Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 45 ✝ Guðlaug Erlends-dóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvem- ber 1918. Hún lést 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Er- lendur Pálmason skipstjóri og útgerð- armaður, f. 17. des. 1895, d. 22. febr. 1966, og Hrefna Ólafsdóttir, f. 5. sept. 1894, d. 14. sept. 1980. Systkini Guð- laugar eru: Haukur, f. 24. des. 1912, d. 14. júlí 1981, Guðmunda, f. 26. febr. 1920, Erna, f. 24. nóv. 1921, Ólaf- ur, f. 27. júní 1924, d. 28. maí 1981, Hrefna, f. 11. nóv. 1925, d. 24. des. 1981, og Margrét, f. 16. mars 1927. Guðlaug giftist 31. maí 1941 Þórði Sigmundssyni bifreiðar- stjóra, f. 13. ágúst 1917, d. 21. maí 1988. Synir þeirra voru: Erlendur, f. 29. nóv. 1943, d. 15. júlí 1945, og Erlendur, f. 11. okt. 1945, d. 19. okt. 2001, bóndi í Útey 1, Laug- ardalshr., Árn., síðar bifreiðar- stjóri í Reykjavík. Erlendur var þríkvæntur. Hann kvæntist 15. maí 1965 Ólafíu Guðnadóttur, f. 28. nóv. 1944, d. 6. ágúst 1996. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Þórður, f. 15. okt. 1964, búsettur í Svíþjóð, kvæntur Píu Kristínu Luoto, f. 17. nóv. 1972. Börn þeirra a) Emil Andri, f. 2. jan. 1995, b) Ell- en Eir, f. 31. maí 2002, c) Olivía Rós, f. 31. maí 2002. 2) Guð- laug, f. 26. maí 1967 bús. í Namibíu, gift Vilhjálmi Wiium, f. 17. des. 1964. Börn þeirra eru: a) Dagmar Ýr, f. 4. júní 1988, b) Tinna Rut, f. 20. apríl 1992. 3) María Dröfn, f. 27. sept. 1971, bús. í Noregi, gift Ásgeiri Ingólfssyni, f. 23. ágúst 1969. Börn þeirra: a) Alexandra Þöll Hjaltadóttir. f. 4. okt. 1990, b) Ing- ólfur Arnar, f. 7. febr. 1993, c) Ar- on Snær, f. 5. júlí 1997. Önnur kona Erlendar var Katrín Gunn- arsdóttir, f. 23. sept. 1933, þau skildu. Eftirlifandi kona Erlendar er Una Gunnarsdóttir, f. 1. okt. 1947. Útför Guðlaugar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þau komu óvænt, símtölin tvö. Það fyrra sem tjáði okkur að hún Lalla væri komin á spítala og vart hugað líf og það seinna sem til- kynnti okkur lát hennar. Einmitt á þeim tíma sem verið var að und- irbúa jólaheimsókn til Íslands og þar á meðal hugmyndir um leikhús- ferð með Löllu. Já, svona hlutir gera ekki boð á undan sér, svo mik- ið er víst. Ég var um tvítugt er ég kynntist fyrst henni Löllu. Það var á þeim tíma er ég var að byrja að slá mér upp með Gullu, sonardóttur Löllu og alnöfnu. Gulla og tilvonandi tengdasystkini mín voru búin að vara mig við ömmunni, að hún væri svolítið föst fyrir. Ég verð nú að við- urkenna að ég kynntist nú þeirri hlið ekki mikið, en hins vegar fór ekki á milli mála að Lalla var af annarri kynslóð en við – fædd um hálfri öld fyrr – og hafði alist upp við allt öðruvísi kringumstæður. Lalla átti það til að sletta á dönsku, talaði t.d. stundum um „flødeskum“ frekar en rjóma, og mikið af hann- yrða- og heimilisblöðum las hún á dönsku. Þetta þótti okkur af yngri kynslóðinni frekar undarlegt. Svo ef gestir komu í kaffi, þá var alltaf settur útsaumaður dúkur á borð- stofuborðið og fína kaffistellið dreg- ið fram. Já, hlutirnir voru gerðir al- mennilega heima hjá henni Löllu og ekkert hálfkák á þeim bænum. En Lalla átti líka til léttar hliðar. Ein minning situr eftir hjá mér frá því í fyrra þegar ég sá hana, ásamt systrum hennar tveimur og tengda- systur, koma gangandi eftir bíla- planinu í Engihjallanum allar klæddar síðkápum. Sagði ég þeim að þær litu út eins og mafíugengi á leið til einhverra vafasamra