Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 47
Hvernig má það vera að þessi kraft- mikla og hæfileikaríka kona er horf- in á braut til annarra verka. Illt er fyrir okkur sem eftir lifum að skilja hvernig mögulegt er að útskýra hversu sterk þörfin er fyrir þig á efri hæðum. Adda var á ráðstefnu í Reykjavík og var í fullu fjöri að sinna starfi sínu og útvíkka sjón- deildarhringinn þ.a. það mætti nýt- ast sem best í heimabyggð, þegar eins og hendi væri veifað kallið kom er leiddi til andláts hennar. Hún var ávallt reiðubúin að leggja sig fram um að sinna þeim verkefnum sem hún tók að sér með alúð og krafti og skila þannig vel frá sér hverju verk- efni sem unnið var að á hverjum tíma. Adda starfaði á Heilsugæslustöð Vopnafjarðar allan sinn starfsaldur lengst af sem hjúkrunarforstjóri. Hún sinnti mörgum mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag- ið, var m.a. forstöðumaður heimilis- hjálpar, formaður félagsmálanefnd- ar, barnaverndarnefndar, stjórnar heilsugæslustöðvar og gegndi ýms- um öðrum trúnaðarstörfum og tók virkan þátt í menningarlífi sveitar- félagsins. Adda var gift Aðalbirni Björns- syni skólastjóra og áttu þau þrjá drengi; Tryggva 16 ára, Bjart 8 ára og Heiðar 6 ára. Missir ykkar er mikill og ekki gott að skilja hvernig hægt er að útskýra svo ótímabært brotthvarf. Í minningunni mun kraftur og dugnaður Öddu vafalaust styrkja ykkur á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. Hún mun fylgj- ast með ykkur þaðan sem hún er og styrkja ykkur í því að ganga ótrauð- ir inn í framtíðina. Vopnfirðingar munu ávallt geyma í huga sér minninguna um duglega, hæfileikaríka og glaðværa konu. Aðalbjörn og synir og aðrir að- standendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið einlægan Guð um að lýsa ykkur veginn áfram. Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri. Það er undarleg tilfinning sem fylgir því að setjast niður og skrifa minningarorð um Öddu. Við erum óþægilega minnt á hverfulleika lífs- ins þegar ung kona sem hefur verið samstarfsmaður okkar í fjölda ára er hrifin í burtu af alvarlegum sjúk- dómi sem leggur hana að velli á nokkrum dögum Þessir nóvemberdagar í Vopna- firði hafa verið langir og dimmir. Þegar fréttir bárust af skyndilegum veikindum Öddu var eins og þung hönd legðist yfir allt og alla. Hávaði hversdagsins lækkaði eins og við héldum að með því gætum við létt henni baráttuna. Hugurinn leitaði stöðugt til eiginmanns, sona, for- eldra og ástvina sem sátu við sjúkrabeðinn syðra. Í litlu byggðarlagi munar um þegar hönd dauðans slær ungt fólk að velli. Adda Tryggvadóttir var lífsþyrst, fjörmikil og athafnasöm allt frá bernsku og hefur því sett sín spor alls staðar í okkar litla sam- félagi. Góður félagi, hreinskiptin og heil, og alltaf tilbúin til þátttöku í félagsstarfi og góðum verkum. Adda hefur sem hjúkrunarfræðing- ur verið einn af máttarstólpum heilsugæslunnar í Vopnafirði sl. 20 ár og átt stóran þátt í uppbyggingu núverandi starfsemi. Síðast minn- umst við samstarfsins við undirbún- ing árshátíðar, þar sem Adda okkar fór á kostum sem oft fyrr. Ótrúlegt er að eiga aldrei aftur eftir að heyra hratt fótatak hennar á ganginum eða sjá Öddu snarast inn með sitt geislandi bros og ákafa í augum til að takast á við verkefni dagsins og komast síðan heim til Alla og drengjanna sinna sem voru henni allt. Við samstarfsfólk Öddu kveðjum hana með þessum fátæklegu orðum og viljum með þeim kveðja vin og vinnufélaga, sem í blóma lífsins er kallaður frá fjölskyldu og ástvinum. Í huga okkar ríkir söknuður og tregi. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Megi góður Guð styrkja Aðal- björn, Tryggva, Bjart og Heiðar og hjálpa þeim að takast á við sökn- uðinn. Megi minningin um ástkær- an lífsförunaut og móður lýsa þeim á komandi árum. Vonandi berum við Vopnfirðingar gæfu til að létta þeim þessi erfiðu spor. Okkar inni- legustu samúðar- og vinarkveðjur til Heiðu, Tryggva, systkina og ann- arra ástvina. Blessuð sé minning Öddu Tryggvadóttur. Samstarfsfólk í Heilsugæslu Vopnafjarðar, Lyfsölu, Hjúkrunarheimilinu Sundabúð og heimilishjálpinni. Það er með sorg og trega sem ég sest niður og skrifa þessar línur í minningu Öddu Tryggvadóttur. Adda var þessi einstaka, lífsglaða og skemmtilega kona sem kom allt- af til okkar Þorgerðar systur minn- ar þegar hún sá að við vorum komin að sunnan heim til Vopnafjarðar. Hvort sem það var nálægt jólum, þegar við krakkarnir komum heim til foreldra okkar eða að sumarlagi í kringum verslunarmannahelgina eins og við gerum svo oft. Adda spurði okkur alltaf spjörunum úr þegar við hittum hana. Hvernig er fyrir sunnan? Hvernig gengur í skólanum? Ætli þið ekki að fara flytja heim aftur? Svoleiðis var hún vön að spyrja og það var okkur mik- ils virði að finna áhuga hennar. Í raun var þetta orðinn ómissandi hluti af því að koma heim, enda lét- um við jafnan móðan mása um allt sem hafði á daga okkar drifið síðan við hittum hana síðast. Ég kynntist Öddu fyrst almenni- lega sumarið 1992, þegar ég þjálfaði meistaraflokk kvenna í knattspyrnu um sumarið. Adda var annar aldurs- forseta liðsins þó að hún væri ekki nema um þrítugt og tæplega tíu ár- um eldri en ég, þjálfarinn hennar og a.m.k 18 árum eldri en yngstu stelp- urnar í hópnum. Aldrei vantaði Öddu baráttuand- ann, sem hún hafði örugglega frá honum Alla, eiginmanni sínum. Sér- staklega man ég eftir leikjunum við Sindra frá Höfn. Þar léku meðal annars einar þrjár ungar stúlkur sem áttu síðar eftir að gera garðinn frægan með Val og landsliðinu. Hver var betri í að gæta þeirra en einmitt Adda. Adda var svo hörð í horn að taka á vellinum að annað eins hef ég aldrei séð. En á sama tíma svo móðurleg og góð við stelp- urnar í liðinu, sem sumar voru þá aðeins 12–13 ára, að byrja sinn íþróttaferil. Og ég man hvað það var rosalega gott að hafa hjúkrunar- fræðinginn Öddu Tryggvadóttur með sér þegar upp komu erfið meiðsli eða eitthvað annað sem ung- ur og óreyndur þjálfarinn vissi ekki svör við. Ég man eiginlega ekki eftir Öddu öðruvísi en með bros á vör, hvort sem það var í dósasöfnun eða rækjusölu, sem flestum fannst nú heldur óskemmtilegt, eða þá þegar þær hjúkrunarfræðingarnir komu reglulega í grunnskólann nokkur ár í röð með hið bragðvonda munnskol. Alltaf var hún með brosið sitt og hlýjuna meðferðis, jafnvel þó að all- ur bekkurinn léti í ljós óánægju sína þegar þær birtust í hjúkrunarslopp- unum sínum. Nú skyldi sko skola með flúor og eins ótrúlegt og það hljómar þá fyrirgáfu henni allir vonda bragðið, bara af því að hún var svo yndisleg. Kæri Alli. Ég bið þess nú innilega að góður Guð veiti þér, sonunum þremur og fjölskyldu ykkar styrk í þessari miklu sorg. Minningar ykk- ar um Öddu verða þó aldrei frá ykk- ur teknar og ég veit að þið munuð ylja ykkur við þær um ókomna tíð. Helgi Már Þórðarson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 47 ✝ Ingólfur Arnar-son fæddist í Hafnarfirði 27. des- ember 1957. Hann lést 19. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Örn Ingólfs- son, prentari, f. 7.7. 1930, d. 17.3. 2000, og Hallgerður Jónsdótt- ir, f. 15.5. 1930. Systk- ini Ingólfs eru Jón Arnarson, f. 1952, og Anna Vala Arnar- dóttir, f. 1964, bæði búsett í Hafnarfirði. Ingólfur kvæntist 18.4. 