áfrýja umræddum dómi til að fá fullnaðarúrskurð í málinu. Kemur þetta fram í bókun, sem gerð var samhljóða á fundi nefndar- innar á mánudag, vegna dóms Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá því fyrir helgi þar sem bann Reykjavíkurborg- ar við svokölluðum einkadansi var dæmt ólögmætt. Í bókun nefndarinnar segir enn- fremur: „Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborg- ar áréttar fyrri yfirlýsingar sínar um þetta mál og vekur jafnframt athygli á ályktun landsfundar jafnréttis- nefnda frá 9. nóvember síðastliðn- um.“ Í ályktun landsfundar jafnréttis- nefnda sveitarfélaganna 2002 segir m.a.: „Landsfundur jafnréttisnefnda hvetur Alþingi Íslendinga til að setja í lög bann við einkadansi á nektarstöð- um. Fundurinn telur að einkadans á nektarstöðum sé dulbúið vændi og hluti af skipulögðum, alþjóðlegum kynlífsiðnaði sem veltir miklum fjár- hæðum. Það er álit fundarins að mansal og vændi séu ofbeldi gegn þeim sem eru neyddir til að selja líkama sinn. Fund- urinn hvetur því löggjafarvaldið til að endurskoða lög um vændi og fara að fordæmi Svía með því að gera kaup á vændi saknæm.“ Mælt með áfrýjun dóms um einkadans GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að útvíkkun á fríverslun- arsamningi við Færeyjar yrði gríðar- lega mikilvægur fyrir landbúnaðinn. Útflutningur á lambakjöti yrði ekki lengur bundinn við 700 tonna kvóta og ný sóknarfæri myndu skapast fyr- ir útflytjendur búvara á borð við mjólk, svið, svínakjöt, kjúklinga, egg og hey, svo dæmi væru tekin. Ásamt Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðherra kynnti Guðni tillögur að útvíkkun samningsins á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudag. Skriður komst á málið í haust á fundi Halldórs og An- finns Kallsberg, lögmanns Færeyja. „Ég tel að þetta myndi fljótt þýða mikla stækkun á markaði fyrir land- búnaðarvörurnar. Færeyingar eru ekki sjálfum sér nógir á þessu sviði þrátt fyrir að vera sterkir í mjólkur- framleiðslu,“ sagði Guðni. Hann minnti á að Baugur væri með öfluga smásöluverslun í Færeyjum og íslenskar vörur væru þekktar á mark- aðnum. Útflutningur til Færeyja væri sömuleiðis töluverður og t.d. meiri samanlagt en til Rússlands og Kína. Fríverslunarsamningur við Færeyjar Gríðarlega mikilvæg- ur fyrir landbúnaðinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.