erinda. Mikið grín gátu þær gert að þessu, og dró Lalla ekkert af sér í spaug- inu þá. Við Gulla höfum búið erlendis til margra ára og þótti Löllu miður að hitta sjaldan langömmudætur sínar tvær. Reyndar voru öll barnabörnin hennar flutt utan og veit ég að Lalla var ekki ánægð með þann gang mála. Hún kvartaði nú ekki beinlín- is yfir þessu við mig, en spurði mig þó alltaf þegar við hittumst hvort ekki væri kominn tími til að flytja heim. Við fráfall Löllu fækkar enn þeim sem muna tímana tvenna, og er ekki laust við að á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort við yngra fólkið hefðum ekki mátt vera duglegri við að fræðast um gamla daga hjá henni. Um það þýðir ekki að fást nú. En víst er að minning hennar mun lifa meðal okkar sem eftir erum. Vilhjálmur Wiium. Hún Lalla frænka mín var ein- stök kona á marga lund. Hún lenti í í ýmsum áföllum á langri ævi en hún missti aldrei kúrsinn. Hún hélt allt- af sinni léttu lund og horfði fram á veginn. Hún sýndi athyglislegt for- dæmi um hvernig á að takast á við lífið. Og hún lifði því lifandi. Hún var jafnan hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Hún var hress og hún var kát. Hún hressti aðra og kætti með glaðværð sinni. Þannig þekkti ég hana frá því að ég man fyrst eftir mér. Og ég sóttist eftir að halda vinfengi við hana frænku mína allt þar til yfir lauk. Samræður við hana gáfu mér mikið og ég mun jafnan meta vináttu hennar mikils. Heimsóknirnar verða ekki fleiri en ég mun minnast þeirra með þakklæti, því að þær sanna gildi vináttunnar. Og hvað hefur meira gildi en vináttan á þess- ari jarðnesku vegferð? Lalla ól mestan aldur sinn í Reykjavík í ágætu hjónabandi og við líf og störf á ýmsum vettvangi. Hún vann nokkuð við verzlunarstörf og var dugleg að ferðast. Um há- lendi Íslands hafði hún víða farið með bónda sínum, Þórði Sigurðs- syni, kunnum fjallagarpi, og bæði kunnu að meta tign þess og mikil- leik. Afkomendurnir eru nú dreifðir vítt um byggðir heimsins, sem olli nokkrum söknuði en jafnframt gleði yfir að þeir skyldu finna sér vett- vang við hæfi. Hún frænka mín var ekkert með ys og þys út af engu. Hún beitti glaðværðinni fyrir sig, þegar hún tók kúrsinn. Með fordæmi sínu hjálpaði hún öðrum við að feta stíg lífsins farsællega. Andlát hennar bar brátt að. Reisn hennar var óbreytt til hinztu stunda. Þannig mun ég geyma minninguna um þessa frábæru frænku mína. Sverrir Ólafsson. Kæra amma og langamma. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingr. Thorst.) Þórður, Guðlaug, María og börnin. Elsku Lalla. Þú fórst svo snögg- lega. Þú varst svo hress og ég var nýbúin að tala við þig á afmælisdag- inn þinn. Og þó að þú værir stund- um með verk í bakinu passaðir þú samt alltaf upp á það að búa um rúmið og þurrka af! Ég mun aldrei gleyma því þegar þú varst að passa mig. Ég var alltaf stelpan sem mátti allt. Þú skamm- aðir mig bara einu sinni á allri þinni ævi og ég mun aldrei gleyma því, ég varð svo miður mín. Það var þegar ég var að búa til Heklu í sykur- karinu og þú sagðir að það mætti alls ekkert fara út fyrir … en svo sullaði ég aðeins og þú þurftir að ryksjúga það. Ég geymi alltaf minningarnar okkar þegar við vorum að „reykja“ saman, sem við hættum nú síðan, þegar við vorum að líma límmiðana á kassana, horfa á umferðina á Miklubrautinni af efstu hæðinni í Stigahlíðinni og síðast en ekki síst okkar óviðjafnanlegu skemmtiferðir í strætóunum sem við fórum í niður í bæ. Ég mun sakna