Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 24
ERLENT
24 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LJÓS verða tendruð á jólatrénu á
Ráðhústorgi á morgun, laug-
ardag, en það er gjöf frá Rand-
ers, vinabæ Akureyrar í Dan-
mörku.
Athöfnin hefst kl. 15 með leik
Lúðrasveitar Akureyrar, þá syng-
ur Barnakór Lundarskóla, Krist-
ján Þór Júlíusson bæjarstjóri og
Helgi Jóhannesson, konsúll Dana
á Akureyri, flytja ávörp en að því
búnu verða ljósin kveikt. Friðrik
Ómar syngur og jólasveinar koma
í heimsókn. Kl. 16.15 verður
gengið að kirkjutröppunum þar
sem kveikt verður á jólaljósum.
Morgunblaðið/Kristján
Engilbert Ingvarsson, starfsmaður framkvæmdamiðstöðvar Akureyrar-
bæjar, var að vinna við jólatréð frá Randers á Ráðhústorgi í gærmorgun en
tréð er alls 12 metrar á hæð og sómir sér vel í hjarta bæjarins.
Ljós kveikt á jólatré
RÁÐGERT er að hefja framkvæmd-
ir við byggingu íþróttahúss og við-
byggingu Síðuskóla næsta vor.
Hönnunarvinnu verður lokið í febr-
úar ef áætlanir ganga eftir og fram-
kvæmdin verður þá boðin út í mars.
Heildarkostnaður við verkið er áætl-
aður rúmar 300 milljónir króna og
skal því lokið í lok ágúst 2004, fyrir
20 ára afmæli Síðuskóla.
Að sögn Magnúsar Garðarssonar,
eftirlitsmanns fasteigna hjá Fast-
eignum Akureyrarbæjar, verður
íþróttahúsið með löglegum hand-
boltavelli, 22,4x43 metrar að stærð
og með vönduðu gólfi. Hann sagði að
gólfið hefði fjaðureiginleika parkets
en mýkra yfirborð og því væri minni
hætta á meiðslum þótt einhverjir
fengju byltu. Þá væri rekstur á svona
gólfi væntanlega töluvert hagkvæm-
ari en á parketgólfi. Magnús sagði að
ekki væri gert ráð fyrir áhorfenda-
stæðum í húsinu en að þó yrði þar
eitthvert pláss fyrir áhorfendur. Í
viðbyggingunni verður mötuneyti
skólans og félagsaðstaða.
Guðmundur Jóhannsson, varafor-
maður Íþróttafélagsins Þórs, sem
jafnframt á sæti í verkefnisliði vegna
framkæmdanna við Síðuskóla, sagði
að tilkoma íþróttahússins yrði bylt-
ing fyrir félagið og að það myndi nýt-
ast mjög vel fyrir íbúa norðan Gler-
ár.
Akureyrarbær stóð fyrir lokaðri
samkeppni um íþróttahús og við-
byggingu við Síðuskóla og bárust
þrjár tillögur í samkeppnina. Sér-
stök matsnefnd valdi tillögu frá Arki-
tekta- og verkfræðistofu Hauks ehf.
Höfundar eru arkitektarnir Fanney
Hauksdóttir, Anna Margrét Hauks-
dóttir og Friðrik Ó. Friðriksson og
Þráinn Hauksson landslagsarkitekt
hjá Landslagi ehf. Stjórn Fasteigna
Akureyrarbæjar samþykkti að velja
tillöguna til frekari úrvinnslu.
Aðstaða Þórs að verða
sú besta norðan heiða
Framkvæmdir við fjölnotaíþrótta-
húsið á Þórssvæðinu ganga vel og er
vinna við lagningu gervigrassins í
fullum gangi, enda veðrið þessa dag-
ana eins og best verður á kosið. Þá
verður ráðist í umfangsmiklar end-
urbætur á félagssvæði Þórs við
Hamar og þar byggðir upp grasvellir
með vorinu.
