Morgunblaðið - 29.11.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 29.11.2002, Síða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Adda Tryggva-dóttir fæddist á Akureyri 19. mars 1961, hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 20. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Heiðbjört Björnsdóttir frá Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, f. 16.9. 1930, og Tryggvi Gunnarsson, skip- stjóri frá Brettings- stöðum á Flateyjar- dal, f. 24.7. 1927. Systkini Öddu eru: 1) Þorgerður, f. 12.9. 1949, hárgreiðslumeistari í Kópavogi, maki Gylfi Ingimundarson, eiga þau tvær dætur og þrjú barna- börn. 2) Hulda, f. 17.4. 1953, hjúkrunarfræðingur og ljósmóð- ir í Reykjavík, maki Jóhann Jak- obsson, þau eiga þrjú börn. 3) Gunnar Björn, f. 10.10. 1955, skipstjóri á Vopnafirði, maki fyrstu æviárin en fluttist með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar 1964 og þaðan til Vopnafjarðar 1969. Hún lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1982 og hóf sama haust störf við Heilsugæslustöðina á Vopnafirði þar sem hún starfaði, lengst af sem hjúkrunarforstjóri, þar til hún veiktist skyndilega 8. nóv. sl. Einnig var hún hjúkrunarfor- stjóri yfir Hjúkrunarheimilinu Sundabúð á árunum 1983–87 og var yfirmaður heimaþjónustu Vopnafjarðarhrepps frá árinu 1983. Adda var virk í félagsmálum og var formaður félagsmála- nefndar Vopnafjarðarhrepps frá 1994, fulltrúi og síðar formaður í barnaverndarnefnd, auk þess var hún um árabil í stjórn Heilsugæslustöðvar Vopnafjarð- ar og sinnti þar einnig for- mennsku. Adda var ötull stuðningsmað- ur knattspyrnudeildar Einherja og lék sjálf knattspyrnu með kvennaliði félagsins nokkur sum- ur. Adda söng einnig með Sam- kór Vopnafjarðar frá árinu 1988. Útför Öddu fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Birna Einarsdóttir, þau eiga fjórar dæt- ur og eitt barnabarn. 4) Emma, f. 22.10. 1959, hjúkrunar- fræðingur og ljós- móðir á Vopnafirði, maki Steindór Sveinsson, þau eiga tvær dætur. Adda giftist 20.12. 1995 Aðalbirni Björnssyni, skóla- stjóra á Vopnafirði, f. 13.3. 1955. For- eldrar hans voru Að- alheiður Stefánsdótt- ir, verkakona á Vopnafirði, f. 20.12. 1914, d. 14.8. 1995, og Björn Elíesersson, bóndi á Há- mundarstöðum og síðar verka- maður á Vopnafirði, f. 25.8. 1915, d. 16.1. 1970. Synir Öddu og Aðalbjörns eru Tryggvi, f. 21.6. 1986, menntaskólanemi, Bjartur, f. 14.7. 1994, og Heiðar, f. 12.12. 1996. Adda átti heima á Akureyri Ein af okkar uppáhaldsfrænkum, sem hún Adda svo sannarlega var, er fallin frá. Eftir alltof stutta veru hér á jörðu. Skyndileg veikindi Öddu og undanfarnir dagar eru eins og vondur draumur. En vondi draumurinn svífur ekki á braut eins og aðrir draumar heldur er sár staðreynd. Adda er yngsta móðursystir okk- ar og þar sem við erum elstu barna- börn ömmu og afa eru árin á milli okkar og Öddu ekki mörg. Sem litl- ar stúlkur dvöldum við á sumrin hjá afa og ömmu á Vopnafirði. Þá voru Adda og Emma sem stóru systur okkar, léku við okkur og lánuðu okkur dúkkuvagnana sína. Á undanförnum árum hefur ein heimsókn að sumri til Vopnafjarðar verið fastur liður hjá okkur systr- um. Adda var góð heim að sækja, alltaf svo kát og glettin. Hlátur hennar og glens smitaði ávallt út frá sér. Nú er stórt skarð höggvið í frændgarð okkar á Vopnafirði sem aldrei verður fyllt að nýju. Elsku Alli, Tryggvi, Bjartur og Heiðar, missir ykkar er mikill, svo og missir ömmu og afa sem sjá á eftir yngsta sólargeislanum sínum. Við sem eftir stöndum munum reyna að styðja og styrkja hvert annað. En góðar stundir gleymast ei og yndislegar minningar geymum við í hjarta okkar. Þær verða aldrei frá okkur teknar. Guð geymi þig, elsku Adda. Þínar frænkur, Heiðbjört og Margrét. Adda frænka okkar dó um dag- inn. Við