heimsóknanna til þín með ömmu. Guð blessi þig, Þín Björk. GUÐLAUG ERLENDSDÓTTIR Gunnar Jónasson var einn af tíu systk- inum en þar af hafði eitt dáið nokkura daga gamalt. Móðir hans, Guðleif Gunnarsdóttir, sem fædd var 1873 fermdist hjá þjóðskáldinu Matthíasi Jochumssyni, í Odda. Faðir hans, Jónas Einarsson, var frá Dvergasteinum á Stokkseyri og var fæddur 1867. Hann stundaði sjóróðra og var hagur bæði á járn og tré og var einkar laginn við að sjá þessum stóra barnahóp fyrir viðurværi. Móðir Gunnars, amma mín, Guð- leif, þurfti mikið að hafa fyrir lífinu og erfiða, eins og að bera þunga kolapoka á bakinu í uppskipun. Henni var gefið mikið þrek og dró hún aldrei af sér. Kom sér þá vel að hún var einkar svefnlétt. Í Garðhúsum ólst svo hópurinn upp, en Garðhús voru ýmist nefnd Hljóðfærahúsið, vegna þeirra hljóð- færa sem þar voru til, eða Skakkur af gárungunum, en eins og þeir sem komið hafa á Eyrarbakka vita, þá eru húsaraðirnar (sem betur fer) ekki allar eins og eftir reglu- striku, heldur er engu líkara en að sumum húsunum hafi verið varpað niður í fallhlíf. Hljóðfærin voru mörg í Garðhúsum, en þar að auki var grammófónn sem Kristinn, bróðir Gunnars hafði smíðað mjög haglega utan um. Þegar Gunnar var tvítugur að aldri, fórst faðir hans í innsigling- GUNNAR JÓNASSON ✝ Gunnar Jónas-son fæddist í Garðhúsum 3 á Eyr- arbakka 13. sept. 1907. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 29. október síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 8. nóvember. unni á Eyrarbakka. Yngsta barnið, Ing- veldur, var þá aðeins tíu ára gamalt. Krist- inn, sem var elstur, þrítugur að aldri, sagði þá við móður sína: „Hafðu ekki áhyggjur, mamma, ég skal sjá heimilinu far- borða.“ Gunnar hafði þá þegar lært til mót- orista og var að ljúka járnsmíðanámi. Aug- lýst hafði verið eftir nemum til flugvirkja- náms og eftir próf og viðtöl var Gunnar einn af þeim sem sendur var til Berlínar árið 1928. Ég spurði Gunnar einhvern tím- ann að því hvort sveitungar okkar, Eyrbekkingar, hefðu ekki orðið undrandi þegar hann fór til náms í flugvirkjun í aðdraganda krepp- unnar miklu. „Það þurfti ekki Eyr- bekkinga til,“ svaraði Gunnar stutt- lega. Ef framkalla ætti svipaða undrun hjá samtímamönnum okkar í dag, þá væri e.t.v. nærtækt að segja að einhver væri að læra smíði á geimskipi, en það er sjálfsagt ekki nægilega fjarlægt til saman- burðar. Í Berlín biðu hans margvíslegar þrengingar. Allt var mun dýrara en sagt hafði verið. Dagurinn hjá Gunnari byrjaði með fótaferð kl. 5.30 á morgnana. Fjárhagurinn leyfði ekki mat nema af skornum skammti, svo ekki var um annað að gera en að stytta rækilega í beltinu. Félagar hans höfðu þetta í flimt- ingum og töluðu um hvað hann væri orðinn nettur. Ofan á þetta allt bættust áhyggjurnar af afkom- unni. En Gunnar átti góða að, bæði móður og systkini, sem hjálpuðu upp á sakirnar, einkum þó Krist- inn. Bjartur þáttur í Berlínardvölinni var velgengni Gunnars í náminu. Hann tók skjótum framförum og fljótlega var talað öðru vísi til hans en áður: „Hvort hann væri til með að gera þetta eða hitt.