Guðmundur sagði því vissulega
bjart yfir hlutunum hjá Þór og þess
ekki langt að bíða að aðstaða félags-
ins yrði sú allra besta norðan heiða.
Framkvæmdir við Síðuskóla
hefjast á næsta ári
Nýtt íþróttahús, mötu-
neyti og félagsaðstaða
Sýningu Iðunnar Ágústsdóttur í
blómaskálanum Vín í Eyjafjarð-
arsveit lýkur á sunnudag, 1. desem-
ber. Þema sýningarinnar er Lífið í
Kjarnaskógi og eru um 30 málverk
á sýningunni, öll í smærri kant-
inum. Á aðventunni verða svo
myndir eftir Iðunni til sýnis á
kaffihúsinu Bláu könnunni við
Hafnarstræti.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
opnar á morgun, laugardaginn 30.
nóvember, sýningu í Kompunni,
Kaupvangsstræti 23.
Á sýningunni verða smámyndir og
skúlptúrar unnir í anda jólanna,
hugsað til dæmis til jólagjafa.
Laugardagana á aðventu mun
Þórey Ómarsdóttir, aðstoðamaður
Aðalheiðar, lesa jólasögu kl. 14 í
vinnustofunni sem er í sama hús-
næði og Kompan.
Sýningin stendur til 23. desember
og er opin alla daga frá kl. 14 til
18.
Aðalheiður býður alla velkomna á
opnun sýningarinnar.
Á MORGUN
LAUFABRAUÐSDAGUR
verður á Punktinum, Kaup-
vangsstræti, á morgun, laugar-
daginn 30. nóvember, frá kl. 14
til 18. Hann er haldinn í sam-
vinnu við Laufáshópinn, en fé-
lagar í hópnum munu mæta á
staðinn og handskera laufabrauð
upp á gamla mátann. Gestum
gefst kostur á að spreyta sig og
skera út sínar eigin kökur og fá
leiðsögn varðandi handbragðið.
Laufabrauðsdagurinn er liður
í verkefni sem nefnist „Mynstr-
að munngæti“ en verkefnisstjóri
þess er Hugrún Ívarsdóttir.
Verkefnið snýst um mynstur í
íslenskri matargerð, en áður
hefur m.a. verið unnið að end-
urgerð brauðmóta á þess veg-
um. Menningarsjóður Akureyr-
ar, Impra og Vinnumálastofnun
styrkja verkefnið.
Laufa-
brauðsdagur
á Punktinum
UNGUR, kólombískur lögreglumað-
ur, sem vinstrisinnaðir uppreisnar-
menn rændu og höfðu í haldi í tvö og
hálft ár á meðan fyrsta barn hans
kom í heiminn og lærði að ganga og
tala, vonaði allan tímann, að öryggis-
lögreglumenn stjórnvalda myndu
ekki reyna að frelsa hann.
Lögreglan er sífellt að leita að fólki
sem rænt hefur verið í Kólombíu, og
sumar björgunartilraunir enda vel,
eins og t.d. þegar lögreglan frelsaði
þekktan biskup nú um miðjan nóv-
ember, aðeins fjórum dögum eftir að
uppreisnarmennirnir höfðu tekið
hann í gíslingu.
En margar björgunartilraunir
enda illa. Þegar hermenn reyndu að
leysa úr haldi Consuelo Araujo, fyrr-
verandi menningarmálaráðherra,
sem uppreisnarmenn höfðu í haldi í
fjöllunum í Kólombíu norðanverðri,
skutu uppreisnarmennirnir hana til
bana. Margir aðrir gíslar hafa hlotið
sömu örlög.
Spurningin um hvort reynt skuli að
bjarga fólki sem tekið er í gíslingu í
Kólombíu er nú orðið eitt helsta um-
talsefnið í þjóðmálaumræðunni í land-
inu. Stjórn Alvaros Uribes forseta er
hörð í afstöðu sinni gegn gíslatöku-
fólki og Bandaríkjamenn hafa heitið
að leggja fram 25 milljónir dollara, yf-
ir tvo milljarða króna, til að þjálfa og
vopna herlið sem berjist gegn gísla-
tökum.
