Morgunblaðið - 29.11.2002, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SAMTÖK iðnaðarins teljahættu á að verk- og iðn-námi verði ýtt út úr fram-haldsskólunum þar sem
stór hluti þeirra, einkum verk-
námsskólar, er rekinn með halla.
Samtökin og skólameistarar gagn-
rýna reiknilíkan sem ræður fjár-
veitingum til skólanna. Breytingar
hafa verið gerðar á líkaninu, en
skólameistari Menntaskólans í
Kópavogi segir endurskoðað líkan
engu breyta fyrir fjárhag skólans,
en hann hefur verið rekinn með 30–
40 milljóna tapi sl. fimm ár.
Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
(SI), sagði að SI hefðu lengi haft
áhyggjur af iðn- og tæknimenntun
hér á landi. Iðn- og tæknimenntun
væri kjölfestan í iðnvæðingu lands-
ins. „Uppbygging á okkar bestu
fyrirtækjum, eins og Marel og Öss-
uri, hefur mikið byggst á verk- og
tæknimenntuðu fólki. En það er
okkar skoðun að þessi menntun sé
hornreka í íslensku skólakerfi og
hafi verið það lengi.“
Augljósir gallar
á reiknilíkaninu
Sveinn sagði að eitt af því sem
hefði valdið verkmenntaskólunum
erfiðleikum væri svokallað reikni-
líkan menntamálaráðuneytisins, en
fjárveitingar til framhaldskólanna
byggjast á niðurstöðu þess. Sveinn
sagði að hugsunin á bak við reikni-
líkanið væri skynsamleg, þ.e. að
fjárveitingar réðust af gegnsæjum
og óhlutdrægum reglum, en ekki
órökstuddum pólitískum ákvörð-
unum eins og áður var. Reynslan af
reiknilíkaninu væri hins vegar ekki
góð og það sem verra væri, ekki
væri tekið tillit til augljósra galla á
reiknilíkaninu. Líkanið væri ekki í
samræmi við raunverulegan kostn-
að við menntunina eins og hún væri
skilgreind í námsskrá.
Sveinn sagði að á undanförnum
árum hefðu verk- og iðnskólar ver-
ið byggðir upp af myndarskap. Iðn-
námið væri hins vegar dýrara en
hefðbundið verknám og það vant-
aði fjármagn til að reka skólana og
þeir hefðu safnað skuldum. Sveinn
gagnrýndi aðkomu stjórnvalda að
málinu og sagði að lausnin fælist
ekki í því að gera úttektir aftur og
aftur á vandanum. Vandinn væri
öllum ljós.
„Afleiðingin er sú að skólarnir
ýta þessu námi [iðn- og verknámi]
frá sér,“ sagði Sveinn.
Menntaskólinn í
Kópavogi hefur verið
rekinn með tapi frá
árinu 1997 og stefnir í að
uppsafnað tap skólans
um næstu áramót verði 163 millj-
ónir. Skólinn er í nýju húsnæði, en
þar er rekinn sérhæfður matvæla-
skóli.
Margrét Friðriksdóttir, skóla-
meistari MK, rakti á blaðamanna-
fundi í gær hvernig reiknilíkanið
kæmi út fyrir MK og hversu lítið
tillit það tæki til kennslu á verk-
námsbrautum.
„Ég rek matvælaskóla þangað
sem kokkar, bakarar, þjónar og
kjötiðnaðarmenn landsins sækja
menntun sína. Það er ekki hægt að
kenna þessar greinar nema að
kaupa matvæli. Það held ég að allir
skilji. Ég fæ hins vegar enga fjár-
veitingu á fjárlögum til matvæla-
kaupa. Ég fæ sömu fjárveitingu til
matvælakaupa og Menntaskólinn í
Reykjavík eða 1.900 kr. á nemanda
vegna þess að reiknilíkanið reiknar
öllum skólum jafnt. Þetta þýðir að
líkanið reiknar mér 2,2 milljónir í
efniskaup. Þetta gengi ágætlega ef
allir nemendur væri í bóknámi, en
þar sem þeir eru í verknámi þarf ég
að kaupa hráefni fyrir 20 milljónir
á ári. Skólinn hefur lagt mikla
vinnu í það á undanförnum árum að
þrýsta fast á birgja um að gefa af-
slátt og hann er kominn upp í allt
að 60% hjá sumum matvælafyrir-
tækjum. Meðaltalsafslátturinn er
tæplega 20%. Skólinn safnar á
þessum eina rekstrarlið 18 milljón-
um í skuldir á ári og hefur gert það
frá því hann hóf starfsemi.
