Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 20
ERLENT
20 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Margar þekktustu söngperlur Íslands og Evrópu í frábærum
flutningi óperusöngvaranna Þóru Einarsdóttur og
Björns Jónssonar. Lög eftir Schumann,
Richard Strauss, Grieg og Siebelius, Sigfús Einarsson,
Pál Isólfsson og Bjarna Böðvarsson.
ilvalin gjöf
fyrir alla
unnendur
sígildrar
tónlistar.
T
SÖNGPERLUR ÍSLANDS OG EVRÓPU
KAFARI fylgist með risastórri marglyttu, tegundarheitið er stomolophus
nomurai, í sjónum við Echizen í Fukui-héraði í Japan. Talið er að marglytt-
an sé allt að 150 kíló að þyngd.
AP
Drottning marglyttnanna
HENRY A. Kissinger, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefur ekki gegnt ráðherraembætti
í aldarfjórðung en sem ráðgjafi,
fyrirlesari og sérfræðingur um ut-
anríkismál er
hann enn mjög
áhrifamikill og
umdeildur.
George W.
Bush Banda-
ríkjaforseti
skýrði frá því í
fyrradag að
Kissinger yrði
formaður nefnd-
ar sem fengi víð-
tækt umboð til að rannsaka mestu
hryðjuverk í sögu Bandaríkjanna.
„Nefnd hans á að rannsaka öll
sönnunargögnin ofan í kjölinn og
fylgja öllum staðreyndum málsins
eftir, hvað sem þær kunna að leiða
í ljós,“ sagði Bush. „Við þurfum að
upplýsa málið í smáatriðum og
draga alla þá lærdóma sem hægt er
að draga af hryðjuverkunum 11.
september.“
„Engar hömlur“
Demókratar á Bandaríkjaþingi
tilnefndu George Mitchell, fyrrver-
andi leiðtoga þeirra í öldungadeild-
inni, sem varaformann rannsókn-
arnefndarinnar.
„Engar hömlur voru lagðar á
nefndina og hún mun ekki sætta sig
við neinar hömlur,“ sagði Kiss-
inger og hét því að hagsmunir
Bandaríkjastjórnar erlendis
myndu ekki hafa áhrif á nið-
urstöður nefndarinnar. Talið er að
Kissinger skírskoti hér til hætt-
unnar á því að nefndin sniðgangi
upplýsingar sem gætu komið stjórn
Bush og bandamönnum hennar er-
lendis í vanda. Hugsanleg fjár-
hagsleg tengsl sádi-arabískra emb-
ættismanna við hryðjuverkamenn
al-Qaeda hafa til að mynda verið
nefnd í þessu sambandi.
Efasemdir
Þeir sem hafa gagnrýnt utanrík-
isstefnu Bandaríkjanna hafa lengi
beint spjótum sínum að Kissinger,
eða frá því að hann var þjóðarör-
yggisráðgjafi og utanríkisráðherra
í forsetatíð Richards Nixons og
Geralds Fords. Hörðustu andstæð-
ingar hans saka hann um „stríðs-
glæpi“.
Nokkrir hafa látið í ljósi efa-
semdir um að nefndin sé í raun
óháð stjórninni og niðurstöður
hennar verði trúverðugar í ljósi
pólitísks ferils Kissingers.
Kissinger var helsti ráðgjafi Nix-
ons í utanríkismálum þegar Banda-
ríkjaher gerði leynilegar sprengju-
árásir á Kambódíu 1969 og þegar
Salvador Allende, vinstrisinnuðum
forseta í Chile, var steypt af stóli
1973 í valdaráni sem framið var
með stuðningi Bandaríkjanna.
„Hann á sjálfur mörg leynd-
armál, sem hann hefur þagað yfir,
og þess vegna virðist hann ekki lík-
legur til að ljóstra upp leynd-
armálum í þessari rannsókn,“ sagði
Steven Aftergood, sem stjórnar
rannsókn á launung í bandaríska
stjórnkerfinu á vegum Bandalags
bandarískra vísindamanna, FAS.
Aftergood efast til að mynda um
að Kissinger verði fús til að stefna
embættismönnum Hvíta hússins
fyrir nefndina til að afla upplýs-
inga sem þeir vilja ekki veita. Þetta
skiptir máli vegna þess að ein af
helstu spurningunum um aðdrag-
anda hryðjuverkanna er hvort
Bush hafi verið varaður við hættu á
stórfelldum hryðjuverkum áður en
al-Qaeda lét til skarar skríða.
Kissinger hefur ekki verið í nán-
um tengslum við Bush en er sagður
náinn vinur Donalds Rumsfelds,
sem var skrifstofustjóri Hvíta húss-
ins í forsetatíð Fords.