Þegar biskupinn, sem að ofan er
nefndur, var frelsaður úr klóm upp-
reisnarmannanna spurðu fjölmiðlar
hann ítrekað hvort hann teldi að ör-
yggislögreglan ætti að reyna að frelsa
alla gísla sem teknir væru. Þrátt fyrir
að hafa sloppið naumlega lifandi úr
klóm ræningjanna sagði biskupinn
nei, björgunartilraunir væru oft of
áhættusamar.
Vinstrisinnaðir uppreisnarmenn og
vopnaðar sveitir hægrisinnaðra and-
stæðinga þeirra hafa gert mannrán
að tekjulind sem er næstum jafnarð-
vænleg og fíkniefnaframleiðsla.
Mannrán eru hvergi í heiminum jafn
tíð og í Kólombíu – í fyrra voru ránin
3.041, eða um átta á dag að meðaltali,
þar af um 600 í borginni Medellín og
héraðinu í kring.
Vilja ekki björgunartilraunir
Fórnarlömbin eru úr öllum stétt-
um, frá ríkum kaupsýslumönnum til
fátækra verkamanna, en fjölskyldur
fátækra fórnarlamba fá þau skilaboð
frá ræningjunum að þær geti selt ís-
skápinn sinn til að afla peninga til að
borga lausnargjaldið. Ránin eru líka
oft framin í pólitískum tilgangi.
Ættingjar fórnarlamba ræningj-
anna vilja í mörgum tilvikum að reynt
sé að bjarga þeim, en án þess að lífi
þeirra sé stefnt í voða. Í ljósi áhætt-
unnar biðja fjölskyldur fórnarlamb-
anna yfirvöld stundum um að reyna
ekki björgun á meðan verið er að
semja um lausnargjald. Sumir vilja
alls ekki blanda lögreglunni í málið.
Ungi lögreglumaðurinn slapp lif-
andi en hafði góða ástæðu til að óttast
um líf sitt er tilraunin var gerð til að
frelsa hann. „Uppreisnarmennirnir
sögðu að ef herinn kæmi myndu þeir
drepa okkur vegna þess að þeir vildu
ekki leyfa stjórnvöldum þann lúxus að
bjarga okkur,“ sagði lögreglumaður-
inn.
Reuters
Hermaður í Kólombíu aðstoðar Jorge Jimenez biskup fyrr í mánuðinum
eftir að hann var frelsaður úr klóm mannræningja skammt frá höfuðborg-
inni Bogota. Voru það liðsmenn hersins sem frelsuðu biskupinn.
Er rétt að reyna að
frelsa gíslana?
Medellín. AP.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
(NATO) mun sem slíkt ekki koma að
hugsanlegum hernaðaraðgerðum
gegn Írak. Þar yrðu að vísu á ferð-
inni NATO-ríki undir forystu
Bandaríkjamanna, en þau færu ekki
fram undir fána NATO. Þetta er mat
Eriks Goldsteins, deildarforseta Al-
þjóðastjórnmálafræðideildar Boston
University í Bandaríkjunum, en
hann er staddur hér á landi.
Goldstein flytur fyrirlestur á veg-
um Samtaka um vestræna sam-
vinnu, Varðbergs og stjórnmála-
fræðiskorar Háskóla Íslands í Skála
á Hótel Sögu í dag, laugardag. Hefst
fyrirlesturinn kl. 12.
Goldstein, sem er íslenskur í móð-
urætt, kvaðst í samtali við Morgun-
blaðið ætla að ræða stækkun NATO
og framtíðarhlutverk þess í breytt-
um heimi. Þá ætlar hann á fundinum
á morgun að rekja þau sjónarmið
sem móta utanríkisstefnu Banda-
ríkjastjórnar þessi misserin.