Það gefur auga leið að svona
skóli þarf heilmikið rafmagn. Við
erum með stóra ofna og eldavélar.
Reiknilíkanið reiknar rafmagns-
notkun út frá fermetrafjölda og
það skiptir engu máli hvort í fer-
metranum er borð og stóll eða
reykofn af dýrustu gerð sem þarf
rafmagn eins og nokkur einbýlis-
hús. Samkvæmt reiknilíkaninu fæ
ég 5 milljónir á ári í rafmagn, en ég
kaupi hins vegar rafmagn fyrir 10
milljónir þrátt fyrir að ég sé búin
að gera eins konar stóriðjusamn-
ing við rafmagnsveit-
una og borgi bara 3,95
kr. á kwst. á meðan að
reiknilíkanið segir að
ég megi borga 7 kr. á
kwst.
Ég þarf líka að ræsta skólann.
Reiknilíkanið er þannig að verk-
námsfermetrar eru margfaldaðir
með 100, en bóknámsfermetrar
með 700. Ég fæ því sjö sinnum
meiri fjárveitingu til að ræsta bók-
námsfermetra en verknámsfer-
metra.“ Margrét sagði að rök
þeirra sem smíðuðu reiknil
fyrir þessari skiptingu hefð
þau að húsnæði verknámssk
væri mest stórar skemmu
þyrfti ekki að ræsta eins mi
húsnæði bóknámsskólanna. „
hins vegar að reka matvælah
sem eru kjötiðnaðar-
deild, eldhús og bakarí
og þau starfa eftir mjög
ströngum alþjóðlegum
stöðlum, GÁMES, og
lögum. Heilbrigðis-
fulltrúi kemur í heimsókn
hvern mánuð og hann myn
faldlega loka skólanum ef þa
slegið slöku við þrifnað. Í s
um erum við ekki að kenna
um sóðaskap,“ sagði Margré
Búið er að endurskoða rei
anið sem ræður fjárveiting
framhaldskólanna. Samk
gamla reiknilíkaninu hefði M
að fá 71,2 milljónir í rekstur
utan laun, en 73,8 milljónir
kvæmt endurskoðuðu líkani.
lagafrumvarpinu fyrir árið 2
hins vegar gert ráð fyrir 71,3
ón í almennan rekstur MK
grét sagði að reksturinn, mið
núverandi starfsemi, mynd
vegar kosta 105,4 milljónir.
„Það er búið að gera hve
tektina á fætur annarri á þ
vanda. Vandinn er öllum lj
kannski þess vegna hefur m
málaráðuneytið látið þetta
gangast í öll þessi ár. Það e
að halda okkur á tánum í
vegna þess að það var verið a
urskoða líkanið. Þar átti að
verulega til móts við þessar
eins og komist var að orði,“
Margrét. Niðurstaðan vær
vegar óbreyttar fjárveitingar
Námsbrautum í VMA fæ
Hjalti Jón Sveinsson,
meistari Verkmenntaskólans
ureyri, sagði að VMA hefði
upp á mjög fjölbreytt ver
Verknámið væri hins vegar
dýrara en bóknámið. D
verknámið væri 5-6 sinnum d
en ódýrasta bóknámið. Hjal
sagði að endurskoðun á rei
aninu hefði verið til bóta, t.d
hópaviðmiðun verið breytt.
Morgunblaðið/Kr
Í undirbúningi eru tillögur um fækkun námsbrauta við Verkmen
skólann á Akureyri. Á myndinni er Guðmundur T. Hermannsson
taka próf í verklegri rafeindavirkjun.