„Sæta látlausum rannsóknum“
Eins og Rumsfeld hefur Kiss-
inger hvatt til þess að stokkað
verði upp í leyniþjónustustofn-
unum Bandaríkjanna. Hann hefur
lagt til að rannsakað verði hvort
þessum stofnunum hafi yfirsést
upplýsingar sem ef til vill hefðu
getað gert yfirvöldum kleift að
koma í veg fyrir hryðjuverkin.
Hann hefur hins vegar lagt áherslu
á að ekki megi ganga of langt í
þessum efnum. „Við höfum áreitt
og hrellt leyniþjónustustofnanirnar
síðustu 20 árin, að minnsta kosti,
og þær hafa þurft að sæta látlaus-
um rannsóknum,“ sagði hann í ný-
legum fyrirlestri.
Kissinger, sem er 79 ára, fæddist
í Þýskalandi og fluttist til Banda-
ríkjanna 1938. Hann var prófessor
við Harvard-háskóla og varð þjóð-
aröryggisráðgjafi Nixons 1969.
Hann gegndi einnig embætti utan-
ríkisráðherra frá 1973 þar til í jan-
úar 1977 þegar Ford lét af embætti
forseta.
Kissinger hlaut friðarverðlaun
Nóbels 1973 ásamt norður-
víetnamska stjórnarerindrekanum
Le Duc Tho fyrir að koma á vopna-
hléi sem varð til þess að stríðinu í
Víetnam lauk.
Kissinger hefur skrifað tugi
bóka frá því að hann lét af embætti
og rekur ráðgjafarfyrirtæki, sem
kemur viðskiptavinum sínum í sam-
band við erlenda embættismenn og
er þeim til ráðgjafar um stjórnmál
og efnahag þeirra landa sem þeir
eiga viðskipti við. Hann heldur
einnig fyrirlestra og ríkisstjórnir
demókrata jafnt sem repúblikana
hafa sóst eftir ráðgjöf hans.
Kissinger er enn áhrifa-
mikill en umdeildur
Washington. Los Angeles Times.
Henry Kissinger
’ Hann á sjálfurmörg leyndarmál,
sem hann hefur
þagað yfir. ‘ KOSNINGARÁÐ Venesúelalagði til í gær að efnt yrði til
þjóðaratkvæðagreiðslu 2. febr-
úar um það
hvort Hugo
Chavez for-
seti ætti að
segja af sér.
Andstæð-
ingar Chav-
ez, sem hafa
reynt að
koma hon-
um frá völd-
um, höfðu óskað eftir atkvæða-
greiðslunni.
Stjórn Chavez sagði að tillag-
an stangaðist á við lög og slík
þjóðaratkvæðagreiðsla gæti að-
eins farið fram á miðju kjör-
tímabili forsetans, í ágúst á
næsta ári.
Mikil ólga er í höfuðborg
landsins, Caracas, vegna deil-
unnar og stjórnarandstaðan
hefur boðað allsherjarverkfall á
mánudaginn kemur.
Tyrkneska
stjórnin
tekur við
völdunum
ÞING Tyrklands lýsti í gær yfir
stuðningi við nýmyndaða stjórn
landsins og hún hefur því form-
lega tekið
við völdun-
um. Hún
fékk stuðn-
ing 346 þing-
manna af
516 sem
tóku þátt í
atkvæða-
greiðslunni.
Stjórnin
er undir forystu Abdullah Gul,
varaformanns Réttlætis- og
þróunarflokksins (AKP), sem
hófsamir félagar í bönnuðum
íslömskum flokki stofnuðu í
fyrra. Stjórnin stefnir að um-
bótum sem miðast að því að
Tyrkland fái aðild að Evrópu-
sambandinu.
Óháðu dag-
blaði lokað
YFIRVÖLD í Hvíta-Rússlandi
hafa lokað óháðu dagblaði,
Mjestnoje Vremja, sem stofnað
var í október. Ritstjóri blaðsins
sagði í gær að dómstóll hefði
lokað blaðinu að fyrirmælum
stjórnar Alexanders Lúkash-
enkos forseta til að koma í veg
fyrir að blaðið réði fréttaritara
út um allt landið til að fjalla um
sveitarstjórnakosningar sem
eiga að fara fram á næsta ári.
Forsetasonur
sakaður
um morð
SONUR Joaquims Chissanos,
forseta Mósambík, hefur verið
sakaður um að hafa skipulagt
morð á blaðamanni sem var að
rannsaka spillingu í stærsta rík-
isbanka landsins. Blaðamaður-
inn var myrtur í nóvember 2000.
Tveir menn hafa verið ákærð-
ir fyrir morðið og þeir hafa báð-
ir sagt að sonur forsetans hafi
skipulagt það.
STUTT
Vilja
þjóðarat-
kvæði um
Chavez
Hugo Chavez
Abdullah Gul