Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 43
Á SEINUSTU mánuðum hafa
okkur borist fréttir af gífurlegum
gjaldþrotum í Bandaríkjunum er
risafyrirtæki á borð við World Com
og Enron hafa rúllað. Margir Ís-
lendingar hafa þá eflaust þakkað
fyrir traust atvinnulíf hérlendis,
sérstaklega í undirstöðuatvinnu-
grein þjóðarinnar, sjávarútvegi. Þar
eru gjaldþrot ekki tíð og reyndar
man undirritaður ekki eftir einu
einasta gjaldþroti síðan kvótakerfið
var tekið upp.
En hvert er nú annars ástandið í
þessari stöðugu atvinnugrein? Á
seinustu fimm árum var hagnaður í
öllum sjávarútvegi á Íslandi svo lítill
að greinin greiddi aðeins um 300
milljónir í tekjuskatt árlega en til
samanburðar greiddi álverið í
Straumsvík 900 milljónir á seinasta
ári. Þrátt fyrir það var launakostn-
aður útgerðarinnar greiddur niður
af ríkinu um 1.500 milljónir árlega í
formi sjómannaafsláttar.
Markaðsverð sjávarútvegsfyrir-
tækja er nú, að sögn fjármálafyr-
irtækja, helmingi lægra en mark-
aðsverð þess kvóta sem fyrirtækin
hafa yfir að ráða. Þannig myndu
hluthafarnir fá helmingi meira fyrir
sinn snúð ef þeir myndu selja kvót-
ann og leggja fyrirtækin niður.
Ætla má að aðeins sé tímaspursmál
þar til það gerist.
Greinin hefur verið á niðurleið í
nokkurn tíma. Hlutfall háskóla-
menntaðra er aðeins einn þriðji af
meðaltali annarra atvinnugreina á
Íslandi og nú ber svo við að aldrei
hafa færri lagt fyrir sig nám í Stýri-
mannaskólanum og í sjávarútvegs-
fræðum. Þannig mun hlutfall
menntaðs fólks í sjávarútvegi enn
lækka. Greinin virðist einnig ekki
hafa getað stuðlað að bættum lífs-
kjörum og lækkaði launavísitalan á
Vestfjörðum t.d. um 15% milli 1995
og 1999 meðan hún hækkaði á höf-
uðborgarsvæðinu. Þessi versnandi
kjör hafa svo birst okkur lands-
mönnum í fjölda sjómannaverkfalla.
Ástandið í sjávarútvegi á Íslandi
er ekki einstakt, heldur mjög dæmi-
gert fyrir hnignandi atvinnugrein
og er hægt að benda á fjölmörg
sambærileg dæmi erlendis (Porter:
Competitive Advantage of Nations).
Einkennin eru lækkandi menntun-
arstig, harðnandi samskipti atvinnu-
rekenda og verkalýðsfélaga, minnk-
andi trú á samkeppni, stjórn-
valdsvernd fyrir öflug fyrirtæki og
mikil aukning í samruna fyrirtækja.
Reynsla erlendis frá kennir okkur
að af óbreyttu muni þróunin halda
áfram og Íslendingar muni missa
forystuna í sjávarútvegi til einhvers
annars lands. Er það gerist munu
rekstrarskilyrði fyrirtækja tengd-
um sjávarútvegi (t.d. Marel, SÍF,
SH, Sæplast) einnig versna og
munu verða best hjá þeirri þjóð sem
verður komin í forustu í sjávarút-
vegi
Í Bandaríkjunum er mikið um ný-
liðun í atvinnulífinu. T.d. voru 85%
af 500 stærstu fyrirtækjum landsins
ekki á þeim lista 1960. Gjaldþrotin
þar eru einkenni þróaðs atvinnulífs
þar sem ný fyrirtæki ýta þeim óhag-
kvæmari út af markaðnum, án af-
skipta stjórnvalda. Einkenni fram-
fara og ástæðan fyrir því að
Bandaríkin eru auðugri þjóð en Ís-
land.
Það stjórnkerfi sem útgerðin hef-
ur búið við seinustu ár, svokallaður
gjafakvóti, ýtir undir stöðnun en
ekki framfarir. Það kemur í veg fyr-
ir nýliðun með því að gefa þeim sem
fyrir eru mikið forskot í formi gef-
ins kvóta. Aðgengi nýliða er ekki
aðeins réttindamál heldur forsenda
framfara. Nýliðar stuðla að fram-
förum á tvennan hátt. Annars vegar
sýnir reynslan að þeir eru miklu lík-
legri til að koma með nýjar hug-
myndir og hins vegar setja þeir
þrýsting á þá sem fyrir eru að bæta
sig þar sem reynslan sýnir einnig að
fyrirtæki hagræða sjaldan án þess
að vera neydd til þess.