Óttast að
verknámi
verði ýtt út
úr skólunum
Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að ve
námi verði ýtt út úr framhaldsskólunum veg
fjárskorts skólanna. Verkmenntaskólinn á Ak
eyri ætlar að fækka námsbrautum á næsta ár
Menntaskólinn í Kópavogi er með tillögur til s
unar sem gera ráð fyrir niðurskurði í rekstr
Sumir skólar
reknir með tapi
ár eftir ár
e
SKÓLAMEISTARAR koma
saman til fundar í dag til að
ræða slæma fjárhagsstöðu
framhaldsskólanna. Átján
skólar eru reknir með halla
og stefnir í að halli þeirra
nemi 527 milljónum um
næstu áramót.
Margir skólamenn hafa
verið óánægðir með reikni-
líkanið sem stjórnvöld nota
til að ákveða fjárveitingar
til skólanna. Búið er að end-
urskoða líkanið, en sumir
skólastjórnendur telja þessa
breytingu ófullnægjandi.
Lárus H. Bjarnason,
skólameistari Mennta-
skólans við Hamrahlíð, seg-
ir að á fundinum ætli skóla-
meistarar að fara yfir
stöðuna og stilla saman
strengi sína. Rætt verði um
hvort skólarnir geti komið
við einhverjum vörnum í
þeirri erfiðu stöðu sem skól-
arnir væru í.
Skóla-
meistarar
á fundi
HEILBRIGÐISKERFI Í KREPPU
Í fyrradag var frá því skýrt hér íMorgunblaðinu að útgjöld ávegum heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytis yrðu á næsta ári yf-
ir 100 milljarðar króna. Þetta eru
miklir peningar og skiptir miklu að
þeim sé vel varið.
Í tryggingamálum eru nokkuð
skýrar línur. Sú grundvallarstefna
var mörkuð fyrir áratug eða svo, að
dregið skyldi úr greiðslum trygg-
ingakerfisins til þeirra sem ekki
þyrftu á slíkum greiðslum að halda.
Þeirri stefnu að tekjutengja trygg-
ingabætur hefur verið haldið að
mestu síðan með ákveðnum undan-
tekningum þó. Dómur í Hæstarétti
varð t.d. til þess, að nú getur maki
fengið greiddar tryggingabætur,
þótt eiginmaður eða eiginkona afli
umtalsverðra tekna. Sjónarmið
jafnréttis ráða að því leyti meiru en
rökin fyrir því að beita trygginga-
bótum til að auka jöfnuð í sam-
félaginu.
Í heilbrigðiskerfinu eru línur
ekki jafnskýrar. Raunar má segja
að umræður um heilbrigðismál und-
anfarin ár bendi ótvírætt til þess að
ákveðið stefnuleysi ríki í þessum
málaflokki eða öllu heldur að ekki
hafi náðst samstaða um nýja
stefnumótun í heilbrigðismálum,
sem taki mið af breyttum ástæðum.
Þrátt fyrir gífurlegar fjárveiting-
ar til heilbrigðiskerfisins hefur
ekki tekizt að útrýma biðlistum á
sjúkrastofnunum.
Það hefur heldur ekki tekizt að
ná tökum á rekstri sjúkrastofnana.
Heilsugæzlukerfið hefur verið í
uppnámi undanfarna mánuði þótt
nú bendi flest til að samningar séu
að nást við heimilislækna.
Lyafjaútgjöld hins opinbera
hækka árlega um verulegar fjár-
hæðir á sama tíma og lyfjaútgjöld
einstaklinga og heimila eru tví-
mælalaust orðin mun meiri en þau
voru fyrir einum til tveimur áratug-
um.
Í hvert sinn, sem settar eru fram
hugmyndir um einkarekna valkosti
í heilbrigðiskerfinu er þeim mætt
með vandlætingu og því haldið
fram, að talsmenn slíkra hugmynda
vilji mismuna fólki eftir efnum,
þegar kemur að því að veita lækn-
isþjónustu.
Umræðurnar um heilbrigðiskerf-
ið hjakka í sama farinu, þótt ým-
islegt bendi til þess að atburðarásin
sé að taka völdin af stjórnmála-
mönnum og embættismönnum og til
sé að verða einkarekinn valkostur á
sumum sviðum heilbrigðisþjónustu
þrátt fyrir harða andstöðu við slíka
þróun úr mörgum áttum.