Goldstein segir það NATO sem nú
er orðið til, eftir að ákveðið var að
bjóða sjö nýjum þjóðum aðild á nýaf-
stöðnum leiðtogafundi í Prag, allt
annars eðlis en það bandalag sem
stofnað var til 1949.
„Hlutverk bandalagsins er ekki
hernaðarlegt að sama marki og áður,
heldur felur það mun frekar í sér að
þjóðum, sem nú ganga í bandalagið,
skuli kennd það sem
kalla mætti vestræn
gildi.
Við erum því að tala
um pólitískan klúbb –
en afar gagnlegan póli-
tískan klúbb,“ segir
Goldstein.
Frakkar vinir
er á reynir
„Innan NATO er
hins vegar til raun-
verulegt hern-
aðarbandalag, banda-
lag Bandaríkjanna og
örfárra annarra ríkja
sem liggja að Atlants-
hafinu. Bandaríkin hafa skilgreint
hvaða þjóðir mynda hinn harða
kjarna bandalagsins og þessar þjóð-
ir munu taka þátt í hernaðar-
aðgerðum [í Írak] – Bandaríkin
munu ekki láta til skarar skríða upp
á sitt einsdæmi.“
Þennan hóp skipa lönd eins og
Bretland, Kanada og Frakkland en
Goldstein segir um Frakka að eng-
inn gagnrýni Bandaríkin jafn mikið
og þeir þegar svo beri við. Þeir reyn-
ist hins vegar jafnan vinir í raun
þegar til kastanna kemur.
„Bretland hefur sterka stöðu í al-
þjóðlegri umræðu um þessar mund-
ir. Tony Blair er öflugasti ensku-
mælandi málafylgjumaðurinn nú um
stundir. Staðreyndin er hins vegar
sú að mannafli breska hersins er nú
innan við 100.000 í fyrsta skipti í 150
ár. Maður hlýtur því að velta fyrir
sér hvort bresk stjórnvöld geti í
raun staðið við þær skuldbindingar
sem þau hafa tekist á hendur í hern-
aðarmálum.“
Á hinn bóginn geti Bretland sent á
vettvang öflugar sér-
sveitir, ólíkt ýmsum
öðrum bandalags-
þjóðum Bandaríkja-
manna, og óumdeil-
anlega sé gagnlegt
fyrir stjórnvöld í Wash-
ington að hafa Blair til
að mæla fyrir málum á
opinberum vettvangi.
Þá sé leyniþjónustan
breska öflug.
Smáríki rannsökuð
Aðspurður um stöðu
Íslands í NATO segir
Goldstein að Ísland
verði alltaf hern-
aðarlega mikilvægt Bandaríkjunum.
Vægi landsins í NATO hafi því í
reynd ekkert minnkað þrátt fyrir
endalok kalda stríðsins og þíðu í
samskiptum Bandaríkjanna og
Rússlands.
Fram kemur í máli Goldsteins að
nýverið hafi Boston University tekið
upp samstarf við Háskóla Íslands
um að koma á fót stofnun smáríkja,
Center for Study of Small States.
Hann segir árangur Íslendinga í
diplómatískum samskiptum að
mörgu leyti aðdáunarverðan og telur
að ýmis þeirra minni ríkja, sem nú
hefur verið boðin aðild að NATO [og
voru áður undir hæl kommúnism-
ans], geti lært margt af Íslendingum
á því sviði og á öðrum sem lúta að
stoðkerfum samfélagsins.
„Ég kom nýverið til Eistlands og
gat ekki annað en dáðst að því
hversu miklar breytingar hafa átt
sér stað þar á 10 árum. En þeir eiga
enn mikið verk óunnið og gætu lært
margt af Íslendingum,“ sagði Erik
Goldstein.
Herför gegn Írak ekki
farin undir fána NATO
Erik Goldstein
Forseti alþjóða-
stjórnmálafræði-
deildar Boston-
háskóla flytur er-
indi í Reykjavík