söknum hennar mikið af því að okkur þótti svo vænt um hana. Hún var mjög skemmtileg og alltaf hress og kát. Við biðjum Guð að geyma hana og hjálpa Alla, Tryggva, Bjarti og Heiðari. Berglind og Dagný. Mig langar í fáum orðum að minnast Öddu Tryggvadóttur, skólasystur minnar. Við vorum samferða í hjúkrunarnámi í Hjúkr- unarskóla Íslands og lukum námi þaðan í ágúst 1982. Síðan skildi leið- ir, en núna á þessu ári lágu leiðir okkar saman á ný er við hittumst á ráðstefnu um reykingavarnir er haldin var á Skútustöðum við Mý- vatn í september síðastliðnum. Adda var tíguleg kona sem vakti at- hygli fyrir frjóan og skapandi huga, svo sem sjá mátti af hjúkrunarstörf- um hennar við heilsugæsluna á Vopnafirði. Þar hóf hún störf strax við útskrift haustið 1982 og starfaði lengst af sem hjúkrunarforstjóri. Eftir ráðstefnuna á Mývatni nú í haust höfðum við ákveðið að hittast áður en langt um liði og ræða sam- eiginleg áhugamál okkar á sviði heilsueflingar en af því varð því miður aldrei. Adda var hugmyndarík og bjó yf- ir atgervi til frumkvæðis og fram- kvæmda. Hún átti einstaklega auð- velt með að vekja fólk til umhugsunar um heilsueflingu og heilbrigða lifnaðarhætti. Hún gaf samborgurum sínum og samstarfs- fólki óspart af þeim neista er bjó innra með henni. Þennan neista þekktu allir er kynntust Öddu Tryggvadóttur hjúkrunarfræðingi og þessi neisti mun ekki slokkna í huga þeirra er þekktu hana. Guð blessi minningu góðrar skólasystur. Árný Helgadóttir. „Vertu þakklát fyrir hvern dag og hvert ár sem þú færð að bæta við líf þitt.“ Þetta sagði Adda eitt sinn þegar ég var að fárast yfir gráum hárum og hækkandi tugatölu í aldrinum. Og nú hefur maður óþyrmilega ver- ið minntur á gildi þessara orða – minntur á að líta á það sem forrétt- indi að fá að eldast og það að taka ekkert sem gefið. Ég kynntist Öddu bæði í gegnum starf mitt og utan þess. Alla tíð virkaði hún á mig sem heilsteypt persóna, trygglynd, hispurslaus í framkomu og hrókur alls fagnaðar á góðri stundu. Það var gott að leita til hennar í vanda, þar mætti manni traust, hlýja og viss ákveðni. Þess hef ég notið og á henni margt að þakka. Starfi sínu sem skólahjúkr- unarfræðingur í Vopnafjarðarskóla sinnti hún af alúð og áhuga og ávann sér traust þeirra sem til hennar leituðu. Komu hennar á kennarastofuna fylgdi glaðværð og hressileiki. Nú er svo skyndilega komið að kveðjustund og ósjálfrátt veltir maður fyrir sér tilgangi þess sem örlagavefina spinnur. Við því fást engin svör. En eftir lifa minningarnar og góðar minningar eru gulls ígildi. Adda mín, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Alli, Tryggvi, Bjartur, Heiðar, Heiða og Tryggvi – ykkur og öllum öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Fyrir hönd Vopnafjarðarskóla langar mig að kveðja Öddu með þessum erindum Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarf að ætla sér örlög sín að skilja. Trúin hrein og hugsun djörf hjálpa mest í raunum, þakkir fyrir fögur störf flyt ég þér að launum (S. B.) Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir. Ótímabært fráfall Öddu kom sem reiðarslag yfir alla í þessu litla sam- félagi. Það eru ekki einungis við, vinir hennar og ættingjar, heldur samfélagið allt sem stendur fátæk- ara eftir. Hún var alltaf jákvæð, skemmtileg og til í glens og grín. Adda var að sama skapi innileg og hlýleg við alla sem í kringum hana voru. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af lífi og sál. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur og var einstaklega alúðleg við sína sjúklinga og gaf mikið af sér. Adda var alltaf boðin og búin að aðstoða við allt ef til hennar var leitað. Það er okkur efst í huga hvernig hún brást við sem algjör bjargvættur í þeim hremmingum sem við lentum í daginn sem skíra átti Albert og Óliver, eldri syni okkar. Við eigum eftir að sakna Öddu sárt, við söknum þess að sjá Öddu ekki koma akandi á jeppanum sín- um og taka beygjuna inn í stæðið sitt á tveimur hjólum, heyra ekki óminn frá henni yfir götuna fyrir átta á morgnana að koma öllum af stað í vinnu og skóla, við eigum eftir að sakna glaðværðar hennar og hversu bjartsýn hún horfði fram á veginn en þó sérstaklega eigum við eftir að sakna vináttu hennar og nærveru. Við biðjum Guð að blessa manninn hennar, Alla, og syni þeirra, Tryggva, Bjart og Heiðar, foreldra hennar og systkini. Við biðjum Guð að gefa öllum þeim sem eiga um sárt að binda styrk til þess að takast á við þessa miklu sorg. Ása og Jóhann. Við eigum bágt með að trúa því að hún Adda okkar sé dáin, hún sem var alltaf svo kát og hress, það geislaði af henni hamingja og gleði. Adda var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum, hún var svo hlý og góð. Við getum ekki annað en velt því fyrir okkur hvaða réttlæti sé í því að taka Öddu, þessa ungu fallegu konu, frá Alla og sonum sínum, henni hlýtur að vera ætlað mikið hlutverk á æðri stöðum. Við eigum eftir að sakna elsku Öddu sárt, en við hugsum um allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með henni. Við biðjum Guð að styrkja eiginmann hennar, Alla, og syni þeirra, Tryggva, Bjart og Heiðar, í þeirra miklu sorg. Við biðjum einnig Guð að styrkja for- eldra hennar og systkini og alla þá sem hana syrgja. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Systkinin frá Ásgarði og makar. Sem betur fer hugsum við sjaldan útí það hve lífið er hverfult, ekki er víst að sífelld meðvitund um það væri bærileg. Flest högum við lífi okkar í samræmi við það að eiga langa og jafnvel nokkuð vel skipu- lagða framtíð fyrir höndum. Ein- staka sinnum erum við samt minnt á það að í raun eigum við ekkert nema þetta augnablik sem er að líða, þetta hér og nú. Og þó að gott sé að treysta því að morgundagur- inn renni upp án þess að djúpstæð- ar breytingar verði á eigin högum og okkar nánustu, kann líka að vera lærdómsríkt að taka eitthvert mið af hverfulleika tilverunnar og njóta augnabliksins. Sviplegt, óvænt og sárt andlát Öddu Tryggvadóttur vekur óhjá- kvæmilega upp hugrenningar sem þessar. Stórt skarð er höggvið í okkar litla samfélag á Vopnafirði. Adda var áberandi bæði í leik og starfi og það er erfitt að hugsa sér lífið hér án hennar. Hún hefur sung- ið með okkur í Samkór Vopnafjarð- ar í áraraðir og það hefur verið ein- staklega skemmtilegt að fá að starfa með henni þar. Adda var mikill gleðigjafi og allt- af stutt í brosið og skondnar at- hugasemdir og verður hennar sárt saknað. Ef mikið stóð til hvort sem það voru tónleikar heima eða söng- ferðalög var alltaf hægt að reiða sig á að Adda legði sitt af mörkum til að halda uppi fjörinu. Erfitt verður að hugsa sér starfið án hennar en við vitum að það var ekki í hennar anda að gefast upp þó að á móti blési. Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál (Tómas Guðm.) Fyrir hönd Samkórs Vopnafjarð- ar þökkum við Öddu ógleymanlegar samverustundir. Dýrmætar minn- ingar um hana munu lifa meðal okk- ar. Elsku Alli, Tryggvi, Bjartur Heiðar og aðrir ástvinir, missir ykk- ar er mikill. Megi Guð styrkja ykk- ur og styðja á erfiðum tímum. Anna Pála Víglundsdóttir, Guðjón Böðvarsson. Hinn 20. nóvember bárust fregnir af andláti Öddu Tryggvadóttur, Vopnafirði. Ljóst er að stutt er á milli gleði og sorgar og ekki er með nokkrum hætti mögulegt að skilja hvernig skilið er þar á milli. Ung kona í blóma lífsins og í fullu fjöri eins og Adda var fram undir það síðasta. ADDA TRYGGVADÓTTIR ✝ Kristján Krist-jánsson fæddist á Ytra-Leiti á Skóga- strönd 12. apríl 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Stykkishólms 22. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru María Magdalena Krist- jánsdóttir, f. 10.8. 1889, d. 15.12. 1987, og Kristján Jóhanns- son, f. 7.5. 1891, d. 3.8. 1984. Þau bjuggu mestan sinn búskap á Þingvöllum í Helga- fellssveit. Systkini Kristjáns eru Ingibjörg Sigríður, f. 3.3. 1922, Unnur, f. 9.7. 1923, og Hall- varður Guðni, f. 18.9. 1928, d. 14.10. 1997. Kristján bjó lengst af á Þingvöllum í Helgafellssveit en stundaði sjósókn og fiskvinnslustörf í Grindavík, Stykkis- hólmi og Grundar- firði. Kristján lauk vélstjórnarnámi 1945. Síðustu árin bjó hann á Dvalar- heimilinu í Stykkis- hólmi. Útför Kristjáns fer fram frá Helgafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kær frændi minn hefur lokið jarð- vist sinni. Hugurinn leitar til baka því marg- ar af mínum æskuminningum eru tengdar Kidda. Pabbi og Kiddi voru bræðrasynir og miklir vinir, þess- vegna kom Kiddi oft í Einholtið þeg- ar hann kom suður. Það fór ekkert á milli mála þegar Kiddi var í heim- sókn, því hláturinn hans ómaði um íbúðina, þeir voru alltaf svo glaðir þegar þeir hittust frændurnir, enda brölluðu þeir margt saman. Þær voru nokkrar ferðirnar sem Kiddi og Unnur systir hans fóru með pabba og mömmu til útlanda og þótti hon- um alltaf jafngaman að rifja þær upp og hlusta á upptöku þeirra frænda af segulbandi þar sem þeir lýstu því sem fyrir augu bar og þá var mikið hlegið. Ég fór oft vestur að Þingvöllum, en þar átti Kiddi heima fyrr á árum hjá Halla bróður sínum, Sillu konu hans og börnum þeirra. Þar var Kiddi í essinu sínu. Fór til veiða bæði á sjó og landi, en hann átti þar bát og bauð okkur með í siglingu milli eyjanna. Hann var mikill veiði- maður og fóru þeir frændur oft sam- an til veiða, bæði í lax og silung. Kiddi átti alltaf bíl frá því ég man eftir mér. Hann fór sérlega vel með þá eins og annað sem hann um- gekkst og stundum talaði hann um bílana sína eins og hestamaður um gæðing. Það var því mikil eftirvænt- ing hjá Kidda þegar við Baldur ferj- uðum vestur til hans nýjan bíl sem hann hafði keypt. Þegar við rennd- um í hlaðið á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi stóð Kiddi á tröpp- unum eitt sólskinsbros og sagði: „Svona fallega blár eins og ég vildi.“ Ég keypti svo gamla bílinn hans og í hvert skipti sem við töluðumst við eftir það vildi hann vita hvort ekki væri allt í lagi með bílinn. „Ég vildi ekki að þú værir svikin af honum,“ sagði hann. Það var ég heldur ekki. Nýi bíllinn veitti Kidda mikla ánægju, hann gat skotist inn í sveit með veiðistöngina sína eða bara til að horfa á náttúruna. Svo fór hann auðvitað margar ferðir heim að Þingvöllum, en þar dvaldi hugur hans gjarnan. Nú hringir Kiddi frændi minn ekki oftar til að spyrja um bílinn, rifja upp ferðalög, segja veiðisögur og fylgjast með líðan okkar, ég sakna þess. Síðast þegar við hittumst sagðist hann ekki treysta sér í afmælið mitt sem verður á morgun, en ég verð þar í huganum, sagði hann. Nú veit ég að hann verður þar, frjáls úr veik- um líkama sínum. Ég kveð kæran frænda minn með söknuði og þakka honum samfylgd- ina. Margrét Einarsdóttir. Elsku Kiddi Mér fannst dálítið skrítið að geta ekki heimsótt þig lengur á Dvaló. Ég man þá tíma þeg- ar ég og Fanney, frænka mín, fórum upp til þín, í Kiddakot, og spjölluð- um saman. Alltaf tókum við eftir sögunum þínum um veiðar sem þú stundaðir mikið. Leitt að þú getir ekki stundað þær lengur. Sama hvert þú fórst á spítala, allt- af kom ég að heimsækja þig. Mér fannst svo gott að sitja hjá þér og mömmu, hlusta á ykkur tala um allt milli himins og jarðar, því að ef ég væri veik á spítala, þætti mér vænt um að fá heimsóknir. Ég þarf víst að kveðja þig núna. Ég vona að þér líði alltaf vel uppi hjá Guði. Þín frænka, Alda Rún. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.