Heilbrigðisþjónustan er svo ríkur
þáttur í því samfélagi, sem við höf-
um byggt upp að það er til vand-
ræða að ekki hefur tekizt að móta
skynsamlega stefnu í heilbrigðis-
málum, sem taki á öllum megin-
þáttum þeirra og samstaða geti
tekizt um.
Ekki er ólíklegt að framtíðarupp-
bygging heilbrigðisþjónustunnar
verði eitt af helztu umræðuefnum
kosningabaráttunnar í vetur og vor.
Morgunblaðið hefur í allmörg
undanfarin ár hvatt til þess að tek-
in verði upp einkarekinn valkostur í
heilbrigðiskerfinu. Sá valkostur
sýnist smátt og smátt vera að verða
til. Nú getur fólk í sumum tilvikum
ákveðið að kaupa meðferð hjá lækni
og borga hana fullu verði, ef það
sættir sig ekki við að bíða eftir því
að opinbera kerfið sinni þeirri sjálf-
sögðu skyldu að veita fólki lækn-
isþjónustu.
Það er ekki hægt að líta á þetta á
annan veg en þann, að opinbera
heilbrigðiskerfið sé að brotna niður
að hluta til. Það getur ekki uppfyllt
kröfur og þarfir fólks til læknis-
þjónustu og þá finnur sú eftirspurn
sér annan farveg.
Um leið og þetta gerist er aug-
ljóst að biðtími þeirra, sem eru til-
búnir til að bíða eftir því að fá þjón-
ustu hjá opinbera kerfinu, styttist.
Það þjónar því hagsmunum allra
aðila að þessi þjónusta sé fyrir
hendi hjá einkaaðilum.
Það er erfitt að sjá, hvernig hin
opinbera heilbrigðisþjónusta getur
náð utan um þau verkefni, sem við
henni blasa án þessa einkarekna
valkosts. Í sumum nágrannalöndum
okkur hefur verið tekin upp sú
stefna, að geti fólk ekki fengið
læknisþjónustu innan ákveðins tíma
hjá opinbera kerfinu hafi það heim-
ild til að leita hennar annars staðar
á kostnað hins opinbera.
Það er löngu tímabært að um
þetta fari fram alvarlegar umræður
hér á Íslandi. Ekki umræður, sem
einkennist af pólitísku skítkasti á
milli vinstrimanna og hægrimanna,
heldur málefnalegar og fordóma-
lausar umræður, þar sem leitazt sé
við að finna efnislega lausn á afar
erfiðu máli.
Nú er búið að sameina tvö
stærstu sjúkrahús landsins. Margir
trúðu því, að með því yrði hægt að
ná fram umtalsverðum sparnaði og
vafalaust hefur það tekizt að ein-
hverju leyti. Það er líka barnaskap-
ur að halda að sameining af þessu
tagi skili sér í sparnaði eftir eitt til
tvö ár. Engu að síður er veruleikinn
sá, að það gengur ekkert alltof vel
að ná utan um rekstur hins samein-
aða spítala. Fjárlaganefnd Alþingis
verður að koma til sögunnar ár eft-
ir ár með tillögur um aukafjárveit-
ingar til þess að brúa bilið.
Brotalamirnar í heilbrigðis-
kerfinu má sjá út um allt. Biðlistar
á spítölum. Rekstrarvandamál
sjúkrahúsanna. Stór þéttbýlis-
svæði, sem búa nánast ekki við
nokkra læknisþjónustu vikum sam-
an. Það bryddar jafnvel á sam-
keppni á milli lækna um sjúklinga,
sem gefur ekki geðfellda mynd af
þessu kerfi og þeim, sem þar
starfa. Stöðug átök og deilur.
Það er tímabært að Alþingi og
ríkisstjórn hafi forystu um róttæk-
ar aðgerðir til þess að ná tökum á
vanda heilbrigðisþjónustunnar. Til
þess að það megi takast þarf djúpa
skoðun á því kerfi, sem við búum
við og vilja til þess að marka nýja
og heildstæða stefnu á grundvelli
slíkrar vinnu.
Stjórnmálaflokkarnir þurfa með
einhverjum hætti að ná saman um
þetta verkefni. Fólkið í landinu
kann því illa, að læknisþjónusta og
fyrirkomulag hennar verði að
meiriháttar deiluefni á vettvangi
stjórnmálanna.