“ Þetta var eftir að Gunnar hafði leyst mikla nákvæmnisþraut sem verkstjórinn hafði falið honum að leysa af hendi og sá hinn sami hafði líklega enga trú á að hann gæti leyst hana af hendi. Þó að Gunnar væri þakk- látur fyrir allt það sem hann lærði hjá Lufthansa þráði hann ekkert heitar en að komast sem fyrst heim aftur. Eftir heimkomuna smíðaði Gunn- ar ásamt skólabróður sínum, Birni Olsen, flugvélina TF Ögn, sem var á þeim tíma meira stórvirki en menn átta sig almennt á. Auðvitað biðu erfiðir tímar í kreppunni. Jafnvel þó að við Íslendingar græddum á þrengingum annarra, þegar stríðið skall á var margt erf- itt eftir stríðið, fyrir þá sem stóðu í rekstri fyrirtækja, eins og Gunnar, eftir stofnun Stálhúsgagna. Eitt sinn sagði hann við mig, en ég var píanókennari elstu dótturinnar, Guðleifar, á árunum kringum 1948, „nú á föstudaginn á ég að borga 70 þúsund krónur, sem ég veit ekkert hvernig ég á að fara að að borga.“ Eitt sinn sá ég Gunnar í sjón- varpsþætti þar sem rætt var um einhvern merkan mann. Ýmsir sem þar komu fram kepptust um að bera lof á þann sem talað var um og jafnvel oflof. Ég tók sérstaklega eftir því að Gunnar gætti þess að fullkomið jafnvægi væri í því sem hann sagði og að ekkert væri of eða van í umsögninni frá hans hendi. Það var eins og væri verið að fjalla um stærðfræðileg hlutföll í vél eða verkfæri. Við andlát mágkonu Gunnars, Ellu hans Gústa, eins og við nefnd- um hana ætíð, var ég staddur á Sel- fossi við að aðstoða organistann við uppfærslu á nokkrum kórverkum. Þá var komið til mín og mér til- kynnt andlát þeirrar góðu konu. Kom okkur Glúmi Gylfasyni, vini mínum og organista Selfosskirkju, saman um að nota þau verk við út- förina sem við höfðum verið að fást við. Var það úrval fagurra tón- verka. Ekkert var til sparað, til að gera athöfnina sem best úr garði. Eftir útförina var boðið til glæsi- legrar erfisdrykkju og var þar heldur ekkert dregið af. Gunnar lét ánægju sína í ljós við mig eftir út- förina og sagði sem svo: „Það var eins og verið væri að jarða kóng.“ Síðan bætti hann við: „Láttu mig vita ef það vantar einhverja pen- inga.“ Ég þóttist vita að þessi mág- kona Gunnars hefði átt einhverja aura, svo ég fór að hafa þetta í flimtingum. Brýndi Gunnar þá raustina, svo sem til áréttingar, svo ég endaði með að segja honum að hann yrði áreiðanlega látinn borga. Ég man alltaf eftir fallega brosinu sem breiddist yfir andlit hans. Þegar erfðaskrá Ellu hafði verið opnuð hringdi ég til Gunnars og sagði honum að Ella hefði átt sex milljónir. Gunnar endurtók þá mjög undrandi: „Sex milljónir!“ og bætti síðan við: „Það var gott að það var ekki á hinn veginn.“ (Ella, sem átti enga afkomendur, ánafnaði tveimur góðum stofnunum þessa peninga.) Gunnar missti konu sína, Önnu, síðastliðinn vetur og varð það honum mikið saknaðar- efni, eins og börnum þeirra fjórum. Gunnar hafði ekki verið margmáll um þann missi, ekki fyrr en sonur hans, Björn, spurði hann beint að því hvort hann saknaði ekki mömmu, en þá loksins tjáði hann sig. Viku áður en Gunnar kvaddi minntumst við á pabba, Guðlaug Pálsson, en Gunnar dáðist mjög að dugnaði hans og krafti og mat ég viðurkenningu hans mikils. Við leiðarlok Gunnars verður áleitin sú spurning manns, eins og alltaf við lát góðs vinar: „Hvers vegna spurði ég ekki meira um ævi hans og liðna tíð?“ En núna fást engin svör leng- ur. Við Grímhildur, konan mín, send- um börnum hans góðu, Jóni, Guð- leifu, Birni og Önnu Lilju og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur og þeim tveimur systkinum, Ingveldi og Jóni Jónassyni, sem eftir lifa af stóra hópnum í Garðhúsum. Haukur Guðlaugsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða send- anda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minn- ingargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.