Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 13
„LANGBESTA
SPILIГ MÁTTURINN &
D
Ý
R
Ð
IN
1
1
/0
2
Sími 554 7700
Catan - „Landnemarnir“ er eitthvert vinsælasta spil í heimi og hefur m.a. verið
valið „Spil ársins“ í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Spilið kemur nú loksins út
á íslensku. Það er sérstakt fagnaðarefni fyrir Fríðu Ólafsdóttur og fjölskyldu
hennar, sem spilað hafa Catan um árabil og hafa þetta að segja:
– „Við féllum strax fyrir Catan, en spilið verður
skemmtilegra og skemmtilegra eftir því sem maður
spilar það oftar.“
– „Ef maður byrjar þá hættir maður ekki og
ekkert spil er eins.“
– „Fjölbreytnin í Catan er endalaus, þú semur
og gerir leikáætlun en síðan getur allt spilið
snúist á svipstundu.“
– „Þetta er langbesta spilið sem við höfum farið
í. Allir eiga jafna möguleika en þetta er frábært
fjölskylduspil.“
– „Samningar og kænska er það skemmtilega við þetta.
Spennan verður sérstök og grípandi.“
Fríða Ólafsdóttir og börn hennar Heiðrún, Helgi, Davíð og Ingvar: „Kynntumst Catan í Þýskalandi 1996 og höfum ekki lagt það frá okkur síðan!“
Frábært fjölskylduspil!
VERSLUN Umsýslustofnunar
varnarmála, áður Sölu varnarliðs-
eigna, við Grensásveg 9 í Reykjavík
er opin milli kl. 13 og 16 í dag í síð-
asta sinn en frá áramótum tekur
embætti Sýslumannsins á Keflavík-
urflugvelli við starfseminni. Þar
með lýkur um 50 ára sögu stofn-
unarinnar.
Að sögn starfsmanns í verslun-
inni hefur þó nokkuð verið að gera
að undanförnu, ekki síst eftir að það
spurðist út að verslunin væri að
hætta. Engin sérstök rýmingarsala
er í gangi en vöruúrvalið er mikið,
eins og myndin ber með sér, og
hægt að gera kjarakaup á ótrúleg-
ustu hlutum.
Umsýslustofnun varnarmála
Morgunblaðið/Sverrir
Síðasti dagurinn
í versluninni
„ÞETTA er algjör bylting fyrir okk-
ur,“ segir Hafsteinn Heiðarsson,
flugstjóri á TF-LÍF þyrlu Landhelg-
isgæslunnar eftir sjúkraflug þyrl-
unnar á miðvikudagskvöld þar sem
nætursjónaukar þyrlunnar voru not-
aðir í fyrsta skipti í raunverulegu út-
kalli. Flutt var kona í barnsnauð frá
Vestmannaeyjum á sjúkrahús í
Reykjavík.
Sjúkraflugvél var ekki tiltæk í
Eyjum og ófært fyrir flugvél að
lenda þar vegna veðurs. Var þyrlan
því kölluð út kl. 17.33 og nætursjón-
aukarnir notaðir.
Þakklátir
fyrir stuðning
„Þetta er allt annað líf og hjálpar
okkur mikið í fluginu,“ segir Haf-
steinn. „Við erum mjög þakklátir
fyrir stuðning fólks úti í þjóðfélaginu
sem gerði okkur kleift að kaupa
þessi tæki. Þetta hefði ekki tekist
nema með góðra manna hjálp.“
– Trufla ljós á jörðu niðri flug með
nætursjónauka?
„Já, það er að hluta til vandamál.
Við þurfum að láta minnka ljós á
jörðu niðri eins mikið og mögulegt
er, svo það blindi okkur ekki þegar
við komum inn til lendingar.
– Hvernig gengur að fá fólk á
jörðu niðri til að minnka ljósin?
„Það gengur ágætlega eins og t.d.
í gær (miðvikudag). Við vorum í tal-
stöðvarsambandi við flugturninn og
þá sem starfa í kringum flugvöllinn.
En það er mjög slæmt ef bílljósum er
miðað á okkur.
Venjuleg ljós geta hjálpað okkur
ef við höfum þau í bakið, en ljós sem
snýr á móti okkur, verður að einni
stórri klessa, líkt og maður væri að
horfa beint í sólina,“ segir Hafsteinn.
Hann segir hvít og rauð ljós trufla
þyrluáhöfnina mest, en blá og græn
miklu síður.
Hjálparsveitarfólk
meðvitað
– Veldur þetta ekki áhyggjum ef
farið er í útkall á hálendinu og al-
menningur á jörðu niðri veit ekki af
þessu en vill hjálpa til og leiðbeina
þyrlunni inn til lendingar með ljós-
um, s.s. jeppaljósum? Hvernig má
fyrirbyggja slíkt?
„Við erum ekki alveg búnir að
setja það niður fyrir okkur hvað við
gerum. Hjálparsveitarfólk er nokk-
uð meðvitað um þetta og fær
fræðslu, en að vísu hefur ekki verið
talað nógu mikið um þennan þátt.
Við þurfum þó að gera það og reyna
koma leiðbeiningum niður með því
að komast á sameiginlegar talstöðv-
artíðnir.“
Nætursjónaukar
Landhelgisgæslunnar
reyndust vel í fyrsta
sjúkrafluginu
„Algjör
bylting
fyrir
okkur“