1981 Friðrikku Sigfúsdóttur, f. 6. maí 1958. Sonur þeirra er Þor- steinn Ragnar Ingólfsson, f. 5.12. 1982. Ingólfur og Friðrikka hafa búið allan sinn búskap í Hafnar- firði, nú síðast á Hellisgötu 27. Frá unglingsárum starfaði Ingólfur í prentsmiðju föður síns, Arnarprenti, og lauk hann sveins- prófi í prentiðn 1998. Ingólfur tók við rekstri Arnarprents eftir lát föður síns. Síðar meir keypti hann reksturinn og rak prentsmiðjuna til dauðadags. Ingólfur var mikill veiðiáhugamaður og vann oft á sumrin sem leiðsögumaður erlendra veiðimanna. Einnig stundaði hann hestamennsku í fjölda ára. Útför Ingólfs fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við kveðjum Ingó bróður að sinni, með þessu fallega erindi: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Minning okkar um elskulegan bróður lifir að eilífu í hjarta okkar. Jón og Anna Vala. Það er erfitt að kveðja ungan frænda sinn sem maður hefur fylgst með frá fyrsta degi vaxa úr grasi og verða að manni, en fellur svo skyndilega frá langt um aldur fram. Ingó eins og hann var alltaf kall- aður var nýbyrjaður að takast á við lífið á eigin forsendum, en mest af sínum starfsaldri hafði hann varið við hlið föður síns í Arnarprenti og eftir lát hans fyrir tæpum þremur árum tók hann við rekstri prent- smiðjunnar. Það er nú svo með ungt fólk að það vill fara sínar eigin leiðir í lífinu, því á maður ekki annan kost en að fylgjast í fjarlægð með framgangi mála, en Örn bróðir sá nokkuð um þá hlið málsins því hann hringdi oft í mig til að segja mér fréttir af Ingó og oft fylgdi á eftir: „Ég held hann ætli að verða alveg eins og þú.“ Og ég sat eftir með vangaveltur um það hvort það væri í jákvæðri eða nei- kvæðri merkingu. En það sem ég held að hann hafi átt við er að Ingó gerði yfirleitt það sem hugur hans stóð til og var ávallt tilbúinn að tak- ast á við eitthvað nýtt sem lífið hafði upp á að bjóða. Þegar Ingó var innan við tvítugt hringdi Örn bróðir í mig og sagði mér að Ingó væri byrjaður að vinna hjá Hans Petersen. Það gladdi mig mikið því þar vissi ég að hann fengi þann grunn sem kæmi honum vel á lífsleiðinni. Þegar ég var á svipuð- um aldri og Ingó varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa fyrir þetta fyrirtæki um skeið og verð ég að segja að Hans Petersen yngri eins og hann var oft kallaður var að öðrum ólöstuðum einn besti vinnu- veitandi sem ég hef átt um ævina. Þeir feðgar héldu tryggð við þetta fyrirtæki alla tíð og var það gagn- kvæmt því eitt af síðustu verkum Ingós var í þágu þessa fyrirtækis. Ingó var afburða veiðimaður og var oft fenginn til að leiða erlenda veiðimenn um náttúru landsins sem hann gerði með miklum sóma og var hann í miklum metum hjá þessum mönnum, ekki bara fyrir þekkingu sína á veiðislóð heldur einnig fyrir mannlega og eðlilega framkomu. En það var fleira sem átti hug hans, hann var laginn hestamaður og átti afburða gæðinga sem hann vann ýmsa sigra á. Já, elsku frændi, kannski var það líkt með okkur að við höfðum stund- um nokkuð mörg járn í eldinum. Síðast þegar við ræddum saman höfðum við uppi áætlanir um að veiða saman að vori. Ef mér ber gæfa til að stikla um bakka í vor mun ég hugsa til þín í anda og kannski fá einhverja leiðsögn. Um leið og ég og fjölskylda mín kveðjum þig, kæri frændi, vil ég þakka þér ræktarsemi í minn garð og hvað þú varst duglegur að hlusta á músíkina mína og bera út hróður minn í þeim efnum, músíkin var eitt af þínum áhugamálum og það var unun að sjá þig hlusta á músík því tilfinningin var falslaus og þar varstu svo sannarlega líkur honum föður þínum. Guð