Stöðnun gjafakvótans mun því
ekki stuðla að samkeppnishæfni ís-
lensks sjávarútvegs þar sem engin
dæmi eru um að þjóð hafi náð langt
með því að verja fyrirtæki sam-
keppni á heimamarkaði. Hagsmunir
sjávarútvegs eru aðrir en hagsmun-
ir þeirra sem fengu úthlutað gefins
kvóta á sínum tíma. Hagsmunir
sjávarútvegs felast í reglum sem
tryggja nýliðun og lágum tekju-
sköttum sem hvetja til hagræðing-
ar. Fyrningarleið og niðurfelling
tekjuskatta á útgerð og sjómenn
gerir það.
Hnignun
atvinnugreinar
Eftir Guðmund Örn
Jónsson
„Það stjórn-
kerfi, sem
útgerðin hef-
ur búið við
seinustu ár,
ýtir undir stöðnun en
ekki framfarir.“
Höfundur er verkfræðingur með
meistaragráðu í viðskiptum og
stjórnun.
HVAÐA hljóm hefur orðið bind-
indi í eyrum þínum? Hvað sérðu fyr-
ir þér? Er það dyggð eða löstur að
vera bindindissamur?
Þegar vinur minn einn og sókn-
arbarn bað mig að skrifa svolítinn
pistil í tilefni af bindindisdegi fjöl-
skyldunnar fóru þessar og álíka
spurningar að sækja að mér. Ef ég
ætti að álykta út frá því sem maður
heyrir, sér og les um það þegar land-
inn gerir sér dagamun, hvort heldur
eru ráðsettir betriborgarar eða ung-
menni á fullri ferð, þá mundi ég
álykta sem svo að bindindi þætti
löstur og bindindismenn vandræða-
menn með sérþarfir. Samt er með
reglubundnum hætti rekið upp
ramakvein vegna þess að stofnanir
sem ætlaðar eru þeim sem hafa
misst sig í neyslu áfengis og annarra
vímuefna anna ekki eftirspurn eftir
aðstoð. Og þá er hrundið af stað
vímuvarnaátaki.
Reynslan hefur sýnt, bæði hér-
lendis og annars staðar að vímu-
varnaátök skila litlu. Reynsla kyn-
slóðanna sýnir hins vegar að
fyrirmyndir skipta miklu. Ég verð að
játa að enn hef ég trú á því að heim-
ilisuppeldið sé öllu öðru fremur lykill
að farsæld uppvaxandi kynslóðar.
Þess vegna trúi ég því að það vímu-
varnaátak sem mundi skila mestum
árangri væri fólgið í því að gera
heimilin vímulaus, – og gildir þá einu
hvert vímuefnið er löglegt eða ólög-
legt. Ég verð var við vitundarvakn-
ingu hjá ungum foreldrum sem hafa
metnað til að sinna foreldrahlutverk-
inu og gefa því tíma. Gerum vímu-
laus heimili að metnaðarmáli. Ég
skora á unga foreldra að gera upp-
reisn gegn áfengis- og vímudýrkun
eldri kynslóðarinnar og fara í bind-
indi barnanna vegna.
Bindindi
barnanna vegna
Eftir Sigurð
Pálsson
„Gerum
vímulaus
heimili að
metnaðar-
máli.“
Höfundur er sóknarprestur
við Hallgrímskirkju.
Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
| Y
D
D
A
/
si
a.
is
N
M
0
7
6
4
7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum
• Frír útdráttur fjórum sinnum á ári
– gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker
• Þú styrkir gott málefni
Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862
1 0 á r á í s l a n d i
Einföld
og áhrifarík
leið til
grenningar
Tilboð í
Útsölustaðir:
Höfuðborgarsvæðið: Andorra Hafnarfirði, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ,
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Hygea Smáralind,
Lyf og heilsa Austurveri, Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Mjódd.
Landið: Bjarg Akranesi, Konur og Menn Ísafirði, Lyf og heilsa Selfossi.
AGE FITNESS
Einstakar tilboðsöskjur með
Age Fitness ólífukreminu sem
mýkir og verndar, bjóðast nú
á útsölustöðum Biotherm.
Tilboðstaska:
Age Fitness 50 ml krem.
Aquasource varakrem 15 ml
D-Sress næturkrem 15 ml
Age Fitness augnkrem 5 ml
Age Fitness serum 5 ml
Verðmæti vöru kr. 8.200.
Tilboðsverð kr. 4.200.