hann leiddu um grænan völl, gróna bakka og vötnin blá. Umvefð’ann yl í himins höll, hönd á brjóst hans leggðu á. Gunnar Páll Ingólfsson og fjölskylda. Venjulegur vinnudagur var rétt hafinn þegar Friðrikka systir mín hringdi og tilkynnti mér að Ingó væri dáinn. Hann hafði orðið bráð- kvaddur á heimili þeirra um morg- uninn. Ingó hafði átt við veikindi að stríða síðustu mánuði en engan grunaði hversu alvarlegt það var. Hann átti að fara í aðgerð eftir fá- eina daga. Við fréttir sem þessar setur mann hljóðan. Manni finnst alltaf óréttlátt þegar ungt fólk í blóma lífsins er kallað burt og sér- staklega svo snögglega. Friðrikka og Ingó kynntust þeg- ar þau voru aðeins 14 og 15 ára gömul. Þau opinberuðu trúlofun sína í febrúar 1975 og giftu sig í apr- íl 1981. Þau voru miklir félagar og vinir. Ingó var mikið náttúrubarn og hans aðaláhugamál var veiði. Hann var aðeins smástrákur þegar hann fór fyrst í veiðitúr með pabba sínum. Það var árlegur viðburður frá vori fram á haust. Þeir feðgar unnu einnig saman við prentiðn í mörg ár eða þar til faðir hans lést fyrir um tveimur árum. Þar missti Ingó mikið, ekki eingöngu góðan föður heldur mikinn félaga og vin. Sólargeislinn þeirra, Þorsteinn, kom inn í líf Friðrikku og Ingós 1987 þá fimm ára gamall. Það er óhætt að segja að þau hafi verið fyr- irmyndaruppalendur. Þorsteinn er mjög vel gerður og voru þau öll mjög náin hvert öðru. Friðrikka og Þorsteinn hafa misst mikið. Við syrgjum með þeim. Tíminn græðir sárin og við viljum trúa því að allt hafi þetta einhvern tilgang. Það ræður enginn sínum næturstað. Ég og fjölskylda mín vottum Gerðu móður Ingó, Nonna, Önnu Völu og fjölskyldum þeirra okkar samúð. Halldóra Sigfúsdóttir og fjölskylda. Góður vinur, Ingólfur Arnarson er fallinn frá, fyrirvaralaust og langt um aldur fram. Þegar ég rifja upp þrjátíu ára vináttu okkar Ingós standa veiðitúrarnir upp úr, þar átt- um við okkar bestu stundir. Pjakk- arnir er veiðifélagsskapur sem sam- anstendur af nokkrum félögum sem hafa brennandi áhuga á laxveiði. Farin var ein ferð á sumri í veiðitúr með Pjökkunum og yfirleitt varð Norðurá fyrir valinu. Það kom alltaf glampi í augun á Ingó þegar við settumst niður og fórum að skipu- leggja þennan túr. Ég sé Ingó fyrir mér brosandi með stöngina á ár- bakkanum, reyndar var hann alltaf brosandi drengurinn og hrókur alls fagnaðar. Á kvöldin tók hann upp gítarinn og söng Bítlalögin af mikilli innlifun og sagði brandara. Á haust- in komu Pjakkarnir saman, elduðu góðan mat og fengu sér koníakstár og rifjuðu upp veiðisögur sumars- ins. Það kom yfirleitt í hlut okkar Ingós að sjá um eldamennskuna enda var hann mikill matmaður og góður kokkur. Við gerðum grín að því að það væri eins gott að við tækjum þetta að okkur á hverju ári, annars væri víst að við fengjum ekkert að eta. Einn var sá í hópnum sem gaf okkur strákunum ekkert eftir í veiðimennskunni, en það var Örn, pabbi Ingólfs. Hann var með í þessum hópi þar til hann lést fyrir rúmum tveimur árum. Við geymum í huga okkar minn- ingar um margar ánægjustundir með Ingó og Frikku. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Við Rut sendum Frikku, Þorsteini og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur með von um styrk frá æðri máttarvöldum til að takast á við þessa miklu sorg. Bragi Jónsson. INGÓLFUR ARNARSON AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða send- anda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minn- ingargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Frágangur af- mælis- og minn- ingargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.